Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 Neytendur i>v Sýklar í sólvörn Nú er sumarið komið og margir hafa sjálfsagt hugsað sér að sleikja sólina í sumar hérlendis eða erlend- is og ná lit á kroppinn. Litarhaft flestra íslendinga krefst þess að notað sé sóivarnarkrem til þess að verjast sterkum geislum sól- ar og koma þar með í veg fyrir sól- bruna. En þótt það sé hægt að rífa fram gömlu stuttbuxumar og sól- stólana frá því í fyrra er ekki ráð- legt að draga fram sólvarnarkrem sem notað var í fyrra. Hitinn slæmur Danskir sérfræðingar hafa nefni- lega komist að því að sólvarn- arkrem sem hafa staðið í sólinni í einhvern tíma og síðan verið geymd inni í skáp yfir veturinn geta inn- haldið alls kyns bakteríur og sveppi. Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnar- firði, Garðabæ og Bessastaðahreppi auglýsir framboðsfrest Hér meö er auglýstur frestur til að skila inn tillögum um stjóm, varastjórn, trúnaðarmannaráð, varatrúnaðar- mannaráð, skoðunarmenn og varaskoðunarmenn í Verkakvennafélaginu Framtíðinni í Hafnarfirði fyrir næsta starfsár. Fullskipuðum framboðslista ásamt meðmælendalista skal skila á skrifstofu félagsins, Reykjavíkuvegi 64, eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 8. júní 1998. Auglýsendur, athugið! Smáauglýsingadeild veröur opin um hvítasunnuhelgina sem hér segir: Opið: laugardaginn 30. maí frá kl. 9-14 mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, frá kl. 16-22 Lokað: sunnudaginn 31. maí, hvítasunnudag kemur næst út eldsnemma að morgni þriöjudagsins 2. júní smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000 Samkvæmt könnun danskra sérfræöinga geta alls kyns bakteríur og sveppir leynst í gömlum sólvarnarkremum. Afleiðingarnar geta m.a. verið kláði og roði i húð. í dönsku rannsókninni kom i ljós að ef sólvarnarkremin höfðu staðið úti í sól var mikil hætta á bakterí- um í þeim. AIls innihéldu 70 túbur, af þeim 124 sem skoðaðar voru í rannsókninni, bakteríur eða sveppi sem ollu kláða eða roða. Endingartími stuttur Á flestum sólvarnarkremum er gefið upp hversu lengi þau eigi að endast og er endingartíminn oft sagður vera þrjú ár. Samkvæmt dönsku rannsókninni er endingarstimpillinn alls enginn gulltrygging fyrir bakteríulausu kremi því kremin í rannsókninni voru að meðaltali einungis níu mán- aða gömul. Það er því ljóst að ef sólvarnar- kremið þitt hefur staðið úti í sól síð- astliðið sumar er ráðlegt að kaupa nýtt krem áður en lagst verður I sól- bað í ár. -glm Sól og sæla í Hafnarfirði Matarmikið salat Þetta matarmikla og girnilega salat er ættað úr smiðju Sigga Hall. Það getur auðveldlega staðið eitt og sér og myndað fullkomna máltíð með góðu brauði. Salatsósan gefur salatinu sérstakan austurlenskan keim. í salatið þarf: 1 höfuð jöklasalat, vel skolað og rifið niður, 4-5 soðnar kartöflur, 120 g reyktan lax, 120 g skinku, 120 g Maribo-ost, 120 g Óðalsost, 1 dl grænar ertur, 3-4 tómata, 1 ferskan maísstöngul. Hnetusósa: 1 dl blandaðar hnetur, 1 dl ólífuolía, 2 msk. ristuð sesamolía, 3 msk. balsamico-edik, 4 msk. japönsk sojasósa, 1 msk. hlynsíróp Leggið jöklasalatið í djúpt fat. Skerið soðnu kartöflumar í sneið- ar og leggið ofan á. Skerið reykta laxinn í stóra strimla og skinkuna á sama hátt. Dreifið þessu jafnt yfir salatið. Látið erturnar þiðna og blandið saman við. Skerið komið utan af maísstönglinum. Blandið því jafnt yfir innan um erturnar. Látið sósuna yfir rétt áöur en salatið er borið fram. Myljið hneturncir gróft. Ristið þær á þurri viðloðunarfrírri pönnu. Hristið þær vel á meðan verið er að rista þær. Verið á varðbergi því hnetur geta brunn- ið snögglega. Blandið saman olí- unum, edikinu, sojasósunni og sírópinu. Þegar hneturnar eru orðnar gullinbrúnar eru þær sett- ar heitar út í sósuna. Kælið sós- una niður. Hnetusósan hentar einnig vel á ýmiss konar önnur salöt og með reyktum laxi eða gröfnu kjöti. Forsvarsmenn sólbaðsstofunnar Sólar og sælu, Fjarðargötu lla í Hafnarfirði, höfðu samband við blaðið og vildu árétta, vegna greinar í DV um ljósakort, að Sól og sæla i Hafnarfirði væri ekki sama fyr- irtæki og samnefnt fyrirtæki í Reykjavík. Á Sól og sælu í Hafnarfirði kostar stak- ur morguntími 350 krónur og stakur venjulegur tími 450 krónur. Morguntím- arnir gilda til kl. 14 virka daga og allan daginn um helgar. Fimm tíma kort I 15 daga kostar 1800 krónur, tíu tíma morgunkort í 30 daga kostar 2500, tíu tíma kort í 20 daga kostar 2990, tiu tíma kort í 30 daga kostar 3400 krónur, tíu tíma kort í 60 daga kostar 3800 krónur og tuttugu tíma kort í 80 daga kostar 5800 krónur. Sól og sæla býður einnig upp á trimm- form og kostar tíminn 690 krónur. Tíu tímar í trimmformi kosta síðan 5900 og tíu tímar í trimmformi og fimm tímar í ljós kosta 6990 krónur. Á Sól og sælu er boðið upp á leirvafninga og kostar einn tími 5500 og þrír timar 11900 krónur, förð- un á 1990 krónur og heilnudd á 2200 krón- ur. -glm SUÐURLAND Miðvikudaginn 10. júní nk. mun aukablað um Suðurland fýlgja DV. Fjallaö veröur um þaö sem hæst ber á Suðurlandi í sumar, ferðaþjónustu, listir og heimaiönaö, söfn og sögu, veiði, ylrækt o.fl. Umsjón efnis: Umsjón efnis erí höndum Finns Vilhjálmssonar, í síma 550 5819. Umsjón auglýsinga hefur Gústaf Kristinsson í síma 550 5000 Auglýsendur, athugið! Síöasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 5. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.