Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 13 Eftirþanki almenns skólplagnanotanda „Paö sem vekur furöu er hversu langt pólítískir andstæöingar seilast til aö búa til ágreining um hinar sjálfsögöu skólplagnir." Á fjögurra ára fresti fáum við að kjósa fólk til að annast skólplagn- irnar okkar. Menn greinir ekki á um að það sé verðugt verkefni að fást við skólplagnir. Þeir sem sinna því af alúð sjá til þess að sam- félagið sé þrifalegt, upp- lýst, heilbrigt og fallegt. Það sem vekur furðu er hversu langt póli- tískir andstæðingar seilast til að búa til ágreining um hinar sjálfsögðu skólplagnir. Óf oft er málflutningur þess málefnalausa eins og hrifsaður upp úr hratinu í ræsunum sjálfum og illa dulin beiskja þess sem kann ekki að taka ósigri er jafn illa þefjandi og sorinn sem þau fleyta fram í sjó. Fyrrum var skýr munur á þeim sem buðu sig fram til starfans, en núna eru „hægri“ og „vinstri" deyjandi hugtök, og andstæðingar hafa uppi keimlíkan málflutning í baráttunni um völdin yfir skólpræsunum. Flest verkefni sveitarfélaga eru óumdeilanleg og jafnvel háð alþjóðlegum sam- þykktum og stöðlum. Því reynist gömlu flokkunum æ erfiðara að skapa sér sérstöðu í málflutningi. Stóru tíðindin í þessum kosn- ingum eru hinir óháðu listar ungs fólks. Þar fer stór hópur nýrra kjósenda sem hafn- ar forræði gömlu flokkanna og því sukki sem þeir ku bera ábyrgð á, en samkvæmt postillu Sverris hvíta er það ískyggilegra en venjulegt fólk getur ímyndað sér. 1 stað þess að leggjast í aðgerðarlitla ólund rífur þetta fólk sig upp, skipuleggur framboð og finnur af eigin frumkvæði og á eigin skinni hvað glaðbeitt bar- átta getur verið andlega hressandi. Þó slík framhoð skili ef til vill engum bæjarfulltrú- um þá situr sú vitneskja alténd eftir í samfélaginu að ungt fólk er annað, meira og merkilegra en vímuefnavandi. Og það er ekki lít- ill ávinningur. Hinn óbundni kjósandi Sumir kjósendur hafa væntanlega kosið eftir gró- inni sannfær- ingu og/eða mál- efnum. Aðrir gengu óbundnir að kjörborði, velktust enn í vafa með blýant- inn í hönd í kjör- klefanum og eftir stóð aðeins spurningin um menn en ekki málefni, vegna þess að framboðin voru of mörg, málefna- ágreiningur of lítill og baráttan hafði stundum minnt á einka- málapólitík fremur en bæjar- málapólitík. Hvað ræður vali óbundins kjó- sanda andspænis málefnalegri ein- drægni framboða? Frændsemi við frambjóðendur? Ættgöfgi þeirra? Framkoma? Klæðaburður? And- litsfegurð? Orðheppni? Nánast hvað sem er getur ráðið úrslitum, en persónuleg útgeislun vegur að líkindum þyngst. Vonandi hafa þeir frambjóðendur öðrum fremur hlotið brautargengi sem töluðu eins og kjósendur væru vitsmuna- verur með ályktunarhæfileika, því lýðræði er aðeins marktækt ef samræðan er drengileg og tillits- söm. Og öfugt við það sem of margir frambjóðendur virðast halda þá er kjósendum ekki alls varnað. Reyndar nægir kjósanda að gefa málnotkun frambjóðenda gaum til að komast að niðurstöðu. Of marg- ir beita sjálfvirku orðfæri flokkslinunnar. Of margir mis- bjóða tungumálinu. Útslitin orða- sambönd eru of algeng í orðræð- unni; eins ruglandi í myndlíking- um. Áróðursgögn eru morandi í málvillum. Allt slíkt opinberar kunnáttuleysi, ónákvæmni og skort á næmleika fyrir blæbrigð- um. En þó að málvillur í prentuð- um kosningaáróðri séu skelfilega algengar er hitt þó verra að í of marga þessara pésa og bréfsnifsa skortir frumlega, skapandi hugs- un. Hinn óvirki meirihiuti Hinir óbundnu kjósendur verða ekki spurðir