Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Fréttir Skoðanakönnun DV á því hvern Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra: Sjö af hverjum tíu vilja Ingibjörgu - tæp 12 prósent sjálfstæðismanna gætu hugsað sér Ingibjörgu frekar en Árna Sjö af hverjum tíu kjósendum í Reykjavík vilja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóra frekar en Áma Sigfússon. Þar með eykst enn persónufylgi Ingibjargar á kostnað Áma í kapphlaupi borgar- stjóraefna Reykjavikurlistans og Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar DV á því hvem Reykvík- ingar vilja sem borgarstjóra. At- hygli vekur að tæplega 12 prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja Ingibjörgu frekar sem borgarstjóra en oddvita flokksins í borginni. Könnunin fór fram sl. þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Úrtakið var 418 manns, þar 212 karlar og 206 konur. Spurt var: „Hvort viltu fá sem borgarstjóra, Áma Sigfússon eða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur?“ Miðað við svör allra í könnuninni vildu 62,8 prósent aðspurðra Ingi- björgu Sólrúnu sem borgarstjóra, 26 prósent vildu Áma, 8,1 prósent vom óákveðin og 3,1 prósent vildu ekki svara spurningunni. Alls tóku því 88,8 prósent úrtaksins afstöðu til spumingarinnar sem er svipað hlutfall og í síðustu könnunum DV. Bilið eykst stöðugt Af þeim sem tóku afstöðu nefndu 70,7 prósent Ingibjörgu og 29,3 pró- sent Áma. Munurinn er 41,4 pró- sentustig og hefur aukist um 12 pró- sentustig frá slöustu könnun í byrj- un mars síðastliönum og um 17,6 prósentustig frá febrúarkönnun- inni. Munurinn á Ingibjörgu og Áma er heldur meiri en á fylgi borgar- stjórnarflokkanna sem birt var í DV í gær þar sem R-listinn var með 64 prósenta fylgi og D-listinn með 34,5 prósent. Önnur framboð vora alls með 1,4 prósent á bak við sig, þ.e. húmanistar og Launalistinn. Miðaö við síðustu könnun DV í mars er eins og að konum hafi fækkað í þeim hópi er vill Áma frekar en Ingibjörgu. Um leið hefur körlunum fjölgað en munurinn þama á milli er ekki svo mikill. Kynjaskipting hjá stuðningshópi Ingibjargar og flokki óákveðinna er nokkuð jöfn en konur era mun fleiri af sem vildu ekki svara spuming- unni. Óákveðnir til Ingibjargar Þegar afstaða kjósenda er skoðuð eftir því hvom flokkinn þeir hyggj- ast kjósa kemur í ljóst að flokkshofl- usta við oddvita listanna er heldur meiri hjá kjósendum R- en D-lista. Tæplega 98 prósent kjósenda R-list- ans vilja Ingibjörgu áfram í stól borgarstjóra á meðan hlutfallið inn- an raða D-listans sem nefna Áma er rúm 84 prósent. Eins og áður sagði gætu tæp 12 prósent kjósenda Sjálf- stæðisflokksins hugsað sér Ingi- björgu frekar en Áma sem borgar- stjóra. Ef má kalla þetta óánægju sjálfstæðismanna með Áma þá hef- ur hún aukist frá marskönnuninni um 3 prósentustig. Innan raða óákveðinna kjósenda í borginni og þeirra sem vildu ekki svara spurningunni era flestir, líkt og áður, einnig óákveðnir í afstöðu Viðhorf eftir flokkum | Áml yji Ingibjörg ÓÁKVySV. EKKI A | % ,5% 38/ \ ■ ■ m^^ sinni til borgarstjóraefnanna. Ámi