Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. MAI 1998 I lenning Paradís á Gotlandi „Aðalatriðið er að gefa fólki af ólíku þjóðemi tækifæri til að hittast á jafnréttisgrundvelli, en það er líka nauðsynlegt að hafa ákveðinn sam- nefnara - sem í þessu tilviki eru bók- menntimar og ástin á þeim. Rithöf- undar eru svo oft læstir í sínum eig- in málheimi og komast ekki út úr honum, en þarna era aðrir á sama báti sem þeir geta borið sig saman við. Það gefur okkur svo mikið að kynnast öðram manneskjum." Þetta segir Guniila Forsén, for- stöðumaður Þýðingarsetursins í bænum Visby á Gotlandi. Hún er í heimsókn á íslandi og var fyrst spurð mn hvemig stofnunin hennar hefði orðið til. Byrjaði með bátsferð „Eiginlega hófst allt þegar komm- únisminn hrundi í Austur- Evrópu," segir hún. „Allt í einu áttu Svíar nýja nágranna, Eystrasaltsþjóðimar, sem við vissum ekkert um. Árið 1992 skipulagði rithöfundasambandið í Svíþjóð siglingu um Eystrasaltið ásamt rithöfundasamtökum Eystra- saltslandanna. Hugmyndin var að gefa fólki tækifæri til að tala eðlilega saman í fyrsta sinn í fimmtíu ár. Mörg hundruð rithöfundar írá lönd- unum sem liggja að Eystrasalti komu með i ferðina sem tók tvær vikur. Fyrst hélt fólk sig við landa sína, en smám saman hristist það saman og loks er vel hægt að segja að það hafi farið að tala eðlilega sam- an. Eftir ferðina fæddist hugmyndin um að koma upp húsi þar sem þetta samtal milli austurs og vesturs gæti haldið áfram í framtíðinni. í þeim viðræðum kom Gotland fljótlega til tals - eyjan liggur auðvitað í Eystra- saltinu miðju og er þar að auki af- skaplega „ósænsk“. Gotland á sína eigin sögu sem er ólík sögu Svíþjóð- ar, það var um tíma hluti af Danmörku og í stutt- an tíma hluti af Rússlandi, og frá örófi alda höfðu íbúar eyjarinnar samband við öll löndin í kring- um sig. Visby er einstaklega vel varðveitt mið- aldaborg innan múranna sem voru reistir á 14. öld og standa enn; þar getur öllum liðið vel.“ Innan borgarmúranna í Visby búa tæp 2000 manns á vetrum en mun fleiri á sumrin, því Gunilla Forsén - stýrir stofnun þar sem fordómum þjóða í milli er skipulega eytt. DV-mynd PÖK Gotland er vinsæll ferðamannastaður. Þar var svo Þýðingarsetrið stofnað árið 1993 í gamalli heimavist - þó ekki frá miðöldum. Gunilla tók við umsjón þess strax. Hún er bókavörður að mennt og hafði séð um bókmenntakynningar er- lendis hjá Svenska Institutet. Henni hentar að vinna með margra þjóða fólki, segir hún. Hún er sænskumælandi Finni eins og heyrist undir eins á mæli hennar þótt hún hafi búið í Sviþjóð í ríflega 20 ár, og maðurinn hennar var frá Rúmeníu. „Stór hluti af hjarta mínu tilheyrir Aust- ur-Evrópu,“ segir hún. Nú er Þýðingarsetrið að verða fimm ára. Það er opið allt árið og býður rithöfundum og þýðendum víðs vegar að úr heiminum 11 her- bergi til afnota með öllu tilheyr- andi, húsgögnum, rúmfatnaði, tölvu og prentara, án endurgjalds. Um þúsund manns hafa dvalið hjá þeim þessi ár, flestir einn mánuð í senn. Ferðir borga höfundamir sjálfir - en hvað með matinn? „Matinn eldar fólk sjálft í sam- eiginlegu eldhúsi eða borðar úti. Oft kemur upp afar ánægjuleg fjöl- skyldustemning þegar fólk skiptist á um að elda sína sérstöku rétti fyr- ir félagana á vistinni. Það verður hluti af menningarsamskiptunum," segir Gunilla og brosir breitt. Þeir sem vilja komast í þessa paradís sækja um og fá áreiðanlega jákvætt svar, segir Gunilla, vand- inn er bara sá að finna tíma sem passar báðum. En hvernig líður fullorðnu fólki í svona heimavist? „Þetta hefur gengið alveg ótrú- lega vel. Mig rámar í rifrildi milli Dana og Þjóðverja eitt sumarið, annars hefur allt gengið friðsam- lega. Allir geta auðvitað ekki elsk- að alla en langflestir eignast þama kunningja og jafnvel vini fyrir lífs- tíð. Allt fólk hefur fordóma en þama getur maður fylgst með þvi hvemig þeim er eytt skipulega. Sið- asti íslendingurinn sem var hjá okkur, ungur rithöfundur, eignað- ist