Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 Fréttir Stjórnir Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur búa sig undir neyðarástand: Neyðarástand fyr- irsjáanlegt 1. júli - samningaviðræður milli hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp og stjórna sjúkrahúsanna hafnar Uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi 1. júlí. Neyöarástand blasir við á sjúkra- húsunurn náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Stjórnir Rikisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa fundað með fulltrúum heilbrigðisráðuneyt- isins til að kynna neyðaráætlanir sem grípa þarf til ef hjúkrunarfræð- ingar hafa ekki dregið uppsagnir sín- ar til baka fyrir 1. júlí nk. Anna Stef- ánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Ríkis- spítalanna, segir að stjómin hafi lagt fram neyðaráætlun sem miðist við að til verkfalls hjúkrunarfræðinga komi. Hins vegar sé ljóst að mikið vanti á að hægt verði að framfylgja þeirri neyðaráætlun því 62% hjúkr- unarfræðinga hafi sagt upp störfum. Sérstakar samninganefndir þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp hafa verið skipaðar og hafa þær þegar átt viðræður við stjórnir sjúkrahúsanna. Þá virðist ljóst að enginn botn verður kominn I deilu Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) fyrr en síðustu vikuna í júní því mál Félags náttúrufræðinga verður ekki dómtekiö í félagsdómi fyrr en 15. júní og er lausn þeirrar deilu for- senda lausnar deilu Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Ekki lýst yfir hættu- ástandi - strax Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að Landlæknis- embættið telji ekki ástæðu til þess í dag að vara almenning við hættu- ástandi, það sé árviss atburður að heilbrigðisstéttir segi upp störfum. Það sé löglegur liður í kjarabaráttu og embættið geti litið annað gert að svo komnu máli en fylgjast með framvindu mála. Niöurstaöa félagsdóms höfö til hliösjónar FÍH hefur sett stn mál í úrskurð- arnefnd en bíður nú eftir því hvem- ig félagsdómur fer með niðurstöðu úrskurðarnefndar í máli Félags náttúrufræðinga en þar ákvarðast hvemig raðast mun í launaflokka. Þeir hjúkranarfræðingar sem sagt hafa upp störfum bíða því eftir þeim úrskurði enda geta þeir þá metið stöðuna og gengið inn í endanlegan samning ef þeim lýst þannig á en úrskurði félagsdóms er ekki hægt að áfrýja. Bullandi óánægja meö launamismun Það er hins vegar alveg óvíst hvort niðurstaða félagsdóms muni breyta nokkru mn afstöðu þeirra hjúkrunarfræöinga sem sagt hafa upp störfum. FÍH gerði svonefndan miðlægan samning í fyrra og átti síðan að gera vinnustaðasamninga þar sem starfsstéttum var skipað í A-, B- og C- flokka. Eftir að samning- urinn var gerður í fyrra hafa fastar yfirvinnugreiðslur og aðrar duldar greiðslur verið færðar inn í föst grunnlaun hinna mismunandi starfshópa. Orsök uppsagna hjúkr- unarfræðinga er að fram hefur kom- ið, samkvæmt því sem Ásta Möller, formaður FÍH, sagði í samtali við DV, að aðrir hópar hafa fengið mun hærri hækkanir með þessum hætti en hjúkrunarfræðingar eru líklegir að fá. Sagði Ásta að til dæmis hefðu grannlaun tæknifræðinga hækkað um 70 þúsund krónur á mánuði en grunnlaun hjúkrunarfræðinga væntanlega um 4 þúsund krónur. Það hefði einnig komið fram að stjórnir sjúkrahúsanna hefðu ekki hugsað sér að til neinna launa- hækkana kæmi hjá hjúkrunarfræð- ingum og því hefði hjúkrunarfræð- ingum verið nóg boðið og til upp- sagna hefði verið gripið. Nýjar samninganefndir í gang FÍH fer ekki með samningsmál þess meirihluta hjúkrunarffæðinga sem sagt hafa upp enda uppsagnirn- ar á