Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Sviðsljós Verdens Gang hefur það eftir Terry Wogan hjá BBC að Svíar fái mörg stig. Ekki bara vegna lagsins heldur einnig vegna þess að söngkonan Jill Johnson sé snot- ur. Samkvæmt veðbönkunum sigrar England. í Birmingham eru marg- ir sammála um að lag Imaanis sé Ferðaklúbburinn 4x4 #EAS FrumheijQr í feeðubótorefnum Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal, á flestar geröir bifreiöa. Vönduó vara á góöu verði. gnaíjsf 'Sími 535 9000 Jada Pinkett Smith, sem leikur í gamanmyndinni Woo, kemur hér á frumsýningu myndarinnar ásamt eiginmanni sínum, Will Smith. Jada gengur með fyrsta barn þeirra hjóna. Símamynd Reuter Him Maqnús Nielsen margföídur [slonds- melstori [ skvoss Leonardo DiCaprio gengur í klaustur Hjartaknúsarixm Leonardo DiCaprio er orðinn þreyttur á stjömulífinu. Nú leitar hann að tilganginum með lífinu hjá hópi búddamunka í Los Angeles. Munkamir búa í klaustri í Kína- hverfmu í Los Angeles. „Undanfarin ár hef ég leikið í hverri kvikmyndinni á fætur annarri og nú þarfnast ég hvíld- ar,“ segir Leonardo. Hann hreifst af búddamunkunum þegar hann sá þá í sjónvarpsþætti nýlega. Þegar munkarnir heyrðu af áhuga leikarans á þeim buöu þeir honum til klaustursins. Le- onardo baðst fyrir með munkun- um og drakk með þeim te. Hann fékk auk þess kennslustund í Kung Fu og varð svo áhugasam- ur að hann skráði sig á námskeið hjá munkunum. Evrópusöngvakeppnin: Öll brögð leyfileg í keppninni í ár Nú ræða menn ekki lengur um hvaða lag sé best og hvaða söng- kona sé fallegust í Evrópu- söngvakeppninni. Nú er rætt um hver sé mesta fríkið. í ár em öll brögð leyfileg og er keppnin sögð standa á milli Dönu Intemational frá ísrael og Guildos Homs frá Þýskalandi. Besta vopn Dönu er sagt vera það að hún hafi einu sinni verið karl. Kynskipti vekja athygli en landar Dönu heima í ísrael em ekki allir hrifnir af fulltrúa síns lands. Dana hefur þegar gefið út þijár breiðskíf- ur sem hafa selst vel. Lagið sem Dana syngur annað kvöld heitir Diva. Guildo Hom frá Þýskalandi hef- ur verið kallaður villimaðurinn. Á fyrstu æfingimni á sviðinu í Birmingham vora svo mikil læti í honum að tæknimenn urðu næst- um óttaslegnir. Sumir landa Guildos skammast sín fyrir hann en hann á trygga aðdáendur og ætla þeir að fjölmenna til Birming- ham. Guildo syngur lagið Guildo Loves You. Reyndar hefur einn þátttakandi til viðbótar verið ögrandi. Það er Söngkonan Dana frá ísrael skipti um kyn fyrir fjórum árum í Englandi. Dana, sem er 26 ára, hét áöur Yaron Cohen. Símamynd Reuter klámfyrirsætan Gunvor frá Sviss. Sköllótta söngkonan frá Frakk- landi, Marie-Line, og feita söng- konan frá Möltu, Chiara, hafa svo sem einnig vakið athygli. Þeir sem eitthvað hafa verið að velta fyrir sér keppnislögunum telja að Norðmenn fái líklega enn einu sinni 0 stig. Norska blaðið það besta en Wogan fullyrðir að enska lagið beri ekki sigur úr být- um. Það verði hins vegar líklega meðal þeirra tíu bestu. Hrifnastur er Wogan af Edsillu frá Hollandi. Hann spáir því að Skandinavar muni greiða atkvæði með söngkonunni frá Möltu af því að hún sé svo feit. Felagsmenn 4x4 og aðrir ábyrgir ferðamenn, nú er tfmi aurbleytunn- ar á fjallvegum. Hafa ber þessar aðstæður í huga áður en lagt er í ferðalög og forðast þannig skemmdir á vegum og landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.