Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 11. MAÍ1998
Spurningin
Ætlar þú að ferðast
í sumar?
Sigríður Pétursdóttir nemi: Já, til
Englands og kannski eitthvað inn-
anlands líka.
Kristín Eysteinsdóttir nemi: Já,
ég er að flytja til Danmerkur.
Guðmudur Emilsson vagnstjóri:
Það verður nú eitthvað lítið.
Lesendur
Skuldir heimilanna
- háskaleg aukning
Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags stórkaupmanna: Sveiflurnar
sýna varhugaverða þróun. - Geir H. Haarde fjármálaráðherra hvetur til sparnaðar
í góðæri.
Gísli Guðmundsson skrifar:
Þær eru háskalegar frétt-
irnar sem nú berast úr must-
erum íslenskra efnahags- og
fjármála. Og háskaleg er
skuldaaukning heimilanna í
landinu. Þótt eignir fólks að
meðtöldum lífeyrissjóðum
hafi tvöfaldast frá árinu 1980
eru skuldir heimilanna nú
áttfaldar miðað við sama ár.
Skuldirnar eru að sjálfsögðu
mestar við ýmsar stofnanir
sem lána til húsnæðiskaupa
en líka aðrar skuldir, svo sem
námsmannaskuldir, sem nálg-
ast nú skuldir við lífeyrissjóð-
ina. Þetta er ógnvænlegt og
lofar ekki góðu fyrir afkomu
unga fólksins sem nú er að
ljúka námi og hefja störf sem
oft eru illa launuð, a.m.k.
fyrstu árin.
Þótt skuldir heimilanna séu
háskaleg viðvörunarmerki og
ef þær aukast í því góðæri
sem nú er sagt vera þá er ekki síð-
ur hætta á feröum í innflutningi til
landsins þar sem - og að því mér
sýnist á umframþörfum lands-
manna - hefur aukist hrikcdega á
allra síðustu mánuðum. Þannig er
nú viðskiptajöfnuður við útlönd
orðinn um 16 milljörðum króna lak-
ari og það á fyrstu þremum mánuð-
um þessa árs. Hér er eitthvað mikið
að og stappar nærri brjálæði ef satt
er að fólk kaupi t.d. nýja fólksbíla í
stað tveggja eða þriggja ára bíla
sinna.
Þegar framkvæmdastjóri Félags
stórkaupmanna segir svona sveitlur
i inntlutningi vera varhugaverðar
þá verður að taka mark á þeim orð-
um. Hagstofan er líka jafnundrandi
á þróun mála - en „aukningin er
bara svona mikil“, eins og segir i
einu dagblaðanna sl. fimmtudag.
Það er sem sé kröftugleg upp-
sveifla í innflutningi þjóðarinnar og
neyslu á hvaða sviði sem er. Við
munum flest innkaupaæðið sem
rann á landsmenn (ekki bara á höf-
uðborgarbúa) þegar stórmarkaður
með raftæki var opnaður fyrir
nokkrum mánuðum. Það sama hef-
ur gerst varðandi aðrar innfluttar
vörur. En þegar útflutningur okkar
íslendinga minnkar verulega á
fyrstu þremur mánuðunum, öfugt
við innflutning, þá er ekki lengur
um góðæri að ræða heldur efna-
hagslegt hallæri.
Ég held að þjóðin, þ.m.t. ráða-
menn hér, ætti að tileinka sér um-
mæli hins nýja fjármálaráðherra
sem hvetur til sparnaðar einmitt
vegna hins meinta góðæris. Þá safn-
ar maður fé til mögru áranna. Og
þau eru rétt handan við homið, ef
taka á mark á þeim tölulegu upplýs-
ingiun sem nú birtast þjóðinni.
Heimilunum er búin háskaleg fram-
tíð, það hljóta allir að sjá.
Fóstureyðingar Ijótur blettur
J.M.G. skrifar:
Fóstureyðingar eru ljótur blettur
á þjóðfélaginu. Kirkjan situr hjá og
þegir. Hafa enda prestar sem tekið
hafa afstöðu til þjóöfélagsmála ekki
alltaf orðið vinsælir. Sjálfsagt vilja
prestarnir ekki móðga félagsvís-
indamenn og sósíalistana því hrófa-
tildur kirkjunnar gæti þá riðað til
falls.
Þorsteinn Erlingsson orti um það:
„...sem rifin og fúin og rammskekkt
er öll, og rambar á Helvítis barmi“.
- Nú er í tísku að vitna í Halldór
Laxness. Hann sagði meiningu sína
við hvern sem var, enda ekki alltof
vinsæll hjá sumum.
Hann líkti fóstureyðingum við
bamaútburð í bókinni „Seiseijú,
mikil ósköp“ á bls. 27: í fornsögum
er því lýst hvemig skilist er mann-
úðlega við barn sem borið er út. Ná-
kvæmust er lýsing í Finnboga sögu
ramma.
Vel má vera að á Norðurlöndum
hafi til þessa verks verið krafist
svonefndrar „social indication" eins
og er í sumum löndum um fóstur-
eyðingu nú á dögum.“
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli
og kostnaður landsmanna
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. - Draugabygging mestan hluta sólarhringsins?
Guðjón Ólafsson skrifar:
Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
Keflavíkurflugvelli virðist ætla að
verða viðvarandi vandamál. Þrátt
fyrir rándýra húsaleigu til þeirra
aðila sem þama stunda viöskipti
sín gengur hvorki né rekur að
greiða niður skuldir byggingarinn-
ar. í Morgunblaðinu 30. apríl sl. set-
ur maður nokkur fram þá fullyrð-
ingu sína að í upphafi hefði átt að
afhenda flugstöðina á núlli til Flug-
málastjórnar. - Það hefði nú verið
enn ein kórónan á vitleysuna.
