Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Þinghald allt áríð Enn einu sinni horfir alþýða manna í forundran á þingstörf þegar nær dregur þinglokum að vori. Gert haföi verið ráð íyrir því að Alþingi lyki störfum í dag en ljóst er að svo verður ekki. Þinglok eru í óvissu og ósætti rík- ir um þau milli stjómar og stjómarandstöðu. Vegna kom- andi sveitarstjómarkosninga átti að ljúka þinghaldi nú. Sú staða sem nú er komin upp er vel þekkt. Ríkis- stjórnin, studd af meirihluta þings, reynir að koma mik- ilvægum stjómarfrumvörpum í gegn fyrir þinglok en stjómarandstaða heldur uppi málþófi. Þinghald er í sjálf- heldu. Átök nú koma ekki á óvart. Á vorþinginu hefur verið tekist á um stórmál, mál sem hafa grundvallarþýðingu fyrir landsmenn. Mjög skiptar skoðanir vora á hinu svo- kallaða gagnagrunnsfi'umvarpi heilbrigðisráðherra. Því máli var frestað til haustsins. Enn eru óafgreidd fjögur mjög umdeild lagafrumvörp, frumvarp um sveitar- stjómarlög, þar sem einkum hefur verið deilt um hver fari með stjórn miðhálendisins, frumvarp um þjóðlend- ur, frumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu og framvarp til laga um húsnæðismál. Mest hafa átökin orðið um hálendisfrumvarpið. Þar er tekist á um stjóm mikillar auðlindar, hálendisins. Málið kom seint fram og þarf mikla umræðu. Sú um- ræða þarf að fara fram á þingi, í sveitarstjómum og meðal almennings. Ríkisstjómin reynir að keyra málið áfram í krafti þingmeirihluta en býr um leið við það að brestir era í röðum eigin fylgismanna. Stjómarandstaðan beitir því afli sem hún hefur til þess að koma í veg fyrir óbreytta afgreiðslu máls og ná fram breytingum á frumvarpinu. Því er málið þæft með langhundum úr ræðustóli. Stjómarandstöðuþingmenn nýta sér rétt sinn til að tala tvisvar við hverja umræðu. Endurteknar uppákomur sem þessar fyrir þinglok að vori og fyrir jólaleyfi benda á veilur í starfi Alþingis. Umræður sem varða alla landsmenn þurfa tíma. Þingi er frestað að vori og það kemur aftur saman í október. Þá er jólahlé þingsins langt, gjarnan rúmur mánuður. Þessu þarf að breyta. Það er arfur fortíðar að fresta þinghaldi í marga mánuði frá vori til hausts. Þingmenn og starfsmenn þingsins eiga rétt á sumarleyfi líkt og aðrir landsmenn. Því er eðlilegt að fresta þinghaldi í sex vikur yfir hásumarið. Það er hins vegar engin ástæða til þess að fresta þinghaldi frá því í desember fram í lok janúar. Hið sama á að gilda um þingmenn og aðra. Þeir eiga frí á hátíðisdögum um jól og áramót. Löng ffestun þinghalds á þeim árstíma er einnig arfur fortíðar þegar aðstæður í samgöngumálum sem og öllum samskiptum vora með allt öðrum hætti en er í dag. Þingmenn hafa notað þau rök að í löngum þinghléum gefist færi á að hitta kjósendur í héraði. Eflaust er eitthvað til í því en ofrausn er að ætla nær hálft árið í þau fundahöld. Því er ekki haldið fram að þingmenn séu verklausir á sumr- in en álag á þá er misjafnt. Hvað sem segja má um kjós- endur í fámennari kjördæmum landsins má fullyrða að kjósendur í þéttbýlli kjördæmunum verði ekki mikið varir við þingmenn sína frá vori til hausts. Verklag þingsins kemur í veg fýrir eðlilega málsmeð- ferð. Mál hrúgast upp fyrir jól og að vori. Það kallar á kvöld- og næturfundi auk málþófs eins og við verðum vitni að þessa dagana. Það er ekki gæfulegt að örþreytt- ir þingmenn afgreiði frá sér mál sem engin tök eru á að gaimigæfa og fara yfir af viti. Ástandið í þinginu nú sýnir þörfina á breytingunni. Jónas Haraldsson Seyöishólar í Grímsnesi. - Náttúruperlur seldar sem undirlag á hraöbrautir Evrópu. Samvisku er þörf Á Alþingi íslendinga sitja 63 þingmenn sem oftast eru bara fimm, eða sem svarar fjölda flokk- anna. Fimm lóð misjöfn að þunga. Sjálfstæðisflokkurinn er um þess- ar mundir 25 grömm, Framsókn 15, Kristín Ástgeirsdóttir eitt, o.s.frv. Alþingi er reisla með vog- arskálum til hægri og vinstri og síðan raöast lóðin á skálarnar eft- ir flokkadráttum á þingi. Sem stendur er ekkert sem getur vegið á móti sameinuðum lóðum framsókn- ar og íhalds - nema samviskan. Dýrmætt dæmi Þess vegna er dæmi formanns umhverfismálanefndar Alþingis svo dýrmætt, að hann skuli hafa risið gegn eigin flokki og varið þá skoðun sína að miðhálendið eigi að vera undir heildrænni stjórn þjóöarinnar í stað þess að henda því eins