Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 13 skuldum við vinkonumar talsvert af húsnæðislánum. Þess vegna höfum við báðar átt rétt á fullum vaxtabótum frá ríkinu. Munurinn er sá að hún fær sín- ar vaxtabætur greiddar út að fullu en frá mínum vaxtabótum dregst árlegur „skemmtanaskattur" bæj- arstjórnarmeirihlutans sem er út- svariö. Núverandi bæjarstjóm hef- ur lagt hámarksútsvar á Kópavogs- búa á sama tíma og Reykvíkingar hafa greitt lægsta leyfilega útsvar. Þegar ég var að alast upp í Kópa- vogi á áttunda áratugnum var Kópavogur oft kallaður félagsmála- bærinn vegna þess hve vel var búið að íbúum. Nú er öldin önnur. Leikskólagjöld í Kópavogi eru til dæmis hærri en í Reykjavík og munar þar mestu hjá námsmönn- um. Það er dýrara að búa í Kópa- vogi en í Reykjavík, hvernig sem á málið er litið. Hvers vegna flytur fólk þá í Kópavog? Það fólk sem ég þekki flutti í Kópavog vegna þess að það fann réttu íbúðina þar eða vegna þess hve Kópavogur er miðsvæðis á höf- uðborgarsvæð- inu. Kópavogur hefur marga kosti en góð fjármálastjóm er ekki þar á meðal. Þvi miður er skattaparadís- in Kópavogur enn draumur einn, að minnsta kosti undir stjóm nú- verandi meirihluta. Svala Jónsdóttir „Kópavogur hefur marga kosti en góð fjármálastjórn er ekki þar á meðal. Því miður er skatta• paradísin Kópavogur enn draum- ur einn, að minnsta kosti undir núverandi meirihiuta.u „Skattaparadísi n “ Kópavogur Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og rithöf- undur, kvað sér hljóðs í vetur og lýsti því yfír að fólk væri farið að flýja höfuðborgina yfir til Kópavogs. Sagði hann þetta vera vegna þess að mun ódýrara væri nú að búa í Kópavogi en í Reykjavík. Þegar ég heyrði þessa frétt fyrst hélt ég að hér væri komin enn ein gamansagan í smá- sagnasafni forsætisráð- herrans. En fleiri hafa tekið undir mál hans undanfarið, þar á meðal oddvitar Sjálfstæðis- flokksins í sveitarfélög- unum báðum. Allt er ódýrara í Kópavogi og bænum betur stjóm- að en Reykjavík, segja þeir. Ég reikna með því að þessir ágætu menn séu að tala um opin- ber gjöld en ekki um tilboð vik- unnar í Elko þegar þeir segja að ódýrara sé að búa i Kópavogi en Reykjavík. miklu. En þrátt fyr- ir það hef ég greitt hærri fasteigna- gjöld en þessi vin- kona mín undan- farin þrjú ár, jafn- vel þegar fasteigna- mat hjá henni var hærra en hjá mér. Hvers vegna? Jú, í Kópavogi era ýmis gjöld hærri, til dæmis sorp- hirðugjald og vatnsgjald, þannig að heildarreikning- ur fasteignagjalda er hærri en í Reykjavík. Þannig verða hinir síðustu fyrstir og fyrstu síðastir og það samkvæmt álagn- ingarseðlum en ekki ímynduðum reikningsdæmum. Félagsmálabær ei meir En þar með er ekki öil sagan sögð. Eins og svo margt ungt fólk Kjallarinn Svala Jónsdóttir fjölmiölafræðingur Hinir síöustu veröa fyrstir Hingað til hef ég staðið í þeirri meiningu að ég greiddi sérstakan skemmtanaskatt bara fyrir ánægj- una af því að búa í Kópavogi. Ekki veit ég hvernig þeir félagarnir reiknuðu út ímynduð gjöld ein- hverrar meðalfjölskyldu í sveitarfé- lögunum tveimur en svo vill til að ég get auðveldlega staðfest á hvor- um staðnum er ódýrara að búa. Ég á nefnilega vinkonu sem býr hinum megin í Fossvogsdalnum. Við eram á svipuðum aldri, eigum jafnstórar íbúðir í álíka stóram fjölbýlishúsum, höfum sömu fjöl- skyldustærð