Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Page 20
32 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 Iþróttir Þakka guði að við rákum Gullit segir stjórnarformaður Chelsea „Þeir sem voru ósáttir viö þá ákvöröun okkar að reka Ruud Gullit frá félaginu ættu að skoða stööuna hjá okkur í dag. Það er deg- inum ljósara aö við gerðum hár- rétta hluti þegar við rákum Gullit," segir Ken Bates, stjómarformaður enska knattspymuliðsins Chelsea. Bates, sem er vel þekktur orðhák- ur innan ensku knattspymunnar, hefur verið að láta ljós sitt skína í enskum fjölmiðlum undanfarna daga og er ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en vant er. „Gianluca Vialli er frábær leik- maður og ef til vill enn betri þjáif- ari. Það hefur hann sýnt frá því hann tók við stjórninni hjá Chelsea. Ruud Gullit gerði ýmislegt gott hjá okkur en hann jafnast ekki á við Vi- alli. Ég hef oft þakkað guði fyrir að við rákum Gullit. Ég er þess fullviss að staða okkar í dag væri ekki sú sem hún er ef Gullit hefði verið við stjómina. Chelsea er i dag Evrópumeistari bikarhafa og við unnum deildabik- arinn. Okkar lið er komið í allra fremstu röð og ég er viss um að Vi- alli á eftir að gera enn betri hluti hjá okkur í framtíðinni. Hann mun leiða liðið í toppbaráttunni í deild- inni næsta vetur og við setjum stefnuna að sjálfsögðu á enska meistaratitilinn, “ segir Bates. Bland i poka Hjólreidakeppnin Round Bri- tain ætlar að verða söguleg i meira lagi en hún fer fram þessa dagana í Bretlandi. Fimmti hluti keppninnar fór fram í gær en fresta varð keppn- inni vegna þess að lögreglumað- ur lét lífið í alvarlegu slysi í tengslum við keppnina. Keppnin var stöðvuð og hjól- reiðakappamir fluttir áfram með böum. Ákveðið var að verðlaunaféð, sem átti að út- deila fyrir gærdaginn, skyldi renna til fjölskyldu hins látna. ífyrradag geröist það aö tugir keppenda villtust af réttri leiö og tók langan tíma að koma keppendum í skilning um það og á rétta braut á ný. Alessandro Del Piero mun leika með liði ítala á HM í Frakklandi en það varð ekki endanlega ljóst fyrr en í gær. Del Piero meiddist sem kunn- ugt er i æfingaleik gegn Real Madrid í síðustu viku og höfðu ítalir verulegar áhyggjur af því að þessi snjalli leikmaður yrði fjarri góðu gamni. Indiana Pacers mun eignast nýjan og glæsilegan heimavöll eftir eitt og hálft ár. Bygging íþróttahallarinnar mun kosta um tólf milljarða íslenskra króna. Reggie Miller og Ron Harper voru sektaðir smávægilega fyrir pústra þeirra á milli í fjórða leik Indiana og Chicago. Ron Harper átti alla sök á þeim pústram en sofandi dómarar létu það afskiptalaust. -SK -SK %[St EN6LAND Roberto Di Matteo vill vera um kyrrt hjá Chelsea og líklegt er að hann skrifi undir nýjan samning sem gildir til ársins 2002. Sögusagnir hafa verið á Italíu um að Matteo sé á heimleið en forráðamenn Chelsea neita þeim fréttum. Kenny Dalglish er að ganga frá kaupum á griska miðjumanninum Yorgos Yoryadis sem leikur með Pan- athinaikos. Hann er 26 ára gamall og er sókndjarfur miðjuspilari. Fyrir hjá Newcastle er landi hans, Nikos Dabiz- Patrick Kluivert, lands- liðsmaður Hollendinga og leikmaður AC Milan, er aftur kominn á inn- kaupalistann hjá Alex Ferguson, stjóra Manchester United. Ferguson er með 30 milljónir punda sem hann ætlar að nota í leik- mannakaup i sumar. Ferguson gerir sér grein fýrir að lenda í kapphlaupi við Arsenal og Newcastle um aö fá Kluivert. Gary Pallister verður ekki seldur frá Manchester United fyrr en í fyrsta lagi eftir HM. Forráðamenn United vilja bíða og vera vissir um að hol- lenski vamarmaðurinn Jaap Stam sleppi heill frá HM en hann var keyptur á dögunum til Old Trafford fyrir litlar 10,5 milijónir punda. Bryan Robson, knattspymustjóri hjá Middlesbrough, er æstur