Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 3 Fréttir ) ALLIR "suzukA SUZUKI BlLAR ERU MEO 2 ÖRYGGIS- ÁFLOG I 8UZUKI LOFTPÚÐUM. k ÖRYGGl J SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hí, Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími S55 15 50. fsafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavlk: BG bilakrlnglan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Þorsteinn EA mokveiddi grálúðu á Hampiðjutorgi: Mánuðurinn gaf 85 milljónir „Það var mokveiði á Torginu. Við náðum samanlagt 380 tonnum af grálúðu, 190 í hvorum túr. í heild tóku túrarnir samanlagt 36 daga. Við lönduðum í Reykjavík eftir fyrri túrinn og fórum síðan strax út aftur. Aflaverðmætið var um 86 milljónir í þessum túrum þannig að hásetahluturinn er ágætur,“ segir Hörður Guð- mundsson, skipstjóri á Þorsteini EA frá Akureyri. Skipið náði fullfermi af grálúðu í tveimur veiðitúrum eða saman- lagt 180 tonn á Hampiðjutorgi. Skipið kom til Akureyrar á mið- vikudag. 18 manna áhöfn er á Þor- steini EA. Mjög dræm veiði hefur verið af grálúðu undanfarin ár og hafa margir lýst því að stofninn væri við hrun. Nú er það skoðun margra að stofninn sé aftur á upp- leið. Á árum áður veiddust á þess- um slóðum allt að þúsund tonn- um af grálúðu á mánuði. „Við náðum tvívegis 18 tonnum í hali í túrunum sem er auðvitað mjög gott. Oftast vorum við þó með frá þremur upp í átta tonn í Félagslegar íbúðir: Óvissan óþolandi - segir leigjandi „Það hefur verið skelfilegt fyrir fólkið að finna þetta óöryggi, eins og ég var fegin þegar ég loks komst inn í þetta kerfi og taldi mig geta framvegis búið við ör- yggi í húsnæðismálum,“ sagði Sig- rún Reynisdóttir, leigjandi félags- legrar íbúðar hjá Reykjavíkur- borg, í samtali við DV. Leigusamningur Sigrúnar nær til aldamótaársins, en samskiptin milli leigjenda og borgarinnar hafa verið þannig að leigjendumir hafa ekki fengið skýlausar yfirlýs- ingar um hvaða breytingar verði á leigumálum þeirra við yfirtöku Félagsbústaða á íbúðarhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar. „Maður hefur ekki vitað hvort það ætti að taka þetta öryggi af manni aftur og henda manni á götuna eins og hverju öðru rusli eða ekki. Það fólk sem af einhverj- um ástæðum á undir högg að sækja hefur rétt til að geta lifað á mannsæmandi hátt,“ sagði Sigrún Reynisdóttir. -SÁ EskiQörður: Kolmunni bræddur DV Eskifiröi: Loðnuverksmiðja Hraðfrysti- húss Eskifjarðar hefur tekið á móti 7.645 tonnum af kolmunna síðustu tvær vikurnar. Vel gekk að bræða hann. Kolmunninn er ekki feitur og fæst því ekki mikið lýsi úr honum en mjölnýting er mjög góð. Færeyski loðnubáturinn Þránd- ur í Götu landaði 3. maí 2.600 tonnum og er það síðasti farmur- inn sem hefur komið hingað. Áður lönduðu tveir skoskir bátar og Samherjaskipið Jón Sigurðsson en það er gert út frá Færeyjum. Kolmunninn hefur reynst hið besta búsílag fyrir verksmiðjuna sem nýlokið hafði bræðslu frá síð- ustu loðnuvertíð. Regina hali. Ég held að þessi mikla veiði sé nú aðallega vegna þess að það er búið að minnka svo kvótann og því eru miklu færri skip þarna að veiða en áður. Það held ég að sé aðalskýringin frekar en að grá- lúðan sé á svona mikilli uppleið. -RR 18 manna áhöfn Þorsteins EA gerði það gott í tveimur veiðitúrum á Torginu. Alls veiddi skipið 380 tonn af gráiúðu. Aflaverðmætið er um 86 milljónir. DV-mynd Þorsteinn Gunnar Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Þægilegur og óvenju rúmgóður, bæði fyrir bílstjóra og farþega í Baleno Wagon er nóg fóta-, höfuð- og olnbogarými fyrir bílstjóra og farþega, jafnvel þótt stórir og stæði- legir séul Vel bólstruð sætin veita góðan stuðning á langferðum og hljóðeinangruð yfirbyggingin heldur vélar- og vegahljóðum í algjöru lágmarki. Það gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Og líttu á verðið: WAGONGLX l .445.000 KR. WAGON GLX 4x4 1.595.000 KR. Baleno 4x4 hefur einstaklega góða aksturseiginleika Fjórhjóladrifnir Baleno Wagon hafa RBC fjöldiska tengsli sem sér um að færa afl milli fram- og afturhjóla eftir því sem aðstæður krefjast. RBC tengslið eykur veggrip í beygjum og brekkum og bætir jafnvægi við hemlun- 96 hestafla, 16 ventla vél með fjölinnsprautun Baleno Wagon er hagkvæmur í rekstri og sameinar mikið afl og litla eyðslu. Suzuki hönnun tryggir bestu eldsneytisnýtingu við allar aðstæður. Baleno Wagon hefur allt að 1.377 lítra farangursrými! Það er meira rými en flestir þurfa að nota, jafnvel þegarfarið er í sumarbústaðinn eða söluferðina. Aftursætið skiptist 40/60. Krókar binda niður farangurinn, draghlíf hylur hann og aðskildar hirslur eru inn- feldar í gólf. Baleno Wagon er gerður til flutninga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.