Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 Fréttir Bankaráð Landsbankans óskar eftir opinberri rannsókn á Lind: Viðskiptaráðherra ábyrg- ur fyrir upplýsingagjöf - ekki refsivert að hafa ekki Qármálavit, sagði Kjartan Gunnarsson Kjartan Gunnarsson gerði í gær grein fyrir þeirri samþykkt bankaráðs að beina Lind í nýjan farveg. Nú vill bankaráð að efnt verði til opinberrar rann- sóknar á fyrirtækinu sem kostaði Landsbankann stórtap. DV-mynd bg Bankaráð Landsbanka tslands óskaði í gær eftir opinberri rannsókn á málefnum Lindar hf. Þess er farið á leit að kannað verði hvort stjómend- ur fjármagnsleigufyrirtækisins hafi eftir að Landsbanki íslands eignaðist í því meirihluta í lok ársins 1991 gerst sekir um refsivert athæfi með athöfn- um sínum eða athafhaleysi. Á blaðamannafundi, sem Kjartan Gunnarsson, varaformaður banka- ráðs, og Helgi S. Guðmundsson, for- maður ráðsins, héldu i gær, skýrðu þeir félagar ástæðu þess að nú fyrst væri óskað eftir opinberri rannsókn á máíeöium Lindar. Fram kom í máli Kjartans að ósk um rannsókn væri aðeins tilkomin vegna þeirrar um- ræðu sem væri um málefni fyrirtæk- isins, m.a. á Alþingi en fyrir tveimur árum sá ráöiö ekki ástæðu til aðgerða I þessu stærsta einstaka tapmáli bankans. Svo var að skiija á máli Kjartans að bankaráðið bæri ekki ábyrgð á þeirri óráðsiu sem varð til þess að Landsbankinn tapaði að hans sögn 700 milljónum króna. Harrn vildi sem minnst gera úr mögulegri sekt vegna Lindarmálsins og svaraöi spumingum m.a. með því að segja að ekki væri refsivert að hafa ekki fjár- málavit. Kjartan var þráspurður um ástæður þess að fyrst er óskað rann- sóknar nú svo löngu eftir aö Ríkisend- urskoðun skilaði kolsvartri skýrslu um málið þar sem ýjað er aö því að refsing við mögulegum afbrotum stjómenda Lindar gæti kostað þá allt að 6 ára fangelsi. Allir sammála Hann lagði áherslu á að enginn þeirra aðila sem höfðu til þess rétt hefði viljað vísa málinu til frekari rannsóknar. Þannig hafl viðskipta- ráðherra, Ríkisendurskoðun, Banka- eftirlit Seðlabanka Islands, stjóm Lindar sem bankastjóm og bankaráð Landsbankans látið kyrrt liggja eftir að bankaráö hafði sent Ríkisendur- skoðun greinargerð sína í framhaldi af svörtu skýrslunni. Hann sagöi nauösynlegt að taka málið upp þar sem nú væri verið að nota það í póli- tískum tilgangi til að koma höggi á tiltekna einstaklinga. Kjartan vildi sem minnst gera úr ábyrgð annarra en Þórðar Ingva Guö- mundssonar, fyrrum framkvæmda- stjóra Lindar, kæmi til þess að rann- sókn leiddi í ljós að lögbrot hefði ver- iö framið: „Menn bera yfirleitt fyrst og fremst ábyrgð á sjálfúm sér. Ann- aðhvort bera menn fjárhagslega ábyrgð eða refsiábyrgð. Til þess að bera ábyrgð á refsiverðum verknaði þarf hann yfirleitt að hafa framið hann sjálfúr. Til þess að bera ábyrgð á fjárhagslegu tjóni þurfa menn að hafa átt hlut að því máli og hafa tekið þátt í þeim ákvörðunum sem til þess fjárhagslega tjóns leiddu," sagði Kjartan. Aöspurður sagði Kjartan það vera hlutverk viðskiptaráðherra en ekki bankaráðs að upplýsa Alþingi um málefni bankans. „Samskipti ríkisviðskipta- bankanna við Alþingi hafa að því er ég best veit