Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 7 Met í formennsku Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hefur beðist afsökunar vegna þess að farið var offari við hreinsunar- stai-f eftir snjóflóðið sem varð 14 manns að bana. Af- sökunarbeiðnin er tilkomin vegna ára- langrar baráttu. í framlínunni hefur staðið Hafsteinn Númason sendi- bílstjóri sem hef- ur miskunnar- laust hamrað á yfirvöldum vegna þessa máls. Svo er að sjá að sendibílstjórar hafi áttað sig á bar- áttuþreki hans og ákveðið að virkja það í sína þágu því Hafsteinn gegn- ir nú formennsku í félagi þeirra, Trausta. Þetta er einkum merkiiegt fyrir þær sakir að hann er formlega séð enn formaður í Verkalýðs- og sjómannafélagi Álftfirðinga í Súða- vík. Ekki hefur enn verið kjörinn nýr maður í hans stað þar þrátt fyr- ir að rúm þrjú ár séu síðan Haf- steinn flutti. Þetta er væntanlega íslandsmet í formennsku ... Stórgjafir og litlar... Suðumesjafréttir sögðu frá vígslu safnaðarheimilis Hvalsnes- sóknar sem fram fór á sumardag- inn fyrsta. Reynir Sveinsson sókn- amefndarmaður flutti við athöfnina ávarp sem blaðið segir að eftir hafi veriö tekið. Hann sagði þar frá þeim gjöfum sem bár- ust. Þannig minntist hann á blómakörfu frá Gerðahreppi sem hann kallaði „þessa litlu þarna." Síðan mun hann hafa þulið upp nokkrar stórgjafir og endaði með því að segja frá gjöfum sem verö- lagðar vom á 10 þúsund og minna „frá ýmsu liði sem ég er ekkert að telja upp,“ hefur blaðið eftir sókn- amefhdarformanninum... Melrakkar í framboð Apótekarinn á Patró, Bjöm Jó- hannsson, er í framboði I Vestur- byggð undir merkjum Broslistans. Það sem sameinar menn í framboð- inu er fyrst og fremst reglubundið tófuát þeirra sem DV hefur greint itarlega frá. Listinn gengur því undir gælunafiiinu Melrakkalistinn. Guðfaðir listans er Símon Símonar- son, eirrn af þungavigtarmönnum Sjáifstæðisflokks. Mikil læti urðu vegna framboösins sem talið er höggva í raöir vinstri manna á Ammóníakslista. Ammóníaksmenn urðu æfir þar sem þeir töldu sig missa fylgi. Framboðið var stutt 20 meömælendum en tveir höfðu skráð sig á aðra lista og það var klagað. Melrakkar fengu sólarhringsfrest til að koma með aðra meðmælendur sem tókst. Gárungar segja um að ræða alvarlegan ammóníaksleka sem orðið hafi tU að melrakkamir hafi flúiö skútuna ... Einræðisherra hættir Á Þórshöfn eru boðnir fram tveir listar. Núverandi oddviti hreppsins er Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Ýmsum hefur þótt nóg um völd hans og hefur Jóhann á stundum verið kaUaður ein- ræöisherra. Nú hefur hann ákveð- ið að láta af völd- um og gefur ekki kost á sér tU áframhaldandi setu í hrepps- nefnd. Hann mun þó halda völdum í frystihúsinu eftir sem áður ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Cortina Sport útiuistarfatnaður vörur Nútímafatnaður Loðskinn á Sauðárkróki starfar áfram: Hlutafé afskrifað DV, Akureyri: Eftir mikfl fundahöld undan- farna daga virðist nú ljóst að skinnaverksmiðjan Loðskinn hf. á Sauðárkróki muni starfa áfram en mjög tvísýnt þótti um það á tíma- bUi. Nær aUt hlutafé fyrirtækisins verður afskrifað og nýtt fengið í staðinn. Loðskinn hefur átt í mjög miklum