einstaklingsgrunni. Fjöldi þeirra sem sagt hafa upp er hins veg- ar það mikill að stjórnendur sjúkra- húsanna hafa farið fram á að fulltrú- ar þeirra komi til samningavið- ræðna og hafa þegar verið skipaðar slíkar samninganefndir. Samkvæmt heimildum DV hafa viðræður þegar farið fram á milli þessara aðila. Tafir í félagsdómi Auður Þorbergsdóttir, dómstjóri félagsdóms, segir stöðuna varðandi mál Félags náttúrufræðinga vera mjög slæma. Upp hefði komið mjög óvenjuleg staða þar sem Gylfi Knud- sen dómari hafi talið sig vanhæfan í málinu og vék sæti og varamaður hans, Kristjana Erlendsdóttir hér- aðsdómari, hafi verið erlendis til 6. júnf. Þá verði lögmaður stefnanda, Ragnar Hall, farinn af landi brott í viku svo málið verði ekki flutt fyrr en 15. júní. „Við þessu var ekkert að gera,“ segir Auður. Hún sagði erfltt að meta hversu langan tíma mál Fé- lags náttúrufræðinga taki en taldi ekki óeðlilegt að ætla viku í málið. Þetta þýðir að engin lausn verður komin í mál hjúkrunarfræðinga fyrr en seinni hluta júní og líklega ekki fyrr en í síðustu viku mánaðar- ins. Neyðaráætlun: 230. Starfandi 1. júlí: 89 Verkfallsáætlun Sjúkrahúss Reykjavíkur gerir ráð fyrir að rúmlega 200 hjúkrunar- fræðingar séu í starfí af rúm- lega 500. Hins vegar eru að- eins 90 hjúkranarfræðingar innan sjúkrahússins sem ekki hafa sagt upp starfi mið- að við 1. júlí og komi þeir ekki til starfa skapast grafal- varlegt ástand. Svo dæmi sé tekið þá gerir verkfallsáætl- un Sjúkrahúss Reykjavíkur ráð fyrir að 41 hjúkranar- fræðingur sé að störfum á Slysadeild og bráðavakt, en að óbreyttu ástandi verða að- eins 13 hjúkrunarfræðingar starfandi. Verkfallsáætlun gerir ráð fyrir 76 hjúkrunar- fræðingum á skurðlækninga- sviði en 37 verða að störfum, á lyflækningasviði gerir neyðaráætlun, komi til verk- falls, ráð fyrir 53 hjúkrunar- fræðingum að störfum en að óbreyttu verða þeir 13. í heild gerir Sjúkrahús Reykjavíkur ráð fyrir 230 hjúkranarfræð- ingum miðað við neyðaráætlun sem skapast vegna verkfalls. í reynd verða 89 hjúkrunarfræðingar við störf gangi uppsagnir í gildi. Ástandið er ekki betra hjá Ríkisspít- ölunum. Auglýst erlendis eftir hjúkrunarfræöingum Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Ríkisspitalanna, segist helst ekki vilja taka sér orðið neyðai'- ástand í munn en það sé erfitt að kalla ástandið neitt annað mæti hjúkrunarfræðingar ekki til starfa. Hún sagði að auglýst hefði verið eft- ir hjúkranarfræðingum til starfa, bæði innanlands og utan. Engin við- brögð hafa verið við þeim auglýs- ingum hér en Anna sagði að þó nokkur viðbrögð hefðu orðið frá Norðurlöndum. Hún sagðist ekki vilja tjá sig um hvort lausn væri í sjónmáli en taldi að erfitt yrði að finna hana. Þá hefur borist tilkynning til fjöl- miðla frá nokkrum hjúkrunarfræð- ingum sem hafa sagt störfum sínum lausum frá og með 1. júlí þar sem vakin er athygli á auglýsingum um lausar stöður hjúkrunarfræðinga. Eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að sækja ekki um þessi störf á með- an „deila okkar um launakjör hefur ekki verið leyst“. -phh Fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins í gær: Harmar stuðningsleysi útvarpsstjóra Fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins harmaði í gær „órökstuddar fullyrðingar Daviðs Oddssonar forsætisráðherra um hlut- drægni fréttastofa" fyrir sveitarstjórnar- kosningamar. Einnig var sagt í einróma samþykktri ályktun fundarins að dylgjur Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns útvarps- ráðs, í fjölmiðlum um pólitísk áhrif ættar- tengsla starfsmanna Ríkisútvarpsins séu hreinn og beinn atvinnurógur. Þær lýsi