Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 28
48 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 'sjprikmyndir Mennirnir sem vissu mismikið Margar spennu- og gaman- myndir hafa verið gerðar um menn sem fyrir tilviljun flækjast inn í samsæri án þess að hafa hug- mynd um hvaðan á þá stendur veðrið. í klassískri spennumynd Alfreds Hitchcocks blæs úr norð-norðvestri (1959) þegar auglýsingamaðurinn Roger Thornhill (Cary Grant) er fyr- ir mistök talinn vera njósnari. Hann er hundeltur af glæpamönnum úr samtökum Phillip Vandamm (James Mason) og lögreglan hefur lýst eftir honum í tengslum við morð. Með önnur hlutverk fara Eva Marie Saint og Martin Landau. í þessari nánast fullkomnu mynd má finna margar af frægustu senum Hitchcocks. Af öðrum frægum myndum um gagnnjósnara sem gagnast fáum má nefna hina frönsku Le Grand blond avec une chaussure noire (Stóri ljós- hærði maðurinn með svarta skóinn, 1972) í leikstjórn Yves Robert. í henni leikur Pierre Richard mann sem lendir í ýmsum hremmingum vegna þess að hann er talinn vera njósnari. Þessi mynd náði miklum vinsældum og kom áframhald henn- ar út árið 1974. Hún var endurgerð í Bandaríkjunum sem The Man with One Red Shoe (1985) og Tom Hanks leikur aðalhlutverkið. Likt og í The Man Who Knew too Little hefur Hanks ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum hann en all- ir aðrir telja hann afburða- njósnara. Með önnur hlutverk í myndinni fara: Dabn- ey Cole- man, Lori Singer, Charles Durning, Carrie Fisher og James Belushi. Ef ofangreindir „njósnarar“ vita of lítið má segja að hetjurnar í mynd- um Hitchcocks um The Man Who Knew too Much viti meira en þeim er hollt. Hitchcock var svo hriflnn af hugmyndinni að hann gerði þessa mynd tvisvar, fyrst árið 1934 og svo 1956. Aðdáendur meistarans rífast stöðugt um það hvor útgáfan sé betri en í þeim báðum er barni rænt til þess að for- eldrarnir upplýsi ekki yfir- völd um samsæri sem þau hafa komist á snoðir um. í 1934- gerðinni leika Leslie Banks, Edna Best og Peter Lorre aðalhlutverkin. Tuttugu og tveimur árum síðar eru foreldrarnir þau James Stewart og Doris Day, en hún syngur óskarsverðlaunalagið „Que Sera, Sera“ í myndinni við lít- inn fögnuð fagurkera. Samsæris- söguþráðurinn úr The Man Who Knew too Little er kominn úr þess- um tveimur myndum, sem reyndar eru ekki með því besta sem Hitchcock sendi frá sér. -ge 1 OPP 2 0 í Bandaríkjunum - a&sókn dagana 5.-7. júní. Tekjur í miiljónum dollara og heildartekjur - Jim Carrey á toppnum The Truman Show, nýjasta kvikmynd ástralska leikstjórans Peters Weirs, sem fengið hefur mjög góöa dóma hjá gagnrýnendum, sló svo sannar- lega í gegn um síöustu helgi. Nokk- ur taugatitringur var í kringum mynd- ina þar sem Jim Carrey, sem leikur aöalhlutverkiö, er aö reyna fyrir sér í kvikmynd sem er meira í ætt viö drama en farsa. Myndin fjallar um Trum- an Burbank sem er, án þess aö hann viti, frægasta andlitiö í sjónvarpinu. Hann er stjarna The Truman Show sem sýnt er allan sólarhringinn. Allt hans líf er myndaö og allir sem hann umgengst og hann telur fjölskyldu, vini eöa kunningja eru leikarar. Segir síöan í myndinni frá því þegar Truman kemst aö þessu og reynir aö losna úr sjónvarpsseríunni. Sakamálamyndin A Per- fect Murder fékk einnig góöa aösókn. Er myndin lauslega byggð á kvikmynd Alfreds Hitchcoks, Dial M for Murder. I aöalhlutverkum eru Michael Douglas og Gwyneth Paltrow. Godzilla nær aö halda þriöja sætinu en er á niöurleiö. Rómantíska gamanmyndin Hope Floats er síöan í fjóröa sæti og á þeim bæ eru menn ánægöir. -HK 1. (-) The Truman Show Tekjur 31.542 Heildartekjur 31.542 2. (-) A Perfect Murder 16.615 16.615 3. (1) Godzllla 9.712 114.014 4. (2) Hope Floats 8.551 28.621 5. (3) Deep Impact 6.656 121.963 6. (4) The Horse Whisperer 5.248 51.823 7. (5) Bulworth 2.185 21.581 8. (9) Tltanlc 1.648 581.889 9. (6) 1 Got the Hook-Up 1.637 7.161 10. (8) Quest for Camelot 1.303 19.226 11. (7) Almost Heroes 0.956 4.964 12. (12) Everest 0.863 17.486 13. (11) Clty of Angels 0.742 74.228 14. (10) Fear and Loathing in Las Vegas 0.738 9.017 15. (13) Sliding Doors 0.476 110.012 16. (17) The Wedding Slnger 0.394 78.159 17. (16) Paulle 0.391 23.586 18. (15) The Spanish Prisoner 0.316 7.680 19. (19) Black Dog 0.309 12.176 20. (-) The Last Days of Disco 0.241 0.642 Clouseau-molar... Franski lögregluforinginn Clouseau er aðalhetja mynda- seríunnar um Bleika pardusinn. Líkt og Wallace