Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ1998 Borgarnes: Bruggverk- smiðja fannst Lögreglan í Borgarnesi fann ji. bruggverksmiðju við húsleit í heimahúsi í bænum i fyrradag. Lögreglan gerði húsleit vegna rannsóknar á 18 innbrotum í sum- arbústaði. Það mál upplýstist eins og DV greindi frá í gær. Lögreglan sló tvær flugur í einu höggi og fann bruggverksmiðjuna í leiðinni. Þar var verið að framleiða landa og gambra í miklum mæli. -RR Vinnuslys við Sundahöfn Starfsmaður við Sundahöfn slas- aðist í gærkvöld þegar hann var að yfirfara gám I lest skips í höfninni. ^ Maðurinn féll af gáminum niður á gólf lestarinnar, um þriggja metra fall. Hann hlaut áverka á mjóhrygg. -RR Helgarblað DV: Sterk saman í efnismiklu helgarblaði DV á morgun er rætt við Helga Hjörvar, oddvita R-listans, og konu hans, Þórhildi Elínu Elínardóttur. Við for- vitnumst um samband þeirra, ræð- um pólitíkina, augnsjúkdóm Helga, orrahríðina fyrir kosningar og úr- slitin um síðustu helgi. Hér er sam- heldið og sterkt par á ferðinni. Viðtal er við grínarana í Tví- höfða, þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr. Einnig er rætt við Aðal- stein Bergdal sem nú fagnar 30 ára leikafmæli sínu, sagt er frá söfnun sem fyrirhuguð er í næstu viku á útvarpsstöðinni Matthildi til styrkt- ar félaginu Einstök böm, viðtöl eru við námshest á Skaganum og íslenskt tónskáld í Bandaríkjunum og þannig mætti lengi telja. í frétta- ljósum er farið yfír hasarinn í Rík- isútvarpinu og sagt frá kostulegum hremmingum lífvarðar er eitt sinn var i þjónustu Jeltsíns. -sm/bjb Köttararnir voru vel með á nótunum í stúkunni í Laugardalnum í gærkvöld þegar lið þeirra, Þróttur, lék gegn Fram í Landssímadeildinni í knattspyrnu. Kött- ararnir studdu sína menn af sinni alkunnu ástríðu og létu vel í sér heyra. Þeir bjuggu að venju til skemmtilega stemningu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þróttur hefur gert þrjú jafntefli til þessa en Framarar eru neðstir með eitt stig og hafa enn ekki skorað mark í mótinu. DV-mynd BG Stefnumarkandi réttarhöld fram undan þar sem verður látið reyna á áfengislög: Lögreglan ákærir fyrir að auglýsa Egils bjór Lögreglustjóraembættið í Reykja- vík hefur gefið út ákæru þar sem þeim sem hafa staðið að birtingum auglýsinga um „Egil sterka" er gef- ið að sök brot á áfengislögum. Þetta er gert i kjölfar ítarlegrar rannsókn- ar lögreglu og er málið komið til dómstóla. Samkvæmt þessu er stefnumarkandi dómsmál fram und- an sem mun skera úr um það sem gjarnan hefur verið nefnt „grá svæði“ hvað auglýsingar um áfenga drykki varða. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur á síðustu misserum auglýst Egils öl á flettiskiltum, i sjónvarpi og dagblöðum. Talan 6,2 prósent hef- ur gjaman sést í umræddum auglýs- ingum - tala sem neytendur með til- tölulega heilbrigða skynsemi vita að er áfengisstyrkleiki bjórs - Egils hins sterka. Þetta hefur vakið talsverða at- hygli í ljósi þess að áfengisauglýs- ingar eiga að heita bannaðar með lögum hér á landi. Ákæruvaldið hefur engu að síður átt á brattann að sækja í gegnum árin þar sem dómstólar hafa í tilteknum málum ekki fallist á að sakfella meinta sakbominga fyrir brot á áfengis- lögum. Böðvar Bragason sagði i viðtali við DV í október síðastliðnum að verið væri að leita leiða til að finna tiltekið áfengisauglýsinga- mál og rannsaka i þeim tilgangi að láta reyna á ákæru fyrir dómi. Málið er nú komið fram í dagsljós- ið og ákæra embættisins liggur fyrir. Lögfræðingur á vegum emb- ættisins mun sækja málið. Ekki liggur fyrir hvenær dóms- meðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hefst. Samkvæmt heimildum DV er ákært fyrir brot á 16. grein áfengislaganna. Brot gegn henni varðar sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 6 ámm. -Ótt Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs: Lærum af Lindarmálinu „Það er mikil lærdómur sem við getum dregið af þessu máli. Svona erfið mál gefa manni mikla reynslu,“ segir Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka ís- lands, um Lindarmáiið sem nú B Aðspurður hvort blóðnætur ríður húsum í Landsbank- _ Sverris Hermannssonar væru anum. eg' ' uð' gengnar í garð með því að Lind- „Þetta setur okkur í þá stöðu mundsson- armálið gengi nú aftur, svaraði að við erum varari um okkur. Við Helgi: „Ég treysti mér ekkert til að megum ekki gleyma því að það sem segja um það.“ Nánar á bls. 2. -rt nu er að gerast er alleiðmg al erfiðum tímum fyrir 6-7 árum. Hér var nánast allt að stoppa og þau lán sem nú eru að falla eru eldri lán og mörg hver eldri en 5 ára,“ segir Helgi. Veðrið á morgun: Bjart veö- ur suðvest- anlands Á morgun verður hæg breyti- leg átt eða norðlæg átt. Skýjað verður og þokusúld víða úti við sjóinn norðanlands en sunnan- og suðvestanlands verður að mestu bjart veður. Þar verður allt að 15-18 stiga hiti í innsveitum. Veðrið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI VPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI 5 > a z < SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.