Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Qupperneq 28
m I
Smashing Pumpkins
Hin heimsfræga og frábæra
hljómsveit Smashing Pump-
kins er með mjög margar að-
dáendasíður. Ein sú besta er
á
http://www.geocities.com/
SunsetStrip/Palms/2695/
Harry
Heimasíðu nýjustu kvik-
myndar Woodys Allens,
Deconstructing Harry, er að
finna á slóðinni http://www.
flf.com/harry/index.html
Guam
Margir telja Suðurhafseyj-
una Guan hreina paradís á
*jörðu. Hægt er að kynna sér
allt um þessa eyju á
http://www.guam.net/
Monty Python
Það
muna senni-
lega margir
eftir hinu
óborganlega
Monty
Python-
gengi sem
v naut mikilla
vinsælda
með sjón-
varpþáttum sínum og kvik-
myndum. Opinber síða þessara
grínara er á
http://www.pythonline.com
Skólaskrifstofa
Skólaskrifstofa Suðurlands
opnaði nýlega heimasíðu og
er það liður í að bæta þjón-
ustu við foreldra og starfsfólk
grunn- og leikskóla á Suður-
landi. Slóðin er http://www.
sudurland.is/skolasud
Bannaðar bækur
Ameríkanar eru alltaf sam-
> ir við sig. Á http://www.
cs.cmu.edu/People/spok/
most-banned.html er listi yf-
ir bækur sem hafa oftast ver-
ið bannaðar í Bandaríkjunum
á þessum áratug. Meöal
þeirra er Stikilsberja-Finnur.
Álag í fríi
Þetta kann að hljóma und-
arlega en margir eru ekki
síður undir álagi i fríinu en í
vinnunni. En hvernig á að
taka á því? Einhver svör við
því fást á http://helping.
apa.org/holiday.html
Ölvunarakstur
Ölvunarakstur er víða stórt
vandamál og veldur bæði
slysi á fólki og eignatjóni. Á
http://www2.potsdam.edu/
soc/hansondj/DrinkDrive/
DrinkingDriving.html er
fróðleikur um ölvunarakstur
sem allir hafa gott af því að
lesa.
!■
I
P
|
I
I
>
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
yMvnpHfn'
1 J 1/J.J Jr1
Samstarfshópurinn Island án eiturlyfja setur upp heimasíðu:
Ætlum að ná til allra
ísland án eiturlyfja er átak sem
ríkisstjórn tslands, Samtök ís-
lenskra sveitarfélaga og Evrópu-
samtökin European cities against
drugs standa að. Vefsíða tengd
þessu átaki var sett upp fyrir rúm-
um mánuði og er tilgangurinn með
þeirri síðu að koma á framfæri nýj-
um upplýsingum um eiturlyfja-
vandann jafnt hér heima sem er-
lendis. Snjólaug Sigurðardóttir er
verkefnisstjóri átaksins.
Allt á einum stað
Snjólaug segir að aðstandendur
átaksins hafi viljað helstu upplýs-
ingar um forvarnir aðgengilegar á
einum stað. Hún bendir meðal ann-
ars á tengingar við forvarnaraðila
hér heima og erlendis. „Megintil-
gangurinn er að koma upp öflugri
og lifandi síðu þar sem hægt er að
vera með skoðanaskipti líka,“ sagði
Snjólaug. Hún bætti við að þetta
væri ein tilraun af mörgum til að
þjappa þeim saman sem starfa að
þessum málum.
Snjólaug segir að viðbrögðin
hafi verið góð en síðan hefur þó
ekki verið mikið kynnt enn þá.
„Við höfum fengið þó nokkuð af
bréfum og við finnum fyrir því að
ásóknin fer vaxandi," segir Snjó-
laug og bætir enn fremur við að
fólki finnist síðan góð, skemmtileg
og lífleg.
Hún telur Netið eina af mörgum
leiðum sem hægt er að nota til að
ná til fólksins. „Við erum ekki að
reyna að ná til sérstaks hóps. Það er
ekki bara unga fólkið sem á að fá
þessi skilaboð heldur líka kennarar
og aðrir sem vinna að forvarnamál-
um. Þetta getur líka verið fyrir
nemendur og kennara sem vinna að
verkefnum um þessi mál. Við erum
í raun að reyna að ná til allra,“
sagði Snjólaug.
