Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 11 Fréttir BFGoodrích SÆLUREITUR og notalegt umhverfi. Akurnesingar: Þúsund í keppnisíþróttum DV, Akranesi: íþróttafulltrúi Akranesbæjar hef- ur gert úttekt á nýtingu íþrótta- mannvirkja í bænum með tilliti til kynjaskiptingar. Tilefnið var um- ræða um mismun á miili kynja á að- stöðu til æfinga í íþróttamiðstöðinni á Jaöarsbökkum og íþróttahúsinu við Vesturgötu. í úttektinni kemur fram að rúm- lega eitt þúsund Akumesingar æfa keppnisíþróttir í íþróttamiðstöð- inni. og skiptast þeir jafnt milli kynja. Tæplega helmingur þeirra sem æfa reglulega er í knattspymu. Skipting á milli kynja er hins vegar ójöfn eftir íþróttagreinum. Þannig em rúmlega 70% sem stunda knatt- spymu karlar. Sama hlutfall er í körfubolta. Konur em í meirihluta í frjálsum íþróttum, blaki, fiihleikum og sundi. Knattspyrna, körfubolti og sund hafa flesta æflngatíma í íþróttaaðstöðunni. í stjómum aðild- arfélaga ÍA era 36 konur og 34 karl- ar. Konur era formenn í fimm þeirra. Samkvæmt úttektinni æfir fimmti hver Akumesingur keppnis- íþróttir að staðaldri. -DVÓ Það sem gerir heimilið að sælureit er notalegt umhverfi með fallegum húsgögnum þar sem öllum getur liðið vel og fátið fara vel um sig. - Við í Húsgagnahöllinni leggjum mikið upp úr því að bjóða alþjóðlegt og fallegt úrval vandaðra húsgagna. Hefðbundin húsgögn til þess nýjasta nýja og öll verðbreiddin. v/íí erum nér Cyrfr þfg/ HÚSGAGNAHÖLUN Bndshöföl 20 -112 Rvflc - S:510 8000 Fyllt í grunn nýja þurrkarahússins hjá SR-Mjöli á Siglufirði. DV-mynd ÖÞ SigluQörður: Reykmengun- in hverfur DV, Siglufirði: Miklar framkvæmdir verða hjá SR-Mjöli á Siglufirði í sumar. Tvö hús verða byggð og er kostnaður við þau og ýmsan tækjabúnað sem keyptur verður áætlaður 850-950 mflljónir króna. Standa vonir til að með haustinu verði reykur frá verk- smiöjunni, sem bæjarbúum hefur löngum þótt hvimieiður, úr sög- unni. Búið er að grafa fyrir nýju húsi á verksmiðjulóðinni. í því verða nýir loftþurrkarar fyrir verksmiðjuna en það era einmitt þeir sem eiga að bæta úr reykmenguninni. Þarna er um 1300 m2 stórt hús að ræða sem fyrirtækið Húsgerðin í Keflavík mun byggja. Framkvæmdir hófust í byrjun maí. Þá er verið að byggja yfir og lag- færa stóra safnþró en þar verður komið fyrir tveimur nýjum gufukötlum. Áætlað er að því verki Ijúki í haust. Byggingafyrirtækið Berg á Siglufirði annast verkið. Þrátt fyrir þessar miklu fram- kvæmdir getur verksmiðjan tekið á móti loðnu strax og hún fer að veið- ast í sumar. Aðeins verður um lítils háttar stopp að ræða þegar hin nýju tæki og mannvirki veröa tekin í notkun. -ÖÞ DEKK S0ÐURSTR0ND 4 S: 5614110 AII-TenrainT/A Verð stgr. 225/75R-16 11.679,- 30x9,5-15 12.191,- 245/75R-16 13.392,- 31x/10,50-15 13.627,- 33x/12,50-15 14.984,- 35x/12,50-15 17.834,- Jeppadekk G<2i~ið gazðci- og verðsamanburð Norðurland vestra: Málsmeðferð á alþingi mótmælt DV, Fljótum: Á aukaársþingi samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra 6. maí vora umræður um frumvarp til sveitarstjórnarlaga. í lok þingsins var samþykkt ályktun vegna um- fjöllunar Alþingis um framvarpið og þess vantrausts sem þar hefur komið fram á sveitarstjómarmenn, að mati þingfulltrúa. í ályktuninni segir m.a. að nauð- synleg lagabreyting hafi verið tafin með deilum um yfirráðarétt og skipulagsmál á miðhálendi landsins og fullyrðingum nokkurra þing- manna um að óhæfa sé að fela sveit- arstjómarmönnum stjómsýslu á há- lendinu ásamt misvísandi tillögum um aðrar leiðir. Undir slíkum ávirð- ingum geti sveitarstjórnarmenn ekki setið. Benda þeir á að þeim sé treyst fyrir stjómsýslu í byggð og sé því ekki síður treystandi fyrir stjómsýslu í óbyggðum. Náiægð sveitarstjómarmanna í þeim sveitarfélögum sem liggja að hálendinu muni því tryggja þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að fjallað verði um stjómsýslu á há- lendinu af skilningi á þörfum landsins og virðingu fyrir náttúra þess í eðlilegu samstarfi við Skipu- lagsstofnun ríkisins og viðkom- andi ráðuneyti. í niðurlagi ályktunarinnar er gerð sú krafa til Alþingis að það fjalli málefnalega um stjómsýslulög- gjöfina í heild og tryggi framgang frumvarpsins fyrir þinglok í vor. Ö.Þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.