Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1998, Side 48
Jókertölur
vikunnar:
tölurlaugar.
9 f 21
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
1. 5 af 5 3 1.360.830
2. 4 af 1 709.990
3. 4 af 5 88 7.350
4. 3 af 5 2.619 570
* •. •.
—
> o
□
0:0
SO
■3
2 Ln
<
cn O
i-
Hlfl
2 Lfl
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 11. MAÍ1998
Ríkisendurskoðandi:
Málið er úr
sógunni
- segir forseti Alþingis
1 7*
„Mér var ókunnugt um þetta en
veit núna hvernig i pottinn hefur
veriö búið. Þetta eru leifar frá
1 þeim tíma að Ríkis-
endurskoðun fór und-
PK ir Alþingi, var áður
’ deild í fjármálaráðu-
[ MÉmK neytinu. Ég veit að í
þessu tilviki fékk Sig-
■kJLJ urður Þórðarson, sem
Ólafur G. sá um Búnaðarbank-
Einarsson. ann og Járnblendifé-
lagið, þessa peninga,
sem og forveri hans,
Halldór heitinn Sigurðsson. Við
fráfall hans féllu þessar greiðslur
til stofnunarinnar beint en Sigurð-
^ur hélt sinu. Þetta er hins vegar úr
sögunni, Sigurður fær þessa pen-
inga ekki lengur og frekari við-
brögð verða ekki af okkar hálfu,“
sagði Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis, í samtali við DV, að-
spurður um viðbrögð við þeirri
frétt DV um helgina að Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi
hefði frá árinu 1986 þegið árlega
allt að 600 þúsund krónur í laun
frá Búnaðarbankanum sem emb-
ætti hans endurskoðar.
Ríkisendurskoðun heyrir undir
_-iAlþingi og ríkisendurskoðandi er
lögum samkvæmt ráðinn af for-
sætisnefnd Alþingis til sex ára í
senn. Ráðningartími Sigurðar
rennur út 1. júlí næstkomandi. Um
það hvort Sigurður yrði endurráð-
inn vildi Ólafur engu svara. For-
sætisnefnd hefði ekki fjallað um
málið.
„Það kemur til þess núna að
ráða ríkisendurskoöanda. Ég má
ekki orða það öðruvísi," sagði
Ólafur.
-bjb
Helgi S. Guðmundsson:
Hættir hjá VÍS
-■ Helgi S. Guðmundsson, formað-
ur bankaráðs Landsbankans, er að
hætta störfum sem sölustjóri hjá
Vátryggingafélagi ís-
lands, VÍS. Starfs-
mönnum fyrirtækis-
ins var tilkynnt þetta
síðastliöinn fóstudag
og kom þar fram að
Helgi myndi hætta
S. undir lok þessa mán-
aðar.
mundsson Hvorki náðist í
Helga né Axel Gísla-
son, forstjóra VÍS, í gærkvöld en i
fyrmefndri tilkynningu til starfs-
manna kom einnig fram að Helgi
væri að hverfa til annarra starfa
eð fram formannsstörfum sínum
bankaráði Landsbankans.
-bjb
Helgi
Guð-
„Þetta er upphafið að landsmótinu," sagði Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri landsmóts hestamanna, sem verður haldið að Melgerðismelum í Eyja-
firði í sumar, í fyrrakvöld. Mótshaldarar buðu þá til veislu og Halldór Blöndal samgönguráðherra og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra riðu sam-
an yfir nýja brú sem byggð hefur verið yfir Eyjafjarðará að tilefni vorsins. Sama kvöld var vígð ný stóðhestastöð á Melgerðismelum og líta eyfirskir hesta-
menn svo á að landsmótið sé þar með formlega hafið. DV-mynd gk
Tveir frambjóöendur Sjálfstæöisflokks:
Vilja rannsókn á máli
Helga og Hrannars
- óvönduö meöul í kosningahríö, segir Ingibjörg Sólrún
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, sagði á Stöð 2 í gærkvöldi
að bæði R-listinn og borgaryfirvöld
skulduðu Reykvíkingum það að rann-
sókn færi fram á fjármálaóreiðu
þeirra Hrannars B. Arnarssonar og
Helga Hjörvars, frambjóðenda R-list-
ans. Ávirðingamar hefur mátt lesa á
Intemetinu á heimasíðu Hlyns Jóns
Michelsens og Gísla Björnssonar. Þeir
störfuðu á sínum tíma við bóksölu
fyrir Helga og Hrannar og segjast hafa
verið sviknir um launagreiðslur auk
fjölda annarra sölumanna.
