Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 13
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 13 Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 ^ íslandsmótið í hestaíþróttum: Ottumst ekki hrossasóttina - segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Dreyra DV, Akranesi: Hestamannafélagið Dreyri, sem á félagssvæði á Akranesi og í hrepp- unum fjórum sunnan Skarðsheiöar, undirbýr nú af krafti íslandsmót í hestaíþróttum. Það verður haldið i Æðarodda við Akranes dagana 24.-26. júlí. Nú er unnið við nýjan fjölnota keppnisvöll sem staðsettur er sjávar- megin við hesthúsabyggðina í Æðar- odda. Einnig stendur yfir endurlagn- ing skeiðvallar i landi félagsins í Bárðamesi, rétt innan við Æðarodda. Ágæt aðstaða verður fyrir keppn- ishross á svæðinu. Nýju Hvalfjarð- argöngin verða tekin i notkun rétt fyrir mót og munu stytta leiðina fyr- ir keppendur og áhorfendur. „Dreyrafélagar óttast ekki nei- kvæð áhrif hrossasóttarinnar marg- töluðu á aðsókn. Hér á svæðinu hafa menn og hestar fyrir löngu tek- iö gleði sína á ný og hestamennskan er stunduð af kappi,“ sagði Ragn- heiður Þorgrímsdóttir, formaður Dreyra, við DV. -DVÓ Sigrún Björgvinsdóttir er ein þeirra sem vinna við að grisja trjápiöntur með flísatöng hjá Barra á Egilsstöðum. Þegar liða tekur á sumarið mun engin flísatöng duga við að meðhöndia þá hálfu milljón plantna sem er í húsinu - rússalerki, furu og birki. Að baki Sigrúnu eru um 100 þúsund verðandi tré. DV-mynd BG VERNDAR - ÞURRKAR LOSAR - ÞRÍFUR - SMYR DREIFING: BÍLANAUST H.F. Fréttir rTil leigu Samkomutjöld Folleg og sterk. RYÐOLIA MEÐ TEFLONI DV heimsækir önnum kafna gróðurræktendur á Egilsstöðum: Stærsta skógarplöntuframleiðsla landsins er í húsnæði Barra á Egils- stöðum, rétt fyrir innan kaupfélagið. Frá stöðinni eru afgreiddar um 1,7 milljónir plantna á árinu - tilvon- andi skógar vítt og breitt um landið. í framtíðinni munu þessar plöntur þekja um 700 hektara lands. Sem stendur eru í húsinu rösk hálf millj- ón bakkaplantna sem sáð var til í apríl. Þær verða færðar út í júní. Flestar plöntumar hjá Barra eru rússalerki en þar er einnig stafafura og birki. Barri er stærsta skógar- plöntufyrirtæki landsins - hlutafélag sem framleiðir plöntur fyrir svokall- að Héraðsskógaverkefni sem land- búnaðarráðuneytið kom á. Stærsti hluti verkefnisins er á Héraði en aðr- ar stöðvar framleiða plöntur fyrir landgræðsluskóga víða á landinu. 4,5 milljónir plantna eru afgreidd- ar frá trjáplöntustöðvum landsins á ári. Gróft reiknaö mimu þær því „þekja" um 2.000 hektara lands. -Ótt Tveir listar í Dalabyggð DV, Vesturlandi: Listar Dalabyggðar og Samstöðu i Dalabyggð fyrir sveitarstjómarkosn- ingarnar hafa verið lagðir fram. Fyrstu sjö sætin á lista Dala- byggðar skipa: 1. Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurbússtjóri, 2. Jónas Guðmundsson rafveitustjóri, 3. Trausti Valgeir Bjamason, 4. Jón Egilsson bóndi, 5. Þóra Stella Guð- jónsdóttir húsfreyja, 6. Valgerður Ásta Emilsdóttir póstfulltrúi, 7. Skjöldur Orri Skjaldarson. Sjö efstu sæti á lista Samstöðu í Dalabyggð: 1. Ástvaldur Elísson bóndi, 2. Þorsteinn Jónsson bóndi, 3. Sigríður Bryndís Karlsdóttir, 4. Ingibjörg Jóhannsdóttir húsmóðir, 5. Bjami Kristmundsson bóndi, 6. Þórunn Hilmarsdóttir bóndi, 7. Guð- mundur Pálmason bóndi. -DVÓ Grundarfjörður: Fékk verksmiðj- una á uppboði DV.Vesturlandi: Haraldur Hansen úr Ólafsvík hreppti Fiskimjölsverksmiðju Grundarfjarðar hf. á nauðungarupp- boði fyrir skömmu á 19 milijónir króna. Næsthæsta boð átti útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmund- ur Runólfsson hf. í Grundarfirði eða 16 milljónir króna. Fiskimjölsverksmiðjan hætti starfsemi fyrir nokkru en hún var í eigu hlutafélags sem sjávarút- vegsfyrirtæki í Grundarfirði stóðu að. Stærstan hlut þar átti Fiskiðjan Skagfirðingur. Frá því að verksmiðjan hætti starfsemi hefur öllum fiskúrgangi úr Grundarfirði verið ekið í Fiski- mjölsverksmiðju Haraldar Böðv- arssonar hf. á Akranesi. -DVÓ Rúm hálf milljón „trjáa" í húsinu - hátt í 5 milljónir trjáplantna afgreiddar á landinu í ár Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir ísienskar aðstæður Innifalið í verði bíisins v' 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél v' Loftpúðar fyrir ökumann og farþega v' Rafdrifnar rúður og speglar ■s ABS bremsukerfi v' Veghæð: 20,5 cm s Fjórhjóladrif v Samlæsingar v' Ryövörn og skráning v' Útvarp og kassettutæki v' Hjólhaf: 2.62 m v' Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- Sími: 520 1100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.