Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 11
JL>V FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 ★ ★ * • ★ menning r* ★ Þessi ákveðna andrá Ekki verður annað sagt en Elín Ebba Gunnarsdóttir hafi haft erindi sem erfiði með sinni fyrstu bók, smásagnasafhinu Sumar sögur. Hún sendi hana i verðlaunasamkeppnina sem kennd er við Tómas Guðmunds- son skáld í fyrra og hlaut verð- launin. Hún varð yfir sig hissa þegar hún fékk þau - „eiginlega hefði ég þurft að fá áfallahjálp til að róa mig niður,“ segir hún. „Og erfiðast finnst mér þegar ég hugsa til framtíðar að eiga að standa undir öllu þessu lofi.“ Bókin kom út hjá Vöku-Helga- felli fyrir síðustu jól. Þetta eru sjálfstæðar smásögur en þó tengdar - „blindfaldaðar", eins og höfundurinn kemst að orði, „þannig tengdcir saman að saum- amir sjást ekki.“ Þær fengu ágætar viðtökur hér heima, og nú hefúr Elin Ebba skrifað und- ir tiu ára útgáfusamning við Suhrkamp forlagið í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Hrökk í gang á nám- skeiði „Mér skilst að það hafi ein- hver þýskur „bókmenntanjósn- ari“ fengið íslenskar bækur til að skoða og mín hafi verið send með i bríaríi, en svo hafi hann bara fallið fyrir henni,“ segir Elín Ebba og brosir svolítið vandræðalega. „Fyrst skrifaði ég undir samning sem átti að gilda í sjö ár en var svo beðin að fram- lengja hann til tíu ára. Þá hafa þeir rétt til að gefa bókina út og ráðstafa henni til útgáfu i bóka- klúbbi og annars sem kann að koma upp í þessi tíu ár.“ Greiðsla er svo fyrir hvert selt eintak þannig að allt er komið undir viðtökum. - Áttu von á að þær verði góðar? „Varla,“ svarar hún. „Smásögur eru ekki hátt skrifaðar yfirleitt." Elín Ebba byrjaði seint að skrifa eins og títt er um kvenrithöfunda, eiginlega ekki fyrr en eftir að fjórða bamið komst af höndunum. „En ég held að löngunin til að skrifa hafi lengi blundað í mér,“ segir hún, „að minnsta kosti fór ég á námskeið hjá Ólafi Hauki Sím- onarsyni í ritlist fyrir 10-12 árum - í stað þess að fara á námskeið í bútasaumi eða ein- Elín Ebba Gunnarsdóttir - vill hafa smásögur á dýptina. hverju. A eftir var enginn tími til að sinna skriftum en eitthvað hefur mér þótt þetta spennandi þvi fyrir fjóram árum fór ég aftur á námskeið, nú hjá Ingólfi Margeirssyni, og þá hrökk ég í gang. Ég er viss um að bókin min hefði verið lengur á leiðinni ef ég hefði ekki farið á þessi námskeið - en hún hefði komið.“ - Hvað kom þér mest á óvart í sambandi við viðtökumar við bókinni - burtséð frá verðlaununum? Elín Ebba hugsar sig lengi um. „Þegar ég hef verið að lesa upp þá hefur stundum komið til mín fólk og sagt að því þyki vænt um þessa bók, hún hafi verið lesin og rædd á heimilum þess - og stundum hefur það talað eins og ég hafi gefið því eitthvað. Mér fannst það afar notaleg upplifun. Ég veit að sögurnar mínar eru strembnar og það þarf að lesa þær ansi djúpt til að fá mikið út úr þeim. Mér finnst bestu smásög- umar vera skrifaðar á dýptina. Galdurinn er að halda gran- kveikjunum svo djúpt að fólk sjái éndinn ekki fyrir of fljótt, og höfundur má ekki útskýra of mikið, þá tekur hann frá lesandanum. Krafan er núna að sýna fremur en segja frá, ekki mikl- ar lýsingar eða miklir atburð- ir heldur andrúmsloft. Smá- sagnahöfundur minnir á ljós- myndara sem er að bíða eftir þessu eina augnabliki. Maður þarf að hitta á ákveðna andrá - það er hún sem skiptir máli. Bandaríski rithöfundurinn Raymond Carver er alger snill- ingur í þessu. Hann segist líka vilja hafa „menace" í smásög- um - eins konar bland af ógn og hótun sem þarf ekki að vera orðuð heldur hangir í blænum - og ég er líka hrifin af því. Svo held ég mikið upp á Ólaf Jóhann Sigurðsson og Bréf séra Böðvars er alveg frá- bær saga.