Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 22
34
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
Messur
Árbæjarkirkja: Hátíðarguðsþjón-
usta í Safnaðarheimili Árbæjar-
kirkju kl. 11. Ath.: Guðsþjónustan
fer fram í Safnaðarheimili kirkj-
unnar vegna breytinga. Prestam-
ir.
Áskirkja: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. Ámi Bergur Sigurbjöms-
son.
Breiðholtskirkja: Hátíðarmessa
kl. 11. Altarisganga. Gísli Jónas-
son.
Digraneskirkja: Sameiginleg
guðsþjónusta Digranes- og Hjalla-
safnaðar kl. 11. Sr. Kristján Einar
Þorvarðarson prédikar. Sr. íris
Kristjánsdóttir og sr. Gunnar Sig-
urjónsson þjóna fyrir altari. Kaffi-
veitingar eftir guðsþjónustu.
Bústaðakirkja: Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 11. Markúsarguðspjall kl.
20. Leiksýning frá Leikfélagi Ak-
ureyrar.
Dómkirkjan: Hátíðarmessa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á.
Hjálmarsson.
Viöeyjarkirkja: Hátíðarmessa kl.
14. Sr. Þórir Stephensen messar.
Sérstök bátsferð kl. 13.30 úr
Sundahöfn.
Elliheimilið Grund: Guðsþjón-
usta kl. 10.15. Sr. Guðmundur Osk-
ar Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Lesarar: Trausti Lauf-
dal Jónsson og Snorri Welding.
Prestarnir.
Fríkirkjan í Reykjavík: Guðs-
þjónusta kl. 14. Bam borið til
skírnar. Hjörtur Magni Jóhanns-
son safnaðarprestur.
Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
Glerárkirkja: Hátíðarmessa kl.
13.30. Ferming. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson.
Grafarvogskirkja: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 11, Sr. Vigfús Árnason
prédikar og þjónar fyrir altari.
Hjúkrunarheimilið Eir: Hátíöar-
guðsþjónusta kl. 13.30. Sr. Vigfús
Þór Ámason prédikar og þjónar
fyrir altari. Prestarnir.
Grensáskirkja: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Sr. Ólafur Jóhannsson.
Grindavíkurkii'kja: Hátíðar-
messa kl. 11. Helgistund í Víðihlíð
kl. 12.30. Prestur við athafnir er
sr. Hjörtur Hjartarson.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
Háteigskirkja: Hátiðarmessa kl.
11. Sr. María Ágústsdóttir.
Hjallakirkja: Hátíðarguösþjón-
usta kl. 11 í Digraneskirkju.
Hjallasöfnuður sækir Digra-
nessöfnuð heim. Lagt verður af
staö frá Hjallakirkju kl. 10.40. Ath.
að guðsþjónustan fer ekki fram í
Hjallakirkju þennan dag. Prest-
amir.
Keflavíkurkirkja: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 11 og í Sjúkrahúsi
Suðumesja kl. 13. Prestur sr. Ólaf-
ur Oddur Jónsson.
Kirkjuhvammskirkja: Messa kl.
11. Almenn altarisganga. Kristján
Bjömsson.
Kópavogskirkja: Hátíðarmessa
kl. 11. Fermdur verður Ólafur
Ragnar Torssander, Barmahlíð 49,
Reykjavik. Ægir Fr. Sigurgeirs-
son.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Jón
Bjarman.
Langholtskirkja: Kirkja Guð-
brands biskups. Hátíðarmessa kl.
11. Ferming. Prestur sr. Jón Helgi
Þórarinsson.
Laugameskirkja: Messa kl. 11.
Ferming og altarisganga. Sr. Hall-
dór S. Gröndal.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Félagar úr karlakómum Stefrii
leiða safnaðarsöng. Jón Þorsteins-
son.
Innri-Njarðvlkurkirkja: Guös-
þjónusta kl. 14.30. Hestamönnum í
Mána og á Suðumesjum er sér-
staklega boðið. Kirkjukórinn selur
kaffl og kökur á eftir. Baldur Rafh
Sigurðsson.
