Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Spuriúngin Hefurðu ort? Hákon Ásgeirsson garðyrkju- fræðingiu:: Nei, en ég hef reynt. Brynjar Viggósson sjávarútvegs- fræðingur: Já, oft. Björn Knútsson sjávarútvegs- fræðingur: Já, með öllum bragar- háttum. Dagbjört Guðmundsdóttir móðir: Já. Ragnar Sær Ragnarsson leik- skólakennari: Já, um elskumar mínar, börn og náttúru. Brynja Guðbrandsdóttir nemi: Já, ég geri það stundum. Lesendur Landssíminn lifandi fyrirtæki Bréfritara finnst Landssíminn ekki hafa fylgt einkavæðingunni eftir nógu vel. Sigurður Ólafsson skrifar: Með miklum tilþrifum einka- væddi Halldór Blöndal Póst- og símamálastofnunina sem nú heitir Landssíminn og íslandspóstur. Hvor tveggja nafngiftin er í áratuga gömlum anda enda Landssíminn enn fomeskjulegri en hann var sem opinbert ríkisfyrirtæki. Dæmi um það er að lokadagur fyrir tilkynn- ingar í símaskrá 1998 var síðasti dagur janúar 1998. Nú um miðjan maí bólar ekki á símaskránni og það á tímum tölvunar og veraldar- vefsins. Starfsfólk Landssímans hefur í starfi sínu aðgang að tölvuvæddri símaskrá. En hvers vegna ekki al- menningur, líkt og t.d. í Bandaríkj- unum? Ég ætlaði að fá mér auglýs- ingu á gulum síðum nýju síma- skrárinnar og hélt í einfeldni minni að tvær línur gæti ég teiknað sjálf- ur á mína tölvu og sent Landssím- anum. En, ónei. Nota verður fok- dýrt vandfengið forrit að kröfu Landssímans. Ég hafði þá samband við prent- smiðjuna Odda sem er að hamast við að prenta skrána og spurði hvort þeir gætu ekki útbúið auglýs- ingu fyrir mig á ódýran máta. Jú, jú, en Landssíminn hefur gert samning viö ákveðna auglýsinga- stofu sem ein má gera þetta. - Og kostnaðurinn? Ég varð alveg undr- andi; 25.000 krónur fyrir agnar ögn á gulu síðumar. Mér datt í hug: Skyldi einhver hjá Landssímanum hafa hagsmuna að gæta hjá viðkom- andi auglýsingastofu? Er það óeðli- legt að detta það í hug á tímum sí- felldra uppljóstrcma um misferli hjá hinu opinbera? En mikil lifandi ósköp hefur nú afgreiðsla Landssímans fylgt einka- væðingunni vel eftir. Eða hitt þó heldur! Alveg sama hæga þjónustan og afgreiðslutími þetta vika, tíu dag- ar á því sem ekkert er. Mér finnst sem sé einkavæðingin litlu hafa breytt. Nema nú þarf stofnunin ekki að gefa opinberar upplýsingar um laun forstjóranna. Ég held að for- stjórinn (sem ég man ekki hvað heitir) sé vænsti maöur. Hann verð- ur hins vegar að hysja upp um sig ef Landssíminn á ekki að þurrkast út í framtiðarsamkeppninni. En skylt Landssímanum er sam- gönguráðuneytið, ráðuneyti fjar- skiptamála og veraldarvefsins. Þeir sem eru á heimasíðu ráðuneytisins sjá hve aum hún er og raunar kol- vitlaus og hefur ekki verið leiðrétt frá því hún var gerð. - Það er varla von á góðu þegar sjálf foðurhúsin fylgja fomeskjunni. Hamingjan er R-listans Ólafur Bjarnason skrifar: Á dögunum birti R-listinn auglýs- ingu þar sem borgarbúum var ósk- aö til hamingju. Þar vora talin upp „afrek“ R-listans á kjörtímabilinu og vonir greinilega bundnar viö að borgarbúar læsu auglýsinguna ekki vandlega heldur féllu fyrir innan- tómu slagorðinu. Þetta slagorð „Til hamingju" er nú fariö að skjóta upp kollinum á skiltum í borginni, og því ástæða til að staldra við og velta því fyrir sér í hverju hamingja borgarbúa á að vera fólgin. Er hamingjan e.t.v. fólgin í því að hafa fengið á sig 2 milljarða króna skattahækkun á kjörtímabilinu? Eða í því að borgin hefur safnaö auknum skuldum, um 4-5 milljörð- um króna? Kannski er hamingjan fullkomn í því að þetta hvort tveggja hafi gerst þrátt fyrir að R- listinn hafi sérstaklega lofað að skattar yrðu ekki hækkaðir og að skuldir yröu lækkaðar? Vera kann að R-listinn eigi við að því fylgi sérstök hamingja að sitja í bíl sínum í umferðarteppu á morgn- ana. En umferðarteppan stafar ein- mitt af þeirri stefnu listans að „auka ekki umferðarrýmd vestan Elliðaár“. Við nánari athugun verð- ur þó ljóst hvar hamingjan liggur. Hún er hjá R-listanum vegna þess að hann er við völd og getur útdeilt sérverkefnum til vina og aðstand- enda listans og skipað í stöður. List- inn hefur getað svikið loforð og hag- að sér eins og honum hefur sýnst en heldur samt stöðu sinni í skoðana- könnunum!! Þungaskattur endurgreiddur milljónir til sérleyfishafa Aðeins útvaldir fá afslátt af þungaskatti, samkvæmt sérleyfi samgönguráö- herra. Pétur Sigurðsson