til ávallt verið í gegnum bankamálaráðuneytiö. Ég man ekki til þess að Alþingi hafi nokkum tíma óskað beint eftir upplýsingum frá bankaráöi," sagði Kjartan. -rt Kirkjugarðar Reykjavíkur: Laun stjórnarmanna hækka - á meðan kirkjugarðsgjöld hækka vegna fjárskorts Laun stjórnarmanna hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur hafa hækk- að um 15 prósent á sama tíma kirkjugarðsgjöld hafa hækkað vegna fjárskorts. DV-mynd Hilmar Þór Laxá í Kjós: Stórgöngur ígær „Laxinn er mættur, ég sá sex laxa í Kvíslarfossinum í fyrra- dag. Það voru margir laxar komnir í Kvíslarfossinn," sagði Ásgeir Heiðar, einn af leigutök- um Laxár í Kjós í gærkvöld. Laxinn hefur verið heldur seinn í.veiðiámar en hann er greini- lega að koma. „Óli á Valdastöðum sagöi að mikið væri komið af laxi í Kvísl- arfossinn. Það væri ekki hægt að telja þá alla. Vorboðinn hjá mér er ekki krían heldur laxinn og hann er greinilega kominn," sagði Ásgeir Heiðar enn fremur. G.Bender Stjómarmenn Kirkjugarða Reykja- víkur samþykktu á aðalfúndi í síð- ustu viku að hækka laun sín um 15 prósent. Þetta gerist á sama tíma og kirkjugarðsgjöld lijá Kirkjugörðum Reykjavíkur hafa hækkað þar sem fjárhagsstaða þeirra var ekki nógu góð. Samkvæmt heimildum DV hafa stjómarmenn Kirkjugarða Reykjavík- ur, sem em 20 talsins, verið með rúm 300 þúsund krónur í laun á ári. Stjóm- arfundir em á tveggja vikna ffesti. Laun þessara manna munu nú hækka um 15 prósent. Kirkjugarðar Reykjavíkur leituðu til stjómvalda á síðasta ári og óskuðu eftir hækkun kirkjugarðsgjalda þar sem talið var að þeir yrðu reknir með tapi. Um síðustu áramót samþykktu stjómvöld siðan að hækka kirkju- garðsgjöld í Reykjavíkurprófasts- dæmi um 10 prósent. Hér er um að ræða opinbert fé sem skattborgarar greiða. Auk þess fá Kirkjugarðar Reykjavíkur undanþágu frá því að greiða í kirkjugarðasjóð vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu sinnar. „Það var ákveðið á síðasta aðal- fúndi að hækka laun stjómarmanna um 15 pró- sent þar sem laun- in hafa ekkert hækkað síðustu 3 ár. Ef mið- að er við almennar launa- hækkanir á þessu tímabili mundi ég frekar telja að það væri verið að lækka launin frekar en hækka,“ segir Þór- steinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkur, aðspurður um málið. -RR Vísisævintýrið - sumarleikur á www.visir.is Vinnið þriggja vikna Mallorcaferð Vísisævintýrið er skemmtilegur leikur sem netmiðillinn Vísir.is hleypir af stokkunum í dag og standa mun yfir næstu þrjár vikur. Leikin-inn felst í því að finna merki einhvers samstarfsfyrirtækja Vísis sem falið hefur verið á vefsíðum Vísis. Þeir sem finna merkið geta smellt á þaö og skráð sig í leikinn. Þá er viðkomandi með í útdrætti þann dag og einnig í pottinum með aðalvinningi vikunnar. í næstu viku er aðalvinningurinn fjölskylduferð til Mallorca á vegum Netferða. Þeir sem finna merki Net- ferða á Vísi skrá sig í leikinn. Mall- orcaferðin verður dregin út fimmtu- daginn 4. júní. Fyrstu vikuna er daglegur vinningur í Vísisævintýr- inu myndbandsspólur með því besta frá HM í knattspymu á ámnum 1954-1994. Takið þátt í Vísisævintýrinu með því að fara inn á slóðina www.vis- ir.is