Ritchie í The Man Who Knew too Little slys- ast Clouseau í gegnum hvert glæpamálið á eftir öðru sem sig- urvegari. Hér á eftir fylgja helstu myndimar: The Pink Panther (1964) ★★★ í þessari fyrstu mynd Blakes Ed- wards um lögregluforingjann Clou- seau (Peter Sellers) á hann í höggi við skartgripaþjófínn vofuna. Með helstu hlutverk í myndinni fara: Peter Sellers, David Niven, Robert Wagner og Claudia Cardinale. A Shot in the Dark (1964) ★★★★ í þessu frábæra áframhaldi er Clouseau (Peter Sellers) sannfærður um sakleysi glæsikvendis sem grun- að er um morð. í þessari mynd hefst ekki svo farsælt samstarf Clouseaus og yfirmanns hans (Herbert Lom). Að mínu mati besta myndin um Pardusinn. Helstu hlutverk: Peter Sellers, Elke Sommer, George Sand- ers, Herbert Lom, Burt Kwouk og Graham Stark. The Return of the Pink Panther (1975) ★★★ Hér er Clouseau fenginn til þess að finna „Bleika pardusinn", stóran gimstein sem rænt var af safni. I þessari mynd má finna frábæra senu þar sem Clouseau leggur allt í rúst vopnaður ryksugu. Helstu hlut- verk: Peter Sellers, Christopher Plummer, Catherine Schell, Herbert Lom og Burt Kwouk. The Pink Panther Strikes again (1976) ★★★★ Yfirmaður Clouseaus missir end- anlega vitið í þessari mynd og af skiljanlegum ástæðum. Hann hótar að eyða heiminum með geislavopni komi hann ekki höndum yfir Clou- seau. í tilraun til þess að milda brjálæðinginn senda helstu þjóðir heims sína færustu morðingja á eft- ir lögregluforingjanum. Frábær skemmtun. Helstu hlutverk: Peter Sellers, Herbert Lom, Colin Blakely, Leonard Rossiter, Lesley-Anne Down og Burt Kwouk. Revenge of the Pink Panther (1978) ★★★ Frægðarsól Clouseaus tekin að dala, enda fullstutt á milli mynda. Hann á hér í höggi við eiturlyfja- smyglara frá Hong Kong. í raun síð- asta myndin með Sellers. Önnur hlutverk: Herbert Lom, Dyan Cann- on, Burt Kwouk og Robert Loggia. Trail of the Pink Panther (1982) ★ Leikstjórinn, Blake Edwards, var greinilega ekki sáttur við þá stað- reynd að Peter Sellers skyldi vera allur, því að í þessari mynd klippir hann saman ónotaða búta úr fyrri myndunum og gerir úr þeim eitt- hvað sem vart getur kallast heild- stæð kvikmynd. Drasl sem allir ættu að forðast þrátt fyrir að marg- ir bútanna séu skemmtilegir. Með: David Niven, Herbert Lom, Richard Mulligan, Robert Wagner, Robert Loggia og Burt Kwouk. -ge Bíóhöllin—The Man Who Knew too Little: Ofurnjósnarinn 'k'k'k Af titli myndarinnar mætti ætla að hér væri á ferð- inni skrumskæling á þekktri mynd Alfreds Hitchcocks, The Man Who Knew too Much, sem hann kvikmyndaði reyndar tvisvar. Svo er reyndar ekki því að Maðurinn sem vissi of lítið sækir í mun ríkari mæli til gamalla og nýrra Bond-mynda. í myndinni flýgur Wallace Ritchie (Bill Murray) til Lundúna að heimsækja bróður sinn, James (Peter Gallagher). Hann kemur á óheppilegum tíma því að bróðirinn á von á mikilvægum viðskiptavinum sama kvöld. James kaupir því miða handa Wallace í spunaleikhús sem fer fram á götum úti. Wallace mætir of fljótt á staðinn og er fyrir mistök sendur af bresku leyni- þjónustunni í hættuför. Wallace heldur að hann sé í hlutverki leigumorðingja og að allt sem fyrir augu hans ber sé hluti af spunanum, á meðan allir aðrir berjast upp á líf og dauða. Wallace kynnist hinni fögru Lori (Joanne Whalley-Kilmer), en hún er hjá- kona eins af ráðherrum bresku ríkisstjórnarinnar, og með hjálp hennar reynir hann að fletta ofan af stór- hættulegu samsæri þar sem á að myrða háttsetta stjómarerindreka. Wallace þykir handritið auðvitað stórskemmtilegt. Hugmyndin að baki The Man Who Knew too Little er einföld. Líkt og í kvikmyndunum um Bleika pardusinn, liggur helsta gaman myndarinnar í því að aðalhetjan er ekki gædd þeim hæfileikum sem allir andstæðingar hennar vilja ljá henni. Velgengni Wallace er ekki ólík þeirri sem Clouseau naut á sín- um tíma en hún á sér rætur í blindri heppni fremur en getu og aga. Wallace slysast í gegnum hverja eldraunina á fætur annarri og alltaf með bros á vör. Þótt ýmsa hnökra megi finna á fléttunni og fátt sé um frumlega drætti, má hafa hið besta gaman af mynd- inni. Murray, sem er einn skemmtilegasti gamanleik- ari Bandaríkjamanna, stendur sig með prýði og er oft ótrúlega fyndinn i hlutverki „ofurnjósnarans". Leikstjóri: Jon Amiel. Aðalhlutverk: Bill Murray, Peter Gallagher, Joanne Whalley-Kilmer, Alfred Molina og Richard Wilson. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.