Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Neytendur 60.000 kr. 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 FOTi Kúlutjöld 3 manna 4 manna 53.300 3L670 27.700 9.900 , JZ > ro ra c </) £ (D Segla- geröln Ægir 10.900 13.900 14.800 14.800 16.563 19.900 2L600 o o "O 2 <d 5 Útllíf ro cn o Segla- Skáta- gerðln búðin Æglr Skáta- búðln Bíla- naust Q. .£ x 5 Sport- Útilíf leigan o 'a x Sport- leigan 2 <D C xz Skáta- búðin <D X 57.360 70.000 kr. 60.000 a u> <D X 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 E|4 manna ' -.5 manna ■6 manna 60-65.000 34.980 39.000 12.450 15.858 Útllíf Útllíf Bílanaust Bílanaust 27.980 I ro cH Skáta- búðin o oo ra Skáta- búðin Segla- geröin Ægir Sport- leigan Segla- gerðin Ægir Hústjöld og kúlutjöld: Eitthvað við flestra hæfi Nú þegar sumarið er komið klæj- ar væntanlega marga í finguma í að komast út í guðsgræna náttúruna og liggja úti í tjaldi eina helgi eöa tvær. Neytendasíða DV fór á stúfana og kannaði verð á hústjöldum og með- alstórum kúlutjöldum ætluðum fyr- ir hinn almenna notanda. Kannað var verð hjá fimm fyrir- tækjum í höfuðborginni. Þau eru: Bílanaust, Seglagerðin, Útilíf, Sport- leigan, og Skátabúðin. Kínverskar kúlur Ódýrasta kúlutjaldið í könnun- inni var frá Seglagerðinni Ægi. Það tjald heitir Savannah og er meðal- stórt þriggja manna kínverskt tjald. Tjaldið er með þremur trefjabogum sem gerir það mjög stöðugt, það eru úr næloni, með himni, er vindþolið, með vatnsþéttan botn og andar vel. Þetta tjald kostar 9900 krónur. Næst ódýrasta kúlutjaldið í könn- uninni var breskt þriggja manna tjald frá Útilífi. Það heitir Winster og með þremur bogum, úr næloni og með himni. Winster-tjaldið kost- ar 10900 krónur. Næst í verðröðinni kom síðan fjögurra manna kínverskt Savannah- kúlutjald frá Seglagerð- inni Ægi. Það er eins uppbyggt og þriggja manna Savannah-kúlutjaldið nema það hefur auk þess stórt fortjald. Fjögurra manna Savannah-kúlu- tjaldið kostar 13900 krónur. Vatnsþétt og vindþolin Skátabúðin kemur síðan næst í verðröðinni með þriggja manna breskt kúlutjald sem heitir Outdoor. Það tjald kostar 14800 krónur og er með himni, vatnsheldum botni og er úr næloni. Skátabúðin býður einnig svipuð kúlutjöld frá breska fyrirtækinu Lichfield. Þau tjöld kosta einnig 14800 krónur. Lichfield-kúlutjaldið eru frábrugðið Outdoor-kúlutjald- inu að þvi leyti að það hefur boga- dregið fordyri. Þar á eftir kemur íjögurra manna kúlutjald frá Bílanausti á 16536 krónur. Það tjald vegur um fjögur kíló, er með himni úr nælon og innra tjaldi úr bómull. Bómull og nælon Sportleigan býður síðan fjögurra manna þýsk kúlutjöld sem heita Hipick á 19900 krónur. Þau tjöld eru með fortjaldi, himni úr næloni og í þeim er frekar hátt til lofts. Þar á eftir kemur Útilíf með fjög- urra manna breskt Winster-kúlu- tjald á 21600 krónur. Það tjald er mjög rúmgott og er i raun hálfgerð „hús-kúla“. Næst í verðröðinni kemur Sport- leigan með fjögurra til fimm manna Hipick-kúlutjald á 27700 krónur. í því tjaldi er hátt til lofts, það hefur fortjald og himin úr næloni. Skátabúðin býður síðan bresk fjögurra til fimm manna Lichfield- kúlutjöld á 31670 krónur. Þau tjöld eru með himni úr næloni, vega um tíu kíló og hafa fordyri. Lestina í meðalstóru kúlutjöldun- um rekur síðan Útilíf með tvær gerðir af Helsport-kúlutjöldum. Það ódýrara kostar 53300 og það dýrara kostar 57360 krónur. Helsport-kúlu- tjöldin eru meö þremur til fjórum bogum. Þau eru mjög létt, sterk og vatnsheld. Hústjöld meö fordyri Talsvert úrval var af hústjöldum hjá verslunum í könnuninni og var verð þeirra mjög mismunandi. Ódýrasta hústjaldið er fjögurra manna hústjald frá Bilanaust. Það tjald er með svefntjaldi og fordyri, himni úr næloni og innra tjaldi úr bómull. Bilanaust býður einnig aðra svip- aða gerð af fjögurra manna hústjöld- um á 15858 krónur. Næst í verðröðinni kemur Skáta- búðin með tvær gerðir af tékknesk- um hústjöldum sem heita Prago