Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 1550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1998 Útlánatap ríkisbanka: 767 þúsund kall fauk _ daglega Ríkisviðskiptabankamir, Landsbanki og Búnaðarbanki töp- uðu um 14 milljörðum króna í út- lánum á árunum 1993-1997. Þetta kom fram í svari Finns Ingólfs- sonar viðskiptaráðherra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns á þingi í gær. Þetta jafngildir þvi að bankam- ir hafi að meðaltali tapað á hverj- um einasta degi á umræddu tíma- bili 767 þúsund krónum. Jóhanna vill að óháðir aðilar verði fengnir til að fara ofan í hlutina, bæði fjármálastjórn í bönkuniun og þátt endurskoðenda og bankaeftirlits Seðlabankans í : wþessu máli. -SÁ Helgarblað DV: Jóhanna ekki hætt í helgarblaði DV á morgun birtum við opnuviðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismann og formann Þjóðvaka, sem hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðunni að undanfómu. Hún ræðir Lands- bankamálið, framtíð sína í pólitík og ýmislegt fleira forvitnilegt. Rætt er við systkinin Hallgrím og Helgu Völu, börn þeirra leikara- hjóna Helga heitins Skúlasonar og Helgu Bachmann. Þau hafa svo sannarlega erft leiklistarhæfileika foreldranna en Hallgrímur er afkastamikið leikritaskáld og Helga Vala er einmitt að útskrifast úr Leiklistarskólanum á morgun. Þetta era aðeins brot úr fjölbreyttu og efnismiklu blaði á morgun. ‘5r' -sm/-bjb Jón Stefánsson kórstjóri býður Gradualekórnum heim til sín á hverju ári. Þá er nagað af súpuketi og fær sá/sú sem best nagar Beinabikarinn. Keppnin er hörð og er flestum í mun að naga sem best og mest. DV-mynd Hilmar Þór íslenskur listahátíðarstjórnandi hafnar „þjóðsöng“ Björgvinjar: Ráðherra kenni íslendingnum mannasiði - segir stórþingsmaður. Gef mig ekki, segir Bergljót Jónsdóttir DV, Björgvin: „Ég gef mig ekki hvað sem hver segir og kvartar, það er ekki tími til að flytja þennan þjóðsöng við opnun hátíðarinnar og þess vegna hef ég strikað hann út,“ segir Bergljót Jónsdóttir, listahátíðarstjóri í Bergen í Noregi, og hefur valdið meira uppnámi í bænum en vitað er um á síðari tímum. „Þetta er frekleg móðgun við alla íbúa Bergen og ég krefst þess að menntamálaráðherrann kenni þess- um íslendingi mannasiði og skipi henni að taka þjóðsöng okkar borg- arbúa á dagskrána," segir Terje Hansen, þingmaður Framfaraflokksins frá Bergen. Anne Enje Lan- stein, menntamála- ráðherra Noregs, segir Listahátíðina í Bergen vera utan valdsviðs síns og því Bergljót geti hún ekki sagt jónsdóttir. Bergljótu formlega fyrir verkum. „Við líðum ekki íslenskan menn- ingaryfirgang hér í bænum. Þetta er þjóðsöngurinn okkar og fyrr verður íslendingurinn rekinn en við verð- um svikin um hann,“ er einróma álit fólks á götunni í Bergen. Stolt þess er sært og dæmi era um að fólk syngi sönginn á götum úti. Bergljót heldur fast við sitt. Þjóð- söngurinn, sem reyndar er óskap- lega hallærislegur, verður ekki fluttur við opnun listahátíðarinnar í sumar. Stjórn hátíðarinnar stendur með Bergljótu sem hefur á undanförum áram náð að vekja listahátíðina í bænum af löngmn dvala. En heima- menn hafa hlustað á þjóðsönginn sinn á hverju ári í fjöratíu ár og vilja ekki missa hann, allra sist vegna íslensks menningaryfirgangs. -GK 5° 70 70 —/ s } t , 7 1 7° •: , ' - A 3 Veðrið á morgun: Hlýnandi veður Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi norðvestan til en annars hæg vestlæg átt. Skýjað verður að mestu og sums staðar dálítil súld allra vestast en létt- skýjað annars staðar. Veður fer hlýnandi, 5 til 10 stiga hiti verður siðdegis. Veöriö í dag er á bls. 37. Frambjóðend- ur sakaðir um óreiðu Heimasíða með netfanginu itn.is/&samviska, hefur verið opnuð á Netinu þar sem hæfi tveggja fram- bjóðenda R-listans til að gegna trúnað- arstörfum fyrir borgarbúa er stórlega dregin í efa. Frambjóðendumir sem um er fjall- að eru þeir Helgi Hjörvar, sem skipar 1. sæti R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar, og Hrannar B. Arnars- son sem skipar 3. sætið. í fréttatil- kynningu frá aðstandendum heima- siðunnar, þeim Hlyni Jóni Michelsen og Gísla Björnssyni, segir að fram- bjóðendumir tveir hafi verið óreiðu- menn í fjármálum árum saman, hafi svikið fólk um launagreiðslur og skil- ið fyrirtæki og einstaklinga eftir með tugmilljóna króna tapaðar kröfur. Á þeim hvíli dómar vegna vanskila og þeir hafi verið viðriðnir gjaldþrot fjölda fyrirtækja. DV hafði sambandi við Helga Hjör- var vegna þessa máls í morgun. Hann óskaði ekki eftir því að ræða málið fyrr en hann hefði kynnt sér efni heimasiðunnar. -SÁ Krafa um svór DV, Akureyri: „Það er mitt markmið að fara út af þessum fundi með skýr svör við þeirri spumingu hvenær vamarlin- um verður aflétt," segir Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, en yfir- dýralæknir hefur boðað samráðs- hóp hagsmunaaðila á sinn fund í landbúnaðarráðuneytinu. -gk Kjúklingastríð Neytendur gæta glaðst í dag því verðstríð á kjúklingum er hafið hjá tveimur af stærstu stórmörkuðunum, Nóatúni og Hagkaupi. Nóatún auglýsir í dag sænska kjúklinga til sölu á 450 krónur kílóið. í morgun svaraði Hagkaup þessu til- boði Nóatúns og býður nú íslenska kjúklinga á 445 krónur kílóið. Að sögn markaðsstjóra matvöru- deildar Hagkaups er hér um tíma- bundna lækkun að ræða og því verða kjúklingaunnendur að hafa hraðar hendur til þess að ná sér í ódýran kjúkling. -glm SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.