Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 31
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1998
fts.
Tæknileg
steinsteypa
Nú standa yfir tilraunir
með tæknivædda steinsteypu
á einni umferðarbrúnni í
Toronto í Kanada. Tilraunin
felst í því að koma ljósleið-
araskynjurum fyrir á brúar-
stólpunum og setja sérstakt
létt gerviefni utan um þá.
Þetta efni á að halda bygg-
ingunni saman á meðan
skynjararnir mæla nákvæm-
lega tæringu eða ryðgun sem
á sér stað í þessu mannvirki.
Þetta getur gert það að verk-
um að menn verða strax var-
ir við ef óeðlilega miklar
skemmdir verða á brúnni og
geta brugðist fyrr við með
fyrirbyggjandi aðgerðum.
Talið er að þessi aðferð geti
sparað bæði tíma og peninga.
Ekki gefa hestum
súkkulaði
Nýlegt dæmi sýnir að ekki
er ráðlegt að gefa hestum
súkkulaði ef þeir standa sig
vel í kappreiðum. í keppni
sem haldin var í Ohio nýlega
voru knapar þriggja hesta
svo rausnarlegir að þeir gáfu
þeim M&M kúlur með
hnetum. f þeim hestum
mældist siðan töluvert af
koffini og þeóbrómíni. Bæði
þessi efni eru á bannlista á
veðhlaupabrautum í
Bandaríkjunum vegna þess
að þau þykja hafa of örvandi
áhrif á hestana og gefa þeim
þar með of mikið forskot. Ef
knapcir gefa hestum sínum
súkkulaði getur það jafnvel
þýtt að hesturinn verði
dæmdur úr leik.
Byssa veldur
fjaðrafoki
Alþjóöa fjarskiptaráðið
hefur nú gert ráöstafanir
vgna nýrrar tegundar af
byssu sem hefur sloppið óséð
í gegnum öryggishlið flug-
véla. Það sem einkum er sér-
stakt við þessa byssu er að
hún er agnarlítil, aöeins á
stærð við lyklakippu. Hún er
um 8 cm löng, 3 cm breið og
rúmar tvær 32 millimetra
byssukúlur. Fjarskiptaráðið
er nú að gera ráöstafanir til
að reyna að skynja þessar
nýju byssur en þær eru
hreinlega of litlar til að þær
sjáist. Loftferðaeftirlitið hef-
ur einnig haft töluverðar
áhyggjur. Byssur þessar hafa
verið falar síöan i september
víða í Evrópu en samkvæmt
upplýsingum Interpol eru
þær framleiddar í Búlgaríu.
Jörðin verður fyrir hrapsteinahríð í nóvember:
Gervihnettir eyðilegjast
eða skemmast mikið
Stjörnukfkirinn Hubble hefur reynst mjög gagnlegur. Nú á aö koma honum
í öruggt skjól
Vísindamenn
hafa komist að
þeirri niðurstöðu að
í nóvember næst-
komandi verði jörð-
in fyrir gríðarlegri
hraphrið, þeirri
mestu í 33 ár. Þessi
hríð gæti haft veru-
legan kostnað í för
með sér vegna allra
þeirra um 500 gervi-
hnatta sem settir
hafa verið á braut
um jörðu vegna
fjarskipta, leiðsagn-
ar og til að fylgjast
með veðrinu i heim-
inum. Talið er að
allir gervihnettirnir
skemmist eitthvað
og að nokkrir muni
eyðileggjast.
Þessi niðurstaða
var tilefni ráðstefnu sem var haldin
í síðustu viku meðal nokkurra sem
sent hafa gervihnetti út í geiminn
og nota hann nú til að fá alls konar
upplýsingar. Þar var rætt hvað
hægt væri að gera til að draga úr
skaða vegna þessa skaðvalds, sér-
staklega hvort slökkva eigi á þeim
ómönnuðu geimförum sem nú eru í
geimnum eða beina þeim frá þessari
hríð.
Til skýringar skal þess getið áður
en lengra er haldið að þessir svoköll-
uðu hrapsteinar eru miklu minni en
venjulegir loftsteinar, jafnvel á
stærð við sandkorn, og enginn
þeirra lendir á jörðinni eins og sum-
ir loftsteinar gera. Gríðarlegur hraði
er hins vegar á þeim og er talið að
eyðingaráhrif hvers steins séu álíka
mikil og í 22 millimetra skamm-
byssukúlu. Þessar skyndilegu hríðir
eiga sér stað þegar jörðin fer í gegn-
um slóð af geimryki sem halastjam-
an Tempel-Tuttle skilur eftir sig.
Afleiðingar óþekktar
Það sem skapar hins vegar vand-
ræði þegar reyna á að fyrirbyggja
eyðileggingu af völdum þessarar
hríðar er að þegar slíkt átti sér stað
síðast fyrir 33 árum voru geimrann-
sóknir mjög skammt á veg komnar
og enginn hafi í raun gert ráð fyrir
þessum stormi aftur.