á minnstan stuðning í þessum hópi, eða 8,5 prósent, á meðan 38 prósent óákveðinna vilja Ingi- björgu frekar. Hefur sá hópur stækkað nokkuð frá síðustu könn- un. Sökum takmarkaðs fylgis þótti ekki marktækt að greina með þess- um hætti hug kjósenda Húmanista- flokksins og Launalistans til borg- arstjóraefnanna. -bjb Árni eða Ingibjörg? - niðurstöður skoðanakönnunar DV 5. til 6. maí '98 - 7/2 '98 É H/3 '98 ■ 6/5 '98 38,1%35,3% ’ 29,3% Ámi 61,9% 64»7% 70,7% Ingibjörg r r SO M ** 26” }.,S% \ LL - Svör allra .su»iinii 5. til 6. maí“98||jTI*a Hrossasóttin komin í Skagafjörð: Hef enga skýringu - segir Páll Pálsson á Flugumýri DV, Akuteyri; „Ég varð var það á miðviku- dagskvöld að hrossin vom orðin veik og til þessa hafa um 20 hross, af 33 sem ég er með á húsi, tekið veikina. Um helmingur þeirra er þegar oröinn frískur aftur en um 10 enn veik og með hita. Þetta virðist ganga mjög hratt yfxr,“ sagði Páll B. Pálsson, bóndi á Flugumýri í Skagafirði, í samtali við DV í gærkvöld. Hrossasóttin hefur því stungið sér niður langt austan vamarlínunnar á Holta- vörðuheiði, og viðbúið úr þessu að hún breiðist út um allt Norður- land á næstu vikum. Páll segist ekki geta ímyndað sér hvemig sóttin hafi borist í hross hans. „Ég get ekki skýrt þaö á annan hátt en að hér er jafnan mikill gestagangur og hingað kemur fólk alls staðar af landinu," segir hann. Á Flugumýri er þribýli en sótt- in hafði í gær aðeins gert vart við sig í einu hesthúsi af þremur þar. Þá hafði hennar ekki orðið vart í hrossum sem era úti. Útflutningsbann Ekkert verður af útflutningi hrossa af ósýktum svæöum sem dýralæknanefnd Evrópusam- bandsins hafði heimilað, en til stóð aö hefja útflutning frá Akur- eyri. Sú heimild var háð því skil- yrði að hrossasóttin kæmi hvergi upp á nýjum svæðum. Guðmundur Birkir Þorkelsson, formaður Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga, gaf í skyn í gær að krafist yrði lög- reglurannsóknar á því hvernig hrossasóttin hefði borist í Skaga- fjörð, en aðrir hestamenn, sem DV ræddi við í gærkvöld, sögðu slíka rannsókn ekki þjóna neinum til- gangi. -gk Vinnuveitendasambandið: Ólafur áfram formaður Víglundur Þorsteinsson tv. og Ólafur B. Ólafs- son tókust í hendur þegar úrslit lágu fyrir í for- mannskjöri VSÍ. DV-mynd ÞÖK Ólafur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður Vinnuveitendasambands ís- lands á aðalfundinum í gær. Atkvæði féllu þannig að Ólafur hlaut 50,11% at- kvæða en Víglundur Þor- steinsson, fráfarandi vara- formaður, hlaut 49,74% at- kvæða, þannig að mjög mjótt var á munum milli þeirra. Eftir kjörið lýsti Víglundur, sem verið hefur varaformaður, því yfir að hann væri hættur afskipt- um af félagsmálum VSÍ. Aðalfundurinn var settur Id. 11 í gærmorgun og var Einar Oddur Kristjánsson kjörinn fundarstjóri. Ólafúr B. Ólafsson for- maður sagði í formannsskýrslu sinni m.a. að það hefðu verið von- brigði að þrátt fyrir nýja vinnulög- gjöf sem átti að flýta gerð kjara- samninga hefðu kjarasamningar gengið afar hægt og tekið lengri tíma en nokkra sinni. Ólafur sagði það mikilvægt