Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 TIV Erfðafruma fBgeðveikinnar Fyrir nokkrum árum sat ég • heima við ritstörf. Þá var hringt. í í símanum segir mað- ur formálalaust að hann vinni að því að leita að erfðafrumu geðveikinnar fyrir háskólann í Kiel. Þú hefur lent I úrtak- inu til rannsóknar. Ég spurði hvers vegna. Hann sagði f að það væri auðséð á bókunum j mínum. Guðbergur Bergsson, f DV. Löglærðar hórur í Bandaríkjunum eru líka lög-1 fræðingar sem hafa ýmislegt að iðja. Þar hanga þeir á slysavarð- stofum eins og hórur og húkka sjúklinga til skaðabótakröfugerð- f ar upp á prósentur. Jóhannes Sigurjónsson, í Degi. Vetrargarður Eins og nú er háttað nýtist úti- vistarsvæðið í Laugardal miklu verr á vetuma en yfir sumarið og þá er til dæmis Fjölskyldu- garðurinn lokaður. Því hefúr komið upp sú hugmynd hjá Reykjavíkurlistan- um hvort ekki væri hægt að þróa þetta svæði enn frekar og koma þar upp einhvers konar vetrargarði. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, í DV. Landssamtök hjartasjúklinga Með 300 króna framlagi gefst þér kostur á að stuðla að því að j viðhalda hátækni sjúkrahús- anna. Bæta þá aðstöðu til sjúk- dómsgreiningar og meðferðar sem nauösynleg er til að veita heilbrigðisþjónustu á heims- mælikvarða. Karl Andersen, í MBL. Hálendi Þeir eru fáir, sem enn muna Herðubreiðarlindir eins og þær voru áður en Þor- steinsskáli var byggð- ur. Þeir eru jafnvel fáir sem enn muna Heröubreiðarlindir áður en þar risu mannvirki til að hýsa landverði og taka á móti þúsundum ferðamanna. Guðmundur E. Sigvaldason, í Degi. Þungunareinkenni Því hefur verið haldið íram að verðandi feður finni gjaman fyrir einkennum líkt og þungunarein- \ kennum kvenna og ein skýringin sem gefin hefur verið á þessu er sú að ómeðvitað öfundi karlinn eiginleika konunnar að ala barn. Guðlaug Einarsdóttir i MBL. Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar Straumnesviti Þverfjall j j Hornbjargsviti .. ( Seljalandsdalur jSúöavík U Grímsey U Rauöignúpur JJ Fontur Siglufjaröarv. Siglunes ! JDynjandisheiöi O Patreksfjöröur Bjargtanggp Gilsfjörður j JJ Gjögur Siglufjöröur'- O Dalvík Kolka O Neslandatangi 'J Vopnaflaröarheiöi ,j Dalatangi Fjaröarheiði J $ Möörudalsöræfi U OGagnheiöi Gufuskálar O o Holtavöröuhelöi Þingvellir Reykjavík O Straumsvík O Hellisheiöi Garöskagaviti O —O—- Grindavík Þorlákshöfh O Búrfell O Sandbúöir <j Þúfuver OVeiöivatnahraun O Jökulheimar O Hallormsstaöur Kambanes '•>T —O'Hvanneyri O Skaftafell, o ,'Skaröspruviti Mýrdalssandur DV Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma: I Sigríður er frá Úthlíð í Biskupstung- um. Eftir hefðbundna skólagöngu, en hún er stúdent frá ML, hélt hún til Osló þar sem hún stundaði nám í dýra- lækningum. Hún lauk námi 1992 og núna gegnir hún starfi dýralæknis hrossasjúkdóma. Það starf er á vegum yflrdýralæknis í nánu samstarfi við Hólaskóla en hún kennir einmitt á hrossabraut skólans. Á undanfómum árum hefúr hún unnið að rannsóknum á sjúkdómnum spatti í ís- __________ lenskum hrossum, sem er H.SNI. riofYcinc nokkurs konar shtgigt í smá- If IdUUI Udgslllð liðum hækla, og era þær rannsóknir uppistaðan i doktorsverk- efhi hennar við dýralæknaháskóla í Uppsölum i Sviþjóð. Sambýlismaður Sigríðar er Ólafúr Ingi Sigurgeirsson fiskeldisfræðingur og kennir hann við fiskeldisbraut Hólaskóla. Sonur þeirra er Sigurgeir og er hann fimm ára. Starf Sigríðar felst aðallega i fyrir- byggjandi aðgerðum til að hindra og leita að orsökum þeirra sjúkdóma sem þekktir era í íslenska hestinum. „Gott heiisufar er eitt af aðalsmerkjum ís- lenska hestsins en það þarf að halda vöku sinni til að svo verði áfram. Smit- sjúkdómar hafa verið nánast óþekktir í íslenska hrossastofhinum og því var mikið áfall að smitsjúkdómm- skyldi berast til landsins í vetur. Þetta er nokkuð sem við gátum auðvitaö alltaf átt von á því samgangur hestafólks á milli landa er mikill." Sigríður vissi ekki frekar en aðrir hvað var á ferðinni þegar hitasóttin stakk upp kollinum. „Þó var augljóst í upphafi að ekki var um drepsótt að ræða né alvarlega ógn við íslenska hrossastofhinn. Frá upphafi hefur allt verið reynt til að hindra útbreiðslu sóttarinnar. Það reyndist hins vegar erfitt því hún hafði þegar breiðst mik- ið út áður en við fengum vömum við komið. Þó eygðum við nokkra von um að hún myndi ekki breiðast norður fyrir Holtavörðuheiði fyrr en í sumar. En því miður kom í Ijós í fyrradag að hún hefði stungið sér niður í Skaga- firði. Hestamenn á Norðurlandi verða nú að undirbúa sig og sín hross undir -------------------------- komu veik- innar en mest er óttast um áhrif hennar á fylfullar hryssur sem era að kasta." Hún segir að á seinni hluta meðgöngunnar og fyrst eftir köstun hafi hryssur mikla þörf fyrir steinefrti, vítamín og orku. Þær þola þess vegna illa að borða ekki í tvo daga eins og raunin hefur verið með sýkt hross. „Mikilvægast er að auka eftirlit með hrossum án þess að breyta högum þeirra mikið eða stressa þau. Við höf- um verið hrædd við hestainflúensuna en hún veldur miklu alvarlegri ein- kennum. Þótt hún sé meira bráðsmit- andi er í raun auðveldara að stoppa hana. Sóttin, sem nú heijar á íslensk hross, er hins vegar lúmskari. Hún smýgur á undan okkur og meðgöngutím- inn er oft langur.