um neitt fyrr en eftir önnur fjögur ár. Þeir eru hinn óvirki meirihluti, hinir almennu notendur skólplagnanna. Á næstu dögum verða starfhæfir meirihlut- arÁ myndaðir með tilheyrandi málamiðlunum. Því næst taka flokkarnir til við að skipa sitt fólk i ráð, nefndir og stjórnir. Þá er ekki lengur spurt um hæfni, áhuga eða erindi manna til slíkra starfa, heldur hvort þeir hafi lagst á árar með valdhafandi flokki. Af þessum sök- um fær hæfileikarikt, óflokks- bundið fólk hvergi að koma ná- lægt umönnun þeirra málaflokka sem það kann að hafa yfirburði til að annast. Þykir engum neitt rangt við þetta hefðbundna verkslag? Árni Ibsen Kjallarinn Árni Ibsen rithöfundur „Hvað ræður vali óbundins kjós- anda andspænis málefnalegri ein- drægni framboða? Frændsemi við frambjóðendur? Ættgöfgi þeirra? Framkoma? Klæðaburður? Andlits- fegurð? Orðheppni? Nánast hvað sem er getur ráðið úrsiitum.u Misnotkun ríkisfjöl- miðla - hvers ábyrgð? Misnotkun ríkisfjölmiðla í nýaf- stöðnum borgarstjórnarkosning- um var með þvilíkum ósköpum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins sáu sig tilneydda að vekja athygli á misnotkuninni á opinberum vettvangi. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sagði svo réttilega í viðtali við fjöl- miðla að fréttastjóri Ríkissjón- varpsins, Helgi H. Jónsson, hefði átt að víkja að eigin frumkvæði vegna vanhæfis síðustu vikur kosningabaráttunnar. Einkenni- legt fréttamat, þögn um stærstu mál kosningabaráttunnar og hlut- drægar fréttir voru staðreyndir meðan á kosningabaráttunni stóð. Reykjavíkurlistinn stendur í þakk- arskuld við Helga H. Jónsson og fréttastofu Sjónvarpsins og er sig- ur listans ekki síst þessum aðilum að þakka. Á ríkiö aö reka fjölmiðla? Hlutverk ríkisins virðist vefjast fyrir mörgum. Flestir hafa þó átt- að sig á því að einstaklingar eru best til þess fallnir að reka fyrir- tæki og markaðurinn þarfnast ekki afskipta ríkisvaldsins - hann spjarar sig best sjálfur. Vegna þessa hefur á undanfórum árum fjöldi ríkisfyrir- tækja verið seld- ur með góðum árangri. í fjölda tilfella hefur tapi verið breytt í hagnað og starfs- umhverfmu breytt til betri vegar. Margt er þó ógert, m.a. það að breyta rekstrarformi Ríkisútvarpsins- Sjónvarps. Það er ekki með nein- um hætti eðlilegt að ríkið reki út- varps- eða sjónvarpsstöðvar í beinni samkeppni við aðra aðila. Það sem aðrir aðilar geta sinnt á betri hátt en ríkið á ríkið að leyfa þeim aðilum að gera í friði, algjör- lega án afskipta ríkisins, eins og t.d. í rekstri útvarps og sjónvarps. Hvers ábyrgð? En hvers ábyrgð skyldi hlutdræg um- fjöllun Sjónvarpsins í borgarstjórnarkosn- ingunum vera? Á stjórnartíma hvers stjórnmálaflokks er honum falin rík ábyrgð með því að stjórna hinum og þessum hlutum, m.a. Ríkissjónvarpinu. Það sem það vill svo til að Sj álfstæðisflokkurinn fer með stjórn menntamálaráðuneyt- is í ráðuneyti Davíðs Oddssonar er það líka hlutverk hans að stýra málefnum Ríkisútvarpsins-Sjónvarps. Það var því forysta Sjálfstæðisflokks- ins sem skipaði útvarpsráð og for- mann þess. Það var því út- varpsráð, undir forystu Sjálfstæð- isflokksins, sem skipaði núver- andi fréttastjóra í leyfí Boga Ágústssonar. Og það er auðvitað forysta Sjálfstæðisflokksins sem heldur dauðataki í Ríkisútvarpið- Sjónvarp og forðar því með öllum tiltæk- um ráðum frá því að vera fært í hendur einkaaðila. Harma- kvein og grátur for- ystumanna Sjálfstæð- isflokksins er engum nema þeim sjálfum um að kenna. Betra er seint en aldrei Þrátt fyrir ítrekað- ar