Neskirkja: Guösþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Halldór Reynisson.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: Hátíðar-
messa kl. 11. Altarisganga, skím,
hjónavígsla og ferming.
Óhúði söfnuðurinn: Hátíöarguðs-
þjónusta kl. 14.
Selfosskirkja: Hátiðarmessa kl.
10.30. Sóknarprestur.
Seijakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Guösþjónusta í Skógarbæ kl. 16.
Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr.
Solveig Lára Guömundsdóttir.
Skálholtskirkja: Fermingar-
messa kl. 14. Sóknarprestur.
Afmæli
Sigríður Geirsdóttir
Sigríður Geirsdóttir,
Norðurgötu 4, Siglufirði,
er sextug í dag.
Starfsferill
Sigríður fæddist í
Reykjavík en flutti sjö
ára með foreldrum sínum
til Svíþjóðar þar sem hún
ólst upp til sextán ára
aldurs er fjöldskyldan
kom aftur til íslands.
Sigríður lauk stúdents-
prófi frá MR 1958 og hóf tungumála-
nám við HÍ. Hún söng með KK-
sextettinum og á Röðli ásamt Hauki
Morthens 1959-60, varð fegurðar-
drottning íslands 1959, tók þátt í feg-
urðarsamkeppni Evrópu í Beirút og
alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni
Miss Intemational í Kalifomíu þar
sem hún hreppti þriðja sæti.
Vegna keppninnar fór hún í
þriggja mánaða söngferðalag til
Manila, Japans og Hong Kong. Hún
starfaði síðan við kvikmyndir í
Hollywood 1960-63 og lék þá m.a. í
tuttugu sjónvarpsþáttum og þremur
kvikmyndum auk þess sem hún
stundaði söngnám í Kalifomíu.
Sigríður fór til New York 1963 og
vann þar við og lék í sjónvarpsaug-
lýsingum næstu þrjú árin, auk þess
sem hún var einn vetur við tísku-
sýningar í Acapulco í Mexíkó. Hún
sneri aftur til Kaliforníu 1968 og
vann þar í eitt ár við auglýsinga-
gerð, en fór í þriggja mánaða söng-
ferðalag til Singapore og Hong Kong
og dvaldi síðan í sex mánuði í Man-
ila við auglýsingagerð. Þá ferðaðist
hún um Indland, íran og Egypta-
land og kynnti sér indversk trúar-
brögð og lífsviðhorf.
Sigríður kom til íslands 1971 og
hóf þá störf hjá fyrirtæki föður síns,
Transit Trading Company. Hún hóf
enskunám við HÍ 1976, lauk BA-
prófi 1981 og prófi í kennsluréttind-
um frá HI 1982.
Sigríður var enskukenn-
ari viö FS 1982-83, deild-
arstjóri við enskudeild
ML 1985-86, við Gagn-
fræðaskólann í Mosfells-
bæ 1986, við Tölvuskóla
Reykjavíkur 1986-87, við
Barnaskólann á Þingeyri
1990-91 og hefur sinnt
heimilisstörfum síðan.
Sigríður Geirsdóttir.
Fjölskylda
Sigríður giftist 8.5. 1975 Þorkeli
Valdimarssyni, f. 3.10. 1932, nú bú-
settur í Bandarikjunum. Foreldrar
hans voru Valdimar Þóröarson,
kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Sig-
ríður Elín Þorkelsdóttir húsmóðir.
Sigríður og Þorkell slitu samvistum
þremur árum síðar.
Sigríður giftist 30.12. 1983 Stefáni
Bjamasyni, f. 29.9.1941, skipatækni-
fræðingi sem starfar hjá SR-mjöl á
Siglufirði. Foreldrar hans: Bjami
Einarsson, fyrrv. forstjóri Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur, og k.h.,
Sigríður Stefánsdóttir húsmóðir.
Systur Stefáns em Guðrún, hús-
móðir í París, fegurðardrottning is-
lands og ungfrú alheimur 1963; Mar-
grét, starfsmaður í Landsbankanum
í Reykjavík.
