Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Síða 23
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
23
Fréttir
Flj ótsdals virkj un:
Framkvæmdir geta
hafist innan árs
Félag áhugamanna um vemdun
hálendisins norðan Vatnajökuls
boðaði nýlega til fundar á Egilsstöð-
inn um hugsanleg áhrif stórvirkj-
ana norðan Vatnajökuls á ferða-
mennsku á svæðinu.
Anna Dóra Sæþórsdóttir gerði þar
grein fyrir rannsókn sem hún vann
fyrir Landsvirkjun. Hún kannaði
viðhorf þeirra ferðamanna sem voru
á svæðinu þær tvær vikur sem at-
hugunin stóð yfir og kom margt for-
vitnilegt í ljós. Þar var í miklum
meirihluta fólk sem var að leita að
ósnortinni náttúru og vildi hvorki
betri vegi um svæðið né bætta að-
stöðu til gistingar. Taldi að stórfram-
kvæmdir myndu draga úr áhuga eða
verða til þess að það missti áhuga á
að ferðast á þessum slóðum.
í annan stað gerði Anna Dóra
könnun meðal íslendinga simleiðis
um áhuga þeirra á svæðinu til
ferðalaga. Fram kom að meirihluti
taldi að með bættu vegasambandi
mundu þeir fremur leggja leið sina
þar um. Þá kom í ljós að meirihluti
íslendinga, sem spurðir voru, hafði
ekkert á móti framkvæmdum á
þessu hálendissvæði en útlendingar
aftur á móti létu í ljós megna andúð
á breytingum á svæðinum með stór-
virkjunum og öllu sem þeim fylgir.
Niðurstaða úr þessaari könnun
var því sú að ferðafólki á svæðinu
myndi ekki fækka. Það yrðu hins
vegar aðrir hópar og meira um
dagsferðir á einkabílum.
Eftir erindi Önnu og fyrirspurnir
til hennar snerist fundurinn upp í
almenna umræðu um fyrirhugaðar
virkjanir. Kom þar fram megn and-
staða gegn boðuðum stórvirkjunum.
Töldu menn að staðreyndum um
áhrif þessara framkvæmda á nátt-
úru og ýmsum þáttum framkvæmda
væri haldið leyndum. Þess vegna
gætu íbúar á svæðinu ekki gert sér
grein fyrir hversu víðtækar afleið-
ingarnar yrðu. Það ætti að vera
krafa Austfirðinga, sem málið varð-
ar, að strax yrðu öll gögn lögð fram
og áætlanir skýrðar tU hlítar.
Þá var gagnrýnt að ekki hefðu far-
ið fram rannsóknir á víðtækum af-
leiðingum þess að taka Jökulsá á Dal
Skipasmíðastöðin hf. á ísafirði:
Reykjaborg hleypt af stokkunum
DV, ísafjarðarbæ:
Um miðnætti 1. maí var nýju 50
brúttólesta stálskipi, Reykjaborg RE
25, hleypt af stokkunum hjá Skipa-
smíðastöðinni hf. á ísafirði. Bátur-
inn er að öllu leyti hannaður hjá
stöðinni og sérútbúinn til dragnóta-
veiða. Hann er önnur nýsmíði hjá
stöðinni á skömmum tíma og var
smíðatíminn aðeins um 5 mánuðir.
Kostnaðurinn við smíðina hefur
ekki verið opinberlega gefinn upp
en er samkvæmt heimUdum blaðs-
ins um 70 milljónir króna. Reykja-
borg er fyrsta nýsmíði af bát í þess-
um stærðarflokki á íslandi um langt
árabU. Skipið er hannað samkvæmt
nýjustu kröfum, lestin m.a. gerð fyr-
ir fiskikör og klædd í hólf og gólf
með ryðfríju stáli. 1 skipinu eru
klefar fyrir 6 manna áhöfn og aUur
tækjabúnaður er eins og best gerist.
Skipasmíðastöðin hefur, að sögn
Sigurðar Jónssonar framkvæmda-
stjóra, tekið upp samvinnu við hol-
lenska aðila varðandi evrópskt þró-
unarverkefni sem lýtur að því að
þróa framleiðniaukandi aðferðir
fyrir litlar skipasmíðastöðvar. Er
þar miðað við tölvuhönnun á þann
hátt að hægt sé að vinna hvern
hluta skipsins óháð öðrum. TU
Reykjaborg RE.
dæmis á að vera hægt með þessum
aðferðum að smíða innréttingar í
einingum áður en skrokkurinn er
settur saman. Meginþáttur þessa
verkefnis, sem stendur í tvö ár, fer í
gang í haust.
Skipasmíðastöðin hefur áður nýtt
sér samvinnu við erlenda aðUa við
t.d. bandateikningar og annað.
Þannig er hluti af bandateiknivinnu
Reykjaborgar unninn í Bandaríkj-
unum. Skipasmíðastöðin hefur þeg-
ar hafið smíði á öðrum 30 tonna báti
fyrir Akurnesinga og segir Sigurður
að mikU uppsöfnuð þörf sé á endur-
nýjun í þessum stærðarflokkum
skipa. -HKr.
yfir í Fljótsdal. Þá kom og fram að
áhugafólki hafði verið meinaður að-
gangur að fundi sem Landsvirkjun
hélt á Eiðum 1994. Sveinn Jónsson
verkfræðingur, sem sæti á í orku- og
stóriðjunefnd Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi, upplýsti að fram-
kvæmdir við virkjun Jökulsár í
Fliótsdal eætu hafist innan árs. -SB
Fljótsdalscjönq.
DV-mynd Sigrún
HONDA
4 d y r a 1 . 4 $ i
9 0 h e s t ö f l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifaiið í verði bílsins
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl
Loftpúðar fyrir ökumann og farþegal
Rafdrifnar rúður og speglarl
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekkl
Honda teppasett€
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki 4
Verð á götuna: 1.455.000.
Sjálfskipting kostar 1 00.000,-
(U
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjöröur: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
WICANDERS
gólfkorkur
Oft er úr vöndu að ráða þegar velja á gólfefni sem hentar fyrir þau litlu.
Ekki eingöngu viljum við að gólfið sé mjúkt og þægilegt heldur viljum við einnig tryggja öryggi
þeirra sem eru að leik.
WICANDERS korkgólfin hafa um áratugaskeið sannað ágæti sitt fyrir að vera traust og örugg.
Þau eru byggð á náttúrulega loftfylltum holum sem gera þau þægileg, mjúk og hlý.
Hið sérstaka yfirborð WICANDERS gólfanna gerir það að verkum að enginn hætta er á að fólk
renni til á þeim auk þess sem ræsting verður leikur einn.
Kynntu þér WICANDERS gólfin - þú munt sannfærast.
ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK -S: 553 8640 & 568 6100
INTERNET: http://www.vortex.is/thth&co - E-MAIL: thth&co@vortex.is