góða kunningja frá Eystrasalts- löndunum og Finnlandi og einn verulega góðan vin, ungan rithöf- und frá Grikklandi. Áður en þeir fóru frá Visby héldu þeir grísk- ís- lenska veislu með mat að heiman og hún var geysilega vel heppnuð!" Orðspor Þýðingarsetursins berst hratt um heiminn og það koma sífellt fleiri umsóknir; þó hvetur Gunilla íslenska höfunda til að sækja um vist þar ef þeir þurfa að komast burt frá skarkala heimsins um stundarsakir. Östersjöns Författar- och Översáttarcentrum, Box 1096, 621 21 Visby, Sverige. i i i I V I i i ♦ < ( i i i Chilingirian Chilingirian strengjakvartettinn hélt tónleika í íslensku óperunni síðastliðið miövikudagskvöld. Hann er heimsþekktur og talinn einn sá besti í heiminum í dag. Því þóttu það töluverð tíðindi þegar kvartettinn réð til sin íslenskan víóluleik- ara, Ásdísi Valdimarsdóttur, sem hefur nú starf- að með kvartettinum í nokkur ár. Umræddir tónleikar vöktu því mikla eftirvænt- ingu meðal íslenskra tónlistarunnenda, ekki síst vegna þess að annar islenskur hljóðfæraleikari var gestur kvartettsins þetta kvöld, Einar Jó- hannesson klarínettuleikari, sem lék einleik. Tónleikamir hófust á strengjakvartetti op. 76 nr. 1 eftir Haydn. Háklassísk verk eftir Haydn, Mozart og Beethoven eru sérlega erfið í flutningi. Allt verður að vera tandurhreint og skýrt; hver einasta nóta skiptir jafnmiklu máli og aðeins ein feilnóta getur eyðilagt alla tónsmíðina. Ekki batn- ar það þegar svoleiðis tónlist er flutt í jafnvon- lausum tónleikasal og íslenska óperan hírist í, þar sem hitamollan sýður mann lifandi og endur- ómun er nánast engin. Píanóleikari getur alltaf búið til falskt ekkó með pedalnotkun og breitt yfir feila ef einhverjir eru; það getur strengjaleik- ari eða söngvari ekki. Allar falskar nótur á fiðlu, víólu eða selló - eða hjá söngvara verða æpandi, skerandi og hræðilegar í íslensku óperunni. Tónlist Jónas Sen En fjórmenningarnir í Chilingirian léku tón- smíð Haydns yfirleitt frábærlega vel, sérstaklega þegar á leið. Allt var fallegt og hreint; hægi kafl- inn var sérlega ljúfur og ljóðræna hans naut sín á einkar látlausan hátt. Sömuleiöis var siðasti kaflinn bæði kraftmikill og fjörlegur og var flutn- ingurinn allur hinn glæsilegasti. Næst á dagskrá var Strengjakvartett nr. 2 eftir tékkneska tónskáldið Leos Janacek (1854-1928). Janacek var lengi vanræktur en segja má að hann hafi fengið uppreisn æru með kvikmynd- inni Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem byggð er á bók Milans Kundera. Þar er tónlist Janaceks spiluð nánast út í gegn og sagði Kundera í viðtali að tónlistin hljómaði eins og hún hefði verið sam- in fyrir myndina. Verkið ber undirtitilinn „Inni- leg bréf ‘ og mun Janacek hafa viljað „tjá tilfinn- ingar, hamingju og sorg, til konu að nafni Kamila Stösslová en hún var 38 árum yngri en hann“ - svo vitnað sé í efnisskrána. Hann var ástfanginn af henni og skrifaði henni bréf í hrönnum en hún vildi ekkert með karlfauskinn hafa. Hann fékk út- rás með því að semja kvartett og þarf ekki að taka fram að þar ólga miklar tilfinningar, oft myrkar. Chilingirian kvartettinn túlkaði þessa tónlist afar sannfærandi og var unun á að hlýða. Lokaverkið á tónleikunum var Klarínettukvin- tett KV 581 eftir Mozart. Þetta er eitt af þessum ofspiluðu verkum eftir meistarann sem maöur er næstum því farinn að heyra í lyftum. Samt er hann afar fallegur. Túlkun Einars Jóhannessonar og kvartettsins var fáguð og hrein, hæfilega fjör- leg og smekkvís eins og hún átti að vera. Einar stóð sig prýðilega, hver einasta nóta var þar sem hún átti að vera, tæknin óaðfinnanleg og allar hendingar fullkomlega mótaðar. Þetta voru finir tónleikar og getur maður ekki annað en óskað aðstandendum þeirra til ham- ingju. En loftræstingin í íslensku óperunni hefði mátt vera í gangi. 11 FÉLAG GARÐPLÖNTU- FRAMLEIÐENDA í beð og á svalir f o í heimagarða og sumarbústaðalönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.