Stjúpsynir Sigríðar em Bjami
Stefánsson, f. 1969, efhaverkfræðing-
ur í Stafanger í Noregi; Halldór Ás-
grímur, f. 1972, búsettur í Mosfells-
bæ.
Systur Sigríðar eru Anna Geirs, f.
3.9. 1942, sem var ungfrú Reykjavík
1962 og önnur í Miss Universe-
keppninni í Flórída 1962, gift
Justiniano de Jesus, matreiðslu-
meistara í Kópavogi; Bima, f. 11.10.
1944, gift Garðari Halldórssyni arki-
tekt.
Foreldrar Sigríðar em Geir Stef-
ánsson, f. 22.6. 1912, stórkaupmaður
og lögfræðingur í Reykjavík, og
k.h., Bima Hjaltested, f. 5.4. 1905,
húsmóðir.
Ætt
Geir er sonur Stefáns, sjómanns á
Vopnafirði, Magnússonar, b. í Böðv-
arsdal í Vopnaflrði, Hannessonar, b.
þar, Magnússonar. Móðir Stefáns
var Elísabet Olsen, frá Klakksvík í
Færeyjum. Móðir Geirs var Þórunn
Gísladóttir, b. á Hafursá, Jónssonar,
bróður Margrétar, langömmu
Björns búnaðarhagfræðings, Jóns
dósents og Ólafs, skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu. Móðir Gísla
var Margrét Hjálmarsdóttir, pr. á
Hallormsstað Guðmundssonar,
bróður Ingunnar, móður Jóns Guð-
mundssonar ritstjóra. Móðir Hjálm-
ars var Hólmfríður Hjálmarsdóttir,
lögréttumanns í Gufunesi, Erlends-
sonar og konu hans, Filippíu Páls-
dóttur, systur Bjama landlæknis.
Móðir Þórunnar var Guðrún
Sveinsdóttir af Ásunnarstaðaætt-
inni.
Móöursystir Sigríðar er Guðríð-
ur, móðir Friðriks Þórs Friðriks-
sonar kvikmyndagerðarmanns.
Bima er dóttir Bjama Hjaltested,
pr. og kennara, Bjömssonar Hjalte-
sted, jámsmiðs i Reykjavík, Péturs-
sonar. Móðir Bjama var Guðríður,
systir Bjama, langafa Svanhildar,
móður Ölafs Ragnars Grímssonar
forseta. Guðriður var dóttir Eiriks,
b. á Rauðará við Reykjavík, Bjama-
sonar. Móðir Eiríks var Rannveig
Oddsdóttir Hjaltalín, systir Jóns,
langafa Jóns Thors, skrifstofustjóra
í dómsmálaráðuneytinu. Jón var
einnig langafi Óskars, fóður Þor-
steins Thorarensen rithöfundar.
Móðir Bimu var Stephanie
Anna, systir Johannes Bildquist,
málarameistara í Kaupmannahöfn.
Anna var dóttir Berntzens, málara-
meistara í Kaupmannáhöfn, og
Önnu Louis.
Ari Friðfinnsson
Ari Friðfinnsson trésmiður,
Eiðsvallagötu 30, Akureyri, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Ari fæddist og ólst upp að Bauga-
seli í Barkárdal en þar átti hann
heima til tuttugu og sjö ára aldurs.
Nokkur síðustu árin rak hann þar
félagsbú ásamt foreldrum sínum og
bræðrum. Fjölskyldan flutti til Ak-
ureyrar 1965 og hefur hann átt þar
heima síðan.
Ari var í farskóla í Skriðuhreppi
í sextán vikur. Hann lauk námi við
Iðnskólann á Akureyri, lauk þaöan
prófum 1967, lærði trésmíði á Val-
björk, sótti námskeið í húsateikn-
ingum við Iðnskólann, lauk sveins-
prófl í húsgagnasmíði 1968, lauk
prófi i húsasmíði 1973 og er löggilt-
ur meistari í báðum greinunum.