ein- ungis vanþekkingu formannsins á starfi fréttamanna. Jafnframt var harmaö að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri skuli ekki hafa brugðist til varnar fréttastofum Ríkisút- varpsins. „Útvarpsstjóri veit mætavel, með- al annars vegna starfsreynslu sem frétta- maður, að fréttamenn starfa samkvæmt ströngum fyrirmælum um sjálfstæði, óhlut- drægni og alhliða sanngirni í fréttaflutn- ingi,“ segir í ályktun fundarins. -Ótt Starfsmenn Sjónvarps og Útvarps héldu fund í Útvarpshúsinu f gær. Til hægri situr Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjón- varps, sem forsætisráðherra og formaöur útvarpsráös hafa beint kastljósinu aö á síðustu dögum. DV-mynd GVA Stuttar fréttir i>v Ráöleysi Opinberar aðgerðir í málefnum ungra afbrotamanna einkennast af ráðleysi, segir unglingaráðgjafi Félagsmálastofnunar. Hann segir að taka þurfi mun fyrr á málum ungmenna sem leiðast út í afbrot. Greinargerð til Greinargerð Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hæstaréttar- lögmanns um réttarstöðu Landsbanka- stjóranna þriggja ertilbú- in. Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbankans, segir að hún verði birt eftir hálfan mánuð. Rík- isútvarpið sagði frá. Eftiriíking Lögmenn norsk-dansk-sænska útgáfufyrirtækisins Aller Press, sem gefur út Se og hör í löndun- um þremur, hafa óskað eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur skipi tvo óvilhalla matsmenn til að meta hvort tímaritið Séð og heyrt sé eftirlíking Se og hör í Noregi og Svíþjóð. Engar athugasemdir Sighvatur Björgvinsson segir að hann hafi ekki fengið neinar athugasemdir um að það væri misráðið að sameina Lind Landsbankanum en hann var viðskiptaráðherra þegar Lind var sameinuð Landsbankanum. Ríkisútvarpið sagði frá. Umönnunarbætur lagöar til Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðu- bandalagsins, mun á föstudag leggja fram til kynningar frum- varp um að heimilt verði að greiða foreldrum barna með al- varleg fíkniefnavandamál umönnunarbætur. Mál Soffíu rædd Halldór Ásgrimsson utanríkis- ráðherra ræddi mál Soffiu Hansen við utanríkisráðherra Tyrklands á fimmtudag. Halldór minnti tyrk- neska ráðherrann á að ekki hefur verið farið eftir dómi hæstaréttar Tyrklands þar sem Soffiu Hansen var tryggður umgengnisréttur við dætur sínar. Utanríkisráðherra hefur ákveð- ið að senda Stefán H. Jóhannesson skrifstofustjóra tii Tyrklands en hann á að starfa með tyrkneskum embættismönnum að þessu máli. Skýrslan um Lind Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að hann hafi ekki get- að upplýst Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindar- málið og gerð var fyrir bankaráð Landsbanka Islands þar sem við- komandi skýrsla hafi verið vinnuplagg. Hann segir að Lind- armálið hafi verið yfirstaðið þeg- ar hann settist í ráðherrastól. Ríkissjónvai-piö sagði frá. í gegnum ráðherra Kjartan Gunnarsson, varafor- maður bankaráðs Landsbankans, lagði á það áherslu að samskipti ráðsins við Alþingi hefði ávallt verið í gegnum bankamálaráðu- neytið en ráðherra þess er Finnur Ingólfsson. Hagfræði testamentisins Geir H. Haarde íjármálaráð- herra segir að nú eigi við að leggja í sjóði til þess að eiga fyrir mögra árunum. Hann vill gera ríkissjóð upp með myndar- legum afgangi. Stöð 2 sagði frá. Lífeyrisskeröing ólögleg Hæstiréttur hefur dæmt skerðingu á lífeyri sjómanna með reglugerð frá árinu 1994 brot á stjórnarskrá. Dómurinn hefur dæmt lífeyrissjóð sjómanna til þess að greiða félagsmanni sínum óskertan lífeyri en sýknaði ríkið af kröfum hans. Ríkisútvarpið sagði frá. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.