Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998
Spurningin
Ætlar þú út úr bænum um
helgina?
Runólfur Gíslason vagnstjóri:
Nei, ég verð að vinna.
Sigurbjörg Karlsdóttir verka-
kona: Já, kannski fer ég austur á
land.
Þórdis Ingimundardóttir nemi:
Nei, en mig langar.
Sigrún Sverrisdóttir nemi: Nei, ég
fer ekki neitt.
Tómas Sveinsson málari: Nei, ég
er að vinna.
Alda Jónsdóttir bréfberi: Nei, ég
ætla að slaka á heima.
Lesendur
Hreinsun gatna
og göngu leiða
„Undanfarin ár hefur meira verið lagt í hreinsun borgarinnar en áöur,“ segir gatna-
málastjóri í svari sínu.
Frá Sigurði I. Skarphéðins-
syni gatnamálastjóra:
í DV mánudaginn 25. maí
birtist lesendabréf þar sem
Qallað er um hreinsun gatna
og gönguleiða í borginni og
dregin upp afar dökk mynd
af ástandinu. Vegna þeirra
ummæla sem þama féllu tel
ég rétt að gera örlitla grein
fyrir því hvemig staðið er að
hreinsun gatna og gönguleiða
borgarinnar.
Verkinu er stjórnað af eig-
in starfsmönnum en tækja-
búnaður er bæði í eigu borg-
arinnar og leigður af verktök-
um. Unnið er að hreinsun allt
árið en frost setur verkinu
skorður að vetrarlagi þar sem
vatn er notað við sópunina.
Um leið og tíð leyflr að vori
eru öll tiltæk tæki tekin í
notkun og eru þá gjaman 12
til 14 götusópar samtímis að
störfum auk 2-3 þvottabif-
reiða. Unnið er frá 4.00 á næt-
umar til kl. 17.00 á daginn 6
daga vikunnar. Helstu um-
ferðaræðar eru þrifnar að
næturlagi en unnið í íbúða-
hverfum yfir daginn.
Vegna þess hve vel voraði hófst
hreinsunarátak 2 til 3 vikum fyrr
nú í ár en venjulega og tel ég að
þess sjáist augljós merki mjög víða í
borginni. Miðborgin nýtur sérstakr-
ar umönnunar en þar eru götur og
gönguleiðir, auk hefðbundinnar
hreinsunar nær daglega, sápu-
þvegnar reglulega u.þ.b. einu sinni í
viku og þess utan fer vinnuflokkur
með handsópa út aðfaranætur laug-
ardaga, sunnudaga og eftir frídaga
til að þrífa þar sem vélsópar ná ekki
til. Undanfarin ár hefur meira verið
lagt í hreinsun borgarinnar en áður
og gert er ráð fyrir að kostnaður á
þessu ári verði 75 til 80 m. kr.
Ég tel að hér í Reykjavík sé stað-
ið mjög svipaö aö hreinsun og í
þeim borgum sem bréfritari telur
upp i grein sinni en hins vegar er
umgengni fólks um borgina sína
víða verulega ábótavant, t.d. í Kvos-
inni um helgar. Rennusteinar eru
sérstaklega nefndir en þar hefur
okkur gengið erfiðlega að fá íbúa til
að sinna tilkynningum sem settar
em upp í íbúðagötum um að sópun
sé fyrirhuguð og fólk því beðið að
táka tillit til þess þegar það leggur
bifreiðum sínum. Þetta þykir sjálf-
sagt erlendis en hér er tilmælum
frekar lítið sinnt, þó fer þaö hægt og
bítandi batnandi.
Það er alltaf álitamál hve miklu
fé skal varið til hreinsunar en ég tel
að í öllum meginatriðum sé vel að
henni staðið hjá Reykjavíkurborg.
Ef tií vill mætti þó verja stærri
hluta af því fé sem hreinsun borgar-
innar kostar árlega til þess að
hvetja íbúa og foráðamenn fyrir-
tækja til betri umgengni um borg-
ina sina.
Þjóðfélagið í góðum gír
Konráð Friðfinnsson skrifar:
íslendingar hafa nú gengið í kjör-
klefana til aö velja sér fulltrúa
næstu fjögur ár. En til þess að dæ-
mið gangi upp og friður haldist
milli samstarfsflokkanna út kjör-
tímabilið er ljóst að þeir verða að
sýna sannan samstarfsvilja og vera
reiðubúnir til að fyrirgefa.
Að þessu sinni var landslagið
þarna nokkuð öðruvísi en áður
vegna pólitískt breyttra aðstæðna.
Og þá fyrst og fremst sökum samr-
una sveitarfélaga. Einnig hafa
vinstrimenn víðast hvar náð því
takmarki að „ná sáttum" og buðu
fram sameiginlega lista á mörgum
stöðum. Þótt ég sjái reyndar ekki
tilganginn meö þessum samruna A-
flokkanna. Sem kunnugt er þá
byggir hugsjón vinstrimanna á
hugmyndakerfi sósíalista sem
stjórnin í Sovét brúkaði um árabil
illu heilli.
Mér hefúr alltaf þótt það hjákát-
legt þegar ríki boða til kosninga
sem h£ifa bara einn flokk. Þvi hlýt-
ur maður að spyrja sig hver tilgang-
urinn með slíku verkslagi sé, og um
hvað málið raunverulega snúist.
