Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aórar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMiÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Reglubundin óvissa Uppsagnir meirihluta hjúkrunarfræðinga taka gildi eftir rúman mánuð. Lausn í kjaradeilu þeirra og viðsemj- enda er ekki í sjónmáli. Niðurstaða náðist ekki í samn- ingum í svokallaðri aðlögunarnefnd og var málinu því vísað til Félagsdóms til úrskurðar. Málið hefur þó frest- ast í dómnum, að tillögu ríkissáttasemjara, á meðan beð- ið er úrskurðar dómsins í máli Félags náttúrufræðinga. Það mál er talið hliðstætt. Vinnudeilur eru alltaf alvarlegt mál en þær hafa þó misjöfn áhrif. Deilur innan heilbrigðisstofnana eru verri en flestar aðrar vegna þeirra áhrifa sem þær geta haft. Hjúkrunarfræðingar beita Qöldauppsögnum til þess að leggja áherslu á kröfur sínar. Ljóst má vera að fari aflt á versta veg stefnir í óefni enda hafa þegar yfir 60 prósent hjúkrunarfræðinga sagt upp störfum. Hjúkrunarfræðingar beita nú sömu aðferð og kennar- ar beittu, hópuppsögnum. Þótt kennarar séu enn ekki ánægðir með kjör sín er óumdeilt að þeir náðu hlutfalls- lega meiri kjarabótum en margar aðrar stéttir í síðustu kjarasamningum. Starfið er sérhæft og viðsemjandinn hið opinbera. Þótt hver og einn segi upp starfi sínu er nánast útilokað að ráða aðra í staðinn. Þótt stéttarfélag- ið komi ekki að uppsögnunum að nafninu til hefur stétt- in með uppsagnaraðferðinni kverkatak á viðsemjandan- um. Uppsagnimar eru löglegur liður í kjarabaráttu, eins og fram kemur hjá aðstoðarlandlækni í frétt í blaðinu í dag. Því miður er svo komið, eins og aðstoðarlandlæknir seg- ir, að þessar uppsagnir heilbrigðisstétta eru árvissar. Sú staða skapar endurtekna og reglubundna óvissu meðal sjúklinga og aðstandenda þeirra. Hópuppsagnir eru neyðarúrræði. Þau úrræði ber að umgangast varlega. Það er í raun ófært, hverjum sem um er að kenna, ef þessi neyðarúrræði eru fremur regla en undantekning meðal heflbrigðisstétta. Staðan var erfið þegar skólastarf féll niður en hún verður enn verri komi uppsagnir hjúkrunarfræðinganna til framkvæmda. Hjúkrunarfræðingar eru mikilvæg stétt og vinnustaðir þeirra viðkvæmari en flestir aðrir. Stjóm- ir Ríkisspítalanna og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa fund- að vegna uppsagnanna með fufltrúum heilbrigðisráðu- neytisins og kynnt neyðaráætlanir frá 1. júlí. Vafasamt er þó að þær áætlanir standist vegna mannfæðar, taki uppsagnimar gildi. Hjúkrunarforstjóri Ríkisspítalanna sér fyrir sér neyð- arástand á sjúkrahúsunum náist ekki samningar. Það hvílir því mikfl ábyrgð á Félagsdómi sem úrskurðar í deflunni, sem og viðsemjendum. Dómurinn tekur vænt- anlega mið af viðmiðunarstéttum hjúkrunarfræðinga, sem og launaþróun í landinu. Hjúkrunarfræðingar hljóta og að miða afstöðu sína við hið sama. Þótt stéttin hafi, líkt og aðrar heflbrigðisstéttir, sterka stöðu gagnvart við- semjendum á viðkvæmum vinnustöðum ber að nota hana af ábyrgð. Enn er rúmur mánuður tfl stefnu. Þann tíma verður að nýta tfl þess að ná niðurstöðu. Sumarið er nógu erfið- ur tími á sjúkrastofnunum vegna sumarleyfa þótt ekki bætist annað