“ Hvenær kemur skáldsagan? - Finnst þér smásögur nógu vel metnar hér? „Nei, eiginlega ekki, og þó er þetta sæmi- lega erfitt form. Ef höfúndur hefur til dæmis gefið út ljóðabók og tvær skáldsögur og kem- ur svo með smásagnasafn þá er litið svo á að hann sé i smá-fríi! Og hjá nýjum höfundi er litið á þær sem stökkpall yfir í skáldsögum- ar. Maður fær alltaf við og við þessa spum- ingu - hvenær kemur skáldsagan?" Næsta verk Elínar Ebbu er komið á veg og hún heldur sig við smásögumar. „Mér finnst þær svo æðislegar," segir hún - og það er full- nægjandi ástæða. DV- mynd BG Hljómandi kveðjur Petri Sakari stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveit íslands í siðasta sinn sem aðal- sfjómandi á tónleikum hljómsveitarinn- ar í gærkvöld. Voru þetta því hans kveðjutónleikar. Efnisskráin var fjöl- breytt en öll rómantísk. Flutningur fyrsta verksins á efnis- skránni var helgaður minningu Leifs Þórarinssonar tónskálds, en hann er ný- látinn. Með honum missa íslendingar eitt sitt hæfileikaríkasta tónskáld og em góð- ar kveðjur vel við hæfi. Mestu skiptir þó nú að verkin fái að lifa. Vonandi fá gest- ir hljómsveitarinnar á næstu árum og áratugum að heyra verk Leifs. Nýjar kyn- slóðir flytjenda og stjómenda kasta sífellt nýju ljósi á eldra efni og smám saman verður kjami verka og bygging ljós. Þá hefur skapast menningarlegur skilningur sem enginn staðgengill er til fyrir. Tónlist Sigfríður Bjömsdóttir Forleikurinn að Lohengrin eftir Ric- hard Wagner er undurfagur, lýsing sem reyndar á við alla óperuna. Ekki tókst í þessum flutningi að endurskapa þann galdur sem tónlistin býr yfir, til þess var hljóðfæraleikur á viðkvæmum stöðum of óömggur og túlkun ekki nógu sannfær- andi. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari frum- flutti með hljómsveitinni fiðlukonsert eftir Pál P. Pálsson sem tónskáldið tileinkar henni. Leikur hennar var gæddur lífi og miklum til- Guöný Guðmundsdóttir lék af lífi og tilfinningakrafti fiðlu- konsert sem tileinkaður var henni sjálfri. finningakrafti svo ekki var hægt annað en að hrífast með. Síðasti kafli konsertsins, Lento, er saminn í minningu Ruthar Hermanns, en hún lék á fiðlu með hljómsveitinni frá stofn- un hennar og til loka áttunda áratugar- ins. Þetta síðara Lento verksins er vel ofm og þétt tónsmíð. Það er hún þrátt fyrir að Páll sæki efni annars vegar í þýskt þjóðlag og stíllinn sé hins vegar sóttur nokkur augnablik svo langt sem í tangó. Hinir kaflarnir tveir vekja meiri spum. Ekki er þar jafnljóst hvert tón- skáldið stefnir, ótrúlega mörg áhugaverð augnablik sem ekki næst að tengja nógu skýrt saman. Seint mun þó verða ljóst hvaða lögmálum tónlist lýtur, en margir eru um það sammála að framvinda hennar og þar með bygging eigi sér ein- hverja óáþreifanlega samsvöran í sál- rænum ferlum mannsins. Ef nokkur fót- m- er fýrir þessum hugmyndum þá er líka hægt að halda því fram að fram- vinda geti á einhvem hátt verið óeðlileg miðað við efniviðinn, eða í öllu falli óvænt. Það er kannski fyrirferð hins óvænta í fyrri köflunum tveimur sem gerir hlustunina fyrirhafnarmeiri. Auð- heyrt er hins vegar á verkinu í heild að þarna fer reyndur hljómsveitarstjóri sem þekkir hljóðfærin og blöndun blæ- brigða þefrra vel. Mjög frjóar og vel heppnaðar hugmyndir á því sviði era margar. Litla Hafmeyja Zemlinskys er dæmi um ágætlega gert verk sem menn hlusta á þegar þeir hafa misst áhugann á frum- leika, þegar ferskleikinn sem fylgir ferð í ósnortnar víddir er mönnum ofviða. Sem slik afþreying er þetta langdregna verk ekki verra en hvað annað. Flutningur þess var góður. mn Hernámið á vefsíðu Á sunnudaginn, 10. maí, verða liðin 58 ár frá því að Bretar hemámu. ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Þann dag verður opnað- ur vefúr á vegum Ljósmyndasafns Reykja- víkur og Ríkisútvarpsins með efiii um her- námsárin hér á landi, ljósmyndum, hljóð- upptökum og myndskeiðum. Til dæmis verður þar lýsing bresks landgönguliða á handtöku þýska ræðismannsins, upptaka úr dagskrá þýska áróðursútvarpsins sem beint var til íslendinga, ástandsvísur og ræða Sveins Bjömssonar forseta af svölum Alþingishússins friðardaginn 8. maí 1945. Þetta er annar áfanginn í sam- starfsverkefiii Ljós- myndasaftisins og Ríkisútvarpsins um að endurskapa eftir- minnilega atburði íslandssögu 20. ald- ar með margmiðlun- artækni til gagns og gleði fyrir almenning og skólafólk. Vefur- inn verður opnaður formlega af Bimi Bjarnasyni menntamálaráðherra í tengsl- um við fyrirlestiu- dr. Naomi Rosenblum um strauma og stefnur í bandarískri Ijós- myndun á fyrri hluta aldarinnar á sunnu- daginn. Hann hefst kl. 14 í Rúgbrauðsgerð- inni, Borgartúni 6. Síðustu sýningar á Grandavegi 7 Leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sig- ríðar Margrétar Guðmundsdóttur á Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grimsdóttur hef- ur verið sýnd í allan vetur við mikla að- sókn. En nú er leikárinu að ljúka og menn gái að því að síðustu þrjár sýningamar á þessu vin- sæla verki era 9., 16. og 24. maí. Söguhetjan er ung stúlka sem er skyggn. Daginn sem ekið er yfir hundinn henn- ar þyrpast ættingjar henn- ar og ástvinir á vettvang - lífs sem liðnir. Á sérstakri sýningu með sálarrannsak- endum á dögunum kom raunar fram að enn þá fleira fólk er á sviðinu en það sem er á launum hjá Þjóðleikhúsinu, því nokkrir leikaranna reyndust vera und- ir sérstakri vernd að handan. Sjónþing Huldu Hákon í byrjun apríl var haldið Sjónþing í Gerðubergi um Huldu Hákon myndlistar- mann og opnaðar tvær sýningar á verkum hennar eins og fram hefur komið hér í blaðinu. Kl. 14. 30 á morgun verður Sjónþinginu útvarpað á rás 1. Þar rifjar listakonan upp ferfl sinn og veitir bæöi faglega og persónulega innsýn I verk sín. Tveir spyrlar fara í saumana á verkunum, Egill Helgason blaða- maður og Halldór Björn Runólfs- son listffæðingur, og situr Hulda fyrir svörum. Stjómandi Sjón- þingsins er Hannes Sigurðsson listffæðing- ur. Kona verður gylta Skáldsagan Gylting eftir frönsku skáld- konuna Marie Darrieussecq hefur farið sig- urfór um heiminn og er nú komin út á ís- lensku í þýðingu Adolfs Friðrikssonar. Sag- an er lögð í munn ungri og ósjálfstæðri stúlku sem vinnur á snyrtistofu. Staða hennar er ekki sterk og hún leggur sig alla ffarn um að gera viðskiptavinunum til hæf- is þó að kaupið sitt fái hún bara með höpp- um og glöppum. Jafnvel leyfir hún fólki koma ruddalega fram við sig - uns hún tekur eftir því að breytingarnar á húð hennar og holdafari eru ekki alveg eðlOegar. í viðtali í helgarblaði DV 2. maí segist höfundur fyrst og ffemst velja sögum sínum rödd - „Og í Gyltingu er rödd mjög einfaldrar og barnalegrar konu. Rödd líkamans. Án allra upplýsinga, án pólitískra og menntaðra vopna. Hún tal- ar bara.“ En eftir að hún breytist í gyltu fer hún að hugsa sjálfstætt. Mál og menning gefur bókina út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.