Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Page 21
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
21
Fréttir
Kennarar vilja
hækkun launa
DV, Akranesi:
Mikil óánægja er meðal kennara í
Brekkubæjarskóla og Grundarskóla
á Akranesi með samninginn sem
launanefnd sveitarfélaga gerði ný-
lega við kennara. Kennarar í Brekk-
ubæjarskóla hafa ritað bæjarráði
bréf þar sem farið er fram á viðræð-
ur við bæjaryfirvöld um launamálin.
Bæjarráð hefur ákveðið að ræða
við kennara beggja skóla. Hefur ver-
ið óskað eftir að hvor skóli tilnefni
tvo kennara í viðræðunefnd sem
skipuð er bæjarstjóra og launa-
nefnd. Kennarar hafa víða verið að
gera sérkjarasamning við sveitarfé-
lögin, m.a. í Reykjanesbæ. Sam-
kvæmt heimildum DV mun það
kosta bæjarsjóð hátt í 20 milljónir í
aukin útgjöld ef farið verður eftir
þeim tillögum.
„Við verðum að gera eitthvað
núna til þess að skólastjórarnir hafi
það nokkum veginn á hreinu að
skólastarf hefjist aftur í haust. Mér
flnnst að það verði að stíga eitthvert
skref svipað því og var gert i
Reykjanesbæ. Lengra verður ekki
gengið," sagði Ingunn Anna Jónas-
dóttir, Alþýðubandalagi, á bæjar-
stjórnarfundi.
Samkvæmt heimildum íhuga
margir kennarar að segja upp störf-
um ef laun verða ekki hækkuð.
-DVÓ
HornaQaröarbær:
VÍS hefur verið flutt
í Landsbankahúsið
DV, Höfn:
Svæðisskrifstofa VÍS á
Hornafirði, sem verið hef-
ur til húsa að Hafnarbraut
36, hefur verið flutt í
Landsbankaútibúið að
Hafnarbraut 15 á Höfn.
í tilefni þess buðu
Landsbankinn og Vátrygg-
ingafélagið Austur-Skaft-
fellingum upp á kaffíveit-
ingar ásamt því að starfs-
fólk og sérfræðingar fyrir-
tækjanna kynntu starfsemi
þeirra. Einnig var ferða-
kynning á vegum Sam-
vinnuferða-Landsýnar.
Þetta er fyrsta svæðis-
skrifstofa VÍS sem hefur
starfsemi í útibúi Lands-
bankans. Áður hefur um-
boðsskrifstofa VÍS i Nes-
kaupstað verið flutt í hús-
næði bankans á staðnum.
Svæðisstjóri VÍS á Horna-
frrði er Svava Kr. Guð-
mundsdóttir.
-JI
Hjördís E. Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS, og Svava Kr. Guðmundsdóttir.
DV-mynd Júlía
Innifalið í dvaiargjaldi:
Leiklistarnámskeið
Námskeið í grímugerð
Myndlistarnámskeið
íþróttanámskeið
Fyrir börn á aldrinum 7-11 og 12-14 ára
7 °
i'Oön rm n rm
Hestar-Kofasmíði
Kassabílar-Sund
Bátaferðir (bátur
með gagnsæjum botni),
flugdrekar, útileikir og ma. ma. fl.
M Reykjum í Hrútafirði
Sundlaug - Iþróttahús
Hverabakstur - Sílatjörn
Fjara - Fótboltavöllur
Skemmtilegar gönguleiðir
Tímabil
p*■ p" -i /t.
hh fiu
19170
21.6.
-28.6.
- 8.7
10.7.
14.7.
17.7.
24.7.
5.8.
12.8.
24.8.
29.8.
7-11 ára
7-11 ára Biðlisii
7-11 ára Siðiisti
7-11 ára
7-11 ára Biðlisti
'
7-11 ára
12-14 ára
wwwi/isiris
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Hin árlega útsala Tæknivals
er byrjuð. Hafið hraðar
hendur og gerið
reyfarakaup!
Tölvuborð frá kr. 10.990,
M£ccess
Microsoft*
Hugbúnaðarpakkar
frá kr. 1990,-
‘HYUNDAI
Pentium frá kr. 39.900,-
TOSHIBA
Fartölvur frá kr. 74.900,
EPSON
Prentarfrá kr. 12.900,-
Þetta
býðst
ekki aftur...
á þessu ári!
Tæknival
Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550 4000
Opnunartími: 9 - I9 virka daga og I0 - I6 laugardaga