Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1998 11 PV__________________________________________Fréttir Afkoman af landsmóti hestamanna á Melgeröismelum: Ofan við núllið DV, Aknreyri: „Endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir þannig að það er of snemmt að fullyrða um niðurstöðuna. Mér sýn- ist þó að við ætlum að verða réttum megin við núllið,“ segir Jón Ólafur Sigfússon sem var framkvæmda- stjóri Landsmóts hestamanna sem fram fór á Melgerðismelum í Eyja- firði á dögunum. Sögusagnir hafa verið uppi um mikinn hagnað af mótshaldinu en Jón Ólafur ber slíkar sögur til baka og segir að þetta mót verði ekki að verulegu leyti frábrugðið öðrum mótum hestamanna sem hafa yfir- leitt verið í jámum fjárhagslega þegar upp hafi verið staðið. Jón Ólafur segir að veltan vegna móts- ins hafi numið um 35 milljónum króna. „Samkvæmt þeim upplýsing- um sem við höfum núna voru seldir aðgöngumiðar á bilinu 6.500 til 7.000 en alls er reiknað með að tæplega 8 þúsund manns hafi verið á móts- svæðinu þegar flestir voru þar. Þessi aðsókn er betri en við reiknuðum með á tímabili þegar hrossasóttarumræðan var hvað há- værust. Þá er það vitað mál að við töpuðum einhverjum. hundruðum gesta vegna mjög óhagstæðrar veð- urspár í upphafi mótsins, það hef ég sannreynt," segir Jón Ólafur. Hann segir að verði hagnaður af mótshaldinu muni hann skiptast jafnt niður á þau 8 hestamannafélög á Norðurlandi sem stóðu að mótinu og Landssambands hestamannafé- laga. Hestamannafélögin sem um ræðir eru Léttir á Akureyri, Funi í Eyjafjarðarsveit, Hringur á Dalvík, Þráinn á Grenivík, Grani og Þjálfi í S-Þingeyjarsýslu og Feykir og Snæ- faxi í N-Þingeyjarsýslu. „Til að menn átti sig á þvi hvaða tölur við getum verið að ræða um þá voru á landsmótinu á Hellu fyrir fjórum árum 12-15 þúsund manns og hagnaður af því móti var rúmar 2 milljónir króna þegar upp var staðið. Við erum ekki að ræða um neinar stórupphæðir en verðum ánægðir ef við getum greitt allar okkar skuldir og þau laun sem þarf að borga,“ segir Jón Ólafur. -gk. Hamar SH 224 siglir inn að viðlegukanti hjá skipasmíðastöðinni. DV-mynd Daníel Skipasmíöastöö Þ&E Akranesi: Þúsundasta skipið tekið upp DV, Akranesi: Mikil tímamót voru 20. júlí hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi en þá renndi sér inn í skipalyftu fyrirtækisins 1000. skip- ið. Var það Hamar SH 224 frá Rifi í Snæfellsbæ. Skipalyftan var byggð á árunum 1966-67 en fyrsta skipið fór í lyftuna 20. mars 1968. Á þeim 30 árum sem skipalyftan hefur verið í notkun hafa því að meðaltali komið í hana 33 skip árlega. Hamar SH 224 er að koma í viðgerð auk þess sem skipið verður málað og munu starfs- menn Trésmiðjunnar Kjalar hf. sjá um það verk. Af þessu tilefni af- henti Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Þorgeirs og Ellerts hf., skipstjóra skipsins, Guðmundi Matthíassyni og áhöfn hans, forláta tertu. Ekki dugði minna en terta frá Herði Pálssyni bakara. Frá landsmóti hestamanna á Melgerðismelum. Svo virðist sem mótshaldið hafi staðið undir sér fjárhagsiega og skili e.t.v. einhverjum hagnaði. Kuldinn á Norðurlandi: Spretta afar hæg DV, Fljótum: Norðanáttin kalda sem verið hef- ur ríkjandi og staðið nánast sam- fellt allan júlimánuð hér nyrðra er nú farin að hafa veruleg áhrif. Þannig hefur spretta á túnum ver- ið afar hæg og uppskera af þeim túnum sem þegar hafa verið slegin er verulega minni en í fyrra. Er ijóst að ef ekki bregður til hlýrri veðráttu í þessum mánuði verður heyfengur miklu minni en í meðalári. Þá virðist veðráttan hafa veruleg áhrif á þá sem stunda ferðalög. Það er nokkuð samdóma álit þeirra sem starfa við ferðaþjónustu að minna sé um ferðamenn í ár en undanfarin sumur. Þetta á sérstak- lega við um íslendinga á eigin veg- um. Útlendingar í skipulögðum hópferðum koma eins og áður en staldra stutt við og kvarta undan kuldanum. -ÖÞ Gígjubrúin í gagnið DV.Vik: „Nýja brúin yfir Gígju á Skeiðar- ársandi var opnuð fyrir umferð 22. júli. Fyrstu bílarnir óku yfir brúna í hádeginu þremur vikum á undan áætluðum opnunardegi," sagði Ólaf- m* St. Hauksson, verkefnisstjóri hjá Ármannsfelli, við DV. Búið er að klæða veginn beggja vegna brúarinnar fyrra slitlaginu og verður það látið troðast í nokkr- ar vikur áður en það seinna verður lagt. Nýja brúin yflr Gígju er 336 metra löng og kemur í stað brúar- innar sem Grímsvatnahlaupið 5. nóvember 1996 hreif með sér. Frá því nokkrum dögum eftir það hlaup og þangað til í gær urðu þeir sem áttu leið yfir Skeiðarársand að fara eftir bráðabirgðavegi og yfir bráða- birgðabrú sem var um einn kíló- metra ofan við nýju brúna yfir Gigju. Starfsmenn Ármannsfells hófu smíði brúarinnar 24. nóvember sl. og vinnuflokkur frá Hjarðarnes- bræðrum á Hornafirði hefur verið við vega- og vamargarðagerð á sandinum á sama tíma. Nýja brúin er mikið mannvirki. Hún er eftirspennt brú og eru und- irstöður, bitar og gólf úr stein- steypu, í brúna fóru 4500 rúmmetr- ar af steypu. Brúin stendur á staur- um sem voru reknir 30 metra niður i sandinn og við hönnun hennar var það haft að markmiði að hún stæð- ist hlaup af þeirri stærð sem kom haustið 1996. „Það var ánægjulegt að þetta skyldi ganga svona vel og sérstaklega gaman að geta opnað hana fyrir verslunarmannahelg- ina,“ sagði Ólafur St. Hauksson. -NH • ,11 - -•fy' : i jf - - 'K' iUf ‘ 1. J I £fc*""lwlöílÉ llfl 1 1 fffæiÉ 1 ij |yif I | Framkvæmdir viö Gígjubrúna gengu mjög vel. DV-mynd Njöröur -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.