erfiðleikum. Hráefni tU verksmiðj- unnar hefur hækkað en á sama tima fór afurðaverð lækkandi er- lendis og við bættist að markaðir lokuðust og sölumálin urðu erfiðari. AUir þessir erfiðleikar uröu m.a. tU þess að ekki hefur ávallt verið hægt að greiða starfsfólkinu laun á rétt- um tíma. Þannig var t.d. í gær ver- ið að greiða laun sem greiða átti um síðustu mánaðamót eða jafnvel fyrr. Lausnin á vanda fyrirtækisins nú er sú að nær aUt hlutafé fyrirtækis- ins, sem nemur 157 mUljónum króna, verður afskrifað og nýtt hlutafé fengið inn í fyrirtækið og nemur það samkvæmt heimUdum DV á bflinu 150-170 miUjónum króna. Samkvæmt heimUdum DV eru það að mestu núverandi eigend- ur sem leggja fyrirtækinu tfl nýtt hlutafé en helstu eigendur eru Sauð- árkróksbær, Umbúðamiðstöðin, Hagkaup og Lífeyrissjóður Norður- lands. Samkvæmt sömu heimUdum hefur Sauðárkróksbær þegar ákveð- ið að leggja tugi miUjóna króna sem hlutafé í fyrirtækið en Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri vUdi hvorki Úr verksmiðju Loðskinns. játa því né neita þegar DV ræddi þetta mál við hann í gær. -gk „VinsældáListinn“ í Skagafirði: Vill fá næturklúbb í Lýtingsstaðahreppi DV, Akureyri: „Þetta framboð er ekki brandari, ekki alveg a.m.k. Við erum að minna hina flokkana á að það em tU ungir kjósendur sem mætti höfða meira tU og ungu fólki er ekki gert hátt undir höfði hé,r“ segir Aðal- heiður L. Úlfarsdóttir en hún skipar efsta sætið á Vinsældalistanum sem er fiórði listinn sem kom fram vegna sveitarstjómarkosninganna í Skagafirði. Aðalheiður segir að imgt fólk standi að framboðinu og er elsti maður á listanum 25 ára. Hún neit- ar því að um sé að ræða óánægju- framboð en þó segir hún að ungt fólk sé ekki haft með í ráðum varð- andi ákvarðanatökur í Skagafirði. Ef litið er á stefnumál Vinsælda- listans ber hæst að reisa skuli nýtt félagsheimUi á Sauðárkróki. Leggja eigi niður styrktargreiðslur tU íþróttafélaganna en Aðalheiður seg- ir að þar sé aðaUega um að ræða að hætta að greiða skuldir eins félags vegna kaupa á leikmönnum fyrir aUt að 10 mUljónir króna. Þá vUl Vinsældalistinn að 1. mars verði frí- dagur og veittur verði ókeypis bjór, stytta af Geirmundi Valtýssyni verði reist á Sauðárkróki, greiddar verði 226.385 krónur fyrir hvert bam sem fæðist í sveitarfélaginu, næturklúbbi verði komið á fót í Lýt- ingsstaðahreppi, aðstaða verði sköpuð fyrir hjólabrettakrakka og lausaganga katta í þéttbýli verði bönnuð. „Mér finnst hægt að fara fram á að fólk taki þetta alvarlega. Þetta era hugmyndir en ekki fastmótuð stefhuskrá. Við stefiium á að fá þrjá menn í sveitarstjóm og erum tUbú- in að axla ábyrgð ef við fáum tU þess fylgi,“ segir Aðalheiður sem er 19 ára. TU gamans má geta þess að bróðir hennar er í 2. sæti listans og systir hennar í 11. og neðsta sæti. Þá er faðir þeirra systkina, Úlfar Sveinsson á S-Ingveldarstöðum, í 22. sæti Skagafiarðarlistans. -gk | Skálawörðu»ttg 20 - Sími 5521555 | ♦ 16:9 breiðtjald VGA-tölvutengi DVD-myndgeisladrif 32" (16:9) tölvuskjér og fjölmargt fleira! THOMSON Skipholti 19 Sími: 552 9800 AST0RUM loMXjCiAácUf, kl.10 - 17 o<f icumctÁuf kl. 13 -17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.