og svipaðar tekjur. Eini munurinn er sá að ég bý í Kópavogi en hún í Reykjavík. Dav- íð og félagar segja að fasteigna- skattur sé lægri í Kópavogi en í Reykjavík. Það er rétt að sjálf skattprósentan er örlítið lægri í Kópavogi, þó ekki muni þar „Þaö er dýrara aö búa f Kópavogi en í Reykjavík, hvernig sem á málin er litiö,“ segir Svaia m.a. í greininni. Frelsi og hamingju fýrir alla! - orösending til stjórnvalda Burt með fjötrana, takið fmg- urna af pyngjunni, þið eigið ekk- ert með að hneppa fólk í skulda- íjötra og vaxtarán. Fólkið er ekki hlýðin vinnudýr fyrir ykkur. Það ríkir úrkynjað gildi græðgi og eig- ingimi. Hættið að leggja þessu gildi lið, þið erað fólk líka og ætt- uð að geta skilið hversu ómennskt þetta er. Allt er unnið af fólkinu Öll sú vinna sem unnin er og snýr hjólum samfélagsins er unn- in af fjöldanum, fólkinu. Afrakstur þeirrar tækni sem nú tekur við af hinum vinnandi höndum á einnig að koma öllum til góða, hvort sem þeir vinna eða vinna ekki. Þið sem haldíð um hinar stóra pyngjur í dag bjugguð ekki til þessa tækni. Það gerðu kynslóðimar sem gera það að verkum að þið getið staðið í fæturnar nú. Jafnvel uppfinn- ingamaðurinn sem lá undir trénu og hugsaði upp snilldartæki sín lærði að reikna í skólum sem kom- ið var á fót með framlagi fólksins og einhver klappaði honum á kinn og gaf honum mjólk að drekka. Lygin Það er rangt að fjármagnið eigi rétt á öllu en fólkið ekki á neinu. Ég þekki þetta kerfi út og inn og ég þekki pínu- lítið þá óviðjafn- anlegu eigin- leika sem búa í hverri einustu manneskju. Það er engin réttlæt- ing á því sem þið eruð að gera. Það er ekkert réttlæti í því hvemig þið farið með fólkið. Látið ykkur ekki detta í hug að lækka atvinnuleysisbæt- ur þeirra sem þið kastið út vegna tækninnar. Látið ykkur ekki detta í hug að skerða meira lífeyri aldr- aðra og öryrkja. Látið ykkur ekki detta í hug að hindra aðgang sjúkra að að- hlynningu og lækn- ingu. Upp meö peningana Takið burt fingur ykkar af pyngjunum. Upp með peningana. Þið veltið ykkur í milljarða gróða á hverju ári. Það eru til nógir peningar, nóg tækni, næg þekking, næg viska til þess að leysa fljótt öll mál lífsafkomunn- ar fyrir alla hér á landi og á stóram svæðum jarðarinnar. Það er aðeins vilji ykkar mengaður gróðafikn og einstak- lingshyggju sem stendur í vegin- um. Þessi mengun kemur frá hinu stóra alþjóðlega fjármagni sem sölsar allt til sín en færri og færri eiga hlutdeild í. Valdamenn á okkar litla íslandi, þið erað líka manneskjur og eng- um líður vel með að þjóna þessu ómennska kerfi sem er að kæfa fólkið. Ég veit það af eigin reynslu. Takið ykkur stöðu með fólkinu, öll get- um við saman haft jöfn tækifæri. Húmanistaflokkur- inn býður nú fram H- listann í borgarstjóm- arkosningum. Húmanistar setja þar fram róttæka stefnu sem tekur mið af grundvallarþörfum fólksins í borginni fyrir húsnæði, heil- brigði, menntun og mannsæmandi af- komu fyrir sig og sína. Mikið vantar upp á að þessum þörf- um sé sinnt fyrir stóra hópa fólks í þessari borg. Þeir sem skilja nauðsyn grundvallarbreyting- ar á þeim gildum sem rikja í sam- félaginu munu jafnframt skilja vel þá stefnu sem við setjum fram. Þessi stefna - húmanisminn - ger- ir ráð fyrir að aðalatriðið í samfé- laginu sé manneskjan sjálf, líðan hennar og lífsskilyrði. Já, ham- ingju