Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Fréttir Breskur sérfræðingur kannar möguleika á olíu í íslenska landgrunninu: Áhætta en ástæða er til bjartsýni - segir Tony Doré sem telur líkur á olíufundi fyrir Norðurlandi „Það þarf aö skoða nánar það sem er aögengilegast hér, þ.e. setlög sem eru á landgrunninu. Það þarf að taka sýni af þeim og athuga hvort í þeim eru lífræn efni sem eru undirstaða olíumyndunar. Mestu líkumar eru fyrir Norðurlandi, sér- staklega Tjörnesi, en þar hafa fund- ist um 4 metra þykk setlög. Það er ástæða til bjartsýni en samt er ljóst að þetta er áhætta. Þess vegna er ólíklegt að olíufélög séu tilbúin að fjármagna olíuleit hér. Því þarf að reyna að fá meiri upplýsingar um setlögin. Þannig er hægt að minnka óvissuna og áhættuna. Með því auk- ast líkumar á að fá olíufélögin til að fjármagna olíuleit," segir Bretinn Tony Doré sem er sérfræðingur í olíuleit. Doré er hér á landi í boði Orku- stofnunar til að leggja mat á rann- sóknir íslenskra sérfræðinga og vís- indamanna um hvort olía eða gas fmnist á landgrunni íslands. Iðnaðarráðherra skipaði á síðasta ári starfshóp til að hefja markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnist á landgrunninu. Sveinbjörn Bjömsson prófessor er formaður starfshópsins. „Stóra spurningin er hvort í þess- um þykku setlögum eru lífræn efni sem gætu safnast saman og orðið að olíu. Hitaskilyrði eru fyrir hendi og það er mikil gróska i hafinu. Síðan þarf að vera til berg fyrir ofan sem tekur við olíunni þegar hún mynd- ast og geymir hana. Síðan þarf nokkurs konar þak til að olían hald- ist í jörðu í stað þess að leka upp á yfirborðið. Þar er veikasti punktur- Breski sérfræðingurinn Tony Doré (fyrir miðju) ásamt Sveinbirni Björnssyni prófessor og Karli Gunnarssyni hjá Orkustofnun. DV-mynd ÞÖK inn hjá okkur því jörðin er svo skor- in eftir jarðskjálfta,“ segir Svein- björn. Markmiðið hjá okkur er að fá ráð um hvaða rannsóknir við eigum að gera i viðbót til að auka líkurnar á að finna út hvort þama er olía eða gas. Þær rannsóknir sem hægt er að framkvæma kosta kannski nokkra tugi milljóna. Ef farið er út í boran- ir er um að ræða hundruð milljóna króna kostnað og boranir úti í hafi myndu kosta þúsundir milljóna," segir Sveinbjörn. „Á Færeyjasvæðinu og grunnun- um í kring er heilmikið basalt- svæði. Olíuleitin er að færast út í þau svæði sem voru undir áhrifum af eldvirkni. Þessi reynsla og um- hverfi sem hér er skiptir æ meira máli í olíuleitinni á útjöðrum land- grunna Bretlands og Noregs. íslend- ingar gætu tekið meiri þátt í því með upplýsingamiðlun. Þannig gætu íslendingar komið meira inn í olíuiðnaðinn," segir Tony Doré. -RR Rannsókn á réttarstöðu bankastjóranna: Svör í næstu viku? - svara engum spurningum, segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. „Ég mun sennilega hitta Jón Steinar í næstu viku og þá fer hann yfir þessi mál með mér. Ég reikna með að hann hafi fengið þau svör sem hann þarf, en ég hef ekkert heyrt nánar frá honum þar sem hann hefur verið upptekinn við annað. Það þarf að gera upp við bankastjórana og til að það sé hægt þarf að fá ákveðnar upplýsingar en ég get ekki sagt um hvað þær snú- ast. Almennt séð þá tók Jón Steinar að sér að gæta réttarstöðu bank- ans,“ sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, í samtali við DV í gær. Bankaráð Landsbankans fól Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. að kanna hver réttarstaða hinna þriggja fyrrverandi bankastjóra gagnvart bankanum er, að því er varðar hugsanlegar endurkröfur bankans á þeirra hendur og starfs- lokakjör þeirra að öðru leyti. Þá var Jóni Steinari falið að kanna hver ábyrgð bankastjóranna kunni að vera að lögum á þeim atriðum er greinargerð Ríkisendurskoðunar fjallaði um. DV hafði samband við Jón Stein- ar og spurði hann hvort hann hafi sótt eftir og fengið nauðsynlegar upplýsingar um málið annaðhvort Götusópari valt á hliöina á Sæbrautinni í gær. Ökumaöur sóparans var aö taka beygju en þá fór annað afturhjóliö