Stefnan í þessum löndum er hvort
eð er mörkuð og engin breyting fyr-
irsjáanleg, hvað sem öllum kosn-
ingaúrslitum áhrærir.
En á íslandi er lýðveldi og fólk
hefur valkosti. Að vísu breytist
frekar fátt að aflokinni atkvæða-
talningu. En er það ekki fyrir þær
sakir að þetta þjóðfélag er í góðum
gír? í heildina litið er fjölmargt sem
menn geta verið stoltir af.Eins og
trúfrelsi og almennt frelsi til að láta
í sér heyra án þess að eiga á hættu
ofsóknir af hendi stjómvalda, að
dæmi sé tekið.
Ósvífni viðskiptaráðherra
Finnur Ingolfsson viðskiptaráöherra.
Katrín Þorvaldsdóttir skrifar:
Mikið þykir mér Finnur Ingólfs-
son viðskiptaráðherra svara Ástu R.
Jóhannesdóttur illa fyrirspurn
hennar sem gerð var 3. júní 1996
(skv. frétt DV). Fyrst hann vissi að
áætlað tap yrði 400 milljónir þá
finnst mér það vera útúrsnúningar
og hártoganir (ef ekki hrein lygi) að
segjast ekki vita neitt um 6-700
millj. tap sem er sú tala sem þing-
maðurinn nefndi.
1L[1©11[M][d)Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
iOt
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
Jf>£6SO 5000
milli kl. 14 og 16
Það hefði verið hreinlegra og
heiðarlegra að skýra frá þessu 400
millj. kr. tapi og leiðrétta þar með
tölur fufltrúa eig-
enda bankans er
Ásta lagði fram
sérstaka fyrir-
spurn um tap
Landsbankans
vegna Lindar.
Þetta er í annað
skipti á mjög
stuttum tíma sem
Finnur Ingólfsson
hefur annað hvort
ekki kynnt sér
eða gefið réttar og
sannar upplýsing-
ar þegar fyrir-
spurnir hafa
borist honum. Er-
lendis segja menn
af sér fyrir minna
en við erum auð-
vitað (því miður)
á íslandi þar sem
opinberir embættismann virðast
ekki þurfa að axla neina ábyrgð á
gerðum sinum.
I>V
Tímasóun
Garðar Björgvinsson hringdi:
Erfitt er að ímynda sér fyrir-
litlegra ævistarf fyrir lögfræð-
ing en að vinna að því að brjóta
niður meginstoð almannaréttar
í landi sinu, sbr. brot á ýmsum
köflum stjómarskrár lýðveldis-
ins. Það er tímasóun að reyna
að höfða til samvisku slikra
manna. Þetta á líka við um þá
einstaklinga sem vinna hjá op-
inberum stofnunum við niður-
brot á rétti þegnanna í landinu.
Nú er rétti tíminn til að standa
saman að betra mannlífi í land-
inu og reyna að leysa málin í
friði. Með áframhaldandi sama
verklagi er friðurinn í hættu því
að ólgandi óánægja getur brotist
út i blóðugum átökum.
Skauta-
svellið í
Laugardal
Ó.Þ. skrifar:
Ég er mjög ánægð með
skautasvellið í Laugardal. Það
var frábært að geta farið þangað
með krakkana í vetur. Það eina
sem mér fannst vera slæmt var
hve þröngt var í miðasölunni og
mikið kraðak um helgar. Maður
átti afltaf von á að týna krökk-
unum í kösinni. Stendur eitt-
hvað til að breyta aðgenginu eða
stækka anddyrið? Annars er ég
eins og ég sagði mjög ánægð
með svellið og hef ekki undan
neinu öðru að kvarta.
Kápan á
síma-
skránni
Steinunn hringdi:
Ég var að fá nýju símaskrána
í hendur og get vart orða bund-
ist. Hún lítur næstum því eins
út og þessi frá í fyrra sem var
ekki beint falleg. Af hverju er
ekki hægt að hafa einhverja fina
mynd í staöinn fyrir þennan
hrylling? Svona eins og eru á
heillaóskaskeytunum eða eitt-
hvaö álíka.
GÓ5
þjónusta
Helga hringdi:
Ég hef mikið verslað í Péturs-
búð á Ránargötunni og hef afltaf
mætt þar hlýju viðmóti og feng-
ið góða þjónustu. Mér finnst
miklu betra að versla í þessum
litlu búðum þar sem hver við-
skiptavinur skiptir máli og svo
er það alls ekki rétt að litlu búð-
inar séu endilega dýrari.
Bílastæði
í stað
leiksvæðis
Foreldri hringdi:
Ég bý í nágrenni við Miðbæj-
arskólann og hringi vegna þess
að nú er verið að taka niður
körfu í Miðbæjarskólaportinu.
Miðbæjarskólinn er ekki eigin-
legur skóli lengur og þess vegna
er verið að breyta leiksvæði
skólans í bílastæði.
Á þessu svæði er ekki mikið
um ieiksvæði fyrir krakkana en
með þessu er verið að flæma þá
út á götuna því þeir geta núna
hvergi annars staðar verið með
sína boltaleiki. Er virkilega
nauðsynlegt að breyta þessu
leiksvæði í bilastæði? Hvar eiga
krakkamir að leika sér?