Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Page 30
38 MANUDAGUR 11. MAI1998 að koma í veg fyrir alzheimer Rétt eina ferðina enn höfum við fengið ærna ástæðu til að slá ekki slöku við líkamsrækt- ina. Svo virðist sem regluleg líkamsrækt geti komið í veg > fyrir að maður fái heilahrörn- unarsjúkdóminn alzheimer í ellinni, að sögn bandarískra vísindamanna. Á fjórða hundrað manneskj- ur, þar af 126 með alzheimer, voru spurðar um þá líkams- rækt sem þær höfðu stundað um ævina. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem lögðu stund á heilsurækt frá því þeir voru tvítugir til sextugs, svo sem golf, skokk, hjólreiðar eða sund, voru ekki í jafnmikilli hættu á að fá alzheimer og kyrrsetufólk. Taugalæknirinn Arthur Smith, sem stjórnaði rannsókn- inni, segir að næsta skref sé að kanna hvort einhver tegund líkamsræktar sé betri en önn- ur. Vín getur ekki andað í opinni flösku Lungnasérfræðingar segja það vera til heldur lítils gagns að opna vínflöskuna mörgum klukkustundum fyrir máltíð ef ætlunin er að láta vínið anda, eins og það er kallað þegar það * tekur í sig meira súrefni. Vínið andar einfaldlega ekki að neinu gagni upp um þröngan flöskustútinn. Miklu betra er að hrista það til í glasinu í nokkrar mínútur. Þá andar vínið og bragðið batnar umtais- vert. Sérfræðingamir gerðu til- raun með þetta á þingi banda- rísku lungnasamtakanna í Chicago fyrir skömmu. Þar kom meðal annars í ljós að litl- ar beytingar höfðu orðið á víni sem hafði staðið í opinni flösku í sex klukkustundir. Risastórir skýstrokkar a solinm Visindamenn hafa uppgötvað skýstrokka, sem eru nærri því jafnmiklir um sig og jörðin okkar, á yfirborði sólarinnar. Vindhraðinn í þeim getur orð- ið allt að 500 þúsund kílómetr- ar á klukkustund. Það var evrópska rannsókn- arfarið SOHO sem sendi upp- lýsingar um skýstrokkana til jarðar. Flestir skýstrokkanna eru við norður- og suðurhvel ^sólarinnar. Vísindamenn gera sér vonir um að þessi uppgötvun auð- veldi þeim að skilja áhrif sólar- vinda á jörðina. Vindar þessir geta meðal annars skaðað gervihnetti á sporbaug um jörðu og þeir hafa einnig vald- ið rafmagnstruflunum. li, Mikilvægar uppsprettur lyfja á síðasta snúningi: Björgum dýrum í hættu og sjálfum okkur um leið Kapphlaupið er haflð. Og það er upp á líf og dauða. Við verðum al- deilis að herða róðurinn ef okkur á að takast að bjarga lífríki jarðar- innar frá því að deyja út. Með því gætum við meira að segja bjargað okkur sjédfum. Alþjóðleg samtök náttúruvernd- armanna sendu frá sér skýrslu í marsmánuði þar sem fram kemur að tíundi hluti plöntutegunda á jörðinni er í bráðri útrýmingar- hættu. Þá stóð bandaríska nátt- úrusögusafnið fyrir skoðanakönn- un í síðasta mánuði þar sem 70 prósent aðspurðra líffræðinga töldu að um þessar mundir væri hver dýra- og plöntutegundin af annarri að deyja út og að mannin- um mundi stafa mikil ógn af þess- um missi á næstu öld. „Það er mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að varðveita fjölbreytni lifríkisins. Nærri öll sýklalyf eiga rætur sínar að rekja til náttúrulegra afurða," segir Dennis Schmatz, sem stjórn- ar rannsóknum hjá lyfjafyrirtæk- inu Mereck. Alls staðar í heiminum er verið að ryðja land, með tilheyrndi dýra- og plöntudauða, þar sem hugsan- lega hefði verið hægt að finna lækningu við einhverjum þeirra fjölmörgu sjúkdóma sem þjaka mannkynið. Ekki þarf að fara langt til að finna lýsandi dæmi. Bjarnastofnar í heiminum eru í mikilli hættu. Bangsarnir eru ýmist taldir til ama og leiðinda og því skotnir, eða þá að þeir eru hafðir í búrum. Og enn aðrir verða fómarlömb skottulækna. Vísindamenn telja aftur á móti að rannsóknir á efna- skiptum bjarnarins, sem liggur í dvala í híði sínu mánuðum saman, geti leitt til meðferðar við sjúk- Birnir eru meðal fjölmargra dýrategunda sem eru í hættu og kunna að veita innsýn í marga mannlega sjúkdóma. dómum í fólki, á borð við sykur- sýki og offltu. Vísindamenn frá fyrirtækinu Neurex i Kaliforniu hafa rannsak- að sniglategund eina sem lifir á Filippseyjum og víðar og er mjög eftirsótt vegna fallegs kuðungs slns. Snigill þessi er því að vonum eftirsóttur og hann ver sig með tugum eiturtegunda sem geta lam- að fiska í ætisleit á augabragði. Við rannsóknir kom i ljós að eitt þessara eiturefna er mjög kvala- stillandi