í að fá Pall- ister i lið sitt og hefur boöiö United 2 milijónir punda. Pallister var einmitt seldur frá Middlesbrough til United I ágúst 1989 fyrir 2,3 milljónir punda sem var metfé. Ian Wright meiddist i leik með enska landslið- inu gegn Marokkó í fyrradag. Meiðsli á hásin, sem hafa verið að plaga hann í marga mánuöi, tóku sig upp og það mun ráöast tveggja daga hann veröur yfir höf- uö með Englendingum á HM. -GH Gheorghe Hagi, fyrirliði Rúmena: Trúi því að við getum farið alla leið á HM Gheorghe Hagi, fyrirliði rúm- enska landsliðsins í knattspymu, sem oft hefur verið kall- aður konungur Karpata- fjallanna, segist trúa því að Rúmenar geti farið alla leið i úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppn- inni í knattspymu sem hefst eftir 12 daga. Rúm- enar vora sem kunnugt er í riðli með íslending- um í undankeppninni og unnu riðilinn með fullu húsi stiga. „Lið okkar er mjög reynt og þekkir það vel að leika í úrslitakeppni HM,“ segir þessi 33 ára gamli miðjumaður sem tekur nú þátt í sinni þriðju heims- meistarakeppni. Hann hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir HM. „í okkar liði era leikmenn á mín- um aldri sem era á hátindi ferilsins og þar get ég nefnt menn eins og Gheorghe Popescu, Dan Petrescu og Dorinel Munteanu," segir Hagi. Hagi hefur skorað 32 mörk fyrir rúmenska landsliðið í 109 lands- leikjum og oftar en ekki hefur leikur Rúmena staðið og fallið meö því hvernig honum hefur gengið inni á vellinum. „Ég er ekki sammála þeim sem segja að okk- ar lið sé búið aö toppa. Til viðbótar reynslu- miklum leikmönnum era fullt af ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga eftir að láta mikið að sér kveöa í Frakklandi." Rúmenar höfnuðu í 4. sæti á heimsmeistaramótinu í Bandaríkj- unum fyrir fjóram árum en þeir töpuðu fyrir Svíum í vítaspymu- keppni í leik um bronssætið. -GH Félagsmenn 4x4 og aðrir ábyrgir ferðamenn, nú er tími aurbleytunn- ar á fjallvegum. Hafa ber þessar aðstæður í huga áður en lagt er í ferðalög og forðast þannig skemmdir á vegum og landi. Ferðaklúbburinn 4x4 DV HM hefst eftir 12 daga Nú eru aðeins 12 dagar þangað til flautað verður til leiks í heimsmeistara- keppninni í knattspymu sem fram fer í Frakklandi. Landsliðin 32 sem leika í keppninni hafa undirbúið sig af kostgæfni fyrir mótið og með hverjum deg- inum sem liður magnast spennan. Opnunarleikur mótsins þann 10. júní er viðureign heimsmeistara Brasil- íumanna og Skota og síðan rekur hver leikurinn annan og lýkur með úr- slitaleik þann 12. júlí. Til upprifjunar er ekki úr vegi aö líta á riðlana: A-riðiH: Brasilía, Skotland, Marokkó, Noregur. B-riðill: ítalia, ChHe, Kamerún, Austurríki. C-riðiU: Frakkland, S-Aíríka, S-Arabía, Danmörk. D-riðiU: Spánn, Nígería, Paragvæ, Búlgaría. E-riðiU: Holland, Belgía, S-Kórea, Mexíkó. F-riðiU: Þýskaland, Bandaríkin, Júgóslavía, íran. G-riðiU: Rúmenía, Kólumbía, England, Túnis. H-riðiU: Argentína, Japan, Jamaíka, Króatía. GSM-símarnir eru ómissandi fyrir landsliösmennina sem þurfa aö flækjast vitt og breitt um heiminn. Hér er Frank Leboef, (eikmaður Chelsea og franska landsliðsins, í símanum ásamt félaga sínum úr landsliðinu fyrir æfingu. Þýsku landsliðsmennirnir Júrgen Klinsmann og Lothar Matthéus hafa ekki vandað hvor öörum kveðjunar í þýskum fjölmiðlum. Nú hafa þeir lagt niður vopnin og ætia að standa saman í baráttunni meö þýska landsliðinu á HM. Hollensku landsliösmennirnir bregöa á leik með myndavél fjölmiðlamannanna fyrir æfingu. Ronald de Boer mundar myndavélina en tvíburabróðir hans, Frank de Boer, og Jaap Stam fylgjast með. Besti knattspyrnumaður heims, brasilíski snillingurinn Ronaldo, er hér í léttum leik meö boltann á æfingu heimsmeistaranna í Frakklandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.