Ari hóf störf í Trésmiðjunni Þór
1968 en hefur að mestu sinnt bygg-
ingarvinnu frá 1973.
Ari gekk í ungmennafélag
Skriðuhrepps fjórtán ára og var fé-
lagi þess í fjörutíu ár. Hann starfaði
í Framsóknarflokknum á Akureyri
í nokkur ár og sat þar í stjóm FUF.
Þá söng hann í Karlakór Akureyrar
í fjórtán ár og sat í sfjóm kórsins í
sjö ár, var fyrsti formaður Skákfé-
lags UMSE og situr nú stjóm Skák-
félags Akureyrar. Hann hefur skrif-
að nokkrar greinar í blöð og tíma-
rit.
Fjölskylda
Bræður Ara vom Friðfmnur, f.
26.6.1917, lengi verkamaöur á Akur-
eyri, kvæntur Rannveigu Ragnars-
dóttur; Páll, f. 10.10. 1918, d. 25.3.
1997, lengi verkamaður á Akureyri;
Helgi Marinó, f. 18.3. 1923, húsa-
smiður á Akureyri, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur; Ingi-
mar, f. 3.7. 1926, hús-
gagnasmiður á Akur-
eyri, kvæntur Guðnýju
Skaftadóttur; Jón Stein-
berg, f. 21.12. 1931, d.
28.1.1996, bóndi í Spóns-
gerði í Amameshreppi
en sambýliskona hans
var Ásta Ferdinands-
dóttir; Reynir, f. 24.1.
1934, húsasmiður á Ak-
ureyri.
Foreldrar Ara vom
hjónin Friöfinnur Stein-
dór Sigtryggsson, f. á Hjalteyri
13.12. 1889, d. 24.8. 1976, og Una
Zophoníasardóttir frá Baugaseli, f.
24.6. 1894, d. 26.10. 1970. Þau bjugp
á nokkmm stöðum en síðast í þrjá-
tíu og fimm ár í Baugaseli.
Ætt
Friðfinnur var sonur Sigtryggs,
Sigurðssonar, snikkara frá Sveðju-
stöðum Jónssonar. Móðir Sigurðar
var Ingibjörg, hálfsystir Eggerts,
smiðs á Fossi, afa Péturínu Bjargar
í Grímstungu og Jóns Melstað, b. á
HaUgillstöðum, fóður Péturs með
flutningafyrirtækið, Pétur og Valdi-
mar. Ingibjörg var dóttir Halldórs,
prófasts á Melstað í Miðfirði
Ámundasonar, trésmiðs í Syðra-
Langholti Jónssonar.
Móðir Friðfinns var María Páls-
dóttir, b. á Féeggsstöðum og Þrí-
hymingi Friðfinnssonar, b. á
Skriðu, bróður Jóns, frumkvöðuls
sundmennta á íslandi, afa Elíasar,
afa Guðmundar Kjæmested skip-
herra. Annar bróðir Friðfinns var
Jón í Grjótgarði, langafi Davíðs, fóð-
ur Erlings ritstjóra og Ingólfs grasa-
fræðings, fóður Helgu semballeik-
ara. Friðfinnur var sonur Þorláks,
b. á Skriðu, bróður Jóns, málara og
bíldskera og Gunnars, pr.
á Upsum, föður Gunnars,
pr. í Laufási, föður
Tryggva bankasfjóra og
Kristjönu, móður Hannes-
ar Hafstein ráðherra. Syst-
ir Gimnars var Ingibjörg,
formóðir Jóhanns Sigur-
jónssonar skálds. Þorlákur
var sonur Hallgrims,
smiðs á Kjama og Hall-
dórsstöðum, Jónssonar,
og Halldóm Þorláksdóttur.