og frelsi fyrir ALLA, það er eina leiðin. Július Valdimarsson „Húmanistar setja fram róttæka stefnu sem tekur mið af grund- vallarþörfum fólksins í borginni fyrir húsnæði, heilbrigði og menntun og mannsæmandi af■ komu fyrir sig og sína. “ Kjallarinn Júlíus Valdimarsson 6. maöur H-listans í komandi borgarstjórnar- kosningum Með og á móti Er tímabært að stjórnmála- flokkar opinberi reikninga sína? Þjónar lýðræðinu Helmlr Már Péturs- son, frtív.st. Al- þýöubandalagslns „Samkvæmt lögum þurfa stjóm- málaílokkar ekki að setja reikninga sína í löggilta endurskoðun. Margrét Frimannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, ákvað hins vegar strax og hún var kjörin haustið 1995 að setja reikninga flokks- ins í slíka endur- skoðun. Eftir því sem ég best veit var Alþýðubanda- lagið fyrst flokka til að gera þetta. Ársreikningar flokksins eru öllum flokksmönnum opnir og allar helstu kennitölur þeirra lágu frammi á landsfundi flokksins í nóvember. Þar með gátu fjölmiðlar t.d. kynnt sér þær tölur sem eru staðfestar af löggiltum end- urskoðendum. Ef í spurningunni felst að upplýsa eigi t.d. hvaða einstaklingar og fyrir- tæki styrkja flokkana, er það mál sem þarf að skoða sérstaklega. Fyrir- tæki og einstaklingar geta haft marg- ar eölilegar ástæður fýrir því að vilja ekki að stuðningur þeirra komi fram. Það er hins vegar eðlilegt að skoða hvort ekki beri að skylda flokkana til að opinbera fjárstuðning sem fer fram yfir einhverja ákveðna tölu. Ég tel það þjóna lýðræöinu að al- menningm- geri sér grein fyrir því hvað það kostar að halda uppi starf- semi stjórnmálaflokks. Ef ársreikn- ingar flokkanna allra lægju opnir fyrir almenningi lægi þessi kostnað- ur fyrir. Ég tel að þá yrði auðveldara að fá fólk til að styrkja stjórnmála- flokka því satt best að segja held ég að sú ranghugmynd sé algeng að flokkarnir vaði í peningum. Því er alla vega ekki þannig farið með Al- þýðubandalagið." Lítill tilgangur „Það er mjög nauðsynlegt að hafa lög um stjómmálaflokka og það er mjög nauðsynlegt að setja reglur um starfsemi þeirra. Þeir era jú hryggsúlan í þessu lýðræði og menn verða að gera sér grein fyrir hversu þýð- ingarmiklir þeir eru. Hins vegar tel ég nú að það hafi lítinn praktískan til- gang að fara að tína til hvert ein- asta framlag sem menn veita stjómmálaflokkmn. Það á kannski við í stóram ríkjum eins og Banda- ríkjunum sem eru þúsund sinnum stærri en viö. Þar vilja menn vita hvort einhver gríöariega mikil hagsmunasamtök eru aö beita auði til að knýja fram einhverja ákveðna stefnu. Ég veit að stjórnmálaflokkar hér á íslandi, og ég þekki það úr Sjálfstæðisflokknúm, byggja sína starfsemi á mjög dreifðum framlög- um frá mjög miklum fjölda fólks sem er að styrkja flokkinn. Þetta er, held ég, mjög þróað fjáröflunarkerfi sem er þar í gangi og það eru fleiri þúsundir manna sem taka þátt í því mánaðarlega að borga inn í flokk- inn litlar upphæöir. Mig minnir að ég borgi þrjú hundruð krónur! Ég held að það sé bara sýndarmennska að fara að tíunda þetta allt saman og hafi enga praktíska þýðingu. Ef um væri að ræða einhverjar stórar upphæöir sem menn vildu fylgjast með þá mætti setja eitthvað há- mark þar.“ -phh Einar Oddur Krist- jánsson, þingmaö- ur Sjálfstæbfs- flokksins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.