Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Qupperneq 25
I>V FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 37 Ólafur Darri Olafsson er leikarinn í Leikhusvagninum. Nóttin skömmu fyrir skógana í dag verður sýning á leikritinu Nóttin skömmu fyrir skógana og er hún í Keflavík. Leikritið er eft- ir franska leikskáldið Bemard- Marie Koltés sem er einn mest leikni leikhöfundur dagsins í dag. Það er sýnt í Leikhúsvagninum sem er strætisvagn sem keyrir um götur Keflavíkur á meðan á sýn- ingunni stendur. Lagt er af stað frá Ránni. Leikhús Aðeins 50 áhorfendur komast með í hverja ferð og því verður nálægðin við verkið og leikarann mikil. Áhorfendur hafa því áhrif á framvindu leiksýningarinnar sem farþegar í strætisvagninum. Lagt er af stað kl. 20.30. Eini leikarinn í sýningunni er Ólafur Darri Ólafsson en hann út- skrifaðist úr Leiklistarskóla ís- lands í vor. Hann hefur áður tek- ið þátt í ýmsum verkefnum en hann lék m.a. eitt aðalhlutverk- anna í kvikmyndinni Perlur og svín. Leikstjóri sýningarinnar er írinn Stephen Hutton en hann hef- ur unnið víða í Evrópu við góðan orðstír. Hamrahlíðarkórinn í Hallgrímskirkju Bæði á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu mun Hamrahlíðarkór- inn syngja, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, við messu í Hall- grímskirkju. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson en hann hefur nýlokið prófi í orgelleik frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar. Reyklausi dagurinn Á morgun er reyklausi dagurinn. Þar sem reyklausa daginn ber í ár upp á hvítasunnuhelgi, sem er fyrsta ferðahelgi sumarsins, verða reykingamenn hvattir til að reykja ekki í bíl, hlifa börnum við tóbaks- reyk og sýna tillitssemi í návist þeirra sem ekki reykja. Samkomur Félag eldri borgara í Reykjavík Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 í fyrramálið frá Risinu, Hverfisgötu 105. Félag eldri borgara í Kópavogi Spiluð verður félagsvist í Gjá- bakka, Fannborg 8, kl. 20.30 í kvöld. Harrod's-dagar í Kringlunni í gær hófust Harrod’s-dagar í Kringlunni. Fyrirtæki bjóða við- skiptavinum sínum ýmiss konar kynningar og ráðgjöf. Meðal annars mun Heiðar snyrtir veita viðskipta- vinum góð ráð í lita- og fatavali. Barn dagsins I dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjóm DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er i fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir eru endur- sendar ef óskað er. Rósenberg: Soma í musterinu í kvöld ætla piltarnir í Soma að gleðja rokk- þyrsta með tónleikum í sjálfu musteri rokksins, Rósenberg. Hljómsveit- in spilaði reglulega á staðnum áður en hún gaf út fyrstu plötu sína í fyrrasumar en síðan þá hafa tónleikarnir í musterinu ekki verið margir. Skemmtanir Piltarnir í Soma verða á útopnu í Rósenberg í kvöld. í kvöld verður hins vegar bætt úr því og stemningin frá sokka- bandsárum sveitarinn- ar rifjuð upp svo um munar. Hvergi er leyfi- legt að rokka eins skart og á Rósenberg og því munu meðlimir láta allt flakka sama hve tví- mælis það nokkurn tím- ann orkar. Soma er um þessar mundir að vakna úr síðvetrarblundi en hyggur þó ekki á stórkostlega landvinninga í sumar, heldur spila opinberlega jafníramt því að vinna nýtt efni inn- an luktra dyra. Því gefast tækifæri á að sjá piltana sleppa fram af sér beislinu eins og í kvöld ekki of oft á næstunni. Húsið opnar klukkan 23. Veðrið í dag Sums stað- ar súld Skammt vestur af landinu er nærri kyrrstæður hæðarhryggur. Um 500 km austur af Nýfundnalandi er 992 mb. lægð sem þokast norð- vestur og grynnist. I dag verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður að mestu við ströndina og sums staðar dálítil súld, einkum á annesjum norðan til, en allvíða léttskýjað inn til landsins. Hiti verður 5 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg norðvestlæg átt og skýjað með köflum. Hiti verður 8 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.22 Sólarupprás á morgun: 3.