Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 16
enning
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998 JLj"V
16
*\
I faðmi dalsins
Á Kjarvalsstöðum
standa nú yfir tvær
sérlega fallegar sýning-
ar (að ótalinni Kjar-
valssýningunni í aust-
ursalnum). í vestur-
salnum sýnir Georg
Guðni málverk og á
ganginum er sýning á
verkum Frakkans
Bernards Moninots
sem mér skilst að hafl
hér viðkomu á leið
sinni frá Jeu de
Myndlist
Áslaug Thorlacius
Paume-listasafninu í
París til Bretlands.
Þessar tvær sýning-
ar, þó ólíkar séu, falla
einstaklega vel hvor að
annarri því þær fjalla
að nokkru leyti um
sama efnið, nefnilega
ljósið. Ekki njóta þó öll
verk Moninots sín til
fulls þar sem þau fá
ekki nægilega birtu.
Þar á ég helst við hvítu
skuggateikningamar
sem hanga innanvert á
þilinu meðfram endi-
löngum miðgluggum hússins. Þær hefðu
þurft að njóta dagsbirtunnar. Sökum þess
hversu þröngur stakkur myndlistarumfjöll-
un er skorinn hér í blaðinu verður ekki
skrifað sérstaklega um verk gestsins franska
)ó vissulega verðskuldi þau umfjöllun.
Georg Guðni: Án titils.
Georg Guðni: Án titils.
Ónafngreint ísland
Georg Guðni hefur algjöra sérstöðu meðal
sinnar kynslóðar íslenskra myndlistar-
manna. Hann hefur staðfastlega haldið sig
við landslagsmálverkið, allt frá því á náms-
árunum um miðjan síðasta áratug. Jafnvel
þótt myndir
hans hafi
ekki tekið
stórfelldum
breytingum
á þessum
tíma hafa
þær þróast
jafnt og þétt
og sjálf er
ég að
minnsta
kosti ekki
enn orðin
þreytt á að
horfa á þær.
Þær falla al-
gjörlega að
hefðinni,
standa eig-
inlega í
beinu sam-
bandi við
myndir Þór-
arins B.
Þorláksson-
ar en eru
samt bæði
frumlegar
og sérstak-
ar. Myndbyggingin
er einföld, tær og
skýr.
Georg Guðni hefur
frekar málað myndir
af formhreinum nátt-
úrufyrirbrigðum en
hinum hefðbundnu
póstkortamótífum og
hefur ekki verið að
eltast sérstaklega við
smáatriðin heldur
sniðið formið til og
einfaldað eftir þörf-
um. Birtan og litur-
inn er það sem gefur
myndunum hans
dýpt og safa, ekki lík-
ingin við fyrirmynd-
ina. Það er eins og
hann sé fremur að
mála tilfmningu en
sýn enda orka mynd-
ir hans sterkt á
marga.
Að þessu sinni
sýnir hann tæplega
50 olíumálverk af ís-
lensku landslagi,
bæði stór og smá.
Ekkert þeirra hefur
titil og það eru engin
þekkjanleg
kennileiti í
myndunum.
Þær eru
ekki af
neinum ákveðnum stöðum heldur er
um algjörlega óstaðbundið landslag
að ræða - heiðar, mela og dalverpi -
landslag sem við þekkjum samt öll
og gæti verið nánast hvar sem er á
landinu.
I þessum myndum er að finna
nánast öll hugsanleg birtuafbrigði
(nema kannski glaðasólskin) og þegar maður
gengur á milli þeirra fljúga orðin um hugann
- mugga, grámi, húm, dimma, morgun-
bjarmi, kvöldskin - og svo framvegis. Per-
sónulega er ég hrifnust af fyrsta rýminu (því
sem gengið er inn í á móts við aðalinngang-
inn í húsið). Myndirnar þar eru allar svipað
byggðar, nánast flatt landslag, lárétt lína við
sjóndeildarhring, tilbreytingarlítið heiðar-
landslag. Þær eru hver annarri líkar - en
samt ekki, því 1 einfaldleikanum nýtur sér-
hvert smátilbrigði sín svo vel.