Krafturinn í steinunum er nógu
mikill til þess að göt geti komið á
sólarorkupalla og annað yfirborð
gervihnatta. Jafn-
vel geta þeir orð-
ið til þess að tölv-
ur fari að virka
öðruvísi en þær
gera því ýmiss
mælingartæki
munu sýna
skakka mælingu.
Sumir gervi-
hnettir eru þó bet-
ur varðir en aðrir.
Það á einkum við
um þá sem herinn
hefur sent því þeir
eru gerðir til að
þola kjamorku-
styijöld. Hins
vegar em tölu-
verðar líkur á þvi
að þeir missi sam-
bandið við um-
heiminn og það er
nokkuð sem þess-
ir gervihnettir mega ekki við.
Árið 1993 lenti slíkur hrapsteinn
á evrópsku geimvísindastofnunina
og olli nokkmm titringi þar. Meðal
annars skemmdist stjömusjónauk-
inn Hubble lítiilega. Gerðar verða
sérstakar ráðstafanir til að færa
hann til svo að hann geti haldið
áfram að taka frábærar myndir úr
himingeimnum.
Þess má að lokum geta að búist er
við að annar slíkur stormur dynji yf-
ir í nóvember 1999. Ekki er hins veg-
ar ljóst hvort sá stormur verður væg-
ari eða öflugri en þessi sem er vænt-
anlegur seint á þessu ári. Þó em
menn sammála um að hvorag hríðin
verði jafnöflug og sú hríð sem dundi
yfir árið 1966. -HI/ScienceDaiIy
Kálfur fæðist
með tvö höfuð
Kálfinum hefur þegar verið
gefið nafn og er það Reflection,
sem þýða má á íslensku sem
endurkast. Ástæðan fyrir því er
sú að þegar horft er á hann frá
hlið er eins og hann sé að horfa
í spegil.
Kálfur af þessari tegund er af
kyni sem kallast Holstein en
nokkrir kálfar hafa fæðst þar
sem em ekki eins og kálfar em
flestir. Árið 1987 fæddist kálfur
með tvö höfuð i Ohio. Þar var þó
um að ræða tvær hauskúpur
sem hvíldu á einuni hálsi. Árið
1989 fæddist síðan hárlaus
kálfúr af þessu kyni.
Svo skemmtilega vill til að sjö
mánuðum áður en þessi kálfur
kom í heiminn fæddist í næstu
sýslu svín með tvö trýni og þijú
augu. Samtök sem vinna
sérstaklega að því að bjarga
svinum keyptu það svín og er
það nú niðurkomið í Los
Angeles.
Ekki fylgir sögunni hver
hugsanleg ástæða er fyrir þvf að
kálfurinn fæddist svona.
tíma. Mynd frá ABCnews -HI/ABCnews
Sá ótrúlegi atburður átti sér
stað á bóndabýli í Iowa í
Bandaríkjunum nýlega að þar
fæddist kálfur með tvö höfuð.
Eða kannski eitt og hálft eftir
því hvemig á það er litið.
Þannig er að annað höfuð vex
út úr þeim stað þar sem annars
ætti að vera eitt eyra. Þessi
kálfur hefur þar með tvær
tungur, tvö nef, þrjú eyra og
Qögur augu. Ekkert annað er
óvenjulegt við kálfinn og hann
hefur ekki of mikið af neinum
öðrum líffærum.
Eins og gefur að skilja tók
töluvert á að fæða kálfinn.
Fæðingin tók um klukkustund
en kálfurinn var tekinn með
keisaraskurði. Taldar eru
helmings líkur á að móðirin lifi
fæðinguna af.
Þó að höfuðin séu tvö er
kálfurinn þó líklega aðeins
með einn heila. Dýralæknirinn
sem hjálpaði til við fæðinguna
dró þessa ályktun þegar hann
sá að báðar tungurnar
hreyfðust á nákvæmlega sama
Kálfurinn ógæfusami.
W," TRíV r*\\
.V»/
39
VWGolfCL '94, 5 d., 5 g,
ek. 79 þús. km, rauður.
Verð 850.000.
VW Polo 1300 '95, 3 d., 5
g., ek. 22 þús. km, hvítur.
Verð 790.000.
VW Vento GL '93,4 d., 5
g., ek. 86 þús. km, ljósblár.
Verð 890.000.
Toyota Carina E station
'94,5 d., ssk., ek. 72 þús.
km, hvítur. Verð 1.370.000
VW Passat GL '89, 5 d
5 g., ek. 129 þús. km,
hvítur. Verð 590.000.
Kia Sportage '96, 5 d., ssk.
ek. 37 þús. km, blár.
Verð 1.770.000.
Borgartúni 26, símar 561 7510 & 561 7511