og heini fyrir hundaþvögu hagsmunapots- ins. Hver svo sem afstaða okkar kann að vera í þessu tiltekna máli, þá hijóta það aö vera þannig þingmenn sem við æskjum öfl, einstaklingar sem byggja ákvarðanir á vit- rænum forsend- um og hlýða rödd sannfæringarinnar. Þeir sem vilja athenda öræfi ís- lands aðliggjandi hreppum telja væntanlega að þeir sem næstir standi vettvangi séu best til þess bærir að sýsla með hagsmuni svæðisins. Ég er hræddur um að ákaflega margt bendi til hins gagn- stæða. Engum blandast hugur um að landsbyggðin á undir högg að sækja, en því miður ber aflt of oft á þeim sjónarmiðum að hún eigi að taka landið með sér í fallinu. Ekki bara ör- vænting Varla er til svo aumt pláss í vanda að það æpi ekki á álver eða einhveija stórtæka mengunar- iðju sem myndi skaffa íbúunum vinnu við mokstur - um hríð. En það er ekki bara örvænting sem knýr tfl örþrifaráða, eitt best stæða sveit- arfélag landsins með hæstu tekjur af sumarhúsabyggð, því var ekki nóg að selja lönd undir sumar- húsalóðir og innheimta af þeim há fasteignagjöld, sveitastjómin barð- ist fyrir því meö oddi og egg að náttúruperlur í sumarhúsabyggð- inni miðri yrðu seldar sem undir- lag á hraðbrautir Evr- ópu og var reiðubúin að láta þungvinnuvélar og flutningabíla at- hafha sig við þessa iðju innan um smnarþjóð- ina næstu árin. Þótt Seyðishólar í Grímsnesi séu að hluta á náttúruminjaskrá virtist engin reglugerð i landinu megna að koma í veg fyrir fram- kvæmdina. Ekki þarf að taka fram að um- hverfisráðherra skip- aði sér strax í sveit með landeyðingar- mönnum, enda er hann nú einusinni landbún- aðarráðherra. Skúffa í umhverfisráðu- neyti Náttúruvemdarráð að sínu leyti sýnist vera orðið að skúffu í um- hverfisráðuneyti sem er skjala- skápur í landbúnaöarráðuneyti sem aftur er homreka í iðnaðar- ráðuneyti sem er léttadrengur hjá Landsvirkjun. Við hljótum að gera þær kröfur til Alþingis að það hefji sig yfir skammtímasjónarmið og semji okkur umgengnisreglur sem sjái tfl þess að ísland sé ekki einnota heldur til frambúðar. Það má ekki gleymast að þegar við segjum þjóð- in þá eigmn við ekki einvörðungu við það fólk sem hreyfír sig á litla- sviðinu hér og nú heldur afla þá sem eiga eftir að lifa í landinu löngu eftir að við hin emm komin á smíðaverkstæðið. Pétur Gunnarsson „Engum blandast hugur um að landsbyggðin á undir högg að sækja, en því miður ber allt of oft á þeim sjónarmiðum að hún eigi að taka landið með sér í fallinu. “ Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur Skoðanir annarra Samkeppni við Landssímann „Það er engum aöila hoflt að búa við einokun á markaði. Slíkt rekstrarumhverfi býður upp á óljós rekstrarmarkmið fyrirtækja og metnaðarleysi auk þess sem menn geta leyft sér að láta hagsmuni og kröfur neytenda sitja á hakanum. Tilkomu félaga líkt og Tals hf. á íslenskan markað, ber því að fagna. Aukin samkeppni veitir fyrirtækjum aðhald í rekstri og tryggir neytendum betri þjónustu. Sam- keppni Landssímans og Tals á farsímamarkaðnum er því augljóslega framfaraskref, símafyrirtækjun- um og almenningi til heilla." EG í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 7. maí. Hálendið er fjársjóður „Umræða um umhverfismál og skoðanamyndun þjóðarinnar á umhverfismálum er því miður óra- langt á eftir tímanum eins og undrunarvert umburð- arlyndi gagnvart réttindum sauðkindarinnar ber ljóst vitni. ... íslendingar eru afls ekki tilbúnir að ákveða með hvaða hætti á að umgangast hálendið. Hálendið er fjársjóður, sem ekki veröur metinn til peninga, og þangað á að sækja tekjur sem mölur og ryð fá ekki grandaö, og eru af sumum mældar í ham- ingjustundum." Guðmundur E. Sigvaldason í Degi 7. maí. Píslarganga Hanes-hjónanna „Hanes-hjónin hafa síðan þurft hér á landi að verj- ast sem sakamenn. ... Úrskurður Hæstaréttar var á þá leiö að brotið hefði verið á rétti Hanes-hjónanna, m.a. að þau hefðu ekki fengið að tala sínu máli og að dómsmálaráðuneytið hefði farið offari í máli. ... Þá er komið í óvænt efni er ráðuneyti dómsmála á ís- landi lætur bandaríska sjónvarpsstöð segja sér fyrir verkum ... Það er óviðunandi að ráðuneyti dóms- mála fari offari í svo viðkvæmu máli og án undan- genginnar rannsóknar og vitnaleiðslna." Gunnsteinn Gunnarsson í Mbl. 7. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.