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.14 Árdegisflóð á morgun: 9.44 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó 8 Akurnes alskýjaö 8 Bergstaðir alskýjað 8 Bolungarvík rign. og súld 8 Egilsstaöir 8 Keflavíkurflugv. skýjaö 8 Kirkjubkl. alskýjað 9 Raufarhöfn súld 4 Reykjavík þokumóöa 8 Stórhöföi skýjaö 8 Helsinki Kaupmannah. léttskýjaó 14 Osló léttskýjaö 13 Stokkhólmur Þórshöfn alskýjað 6 Faro/Algarve rign. á síð. kls. 17 Amsterdam rigning 15 Barcelona skýjað 16 Chicago hálfskýjaó 24 Dublin súld 11 Frankfurt skýjað 15 Glasgow rigning 12 Halifax skýjaó 12 Hamborg þokumóða 13 Jan Mayen slydda 0 London mistur 13 Lúxemborg skýjaó 12 Malaga skýjaö 16 Mallorca þokumóða 16 Montreal skýjaó 23 París léttskýjaö 10 New York heióskirt 21 Orlando hálfskýjað 21 Róm skýjaö 17 Vín léttskýjaö 19 Washington þokumóóa 17 Winnipeg 2 Aurbleyta veldur öxulþunga- takmörkunum Vegir á landinu eru víðast greiðfærir og í góðu ástandi. Á nokkrum stöðum eru ennþá í gildi sér- stakar takmarkanir á öxulþunga vegna aurbleytu, einkum á Norður- og Norðausturlandi, og er þeirra Færð á vegum getið með tilheyrandi merkjum við þá vegi sem við á. Vegir á hálendinu eru yfirleitt lokaðir allri um- ferð vegna aurbleytu. Ástand vega Skafrenningur 0 Steinkast E1 Hálka C^) Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir Œl Þungfært <g> Fært fjallabílum Elísa eignast Systkinin á myndinni heita El- ísa Svala og Axel Fannar. Axel Barn dagsins Svala bróður fseddist á Sjúkrahúsi Akraness ' 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna G. Lárusdóttir og Sigurður Einar Þórólfsson. Stóra systir, Elisa Svala, er þriggja ára. Tommy Lee Jones leikur hörkutól innan lögreglunnar. Amerískar löggur Bíóborgin sýnir bandarísku spennumyndina U.S. Marshalls. Að- alhlutverkin eru í höndum Tommy Lee Jones, Wesley Snipes og Robert Downey Jr. U.S. Marshalls er framhald „The Fugitive" sem sló í gegn árið 1993 og fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk Tommy Lee Jones óskarsverðlaun sem besti leikari i aukahlutverki en í báðum þessum myndum leikur hann alríkislögreglumanninn Sam Gerard. í U.S. Marshalls er miskunnarlaus alls er idiTágl (Wesley Kvikmyndir morðingi Snipes) á flótta undan laganna vörðum en vill jafnframt komast að því hver bendlaði hann við tvö morðmál í New York. Til að fást við kauða er séfræðingurinn í að hafa uppi á flóttamönnum, Sam Girard, fenginn til aö stjóma leit- inni. Leikstjóri U.S. Marshalls er Stuart Baird. Nýjar myndir: Háskólabíó: Deep Impact Háskólabíó: Állinn Laugarásbíó:The Wedding Singer Kringlubíó: Mouse Hunt Saga-bíó: The Stupids Bíóhöllin: Til There Was You Bíóborgin: Mad City Regnboginn: Scream 2 Regnboginn: Óskar og Lúcinda Stjörnubió: The Assignment Krossgátan Lárétt: 1 starf, 5 tíðum, 7 espa, 8 niður, 10 afturendi, 11 ær, 13 nöldur, 14 hraða, 16 vætutíð, 18 rólegar, 17 oddi, 21 viðbót, 22 viljugur. Lóðrétt: 2 trjátegund, 3 reyndar, 4 hreysi, 5 mjög, 6 deyja, 7 æviskeið, 9 bíta, 12 mýrlendi, 15 ánægð, 17 am- boð, 18 hætta, 20 möndull. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 mykju, 6 MA, 8 afi, 9 ónar, 10 kinnung, 11 ærna, 12 nit, 14 bása, 16 fæ, 17 tólg, 19 rár, 20 æti, 21 álit. Lóðrétt: 1 mak, 2 yfirbót, 3 kinn, 4*'**' Jónas, 5 ununar, 6 mani, 7 arg, 11 æst, 13 tært, 15 áli, 16 fái, 18 gá. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.