Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 20
40
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998
íþróttir
DV
Laurent
Maschinot
Sanchez
Laurent
Gutierrez
Gutierrez
Langiiler
Langiller
—
F.Rosas
Pinei
Fýrsta mark HM fyrir 68 arum
Franskur bílaverksmiöjuverkamaöur frá Sochaux í Frakklandi varð fyrstur
allra til að skora í úrslitakeppni HM fyrir 24.809 dögum eða 13. júlí 1930 á
kuldalegum og snævi þöktum Pocitosvelii í Montevideo í Urugvae. 1000
manns urðu vitni að markinu sem kom á 19. mínútu í leik Frakka við Mexíkó
sem Frakkland vann, 4-1. Lucien Laurent, Frakkinn sem skoraði þetta fyrsta
mark, er enn í fuilu fjöri, eins og sjá má á myndinni til vinstri, orðinn 91 árs og
hefur hann lifað að sjá knattspyrnuna breytast í gegnum öll þessi ár. Markið er
náttúrlega ekki til á filmu en vitni hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi
verið í líkingu við teikninguna hér að ofan. Á myndinni til vinstri má sjá einna
mest áberandi breytinguna á fótboltanum á þessum 68 árum, nefnilega
skiptin frá reimaða boltanum yfir í nútíma sérhannaða leðurknöttinn. -ÓOJ
Brasiliumaðurinn Carlos, sem
skoraði aukaspyrnumarkið ótrúlega
gegn Frökkum í fyrra, er ekki nógu
hress með keppnisboltana á HM.
Carlos segir að ekki sé hægt að ná
jafngóðum snúningi á þessa bolta og
á þann sem hann skoraði með gegn
Frökkum. Þá sendi hann boltann með
gífurlegum snúningi utan við varnar-
vegginn, boltinn stefndi langt fram
hjá markinu en sveigði síðan i stöng-
ina og inn.
Framleiðendur boltans, Adidas, eru
á öðru máli og segja að hann eigi aö
gefa aukaspyrnusérfræðingum aukna
möguleika.
Fabrizio Ravanelli, ítalski sóknar-
maðurinn, er rúmfastur með hita og
hálsbólgu. Hann verður tæplega leik-
fær gegn Chile á morgun.
Frank de Boer, varnarmaður Hol-
lendinga, tognaöi á ökkla á æfmgu og
missir líklega af leik þeirra við Belga
á laugardaginn.
Dennis Bergkamp æfir með hol-
lenska liðinu en óvíst er að hann geti
spilað fyrr en eftir riðlakeppnina.
Læknir liðsins sagði þó ekki útilokaö
að hann yrði í hópi varamanna á
laugardaginn.
-VS
Tricoýore j
Ff?AIMCE 98
C O UPE D U M O /V D E
Jiirgen Klinsmann, þýski
sóknarmaðurinn, segir að
Englendingar séu með eitt af
sigurstranglegustu liöunum á HM.
„Þeir eru meö marga leikmenn sem
geta gert útslagið," sagði Klinsmann.
Klinsmann, sem lék með Tottenham
í vetur, hefur sterkar taugar til ensku
knattspymunnar, og líka til þeirrar
skosku. „Félagi minn hjá Tottenham,
Colin Calderwood, þaíf líklega að
gæta Ronaldos i opnunarleiknum og
ég vona að hann standi sig,“ sagði
Klinsmann.
Nelson Mandela, forseti Suður-
Afríku, hefur sent hverjum einasta
leikmanni og þjálfara suður-afríska
landsliðsins persónulegt bréf. Hver
einstaklingur fékk sin sérstöku
hvatningarorð frá forsetanum.
Þó svo að þaó séu komnir 704
knattspyrnusnillingar til Frakklands
urðu nokkrir af þeim bestu að sitja
eftir heima vegna meiðsla. Leikmenn
eins og Romario, Matthias Sammer,
Paul Gascoigne, Alen Boksic, Ian
Wright, Angelo Peruzzi, Juninho og
Ciro Ferrara eru dæmi um leikmenn
sem koma til með aö missa af
veislunni.