“ Sigríður segir að alvarleg- ustu afleiðingamar séu að stöðva þurfti útflutning á hrossum þegar veikin fór að breiðast út. „Því hefur hún haft alvarleg efiiahagsleg áhrif Sigríöur Björnsdóttir á búgreinina sem var illa undir hana búin. Fjöldi fólks, hrossaræktendur, tamningamenn og fleiri, hefúr því í raun verið kauplaus frá því i febrúar.“ Talið er að veiran sem veldur hita- sóttinni sé landlæg í nágrannalönd- unum. Hins vegar era hrossin þar lík- lega ónæm fyrir henni og því er veik- in ekki þekkt þar. Hér hefúr hún hins vegar náð sér á strik enda ekkert ónæmi til staðar í íslenska hrossa- stofninum. Sigríður hvetur hrossaræktendur og hestamenn til bjartsýni og að standa saman að öflugu landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum í sumar. „í svona erfiðleikum þarf fólk að taka höndum saman og gera það besta úr orðnum hlut.“ Listaskálinn í Hveragerði Myndgátan Laugardaginn 9. maí verður opnuð sýning á verkum Péturs Halldórsson- ar í Listaskálanum í Hvera- gerði. Á sýningunni verða olíu- og vatnslitaverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-18 og stendur til 24. maí. Myndlista- og hand- íðaskóli íslands Laugardaginn 9. mai kl. 14 verður opnuð sýning út- skriftarnema Myndlista- og handíðaskóla íslands í hús- næði skólans í Laugarnesi. Gallerí Hornið Laugardaginn 9. maí kl. 15-17 hefst sýning Elínar Magnúsdóttur í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15. Sýndar verða nýjar olíu- myndir og vatnslitaskissur. Sýningin verður opin kl. 11-23.30 alla daga og stend- ur til sunnudagsins 24. maí. Sérinngangur er þó aðeins opinn kl. 14-18. Sýningar Greipar Ægis á Jómfrúnni Listamaðurinn Greipar Ægis sýnir sandskúlptúra á Jómfrúnni, Lækjargötu 4. Sýningin verður opin út maí. EVþdR- Bindur trúss sitt við glæpamenn Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Kór Snælandsskóla tekur þátt í norrænu kóramóti í Noregi í vor. Vortónleikar bamakór- anna í Kópavogi Bamakórar Kópavogs ætla að halda sameiginlega tónleika I til- efrii afmælis Kópavogsbæjar sem er 11. maí. Tónleikarnir verða haldnir í Hjallakirkju laugardag- inn 9. maí og hefjast klukkan 14. Á tónleikunum munu koma fram Kársneskórinn, Kór Digra- nesskóla, Kór Hjallaskóla og Kór Snælandsskóla. Auk þeirra mun barnakór frá Egilsstöðum koma fram á tónleikunum. Tónleikar Á tónleikunum mun hver kór koma fram og syngja nokkur lög en í lokin munu allir kórarnir syngja saman nokkur lög. Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og kleinur en ágóði af tón- leikunum rennur í ferðasjóð Kórs Snælandsskóla. Miðaverð á tón- leikana er 500 kr. fyrir fúllorðna en fritt fyrir böm. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals. Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í gær að röng mynd birtist af manni dagsins, Þórólfi Ámasyni, for- stjóra Tals, og er beðist velvirð- ingar á mistökunum. Við birtmn þess vegna réttu myndina í dag. Bridge Omar Sharif var ekki heppinn í þessu spili sem kom fyrir á heims- meistaramótinu í einmenningi í aprfi síðastliðnum. Sagnir gengu þannig þar sem Sharif sat í norður, vestur gjafari og enginn á hættu: * D V 95 * 10842 * ÁD10965 * 986 * ÁG1072 * 75 * 432 N V A S * 64 * KD86 * ÁKD9 * KG7 4 ÁKG10743 » 43 ♦ G63 * 8 Vestur Kowal. pass pass 4» Norður Austur Sharif Mouiel pass 1 ♦ pass dobl p/h Suður Jourdain 34 pass Omar Sharif spUaði eðlUega út einspUi sínu í spaða og Bretinn Pat- rick Jourdain yfirdrap á kóng og spUaði einspUi sinu í laufi. Sharif tók þann slag á ás, spUaði lauf- drottningu tU baka og Jourdain trompaði. Hann spUaði spaðatíu sem Sharif tromp- aði á hjarta og gaf Jourdain aðra laufstungu. Þetta var nákvæm vöm og Sharif var hissa á því að fá undir meðalskor fyrir að Omar Sharif. setja fjögur hjörtu tvo niður. En það átti sér sín- ar skýringar. Á mörgum borðanna opnaði norður á þremur laufum og austur sagði 3 grönd. Suður byrjaði á því að taka 7 slagi á spaða í þeim samningi og áttunda slaginn fékk vörnin á laufásinn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.