að stöðugleiki í efnahagsmálum héldist til að áfram mætti halda á braut vaxandi fjölbreytni í atvinnulífi og aukins kaupmáttar. Auk hefðbundinna aðalfxmdar- starfa ávörpuðu aðalfund VSÍ, Dav- íð Oddsson forsætisráðherra, Hall- dór Ásgrimsson utanríkisráðherra og Eivind Reiten, forstjóri álfram- leiðsludeildar Norsk Hydro og fyrr- verandi olíumálaráðherra Noregs. -SÁ Stuttai fréttir dv Slitnað upp úr Fulltrúar námsmanna I stjöm Lánasjóðs ísl. námsmanna hafa hætt vinnu við árlega endur- skoðun úthlutunarreglna. Ágreiningur er um að hækka lánin í samræmi við almenna kjarasanminga og atvinnuleys- isbætur. Meirihluti stjórnar leggst gegn því. Leifssýning vestra í frétt frá Hvita húsinu í Was- hington segir að Leifur Ei- ríksson verði heiðraður fyrir að flnna Amer- iku 500 árxxm á undan Kólum- busi. Sérstök farandsýning verði sett upp í tilefni af 1000 ára afmæli atbvxrðanna og sérstakxxr minnispeningxxr sleginn. Einkavæðingu hratt Aðalfundur VSÍ vill að einka- væðingu verði hraðað og af- rakstrimxm varið til að lækka skuldir rikisins, Ríkisbankarnir verði seldir, almenningur geti keypt hlutabréf í ríkisfyrfrtækj- um, orkuvinnslu og fjarskiptxxm og að afgangur á næstu fjárlög- um verði 8-10 milljarðar. Sumartekjur Fulltrúar námsmanna í LÍN vilja að námsmerm geti haft sumartekjur upp á 210 þús. kr án þess að námslán skerðist. Meirihluti stjómar LÍN vill að námslán hækki um 2,5% á næsta ári og verði 57.600 á mán- uði. Atvinnuleysisbætxxr era 59 þúsund. Ólafur að hætta Ólafxxr Ólafsson landlæknir hættir senn störfum í emb- ætti vegna ald- urs. Staða landlæknis hef- xxr verið aug- lýst og Dagxxr segir að Har- aldxxr Briem sé talinn líklegxxr arftaki Ólafs. Hætt við kynlífskönnun Hætt hefxxr verið við um- deilda kynlífskönmm ritstjóm- ar blaðsins 19. júní. Könmmin var send út til 800 kvenna í óþökk stjómar Kvenréttindafé- lags íslands sem gefur blaðið út. Tölvunefnd neitar Umdeild kynlífskönnun 19. júní var sögð gerð með heimild Tölvunefridar af þeim sem öxm- uðust hana fyrir blaðið 19. júni. Það hefur reynst rangt og fyrir- tækið Markaðssamskipti fær áminningu fyrir tiltækið, að sögn RÚV. Litil áhrif Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði á aðalfundi VSÍ í gær aö áhrif evrannar, sameig- inlegs gjaldmiðils Evrópu, yrðu lítil hér á landi. Efnahagslífið væri þó vel í stakk búið til að bregðast við áhrifum hennar þegar þau koma. Lífseig þjóðsaga Ólafúr B. Ólafsson, formaöur VSÍ, sagði á að- alfundi VSÍ í gær að fullyrð- ingar um lang- an vinnutíma íslendinga væri lífseig þjóðsaga. Vinnutími væri ekki lengri en gengur og gerist í grannlöndunum vegna langs orlofs og fleiri lögboð- inna frídaga. Grænir skattar Grænir skattar munu verða til þess að iönfyrirtæki flýja land og setjast að annars staðar. Slíkir skattar af fyrirtækjum sem rekin eru samkvæmt ströngustu um- hverfisvemdarskilyrðum eru skila- boð til nýrra fjárfesta um að þeirra sé ekki óskað, sagði Eivind Reiten, forstjóri álframleiðslusviðs Norsk Hydro, á aðalfundi VSÍ. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.