upp á steinkant meö þeim afleiöingum aö sóparinn valt. Ökumaöur kvartaöi undan eymslum en meiösl hans voru ekki talin alvarleg. DV-mynd S Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. frá bankastjórunum eða bankanum, hvort hann væri farinn að vinna að málinu og hver staðan væri. „Engum af þessum spurningum get ég svarað. Eins og kemur fram í bréfi bankaráðs þá fól það mér að kanna hver réttarstaða þessara manna er eins og þar er lýst. Ég tek að mér verkefnið og ætla að skila því í hendur bankaráðinu. Ég hef einsett mér þaö við þetta verk að fjalla ekki um það að einu eða neinu leyti í fjölmiðlum. Ég mun skila mínu verki til bankaráðsins þegar það verður tilbúið og mun ekki svara neinum spumingum hvemig ég vinn verkið, eða hvort ég hafi sent erindi þar að lútandi eða öðru. Þú getur þá, sem áhugasamur fréttamaður, sótt svör til þeirra sem við verkinu taka,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. -phh Stuttar fréttir :dv Flug á Patró Patreksfirðingar em ánægðir með áætlunarflug til sín sem flugfélagið Jórvík hefur stundað sjö sinnum í viku frá því i desember. 10 sæta vélar em notaðar og er sætanýting góð, að sögn fréttablaðsins Vestra. Nýtt kennarafélag Milliþinganefnd HÍK og KÍ er að ljúka við drög að lögum fyrir nýtt félag allra kennara. Verið er aö kynna niður- stöður nefndarinnar fyrir kennurum þessa dagana en alls- herjaratkvæða- greiðsla um samein- inguna á að fara fram í byrjun næsta árs. Kennarablað- ið segir frá. Danfríður Skarphéðins- dóttir er leiðtogi HÍK í sameiningar- málum en Guðrún Ebba Ólafsdóttir er talsmaður KÍ. Kennarablaðið sagði frá. Betri afkoma Orkubú Vestfjaröa hafði betri af- komu í fyrra en árið á undan. Afkom- an reyndist 114 milljónum befri en ráð hafði verið gert fyrir. í stað 122 milljóna taps varð tapið aðeins 7,6 milljónir. Vestri sagði frá. Menntasamningur Búvísindadeildin á Hvanneyri hefur samið við landbúnaðarháskóla í Nova Scotia í Kanada um masters- og dokt- orsnám Hvanneyrarkandidata í Nova Scotia á sömu kjörum og heimamönn- um bjóðast. Bændablaðið sagði frá. Tapað stríð Stríðið gegn minknum er tapað, að sögn Áka Ármanns Jónssonar veiði- stjóra, í Bændablaðinu. Hann nemur stöðugt ný lönd og 5-7 ára sveiflutopp- ar í stofnstærð verða stöðugt stærri. Færri fóstureyðingar Ingibjörg Pálmadóttir ætlar að skipa nefnd landlæknis, kvensjúk- dómalækna, félags- ráðgjafa og ljósmóð- ur. Nefndin á að kanna hvers vegna fimmta hver kona sem þungast lætur eyða fóstri. Þó vandinn sé þetta stór séu þó færri fóstureyðingar hér á landi í hlutfalli við fæðingar en ann- ars staðar á Norðurlöndum að Fær- eyjum undanteknum. 90% í sambandi GSM-farsímakerfið nær nú til 90% landsmanna en Þórshöfn og Raufar- höfn hafa nýlega bæst við kerfið, sam- kvæmt fréttabréfi Landssimans hf. Dýr kolsýra Garðyrkjubændur greiða um 15 milljónir á ári fyrir kolsýru sem not- uð er sem vaxtarhvati í gróðurhúsa- ræktun og telja það alltof hátt. Leitað er tæknilegra leiða til að lækka þerrn- an kostnað, að sögn Bændablaðsins. Stuttmyndahátíð Tvær íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar á eina stærstu stutt- myndahátíð heims sem fram fer i Toronto í Kanada. 90 myndir eru vald- ar ár hvert af um 1200 myndum sem berast frá 50 löndum. íslensku mynd- irnar heita Slurpinn & co. og Siggi Valli á mótorhjóli. Enga sérsamninga Launanefnd sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að ganga ekki tU við- ræðna við kennara um sérsamninga heima í héraði, sem félög kennara hafa þrýst á um. Karl Björnsson, formað- ur nefndarinnar, segir einn kjara- samning í gUdi yfir aUt landið við kennara. Byrjað fyrr SmyrU Line, útgerðarfélag ferjunn- ar Norrönu, hefur ákveðiö að byrja siglingar strax 23. maí eða viku fyrr en undanfarin ár. Jafnframt verður siglt viku lengur fram á haustið. Fyrsti komudagur tU íslands verður 28. maí. Að sögn norræna ferðablaðsins Stand By hefur farþegarými skipsins verið endumýjað í hólf og gólf. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.