Vettvangur
skoðanaskipta
Hún segir að litið sé á vefinn sem
miðil framtíðarinnar. „Það þurfa
sem flestir að nýta sér þennan mið-
il. Það er ótrúlega mikið efni á ver-
aldarvefnum um eiturlyf og þá jafn-
vel meira um að það sé allt í lagi
með þau. Við erum hins vegar að
reyna að koma með vandaðri upp-
lýsingar um staðreyndir málsins
þannig að fólk viti um hvað málið
snýst,“ segir Snjólaug.
Eins og áður sagði er stefnt að
því að þessi vefur verði sem mest
lifandi. Nýjustu tíðindi um þessi
mál verður í framtíðinni hægt að
finna á þesum vef. „Við munum
leggja okkar metnað í að gera vef-
inn sem mest lifandi þannig að
allt nýtt sem er að gerast verði
auglýst þarna. Einnig er ætlunin
að setja inn nýjar skýrslur, rann-
sóknir og upplýsingar. Þannig
verða allar upplýsingar aðgengi-
legar á einum stað. Vefurinn verð-
ur i stöðugri endurskoðun," segir
Snjólaug.
Hún vildi að lokum hvetja fólk
til að láta skoðanir sínar á þessum
málum í ljós. Hægt er að senda bréf
frá þessum vef og þau verða birt á
síðunni. Þetta getur því orðið góður
vettvangur öflugra skoðanaskipta
um þessi mál.
Slóðin á heimasíðu átaksins ísland
án eiturlyfia er http:// is-
landaneiturlyQa.is
-HI
Síðan Island án eiturlyfja er tilieinkuð baráttunni gegn eiturlyfjum.
Bolabrögð
Microsoft?
The Wall Street Journal greindi
frá því nýlega að blaðið hefði
heimildir fyrir því að í maí 1995
hefði Microsoft haldið fund með
forsvarsmönnum Netscape. Sam-
kvæmt fréttinni er ákæruvaldið að
rannsaka hvort Microsoft hafi far-
ið þess á leit á fundinum að fyrir-
tækin tvö skiptu bróðurlega með
sér vaframarkaðnum. Þessu hafi
forsvarsmenn Netscape hafnað.
Þremur mánuðum seinna fór fyrir-
tækið af stað með nýja útgáfu af
eigin vafra og Microsoft byrjaði
með sinn eigin.
Blaðið hefur eftir tæknistjóra
hjá Netscape að það að mæta á
þennan fund hafi verið eins og að
mæta á fund hjá Don Corleone og
að hann hefði búist við að finna
blóðugan vélbúnað i rúminu við
hliðina á sér daginn eftir.
Talsmaður Microsoft neitar
þessu. Hann segir að fundurinn
hafi vissulega verið haldinn en að-
eins hafi verið fjallað um hugsan-
legt viðskiptasamstarf milli fyrir-
tækjanna.
Fréttaskýrendur telja að ef
dómsmálaráðuneytið komist að
þeirri niðurstöðu að ætlunin hafi
verið að skipta svona markaðnum
sé það mjög alvarlegt mál fyrir
Microsoft og að þar sé komin enn
ein ný hliðin á meintum einræð-
istilburðum fyrirtækisins.
Á meðan þetta stendur yfir hef-
ur Netscape á prjónunum áætlun
um að verða meira áberandi á fjöl-
miðlamarkaðnum. Netscape mun
bjóða fólki frítt netfang á vefsíðu
sinni, Netcenter, auk þess sem end-
urnýjaðir verða samningar við
leitarvélar á borð við Yahoo!,
Excite, Lycos og Infoseek. Allir
þessi samningar eru runnir út en
ekki er víst hversu margir verða
endurnýjaðir.
Jim Barksdale, forstjóri Net-
scape, segir að hingað til hafi þeir
verið í hlutverki heildsalans i
þessum netviðskiptum en nú vilji
þeir hins vegar fara meira í
endursölu lika. Þannig vilji þeir
gera annars konar samninga við
þessar leitarvélar sem munu líkleg
koma að enn þá meira gagni.
Nú er að vita hvort þessar
framkvæmdir gangi allar eftir á
sama tíma og Microsoft er við það
að ná forystu á Netscape með
vafrann sinn. Spurningin er hvort
þetta muni duga til að auka
markaðshlutdeild Netscape á
nýjan leik.
