Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 dv Fréttir Siglufjörður: Verk Kjarvals og Svavars fundin Fjögur af þeim fimm málverkum sem saknað hefur verið undanfarið á Siglufirði eru komin í leitirnar - m.a. málverk eftir Kjarval og Svav- ar Guðnason. Verkin voru hluti af á áttunda tug verka úr veglegu lista- verkasafni í eigu bæjarins. Óvenju glæsileg sýning á verkunum var opnuð á uppstigningardag. Þá hafði ekki tekist að finna verkin fimm. Guðmundm- Guðlaugsson bæjar- stjóri segir að ffétt DV í síðustu viku um hin týndu verk hefði skilað árangri: „Við erum ákaflega lukkuleg og væntum þess að síðasta verkið komi einnig í leitirnar. Við erum vongóð um að það finnist," sagði Guðmund- ur Guðlaugsson. „Eitt verkið kom fram eftir að bæjarbúi hafði bent á það eftir lest- ur fréttar DV,“ sagði Guðmundur. „Annað fannst í bókasafni bæjarins - þar hafði það slitnað niður af vegg en síðan verið sett til hliðar annars staðar en í málverkageymslu bæjar- ins. Hin komu í kjölfar ábendinga eftir að fregnir bárust um hin týndu verk,“ sagði Guðmundur. í ráði er að hafa hina glæsilegu málverkasýningu opna fram yfir fyrirhugaða forsetaheimsókn til Siglufjarðar þann 11. júlí. Á sjötta hundrað manns mætti við opnun sýningarinnar á uppstigningardag, um þriðjungur bæjarbúa. -Ótt Flakiö af TF-CCP sem fórst út af Straumsvík var híft um borö í varöskip. DV-mynd PÖK Rannsóknarnefnd flugslysa 1997: Þrír fórust í flugslysum - 28 atvik rannsökuö á síöasta ári Tuttugu og átta atvik voru rann- sökuð hjá Rannsóknarnefnd flug- slysa á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rannsóknar- nefndarinnar sem birt var í gær. Þrír menn fórust í flugslysum á siðasta ári. Tveir fórust þegar list- flugvélin TF-CCP hrapaði í sjóinn skammt út af Straumsvík 5. apríl. Vélin var í spunaæfingum. í skýrsl- unni kemur fram að vélin hafi farið í hægri spuna á hvolfi í tiltölulega lítilli flughæð. Álit rannsakenda er að óvænt ofris hafi átt sér stað. 14. september lést flugmaður þyrlu á Moldflagahjalla norðan við Miðaftanstind í Hamarsfirði. Þyrlan hafði lent á sléttum mel og aðstoðar- maður flugmannsins fór út úr þyrl- unni. Flugmaðurinn hóf þyrluna til flugs að nýju en skömmu síðar féll hún til jarðar og lenti á hliðinni. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að ekkert fannst sem benti til að bil- un hefði átt sér stað fyrir slysið. Einnig var talið víst að öll brot og skemmdir sem rannsökuð voru, hefðu greinilega orðið þegar þyrlan valt á hliðina. Blöð aðalþyrilsins rákust niður og þyrilkollurinn brotnaði af þyrlunni. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að þegar þyr- illinn fór af á fullum snúningshraða, skárust blöö hans í gegnum þyrluna vegna frákasts frá jörðu og veittu flugmanninum banasár. -RR Auldn þiónusta Opið: Mán.-fös. 8-21 Lau. 8-19 Sun. 10-19 Húsasmiðjan Fossaleyni 2 Grafarvogi S: 586 2000 HÚSASMIÐJAN Gormarí flestar gerðir bíla. Gott verð !! inaust *!Sími 535 9000 JF' áX SPRENGI TILB0Ð! o / M (D <D CD V VERSLUN FYRIR ALLA ■ HEILDSÖLU f UÍERSLUpr - trywMi™siága*erð‘! Vió Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.