Nú eru allir leikmenn komnir með
númer á bakið en þvi fylgir oft mikil
hjátrú. Michael Owen hjá Englandi
er eini leikmaður keppninar sem
hefur númer sem er hærra en
aldurinn. Hann er næstyngsti maður
i keppninni, fæddur 14. desember
1979, en hefur aftur á móti númer 20
á bakinu. -VS/ÓÓJ
Hver vinnur?
- Brasilíumenn taldir sigurstranglegastir
Uð
aldarinnar
var tilKynnt
Brasilíumenn hefja HM í
Frakklandi í dag sem heimsmeist-
arar. Þeir hefja keppnina lika sem
sigurstranglegasta liðið. Flestum
veðbönkum ber saman um það.
En efasemdir um styrk Brasil-
íumanna hafa látið á sér kræla.
Þeir hafa ekki verið of sann-
færandi í undirbúnings-
leikjum sínum og fjar-
vera Romarios hefur
sín áhrif.
Undanfarna daga
hefur því athyglin
beinst í ríkari mæli að
fleiri liðum. Þjóðverjar
eru alræmdir fyrir að
standa sig best þegar á
reynir, frönsku gestgjafam-
ir eru öflugir og gætu náð
langt ef þeir fara að skora mörk,
og ítalir tefla fram geysilega
sterku liði.
Þá má aldrei afskrifa Argentínu
sem er með marga öfluga leik-
menn og Hollendingar hafa verið i
góðu formi að undanförnu. Eng-
lendingar eru jafnan vinsælir þó
flestir efist um að þeir komist alla
leið í verðlaunasæti.
Spánverjar hafa
yfirleitt farið
illa út úr stór-
mótum en
þeir eru
með gletti-
lega öflugt
lið sem
gæti náð
langt ef það
smellur
saman.
Þá eru ótalin
lið sem eiga eftir
að setja svip á keppnina
þó þau fari kannski ekki lengra
en í 8-liða úrslit, svo sem Rúmen-
ía, Júgóslavía, Kólumbía, Króatía
og Nígería. Chile teflir
fram einum hættulegasta
sóknardúett heims og svo
mætti lengur telja.
Fram undan er keppni
sem gæti orðið sú magnað-
asta frá upphafi. í Frakk-
landi eru saman komin 32
öflug landslið og nú eru það
þjálfarar þeirra og leikmenn
sem bera ábyrgð á því að
sýnd verði skemmtileg
knattspyrna. Keppnisfyrir-
komulagið býður upp á það,
fyrst þarf að ná öðru sæti í
riðli til að komast áfram og
það næst ekki með jafnteflum. 1
Frá 16-liða úrslitum er síðan
um hreina útsláttarkeppni að
ræða með allri sinni dramatík.
Það eina sem er öruggt er að
margt óvænt á eftir að gerast
fram til 12. júlí.
„Lið aldarinnar-J taða úr könnun
3
cS”»“rto3Js“"talmdi
FranzBeckenbauer^y.
sssss*-
gSSSfi-w-
Sóknarmenn:
**£&>»*■
GSrtt"£Æ». »25, marga s»m-
_____ að SiallSOguu. -onV,hv
Bobby
fáeinir séu
4
Allt um HM á visir.is
Knattspyrnuáhugamenn geta næstu vikurnar fylgst grannt með
gangi mála á HM í Frakklandi á netmiðlinum Vísi, sem hefur slóðina
visir.is. Á HM-vef Vísis verða allir leikir í beinni útsendingu og
stöðugar fréttir og upplýsingar af liðum og leikmönnum, sem ganga
má að allan sólarhringinn.
Þar er jafnframt hægt að taka þátt í skemmtilegum leikjum, HM-
draumaliðsleiknum, þar sem þátttakendur velja sitt eigið lið úr
leikmönnum HM, og HM-leik Hugvits þar sem hægt er að spá fyrir
um úrslit leikja.
LHM98
'*l«r
/a -3?
fb§:
xS'
If ”V£rs,gr«h«?
Wfesgyfc
nCr;antarað^r^skas
w,s
Charlton, Zico og
aö í Þaö vantaA hví aö um leið og
að ná ’ ‘ m ‘
^CuTafþviaitur.
A-riðill:
Brasilla-Skotland ...........15:30
Marokkó-Noregur..............19:00