Ofangreindur greinarhöfundur
heldur því líka fram, að vegna þess
að tekjur af ferðamönnum (væntan-
lega þeim erlendu gestum sem
koma til landsins) dreifist um allt
land, eigi þjóðin öll að bera kostnað-
inn af flugstöðinni. - Flugstöðina
eigi, segir hann, að setja inn á fóst
fjárlög.
Min skoöun er sú að sama sé
hversu mikilvæg sú þjónusta er sem
innt er af hendi í Flugstöð Leifs Ei-
rikssonar - þessi bygging eigi ekki
að vera á föstum fjárlögum. Starf-
semin sem fer fram í flugstöðinni á
aö nægja til að greiða niður skuldir
byggingarinnar. íslenskur markað-
ur og Flugleiðir hf. þar með talin.
Sú starfsemi sem fram fer innan-
dyra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
og utan byggingar einnig, t.d. af-
greiðsla flugvéla, miðast að flestu
leyti við Flugleiðir hf. Öflugt flugfé-
lag þurfum við íslendingar. En það
er hreint ekki vitað hve mörg flug-
félög vildu taka að sér þaö milli-
landaflug sem Flugleiðir annast í
dag. Flugleiðir eru undir verndar-
væng ríkisins í þeim efnum í öllu
frjálsræðinu, og á meðan svo er
verður Flugstöð Leifs Eiríkssonar
áfram draugabygging mestan hluta
sólarhringsins.
I>V
Tónlist og
veggjakrot
Sólveig hringdi:
Ég las athyglisverðan pistil í
Degi fyrir nokkru síðan frá
manni að nafni Brynjólfur. Hann
vildi meina að sú tónlist sem
ungt fólk aðhylltist mest í dag, sú
sem ég hefi heyrt m.a. nefnda
„graðhestamúsík" kunni að vera
éins konar skilaboð frá öðrum og
verri aðilum, jafnvel fíkniefna-
barónum, sem hafi lagt drög að
þessu öllu. Sefja huga og heila
unga fólksins til að vera mót-
tækilegra fyrir neyslu vímuefn-
anna. Að mínu mati er þetta ekki
verri kenning en sú sem uppi var
höfð um veggjakrotið. Það væru
skilaboð milli aðila í fikniefna-
heiminum. Athyglisverð hug-
mynd og þess virði að hlusta.
Tafsöm Hval-
fjarðargöng
G.S. skrifar:
Skyldi það vera rétt sem mað-
ur heyrir hér, að við verðum
u.þ.b. 20 mínútur að aka í gegn-
um Hvalfjarðargöngin á 70 km
hraða? Síðan á eftir að bætast við
töf hjá innheimtu vegtolls, svo og
vegna þungrar umferðar, í
kannski 10 mínútur. Og græðum
því ekki nema 10-15 mínútur á að
aka göngin, sem eru verðlögð allt
of hátt fyrir fjölskyldubílana,
1000 kr., og það aðra leiðina.
Hver skyldi verða afsláttiu- fyrir
aldraða og öryrkja. Hef hvergi
heyrt þess getið. En fyrir meiri-
hlutann era 2000 kr. allt of hátt
gjald.
Næturflug til
Kaupmanna-
hafnar
Kristinn skrifar:
Ég sakna þess að ekki skuli
vera boðið upp á næturflug til
Kaupmannahafnar, líkt og gert
var áður. Og miklu ódýrara en
venjuleg fargjöld. Þá átti fólk val-
kosti, og gat valið á milli hins
venjulega dagflugs og næturflugs
sem var mun ódýrara. Ég skora á
flugrekstraraðila að bjóða upp á
svona flug frá íslandi til Kaup-
mannahafnar, og víðar ef hægt er.
Samúð með
föður fanga
N. og N. skrifa:
Við finnum til samúðar með
manni sem átti son á Litla-
Hrauni, og tók nærri sér lesenda-
bréf í DV en þar sagði að fangar
ynnu ekkert en fengju ókeypis
sjónvarp og útvarp. Var helst aö
skilja að sem flestir ættu að
brjóta eitthvað af sér til að kom-
ast í þessi þægindi á Litla-
Hrauni. Við biðjum þennan
mann, fóður fangans, að taka
ekki mark á svona staðhæfmg-
um.
Klofnar úr
R-listanum
Magnús Ólafsson skrifar:
Það var athyglisvert sem fram
kom í sjónvarpsþætti um daginn,
að þeir sem stæðu fyrir nýju
framboðunum tveimur í Reykja-
vik heföu áður kosið R-listann.
Ljóst er því að klofnað hefur úr
R-listanum. Fróðlegt var einnig
að heyra nýju framboðin deila á
R-listann fyrir láglaunastefnu
borgarinnar sem R-listinn hefur
ekkert gert til að breyta. Mikið
var þó klifað á því 1994 að Ingi-
björg Sólrún væri komin til að
breyta. Einnig var fjallað um
helmings hækkun R-listans á
leiguhúsnæði borgarinnar. Það
er öfugsnúið þegar slíkt kemur
frá fólki sem kennir sig við fé-
lagshyggju. Fróðlegt að sjá á
þennan hátt í fyrsta skipti opin-
berlega gagnrýni á R-Listann frá
öðram en Áma Sigfússyni og
sjálfstæðismönnum.