ábendingar og áskoranir fjölmargra aðila um. að færa rekstur Ríkisút- varpsins-Sjónvarps í hendur einkaaðila, lætur forysta Sjálf- stæðisflokksins sem hún ekkert heyri. Hún hefur að- eins fært ástandið til verri vegar. Menntamálaráðherra færði rekst- ur Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti fyrir of fjár og útgjöld til Ríkisút- varpsins hafa aukist. Forysta Sjálf- stæðisflokksins ætti að líta í eigin barm og íhuga af varfærni hvem- ig umhverfi hún vill skapa sér og sínum til frambúðar. Hjálmar Blöndal „Flestir hafa þó áttað sig á því að einstaklingar eru best til þess fallnir að reka fyrirtæki og mark- aðurinn þarfnast ekki afskipta ríkisvaldsins - hann spjarar sig best sjálfur Kjallarinn Hjálmar Blöndal áhugamaöur um frjálsa fjölmiölun Með og á móti A aö sleppa veiddum iaxi aftur í íslenskar veiöiár? Pétur Pétursson, leigutaki Vatns- dalsár. Sleppum öll-um laxi Ég er ákafur stuðningsmaður þess enda sýna dæmin það í þorskveiðinni. Það þarf eiginlega ekki að færa frekari rök fyrir þessu. Það kemur einhvern tím- an sá timi að við getum hirt veiddan fisk. Það hefur hins vegar komið í ljós að þessar gönguseiða- sleppingar virka ekki sem skildi. Hins vegar er allt í lagi að hjálpa til með klak í ánni. Ann- ars hefur náttúran alltaf séð um þessa hluti, hún hefur gert það alla tíð og áður en nokkur fræð- ingur var fundinn upp í þessum efnum. Það að sleppa veiddum fiski gerir það að verkum aö meiri fiskur verður í ánum og til þess er leikurinn gerður. í september hafa margfr veriö að reyna að komast í lax fyrir lítinn pening. Þá hefur það mjög oft gerst að nánast hefur verið búið að hreinsa upp árnar og mjög Íítið verið eftir fyrir okkur hina. Það á að sleppa öllum laxi sem hægt er að sleppa. Auðvitað kem- ur fyrir að ekki er hægt að sleppa fiski og þá er honum ekki sleppt. Þá er ég til dæmis að tala um lax sem er merktur eða lax sem hefur særst í átökum. Með því að sleppa veiddum fiski er tryggt að alltaf er nægur fiskur í ánum og þeir veiðimenn sem veiða í september eða síðari hluta ágústmánaðar mæta í sinn veiðitúr vitandi það að áin er full af fiski í stað þess að koma kannski að tómum ám.“ Nei, aldrei „Aldrei. Sjáðu til. Veiðieðli manns segir honum að hirða sinn afla. Veiðimaðurinn er að veiða sér til matar, hann ætlar að borða aflann. Það að fara að sleppa fiski sem búið er að veiða, til dæm- is á agnalds- lausa flugu, ég spyr bara til hvers? Það er stór partur af ánægjunni að hirða sína bráð og borða hana eða gefa Öðrum hana tU °f áhugamaöur um . . stangavelði. matar. Það eina sem ég get fallist á i þessa átt er að setja á kvóta, að þú meg- ir ekki veiða nema ákveðið magn af fiski. Ég get vel fallist á þaö. Alls ekki aö sleppa veiði. Þetta er ameriskt óeðli sem einhvei-jir grænfriðungar hafa komið á og ég er fullkomlega á móti þessu. Þá er þetta ekki lengur nein veiði. Þá er þetta bara einhver leikur. Þú getur sett í stóran lax og háð við hann langa haráttu. Þú sleppur honum og hefur enga tryggingu fyrir því að hann muni lifa áfram. Hann getur drepist skömmu seinna. Þetta er algjört rugl og ég mun aldrei kaupa mér veiðileyfi í á eða vatni þar sem ég þarf að sleppa fiski. Þá myndi ég heldur láta það vera. Mitt veiðieðli segir mér að hirða minn afla og þeim mun meiri afla sem ég kem með heim, þeim mun stoltari er ég. Helm- ingurinn af ánægjunni er síðan að elda aflann sem maður veiðir og borða hann.“ -SK Sigurdór Sígurdórs- son, blaöamaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.