við. Lokist fjöldi deilda skapast ástand sem ekki sér fyrir endann á. Þá gjalda þeir sem síst skyldi. Fram kemur í blaðinu í dag að innri vandamál í Fé- lagsdómi seinki afgreiðslu máls Félags'náttúrufræðinga sem er forsenda fyrir úrskurði í máli hjúkrunarfræðing- anna. Það er ekki viðunandi í máli sem skiptir svo marga svo miklu. Jónas Haraldsson Stóru tíðindin eftir sveitar- stjómarkosningamar eru þau að sameiningu og/eða sameiginlegu framboði A-flokkanna verður frestað fram á næstu öld. Ummæli aftursætisbílstjóranna í þessum flokkum segja allt. Guðmundur Ámi Stefánsson segir útkomu sameiginlegu framboðanna mikil vonbrigði. Hvorki dauðadómur né hvatning segir Svavar Gestsson. Sterk aðvörun segir Steingrímur J. Sigfússon. Kristinn H. Gunnars- son, alþingismaður Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum, sagði ein- hvern timann á þá leið að það yrði ekki um neina sameiningu félags- hyggjuafla að ræða ef Framsókn- arflokkurinn yrði ekki með í þeim samruna. Þessi staðreynd kom glöggt í ljós í þessum kosningum. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri lýsti því reyndar vel í sjónvarpsþætti í vetur hver styrkur væri að Fram- sóknarflokknum í samstarfinu í borginni. í glímunni við Sjálfstæð- isflokkinn um völd í sveitarstjóm- um er það frammistaða R-listans í Reykjavík sem stendur upp úr. Svo hin tíðindin að Framsókn- arflokkurinn styrkir sig stórlega í öllum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu, svo sem í Kópavogi, Mosfellsbæ og síðast en ekki síst glæsileg kosning í Hafharfirði, „Það verður kátt á Gili þegar þetta fólk fer að ræða um stefnu til landbún- aðarmála, sjávarútvegsmála, svo ekki sé talað um ESB.“ Framsóknarflokk- urinn styrkir sig ins, Halldór Ásgríms- son, hefur sagt, það er ekki á dagskrá að leggja flokkinn niður. Framsóknarflokkurinn setti sér í síðustu al- þingiskosningum stór- huga stefnuskrá sem er að ganga eftir. Hjól at- vinnulífsins snúast hratt í dag, hörmuleg- um þymirósarsvefni er lokið. Hver man ekki umræðuna um 12 þús- und störf? Nú heyrist enginn lengur gantast með þetta skýra stefnu- mark. Framsóknar- flokkurinn setti fólk í fyrirrúm og að kjör — „Þessi dans og kossafíens for- manna A-fíokkanna, Margrétar og Sighvats, fer í taugarnar á mörgu fólki í báöum fíokkum. Gamla komma hryllir viö þeirri hugsun aö eiga aö kjósa krata ogöfugt." Kjallarinn Guöni Ágústsson alþingismaður enn fremur í Grindavík og Reykjanesbæ. A-flokkunum gekk illa í flestum stóru kaupstöðun- um á þessu svæði. Þeir náðu þokka- legri kosningu í einu og einu byggð- arlagi úti á landi en þá fremur undir nafni byggðarlags- ins og vel grímu- klæddir þar sem farið var með það eins og mannsmorð að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag stæðu að framboð- inu. Víða afneit- uðu frambjóðend- ur þessara fram- boða að vera á veg- um A-flokkanna, neituðu uppmna og frelsara sínum svona líkt og Pétur forðum. R-listinn væri ekki sigurvegari ef Framsóknarflokk- urinn væri ekki með i því samstarfi og til viðbótar er það glæsileg frammistaða borgarstjórans sem gerir samstarfið kleift. Framsókn í lykilhlutverki Framsóknarflokkurinn gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskum stjómmálum og formaður flokks- heimilanna yröu bætt frá þeirri bágu stöðu sem einkenndi þau á síðasta kjörtímabili. Nú blasir við mesta kaupmáttaraukning í ára- tugi, lækkaðir skattar í fyrsta sinn og bönd em komin á ríkisfjármál- in. Þannig er fólk haft í fyrirrúmi. Framsóknarflokkurinn er aö byrja að uppskera fyrir störf sin, heldur sínu fylgi á landsvísu en styrkir sig stórlega í Reykjavík og Reykjanesi. Pólitískt daður Hvers vegna gengur sameining A-flokkanna ekki upp? Hún gekk ekki í sveitarstjórnarmálum þar sem ekki er ágreiningur milli A- flokka. Ástæðan er sú að það er himinn og haf á milli alþýðu- flokks- og alþýðubandalagsmanna til gmndavallarmála. Það verður kátt á Gili þegar þetta fólk fer að ræða um stefnu til landbúnaðar- mála, sjávarútvegsmála, svo ekki sé talað um ESB. Þessi dans og kossaflens for- manna A-flokkanna, Margrétar og Sighvats, fer í taugamar á mörgu fólki í báðum flokkum. Gamla komma hryllir við þeirri hugsun að eiga að kjósa krata og öfugt. Ef þessar þreifingar halda áfram er miklu líklegra að Alþýðubandalag- ið klofni og það verði minnihluti þingflokksins sem gengur krötum á hönd. Margir stuðningsmenn A-flokk- anna myndu kjósa annaðhvort Framsóknarflokkinn eða bara Sjálfstæðisflokkinn ef bræðingur- inn verður að veraleika. Annars em þau Margrét og Sig- hvatur að falla á tíma og verða á næstu vikum að skýra frá hvað verður í sameiningunni. Ef málið fer ekki að skýrast flokkast sam- band þeirra undir pólitíska léttúð og daður á almannafæri. Guðni Ágústsson Skoðanir annarra Hálendið okkar „Hálendisfrumvarpið umdeilda, þar sem skipta á hálendi okkar íslendinga í ræmur og afhenda það nokkram framsóknarmönnum, er að mínu mati með slíkum ólíkindum að ég hefði satt að segja ekki get- að ímyndað mér að það væri í alvömnni. Því miður virðist sú vera raunin á. framsóknarmenn virðast vera býsna margir í Sjálfstæðisflokknum og kveður svo rammt að því aö ég held að við ættum að fela Kára Stefánssyni og hans fólki að finna þetta fram- sóknargen sem virðist nú tröllríða þeim flokki." Vilborg Traustadóttir í Mbl. 28. maí. Börn og sundlaugar „Oft hef ég séð smáböm niðri í lauginni og hlaup- andi á bökkunum kútalaus. Foreldramir sitja í heitu pottunum í hrókasamræðum við aðra gesti. Ef þeim er bent á að láta kúta á bömin er manni oft og iöu- lega sagt að þau geti bjargað sér, þau kunni að synda eða foreldrarnir ætli ekki að líta af þeim. Síðan líta foreldramir af bömunum sínum í nokkrar mínútur. En það þarf ekki nema nokkrar mínútur til að slys verði.“ Drífa Heiðarsdóttir í Mbl. 28. maí. Ekki McCartney og Mussolini „Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsson eru ekki Bítl- amir, Mussolini eða Kim II Sung. Þau em ekki og eiga ekki að vera upphafnir og elskaðir leiðtogar þjóðar sinnar, sólkonungur og drottning og í guðs bænum fómm ekki að gera þau að slíkum fyrirbær- um. Þau em frábærir fagmenn á stjómmálasviðinu. Á sama hátt og finna má snillinga í hópi bænda, hús- mæðra og pípulagningamanna. Því skulu þau virt vel. Og við hin líka.“ Jóhann Sigurjónsson í Degi 28. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.