Það er ekki auðvelt að vera málari nú á
dögum þegar flest hefur verið gert áður og
margir málarar leggja mikið á sig til að finna
stöðugt upp á frumlegum nýjungum. Samt er
það svo að bestu málverkin eru gjarnan þau
sem eru næst því að vera heföbundin. „Hug-
myndirnar" bera málverk Georgs Guðna
ekki ofurliði en það er mikil hugsun að baki
þeim þrátt fyrir það.
Ég hvet fólk til að drífa sig á Kjarvalsstaði
og lofa því að þar fmna allir sinn hjartfólgna
stað þar sem þeir hafa átt einhveija ógleym-
anlega stund.
Sýning Georgs Guðna Haukssonar á Kjar-
valsstöðum stendur til 17. maí. Opið er kl.
10-18 alla daga.
Gítarnammi fyrir djassgeggjara
Hljómdiskur Bjöms Thoroddsens, Jazz
Guitar (Jazzís 107) hefur farið víða og hlot-
ið góðar viðtökur. Hann fékk fjórar stjörn-
ur í danska stórblaðinu Politiken og er
þar kallaður „gítamammi fyrir djass-
geggjara af hinum hefðbundna svíng-
skóla“! Gagnrýnandinn segir að allar gít-
arstjömurnar sex, Björn, Philip
Catherine, Doug Raney, Jacob Fischer,
Paul Weeden og Leivur Thomsen eigi það
sameiginlegt „að svínga eins og fjandinn
væri á hælunum á þeim en sýna samt
snyrtimennsku og djörfung í leik sínum.“
Daninn er sérstaklega ánægður með sinn
mann: „Jacob Fischer er kominn í frábær-
an félagsskap og það á hann líka skilið.“
í bandaríska djasstímaritinu Cadens
birtist dómur sem hefst á þessa leið: „Sem
gítarleikara og hlustanda fellur mér fátt
verr en gítarflugeldasýningar þar sem nót-
unum er skotiö í allar áttir án takmarks
né tilgangs. Sem betur fer fellur enginn í
þá gryfju á þessum diski.“ Síðan er fjallað
um einstök verk á disknum og meðal ann-
ars farið fögrum orðum um frammistöðu
óéorf
Bjöm Thoroddsen - leggur undir sig
heiminn meö félögum sínum.
gítaristanna, ekki síst Raneys á
Völuspá Björns og dúett Jacobs
og Björns: Softly as in a Mom-
ing Sunrise. Gagnrýnandanum,
Larry Nai, þykir Jacob Fischer
skyldastur Birni af gítarleikur-
unum á diskinum og hrífst sér-
staklega af innileikanum í spila-
mennsku þeirra.
í þýska gltarblaðinu Akustik
Gitarre kom nýlega grein um
diskinn sem öll er á sama veg og
hinar. Stórgóð útfærsla, sann-
færandi spilamennska.
Minna má á að Ársæll Másson skrifaði
gagnrýni um plötuna í þetta blað í nóvem-
ber í fyrra og em hinir erlendu menn
hjartanlega sammála honum. „Ég man
ekki eftir annarri plötu sem skartar slíku
úrvali af djassgítaristum án þess að um
safnplötu væri að ræöa,“ segir hann og
óskar Birni til hamingju með vel unnið og
velheppnað verk í alla staði. „Jazzísútgáf-
an hefur bætt góðum grip í útgáfusafn sitt
með þessari plötu.“
Danski útvarpskórinn
Kammerkór danska útvarpskórsins kemur
hingað til lands með drottningu sinni.um næstu
helgi. Hún er vön að hafa valda listamenn með
sér á feröum sínum og þessi kór er nú talinn
einn sá besti í álfúnni. Stjómandi er Stefan Park-
man.
Nú er að heita má uppselt á hátíðartónleikana
17. maí - sem vom einu áætluðu tónleikar kórs-
ins - en forsvarsmenn hans hafa fallist á að
halda eina tónleika i viðbót og verða þeir í Hafn-
arborg kl. 20 mánudagskvöldið 18. maí. Salurinn
þar er ekki stór og er áhugamönnum um kórsöng
bent á að tryggja sér miða sem fyrst.