Systir Unu var Sigurlaug í
Flögu. Una var dóttir
Zophoníasar frá Bitrugerði, b. í
Baugaseli, bróður Sigtryggs, afa
Ragnars Steinbergssonar lögfræð-
ings og Brynjólfs í Ytra-Krossanesi,
föður Sigurðar Óla bæjarfulltrúa og
þeirra systkina. Zophonías var son-
ur Sigurðar, bróður Katrinar, móð-
ur Jóns Amfinnssonar í Litla-Dun-
haga. Sigurður var sonur Jóns, b. í
Dagverðartungu, Þorvaldssonar.
Móðir Unu var Helga, hálfsystir
Kristínar Jónsdóttur, móður Stein-
dórs Steindórssonar frá Hlöðum.
Önnur hálfsystir Helgu var Guðrún
á Kjarvalsstöðum, móðir Elínborg-
ar, ömmu Andra ísakssonar sál-
fræðings. Helga var dóttir Frí-
manns, b. að Ljótsstöðum Ágústs-
sonar og Þóra Tómasdóttur, systur
Guðrúnar, móður Tómasar, fóður
Emils, fóður Regínu Thorarensen
fréttaritara. Þóra var dóttir Tómas-
ar, b. á Barká og víðar, Tómasson-
ar, bróður Þuríðar, ömmu Jónasar
á Syðrí-Brekkum, afa Steingríms
Hermannssonar seðlabankastjóra.
Önnur systir Tómasar var Guð-
fmna, móðir Bjöms á Barká, foður
hins kunna hagyrðings, Friðbjöms
í Staðartungu.
Ari verður að heiman á afmælis-
daginn.
Ari Friöfinnsson.
Til hamingju með afmælið 29. maí
90 ára
Sigrún Fannland, Faxabraut 13, Keflavik.
85 ára
Ragna Friðriksdóttir, Sundlaugavegi 22, Reykjavík.
80 ára
Theódór Ólafsson, Þjóttuseli 1, Reykjavík.
75 ára
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Kirkjuvegi 12, Keflavík.
70 ára
Bjarnfríður Valdimarsdóttir, Grímsstöðum 3, Reykjahlíð. Einar Sigurgeirsson, Hafnargötu 18c, Seyðisfirði.
60 ára
Bjöm Traustason, Vogalandi 1, Reykjavík. Hrefna Frímannsdóttir, Snæfellsási 13, Hellisandi. Jóhann Ólafsson, Kleppsvegi 150, Reykjavík. Lára Sigurjónsdóttir, Hamarsgötu 18, Fáskrúðsfirði. Sigurjón Einarsson, Laufbrekku 6, Kópavogi. Sveinn Sigurbjömsson, Artúni, Grýtubakkahreppi.
50 ára
Alma Brynjólfsdóttir, Álfhólsvegi 28, Kópavogi. Ágústa Þórdís Ólafsdóttir, Gunnarsbraut 32, Reykjavík. HaUdór H. Halldórsson, Furugrand 9, Akranesi. Hersteinn Karlsson, Suðurgötu 52, Siglufirði. Inga Þ. Geirlaugsdóttir, Bláskógum 10, Reykjavík. Jón Halldórsson, Bylgjubyggð 45, Ólafsfirði. Sigurjón Ólafsson, Melabraut 13, Blönduósi.
40 ára
Jón Georg Ragnarsson, (JGR) Fálkakletti 16, Borgarnesi. Hann tekur á móti gestrnn á Hótel Borgamesi, laugard. 30.5. kl. 20.00. Ása Lísbet Björgvinsdóttir, Laugavegi 64, Reykjavík. Helga Þórunn Guðjónsdóttir, Kjalarsíðu lOf, Akureyri. Oddur Karl Thorarensen, Skálagerði 6, Akureyri. Sigríður Jóhannesdóttir, Keilusíðu 2d, Akureyri.
GANGLERI
Y03A. KWÍPKl • SMftAÍX • OU&GI • • T3LWS»ÖCD • Ha*ffC5« < raOW
Gangleri
Fyrra hefti 72. árgangs Ganglera,
tímarits Guðspekifélags íslands, er
komið út. Ritið er 96 blaðsíður og
flytur meðal annars greinar um
hugleiðslu, jóga, sálarfræði, heim-
speki, spásagnir o.fl.