Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 7 sandkorn Prófkjörshiti Skjálfti er þegar kominn í liö sjálfstæðismanna í Reykjavík út af væntanlegu prófkjöri vegna þing- kosninga á næsta ári. Aðeins er vitað um einn þing- mann sem ekki ætl- ar aftur í slaginn en það er Friðrik Sophusson. Önn- ur nöfn sem þykja líkleg eru Hanna Birna Kristjáns- dóttir, sem þykir hafa staðið sig vel sem fram- kvæmdastjóri þingflokksins, Ari Edwald, sem raunar galt af- hroð í síðasta prófkjöri en nýtur stuðnings Þorsteins Pálssonar sem hann aðstoðar i sjávarútvegs- ráðuneytinu. Nafn Guðrúnar Pét- ursdóttur hefur einnig veriö nefnt, þó þaö skjóti einnig upp kolli i Reykjaneskjördæmi þar sem hún á sterkan frændgarð i Ðokkn- um. Árni Sigfússon hefúr hins vegar tekið af skarið og sagt að hann stefni ekki á þing ... Orðskrípi Talsvert fjaðrafok hefur verið í nýja sveitarfélaginu við utanverð- an Eyjafjörð þar sem Dalvík, Svarf- aðardalur og Árskógsströnd hafa veriö sameinuð. Fjaörafokið hefur verið vepa þess hvað nýja sveitar- félagið á að heita en á tímabili virt- ist sem bæjar- stjórn Dalvikur hygðist neita aflsmunar og fá samþykkt nafn sem tengdist Dalvík. Félags- málaráðuneytið sló á fmgur bæjarstjórnarmanna og sameining- amefndin setti fram 7 nöfn sem íbúar sveitarfélaganna þriggja kusu um. Or varð að orðskrípið Árdalsvík fékk flest atkvæði. Eins og „glöggir" menn sjá er orðið samsett úr nöfnum allra sveitarfé- laganna þriggja. Það er hins vegar ekkert annað en „skripi", til þess eins fallið að stuðla að því að öll dýrin í skóginum verði vinir ... Afmælishaldari Davíðs Meðal hluthafa í Flugleiðum er óánægja með Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða. Merkur pisfla- höfundur Vikublaösins, sem skrif- ar undir dulnefhinu Óðinn, spáöi á dög- unum að skammt væri i að hinn sterki stjómarfor- maður Flugleiða, Hörður Sigur- gestsson, greifi af Eimskip, yrði að taka i taumana og fá nýjan mann i staöinn. Nú er þvi fleygt á göngum Stjórnarráðs- ins að Sigurði kunni að vera park- erað um tveggja ára skeið í að stýra hátiðahöldum á vegum ríkis- stjómarinnar vegna ársins 2000. Þess má geta aö Davið Oddsson hefur þegar gert hann að formanni afmælisnefndarinnar. í viðskipta- heiminum segja menn að þetta sé flétta af hálfu Harðar ... Lindarmál Finns Finnur Ingólfsson bankamála- ráöherra er í kröppum dansi vegna óráðsíunnar um Lind hf. sem kost- að hefur þjóðarbúið allt að milljarð króna. Enn sér ekki fyrir endann á málinu sem veldur gífúrleg- um pólitískum titringi innan stjórnarflokk- anna. Til em þeir sem álykta að málið geti kostað vinslit milli stjóm- arflokkanna og í fram- haldinu kosningar. Jón Ingvar Jónsson, sem á stundum hefur átt stökur í sandkorni, hefur samúð með Finni ráöherra og kveður til hans: Aum er dregin af þér mynd, á þig sakir bornar, jafnvel þegar lítil lind lekur burt og þornar ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Bryndís Brandsdóttir: Fékk lungna- bólgu vegna beinbrota - en er nú á batavegi „Ég er á ágætis batavegi eftir slysið. Það verða settar gönguspelk- ur á fótinn. Ég verð með höndina í fatla í fjórar til sex vikur í viðbót. Ég fékk reyndar lungnabólgu vegna beinbrotanna. Ég tók lyf við lungna- bólgunni og hún er sennilega horfin núna. Það er töluvert í land enn þá en þetta er allt á réttri leið og mér líöur ágætlega," segir Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur sem slasaðist á Vatnajökli fyrir tæpum tveimur vikum. Bryndís Brandsdóttir jarðfræöingur er á batavegi eftir slysiö á Vatna- jökli. DV-mynd Pjetur Bryndís var sem kunnugt er í jeppabifreið sem hrapaði um 200 metra ffam af Grímsfjalli. Með henni í bílnum var bandaríski pró- fessorinn William Henke. Bryndís þríbrotnaði á vinstri hendi og sleit liðbönd í hægra hné. Bandaríkja- maðurinn hálsbrotnaði en mun ekki lamast. „William er farinn heim til Bandaríkjanna. Hann var lagður þar inn á spítala en mun útskrifast í vikunni. Hann þurfti sem betur fer ekki að fara í aðgerð en verður sett- ur í einhvers konar spennitreyju og spelku út af hálsinum. Við vorum bæði mjög heppin að slasast ekki meira en raun bar vitni,“ segir Bryndís. -RR Grísinn Flekk- ur dauður Mikil hryggð er meðal margra ungra gesta Húsdýragarðsins eftir að grísinn Flekkur drapst á dögun- um. Flekkur var afar vinsæll hjá ungu kynslóðinni. „Flekkur bar af þar sem hann var eini grísinn með flekk og þekktist því úr. Þaöan fékk hann nafnið góða. Hann kom hingað inn í móð- urkviði frá gyltimni Hörpu. Flekkur var um hálfs árs og fékk að lifa leng- ur en aðrir þar sem hann var svo fallegur. Nú eru aðrir grísir komnir og fleiri á leiöinni," segir Berglind Ágústsdóttir, starfsmaður Húsdýra- garðsins. -RR Ferðahelgi fram undan „Löng helgi er fram undan og vill Umferðarráð því hvetja ökumenn til að sýna sérstaka varúð í akstri. Undanfarin ár hefur það verið áhyggjuefni hve margir aka of hratt miðað við aðstæður. Allir þekkja al- varlegar afleiðingar hraðaksturs og hve brýnt er að reglur séu virtar. Mikilvægt er aö allir leggi sig ffam til að ferðalagið geti orðið ánægju- legt og slysalaust," segir Sigurður Helgason, hjá Umferðarráði. Sigurður segir að lögregla alls staðar á landinu muni fylgjast með umferðinni um helgina. -RR — Kaeliskápar á ótrúlegu uerBi í miMu úruali! Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Lítrar Frystir Staðsetning Staðgreitt B 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 37.570,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 26.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 43.191,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 25.900,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 37.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 62.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 62.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 33.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 39.900,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 64,900,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 37.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 65.900,- 150x55x60 General Frost SCD260 186 L 59 L Uppi 37.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 53.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 72.900,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 48.900,- 165x55x60 General Frost SCD 290 225 L 62 L Uppi 39.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 59.900,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 49.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 75.900,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 82.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 89.900,- 186x60x60 General Frost SCB340 207 L 88 L Niðri 59.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- B R Æ Ð U I R N I R AEG ^índesíl- Boeneral frost 50N Lágmúla 8 • Sími 533 2800 V-' T^etjlcjavík 5Ó8 4848 18” m/þrem áleggsteg. 12" hvítlauksbrauð, 21. Coke og hvítlauksolía aðeins 1890 kr. 16" m/tveim áleggsteg. aðeins 940 kr. 18" mltveim áleggsteg. aðeins 1080 kr. 16" m/þrem áleggsteg aðeins 1280 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.