og leitið að merki Netferða sem falið er á vefnum. Smellið á merkið og skráið ykkur. Sjóðheitur sumar- auki bíður heppins þátttakanda. Á næstunni verða fleiri vinning- ar I Vísisævintýrinu kynntir í DV og á slóðini www.visir.is -hlh www.visir.is Stuttar fréttir r>v Kosningar kærðar Kosningar i Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu hafa verið kærðar til sýslumanns. Kært er þar sem kjörstjóm ákvað að skrá eitt vafaatkvæði á mann sem náði kjöri með eins atkvæðis mun. Enginn maður í hreppnum heitir því nafni sem atkvæðið var merkt. Ríkisútvarpið sagði frá. Blettur á þjóöfélaginu Umboðsmaður bama gagnrýndi meðferð á ungum afbrotamönnum harðlega í fréttatíma Ríkissjón- varpsins á fimmtudagskvöld. Hún segir hana blett á íslensku þjóðfé- lagi. Vissi um tap Lindar Samkvæmt Sverri Hermanns- syni, fyrrverandi bankastjóra, stað- festi Davíð Odds- son árið 1996 að hann hefði verið upplýstur um að tap vegna Lindar næmi 900 milljón- um króna. Morgunblaðið sagði frá. Nýr sendiherra Jón Egill Egilsson sendiherra afhenti i gær forseta Rússlands, Borís Jeltsín, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Rúss- landi. Skattadagurinn í dag Skattadagurinn er i dag. Skatta- dagurinn er sá dagur þegar laun- þegar teljast vera búnir að vinna fyrir hið opinbera og lífeyrissjóði og byija að vinna fyrir sjálfa sig. Útgjöld ríkis og sveitarfélaga og ið- gjöld til lífeyrissjóða vora tæplega 213 milljarðar króna en verg lands- framleiðsla var 527,2 milljaröar á árinu 1997. Stendur með Finni Halldór Ás- grímsson, for- maður Fram- sóknarflokksins, sagði í kvöldfrétt- um Rikisútvarps- ins að hann bæri fullt traust til Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra. Halldór telur að Finnur hafi bragðist rétt við í Landsbanka- og Lindarmálunum. Lokuö skýrsla Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður skilaði í gær mikilli skýrslu til bankaráðs Landsbanka íslands hf. um réttar- stöðu bankastjóranna þriggja sem sögðu af sér um miðjan apríl. Inni- hald skýrslunnar hefúr ekki feng- ist uppgefið. Breytingar hjá SVR Breytingar verða gerðar á leið- um 8, 9,14 og 115 og mun sérstak- ur næturvagn, leið 135, þjóna Graf- arvogi í framtíðinni. Jafnframt verður afgreiðslutími skiptistöðv- arinnar við Ártún rýmkaður. Bylgjan sagði ffá. Vill draga úr þenslu Davið Oddsson forsætisráð- herra segir að grípa þurfi til að- halds í rikisfjármálum og hugsan- lega til vaxtahækkana dragi ekki úr þenslu í efnahagslífinu og hættu á verðbólgu. Það era batn- andi horfúr í efhahagsmálum sem valda þessu. Sem dæmi um bjartar horfúr má nefha spá Þjóðhags- stofnunar um verðmæti sjávaraf- urða á þessu ári. Samkvæmt henni verður það 9 milljörðum meira en áætlað hafði verið. Bylgjan sagði frá. Bætur til foreldra fíkla Margrét Frí- mannsdóttir, for- maöur Alþýðu- bandalagsins, leggur fram til kynningar í dag ffumvarp á Al- þingi um breyt- ingar á lögum um félagslega að- stoð. í ffumvarpinu er lagt til að heimilt verði að inna af hendi um- önnunargreiðslur til ffamfærenda bama sem eiga við alvarlegan fikniefhavanda að stríða. -glm/jhþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.