og hefur það nú verið framleitt á rannsóknarstofu. Efnið er þúsund sinnum sterkara en morfln en þannig gert að líkaminn myndar ekki þol gagnvart því eins og morfíni. George Miljanich, sem stjórnar lífefnafræðideild Neurex, segist vona að fleiri lyf af þessu tagi flnn- ist. Hann gerir sér þó grein fyrir því að tíminn er að hlaupa frá okk- ur. „Úr hvaða kóralrifi kemur næsti snigill sem mun veita lækn- ingu við alzheimer eða parkinson- sjúkdómi? Erum við tilbúin til að glata því kóralrifi?" spyr George Miljanich. Svari hver fyrir sig, Eldsneytisframleiðsla á Mars er framtíðarlausn Það kann að reynast auðvelt að koma mönnuðu geimfari til reiki- stjörnunnar Mars einhvem tíma í ná- inni framtíð. Öllu snúnara gæti reynst að koma bæði mönnum og tólum aftur heim til jarðarinnar. Lausnin gæti verið fólgin í „bensínstöðvum" þar sem geimfarar gætu dælt á flaugar sinar eldsneyti sem unnið yrði úr efn- um sem finnast á reikistjörnunni rauðu. Þetta kom fram í máli geimvísinda- mannsins Pauls Muellers á ráðstefnu um ódýrar geimferðir sem haldin var nýlega í Pasadena í Kalifomíu. Nokkrar ómannaðar geimflaugar hafa þegar lent á yfirborði Mars. Hin síðasta sem það gerði var könnunar- flaugin Pathfinder. Mueller segir að flugtak frá Mars sé hins vegar „erflð- ara en nokkuð sem við höfum gert fram að þessu“. Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) ræður yfir tækni til að smíða risastórar eldflaugar og hreyfla sem gætu flutt með sér eigið eldsneyti sem dygði þeim til ferðarinnar til Mars og aftur til baka til jarðar. Kostnaðurinn við slfkt ferðalag hlypi á milljörðum dollara. Tómt mál er hins vegar að tala um slíkt á tímum sparnaðar og aðhalds á öllum sviðum, í geimferðum sem öðru. Mueller, sem starfar að geimrann- Marsfariö Pathfinder aö lenda. sókum við ríkisháskólann í Utah, seg- ir að besta leiðin til að flytja heim sýn- ishom úr ómönnuðum geimferðum til Mars á næstu áram sé að geimflaug- arnar flytji með sér allt eldsneytið. „Aftur á móti eru svo til allir á einu máli um að best sé að framleiða elds- neyti á Mars þegar kemur að því að flytja þurfi menn til jarðar frá Mars,“ segir Mueller. Rannsóknarhópur Muellers vinnur að því með vísindamönnum frá NASA að þróa kerfi sem þjappar saman koldíoxíði úr gufuhvolfi Mars og blandar því við vetni sem komið væri með frá jörðu. Úr þessu yrði framleitt vatn og metangas sem eru helsti efni- viðurinn í geimflaugaeldsneyti. Vísindamennirnir hugsa sér að send yrði ómönnuð eldsneytisverk- smiðja til Mars. Hún mundi síðan senda boð til jarðar þegar hún væri búin að framleiða nægilega mikið eldsneyti til að koma geimfari aftur heim. Þá, og ekki fyrr, yrði mannað geimfar sent til Mars. Áform sem þessi eru ekki enn kom- in inn í áætlanir NASA en Mueller tel- ur að þess verði þó ekki langt að bíða. „Þetta er leiðin sem allir eru sam- mála um að eigi að fara. Hún hefur bara ekki fengið opinbera blessun enn,“ segir Paul Mueller. Lífsþorsti lykillinn að viskunni Leyndardómurinn aö visku á elliárunum er kannski ekki svo flókinn þegar allt kemur til alls. Það þarf vist ekki meira til en örvun og lifsþorsta, segja vís- indamenn. Sú er að minnsta kosti niður- staða tilrauna á músum sem vís- indamenn við Salt-stofnunina í La Jolla í Kalifomíu stóðu fyrir. Fred Gage og félagar hans á Salt-stofnuninni gerðu tilraunir sínar á „eldri“ músum, það er að segja dýrum sem voru orðin átján mánaða gömul. Helmingur músanna hafðist við í ósköp venjulegum búrum þar sem þær fengu aðeins fæðu og vatn. Hinn helmingurinn var hins vegar hafður í stóru búri þar sem finna mátti eins konar jarðgöng, leikfóng og lítið hjól sem þær gátu hlaupið á. Gömlu mýsnar voru látnar lifa við þessar aðstæöur í 68 daga. Þá voru þær teknar og heilar þeirra skoðaðir mjög ná- kvæmlega. Viö þá skoðun kom í ljós að mýslurnar sem voru í stóra búr- inu með dótinu höfðu þrisvar sinnum fleiri nýjar frumur í drekanum, þeim hluta heilans sem ræður miklu um minni og lærdóm, en mýsnar sem létu sér bara leiðast. Frá þessu er skýrt í tímaritinu Journal of Neuro- science. Gerd Kempermann, einn vís- indamannanna sem unnu við rannsóknirnar, segir aö svo virð- ist sem hið betrumbætta um- hverfi músanna stuðli að því að nýjar heilafrumur lifa lengur en ella.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.