Ex- port. Ódýrara tjaldið sem kostar 27980 krónur er þríhymingslaga með góðu fordyri. Það er úr þykkri bómull, með himni og með grjót- skörum á hliðum til að halda tjald- inu niðri í vondu veðri. Þetta tjald er ætlað fjórum. Dýrara tjaldið kost- ar 34980 krónur. Það er fjögurra manna tjald með hefðbundnu hús- tjaldalagi, með fordyri, einni svefnálmu og grjótskörum. Næst í verðröðinni kemur Segla- gerðin Ægir með hollenskt fjögurra manna hústjald sem kostar 39000 krónur. Það tjald er með fordyri og tveimur svefnálmum. Sportleigan kemur næst með fiög- urra til fimm manna þýskt Hipick- hústjald sem kostar 39890 krónur. Það tjald er úr bómull, með stóru svefntjaldi sem hægt er að skipta í tvennt með skilrúmi, vatnsheldum botn, fortjaldi og skyggni. Þar á eftir kemur Skátabúðin með fimrn manna Prago Export-hús- tjald sem kostar 48000 krónur. Það tjald er úr bómull, með tveimur svefnálmum, grjótskorum, himni og mjög stóru fordyri. Sportleigan býður siðan sex manna Hipick-hústjald á 59900 krón- ur. Það tjald er hægt að stækka í samkomutjald. Það er með stóru skyggni og fordyri. Lestina í hús- tjöldunum rekur síðan Seglagerðin Ægir. Þar á bæ er hægt að fá fiög- urra manna Dallas- hústjöld sem eru saumuð hjá Seglagerðinni. Dallas-tjöldin hafa tvær svefnálmur og stór fordyri. Þau kosta á bilinu 60000-65000 krónur. Hvernig skal velja? Að sögn Valgeirs Ingólfssonar hjá Skátabúðinni þarf að hafa í huga hversu marga tjaldið á að rúma þeg- ar fiölskyldutjald er keypt. Einnig þarf að athuga hvort nælon- eða bómullartjald muni henta betur. Bæði efnin hafa sína kosti, nælonið þolir betur vont veður en af því stafar meiri eldhætta en af bómull- inni. Valgeir sagði einnig að barna- fólk ætti að huga að því gott væri að hafa rúmgott fordyri á tjaldinu þar sem geyma mætti barnavagn eða kerru. Valgeir vildi hins vegar vara fólk við að nota fordyrið til þess að grilla í. Að lokum sagði Valgeir að fólk þyrfti að sjálfsögðu að huga að því að tjaldið sem keypt væri pass- aði í farangurgeymslu bílsins. -glm Mörgum finnst fátt betra en aö tjalda úti í guösgrænni náttúrunni og njóta lífsins. Engin hamarsför Oft koma hamarsfor á neglda eða málaða fleti þegar neglt er á þá. Lítil gúmmíkringla meö gati í miðjunni getur leyst þennan vanda. Þegar naglinn hefur fengið festu er kringlunni smeygt niður á hann. Þá er hægt að reka naglann niður án þess að mis- smíði sjáist í kring. Þunnur málmur Oft flísast frá gati sem borað er í þunnan málm. Leggir þú hins vegar samanbrotinn klút á milli bors og málms fert þetta allt bet- ur. Haltu vel við klút og málm til þess að borinn dragi klútinn ekki með sér. Svampur í kertastjaka Nútímaleg, handunnin kerti eru skemmtileg en fara því miður ekki jafnvel í öllum stjökum. Því er ráð að sníða mjóan svamprenning i sfiakann. Hann styður við kertið ef það er í mjórra lagi. Sparaðu flísarnar Oft ber þaö við þegar flísalagt er ofan við eldhúsbekk að neðsta flísin springur þegar lokalistinn er negldur. Negldu lista sem er jafnþykkur flísunum áður en þær eru límdar upp neðst viö bekkinn. Sláðu á naglaoddinn Ef hætt er við því að viðurinn rifni við neglingu er rétt að gera sem hér segir: Sláðu á naglaodd- inn til þess að hann fletjist dálít- ið. Viðartrefiarnar meijast undan honum en ýtast ekki til hliðar þegar slegið er á naglann. Kojuhengi Ef börn sem nr----------- sofa í kojum sofna á misjöfh- um tíma sólar- hringsins er ráð að búa til hengi fyrir neðri koj- una og láta þann sem fer fýrr að sofa sofa þar. Þá er stórum léttara að sofna því birtan skín þá ekki í augun. Hreinn þvottaklútur Þvottaklútar úr gerviefnum mega gjarnan liggja u.þ.b. 10 mín- útur í volgu ediksvatni stöku sinnum. Þá verða þeir miklu hreinni og lykta vel. Hlíföu borðinu Öskubakkar og aðrir leirmunir rispa stundum borðplötur. Kom- ast má hjá því ineð því að hirða korkplötur úr flöskulokum og líma þær neðan á leirmunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.