Wozniak velur íslenskt
Steve Wozniak, sem stofnaði Apple
tölvufyrirtækiö á sínum tíma ásamt
Steve Jobs, hefur keypt
hugbúnaöarlausnir af islenska
fyrirtækinu Mönnum og músum.
Þarna er um aö ræöa QuickDNS Pro
sem er Mac OS nafnamiölari fyrir
Netiö. Þessi miðlari hefur selst í um
4.000 eintökum um allan heim og
fengiö góða dóma í virtum
tölvutímaritum. I fréttatilkynningu frá
Mönnum og músum segir að þetta
sé mikil viöurkenning fyrir fyrirtækiö
og að hann hafi meira aö segja keypt
fleiri lausnir en hann þurfi til eigin
nota.
Játaði morð á Netinu
fyrir tæpum þremur árum geröist það
aö skilaboð frá Larry Froistad komu
á tölvupóstlista þar sem hann játaði
aö hafa myrt dóttur sína. Hann hefur
nú veriö formlega ákæröur fyrir morö.
Lögfræðingar hans segja hins vegar
aö hann muni segjast saklaus f
réttarhöldunum sem hefjast T júlí. Þeir
halda því fram aö ekki sé hægt aö
telja skilaboð um Netiö sem
sönnunargögn þar sem einhver annar
hefði getað sent þau. Margir hafa
velt fyrir sér í kjölfarið hversu gagnlegir
stuðningshópar á Netinu séu,
sérstaklega í Ijósi þess aö sá sem
tilkynnti um skilaboöin fékk bágt fyrir
frá öörum meðlimum hópsins vegna
þess að trúnaður var ekki virtur.
Express Suite 2000
Nýr hugbúnaður, Express Suite 2000
er kominn út, og samkvæmt
fréttatilkynningu frá Boðeind á hann
aö hjálpa til viö lausn 2000-vandans.
Hugbúnaöur þessi fer sjálfur yfir
vélbúnað og hugbúnaö sem tölvukerfi
keyra á og hægt er aö biöja
sérstaklega um skýrslu þess hugar
sem ekki er tilbúinn fyrir áriö 2000.
Einnig getur hann séö hvaöa forrit er
mest notaö og þar meö hvaö er
brýnast aö laga. Einnig er eftirlit meö
þeim hugbúnaöi sem á aö þola
aldamótin. Boöeind dreifir þessum
búnaöi hér á landi.
Górillan lítið fyrir Netið
Górilluapynjan Kókó hefur getiö sér
gott orð fyrir að læra táknmál og vera
bara býsna góö í að nota það til
tjáningar. Þegar hún kom hins vegar
fram í netspjalli í síöustu viku virtist
hún ekki hafa mikinn áhuga á þessu
tækniundri. Þegar hún var spurö
hvernig henni litist á Netiö svaraöi
hún því til aö þaö væri ferlega
ruglingslegt, eiginlega algjör
frumskógur ef svo mætti aö orði
komast. Það er kannski ekki aö undra
því þaö dundu á henni spurningar um
alls kyns hluti. Meðal annars var hún
spurö álits á þróunarkenningu
Darwins og einn gekk meira að segja
svo langt aö spyrja út í nýjustu útgáfu
kvikmyndarinnar King Kong. Hún hafði
hins vegar meiri áhuga á aö spjalla
um mat og leikföng.
flmazon í sókn
Hlutabréf í Amazon hækkuöu um
ríflega 15% í síöustu viku þegar þau
tíöindi bárust aö tap búðarinnar heföi
veriö mun minna en áöur var reiknaö
meö. Einnig var tilkynnt aö fyrirtækið
hygöist víkka út starfsemi sína og
ætlaöi sér að vera meö útibú í Evrópu.
Tilgangurinn meö því er meöal annars
að bjóöa myndbönd til sölu á vefnum
og þá í samstarfi viö Internet Moovie
Database, sem er stærsti
kvikmyndagagnagrunnur á Netinu.
Nýlega tilkynnti fyrirtækiö að þaö
ætlaði aö fara aö selja tónlist þannig
aö þaö eru aldeilis stór áform uppi
hjá fyrirtækinu. Amazon hefur verið
stærsta netbókaverslunin í nokkur
ár en hefur alltaf veriö rekin meö tapi.
Nú er sem sagt útlit fyrir aö þaö sé
aö breytast.
IPVl
-HI/CNN