Þess má geta til gamans að fjöldi Dana kemur
á Listahátíð í ár; sjálfsagt á Margrét Þórhildur
sinn þátt í því.
Ekki bíða lengur
Miðasala á Listahátíð gengur vel og er orðið
fátt um sæti á vinsælustu atriðunum. Þegar þetta
er skrifað er alveg að seljast upp á tónleika Gal-
inu Gorchakovu og ekki ættu aðdáendur Jordi
Savall að bíða lengrn- með að tryggja sér miða.
Sirkusinn hennar Victoríu Chaplin rokgengur
líka.
Einnig skal minnt á tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands sem verða 5. júní. Stjórnandi
þeima er hinn heimsþekkti Yan Pascal Tortelier
og einleikari er ungur fiðlusnillingur, Viviane
Hagner, sem Vladimir Ashkenazy valdi fyrir
Listahátið. Hún leikur Fiðlukonsertinn „A la
mémoire d’un ange“ eftir Alban Berg.
Eddukvæði í nýrri útgáfu
Það telst til stórtíðinda að út er komin ný út-
gáfa af Eddukvæðum, en síðasta aðgengilega út-
gáfan af þeim er orðin þijátíu ára og ófáanleg.
Nýja útgáfan er í umsjá Gísla Sigurðssonar ís-
lenskufræðings sem ritar ítarlegan
inngang og skýringar.
Eddukvæðin eru einn dýrmætasti
hluti bókmenntaarfs tslendinga og
annarra Norðurlandaþjóða. Þau fjalla
um fomnorræn goð og germanskar
hetjur, segja magnþrangnar örlaga-
sögur og lýsa heimsmynd og dagleg-
um háttum fomra kynslóða. En þótt
gömul séu em þau sífersk og eiga er-
indi til okkar samtíma ekki síður en
þess fólks sem upprunalega hlustaði á
þau og nam þau.
Bókin er gefin út í ritröðinni íslensk klassík en
meðal annarra rita þar em íslendingasögumar,
Sturlunga, Heimskringla, Grágás, Vídalínspostilla
og Reisubók Jóns Indíafara.
Tyrkjaránið
I dag kl. 15.03 hefst
á rás 1 fimm þátta röð
sem Úlfar Þormóðs-
son rithöfundur hefui-
samið og nefhir „Ein
hræðOeg guðs heim-
sókn“. Þar flallar
hann um einn ill-
ræmdasta atburð ís-
landssögunnar,
Tyrkjaránið svokall-
aða, árið 1627, en Úlfar hefúr undanfarin ár rann-
sakaö ritheimildir um efhið og ferðast um sögu-
slóðir í Barbaríinu í Alsír og Marokkó.
„I námsbókum var ekkert sagt um afdrif fólks-
ins sem rænt var og ekki kom heim aftur,“ segir
Úlfar, en hann ætlar að segja frá ýmsu sem þag-
að hefúr verið um eða reynt að breyta og fegra í
frásögnum af þessum sérstæða kafla í sögu þjóð-
arinnar.
Anna Kristín Amgrímsdóttir leikkona er les-
ari með Úlfari. Þættimir em endurfluttir á
fimmtudagskvöldum kl. 22.20.
Ó borg mín, borg ...
Reykjavíkurlistinn hefur gefið út litla bók með
ýmsum textum um Reykjavík frá miðöldum og
til okkar daga og hefst hún vitaskuld á
kvæði Vilhjálms frá Skáholti, Reykja-
vík.
Meðal annarra texta í bókinni em
gamlar frásagnir um landnám Reykja-
víkur úr íslendingabók og Landnámu,
lýsing Reykjavíkurbæjar úr Jarðabók
Áma og Páls, lýsingar á Reykjavík úr
ýmsum 19. aldar ritum, draumsýnir
Jóns forseta og Tómasar Sæmundsson-
ar um þróun höfúðstaðar íslands við
sundin blá og hughrif skálda og rithöf-
unda á þessari öld. Auk þess era birtar
skrár yffr Reykjavíkurmeistara í knattspymu og
veiöistaöi í Elliðaánum.
Umsjón með bókinni annaðist Mörður Árnason.
Umsjón
Silja Aðaisteinsdóttir