„Mér finnst eðlilegt að staðreyndir
séu gerðar ljósar, bæði vegna fram-
bjóðenda sem hlut eiga að máli og
eins kjósenda," sagði Guðrún Péturs-
dóttir, frambjóðandi D-lista, við DV í
kjölfar þessarar kröfu Vilhjálms. Guð-
rún kom meðal annars inn á mál
þeirra félaga i nýlegu Mannlífsviðtali.
„Ég harma að gripið skuli hafa ver-
ið til óvandaðra meðala í
þeirri kosningahríð sem
nú stendur," segir m.a. í
"5Sr Ky yfirlýsingu sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sendi frá sér
í gær vegna málsins.
Hrannar B. Ingibjörg segist hafa far-
Arnarsson. ið yfir þessar ávirðingar
og fengið til þess aðstoð
virts lögfræðings. Sjö ár
séu liðin frá því að Helgi Hjörvar
gekk úr sameignarrekstri fyrirtækis-
ins Amarsson & Hjörvar og að hann
hafi gert full skil á þeim ábyrgðum
sem hann hafi verið í vegna þess
rekstrar. Fullyrðingar um að hann
skuldi vörsluskatta eigi ekki við rök
að styðjast. „Að mínum dómi er árás-
in á Helga Hjörvar fullkomlega tilefn-
islaus.“
Ingibjörg segir ekkert nýtt hafa
komið fram um fjárhagserfiðleika
Hrannars. Tíðindin hafi áður komið
fram opinberlega. Gjald-
þrotaskiptum hafi lokið
með nauðasamningum í
nóvember 1995 og þá
samninga hafi hann efnt
að fullu.
Hlynur Jón og Gísli
Helgl Hjörv- hafa nú svarað fyrstu
ar. viðbrögðum Helga og
Hrannars. Þeir halda
fast viö fyrri fullyrðingu
sina um að fjöldi einstaklinga hafi
aldrei fangið laun sín greidd hjá þeim.
Einnig segja þeir að Hrannar hafi
skuldað virðisaukaskatt í lok apríl og
þá hafi verið mörg ár liðin síðan
greiða átti skattinn. Þá segja þeir það
ekki rétt að saga vandamála Hrannars
og fyrirtækis þeirra Helga sé öllum
kunn.
Þess má að lokum geta að slóðin á
fyrrnefndri heimasíðu er:
http://www.itn.is/-samviska
Frá slysstað í Kjósinni. DV-mynd S
Kona lést og
karlmanni er
haldið sofandi
Banaslys varð á Vesturlandsvegi,
nánar tiltekið í Kjós, skammt frá bæn-
um Eyrarkot síðdegis á laugardag.
Tveir bUar skullu þar harkalega sam-
an en tildrög slyssins eru að öðru
leyti óljós.
Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynn-
ingu um slysið laust fyrir klukkan sex
og voru þá þegar fjórir sjúkrabilar
ásamt tækjabU slökkvUiðsins sendir á
vettvang. Þegar þær upplýsingar bár-
ust síðan að ökumennnmir væru ein-
ir í bílnum var samt ákveðið að allir
bílarnir færu á staðinn í ljósi þess
hversu alvarlegt slysið var.
Þegar að var komið var ung kona,
sem ók öðrum bílnum, látin. Tækja-
bíll slökkvUiðsins var hins vegar not-
aður til að klippa ökumann hins bUs-
ins úr bílnum og var hann fluttur á
slysadeUd Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Þar var honum haldið sofandi í önd-
unarvél þegar síðast fréttist. Hann er
enn í lífshættu. -HI
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT
PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI
SÍMI 581 1010
SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA
-bjb/HI
Veðrið á morgun:
Þurrt að
mestu
Á hádegi á morgun er búist við
suðaustankalda eða stinning-
skalda og fremur hlýju veðri.
Súld verður við suður- og austur-
ströndina en annars þurrt að
mestu.
Veðrið í dag er á bls. 53.