hringdi: Flutningsmiðlar eru fyrirferðar- miklir í þessu landi. Landflutningar með fólk og vörur aukast sífellt með betra vegakerfi. Það er gleðilegt að þessi starfsemi skuli blómgast svo mjög. Það er þeim mun einkenni- legra að hið opinbera skuli leyfa sér að greiða niður starfsemi sérleyfis- hafa. Fullyrt er í fréttum aö sérleyf- ishafar fái 70% af þungaskatti end- urgreitt. Upphæðin nemur tæpum 168 milljónum króna á síðustu fjórumr árum. Þessi rýmilegheit ríkisins eru svo enn einkennilegri með því að flestir flutningsmiðlam- ir komast bærilega af og þaðan af betur. Flestir þeirra skila arði, þetta 5,7 og upp í tæpar 40 milljónir króna. En ekki sitja þó allir við sama þjónusta allan síma i kl. 14 og 16 borð. Einungis þeir sem hafa fengið útgefið sérleyfi samgönguráðherra fá endurgreiðslu 70% þungaskatts- ins. Aðrir flutningshafar, sem eru á eigin ábyrgð í rekstri, njóta ekki þessardr fyrirgreiðslu ríkisins. Það ætlar seint að eldast af ís- lenskum samgöngumálum að sækj- ast eftir viðveru undir pilsfaldi rík- isins. Ég undrast mjög þolgæði ráð- herra í núverandi rikisstjórn hvað þetta varöar. Fyrrverandi opinber fyrirtæki eru einkavædd, hvert af öðru, en ívilnunum og styrkjum er dreift til rekstraraðila í samgöng- um, bæði í lofti og á landi. - Hvers vegna sækir Eimskipafélagið ekki um styrk til sjóflutninga sinna? Laxness - lag án texta? J.J. hringdi: Ég las ánægjulega frétt í DV sl. miðvikudag undir fyrirsögninni: Eina lag Laxness frumflutt. - Gott og vel. Það gleymdist hins vegar að geta þess hvort og þá hvaða texti (ljóð) verði notaö með laginu, og eftir hvaða höfund. Vera má að ekki sé um neinn texta að ræða, að- eins „instrumentaT flutning. En samkvæmt fréttinni er rennt blint í sjóinn þar um. Upplýsingar um ljóð og höfund væru hins vegar vel þegnar. - Að öðru leyti óska ég við- komandi tónlistarfólki til ham- ingju. Fjölskyldugreiðsl- ur D-listans Berglind Þorsteinsd. skrifar: Nokkuð hefur verið skrifað um fyrirhugaðar fjölskyldugreiðslur D- listans í Reykjavík. Þær eru sagðar verða 25.000 krónur með hverju barni. En nærri lagi er, að tala um 15.000 krónur með bami, þvi auð- vitað borgar fólk skatt af þessum greiðslum eins og öðrum. I síðustu valdatið D-listans framkvæmdi hann loforð um slíkar greiðslur þegar þrír mánuðir voru eftir af kjörtimabilinu. - Því má segja: Verkin tala, ekki orðin ein. Lítil löggæsla í miðbænum Kristinn Sigurðsson skrifar: Ótal sinnum hefur okkar ágæti lögreglustjóri verið minntur á að það sé mikið mn erlenda ferða- menn I miðborg Reykjavíkur, en einnig, og því miður líka drykkju- lýður og dópistar sem mér finnst að ætti að fjarlægja úr borginni. Okk- ur ber heilög skylda til að vemda okkar erlendu gesti, en eins og er em þeir án allrar vemdar. - Ég skora á borgarstjóm og lögreglu- stjóra enn einu sinni að bæta úr þessu. Reykjavík getur ekki talist menningarborg ems og nú er ástatt. Krabbameinslyfj- um fagnað Margrét hringdi: Nú berast góðar fréttir af nýjum lyfjum gegn krabbameini. Svona fréttir hafa borist okkur til eyma áður. En víst skal vona og þreyja þar til sigur vinnst. Ég hef á tilfinn- ingunni að sumir læknar - en ekki vísindamenn - séu súrir vegna frétta um að útrýma megi þessum eða hinum sjúkdómnum að fuliu. Krabbameinslækningar stunda þúsundir manna um heim allan, ótal tegundir lyfia era í gangi gegn sjúkdómnum. Ef skyndilega er lok- að fyrir þessa grein með nýju undralyfi, verða einhverjir langleit- ir spái ég. En við bíöum enn, viö glötum ekki voninni. Ingíbjörg í landsmálin? Guðjón Jónsson skrifar: Einhver umræða hefur orðið um að Ingibjörg Sólrún borgarstjóri ætli sér í landsmálin þegar kosið verður til Alþingis á næsta ári. Hún neitar eðlilega, en var þó ekki nógu trúverðug í sjónvarpinu um daginn. Þá sagði hún að hún ætlaði sér að vera borgarstjóri á næsta kjörtímabili, en gat ómögulega sagt að hún ætlaði að vera borgarsfjóri út næsta kjörtímabil. Stjómmála- menn hafa áður staðið í þessum sporum. Davíð Oddsson sagði fyrir borgarstjómarkosningar 1990 að hann myndi verða borgarstjóri áfram en var kominn í landsmálin árið 1991. Freisting Ingibjargar Sól- rúnar að sameina vinstri menn á landsvísu hlýtur að vera mikil. Lík- legt má telja að verði hún borgar- sijóri á næsta kjörtímabili, þá verði það aðeins í eitt ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.