Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
Útlönd
Frjálslyndi lýðræöisflokkurinn í Japan kýs sér nýjan leiðtoga:
Obuchi vann yfir-
burðasigur í morgun
Keizo Obuchi, utanrikisráðherra
Japauis, vann yfirburðasigur í for-
mannskjöri Frjálslynda lýðræðis-
flokksins í morgun og næsta víst
þykir að hann verði næsti forsætis-
ráðherra landsins. Niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar var mjög í anda
þess sem búist hafði verið við.
Hinn 61 árs gamli Obuchi, sem
var frambjóðandi flokkseigendafé-
lags stjómarflokksins, vann auð-
veldan sigur á keppinautum sínum
tveimur, Seiroku Kajiyama, gamal-
reyndum stjórnmálamanni, og heil-
brigðisráðherranum Junichiro
Koizumi.
Obuchi fékk atkvæði 225 fulltrúa
af 441 sem tók þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Kosningin var sýnd beint í
japönskum sjónvarpsstöðvum. Kaji-
yama varð í öðra sæti með 102 at-
kvæði og Koizumi rak lestina með
84 atkvæði.
Síðustu klukkustundirnar fyrir
atkvæðagreiðsluna var mikið talað
um að sigur Obuchis kynni að leiða
til klofnings innan stjórnarflokks-
ins. Leiddar voru að þvi líkur að
einhverjir ungu umbótasinnanna í
flokknum mundu taka allt sitt haf-
urtask og fara.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hefur þrettán þingsæta meirihluta í
neðri deild japanska þingsins sem
endanlega velur næsta forsætisráð-
herra landsins. Það verður i lok
Keizo Obuchi, væntanlegur forsæt-
isráðherra Japans.
mánaðarins en uppreisn í flokknum
gæti svipt hann nauðsynlegum
þingmeirihluta.
Fréttaskýrendur telja að vel-
gengni Obuchis í embætti utanríkis-
ráðherra kunni að hafa riðið bagga-
muninn þar sem allir frambjóðend-
umir hafi heitið því að hrinda í
framkvæmd efnahagsumbótum.
Obuchi var kjörinn á þing 26 ára
gamall, yngri en nokkur maður
fram að því. Hann hafði þá ekki enn
lokið háskólanámi sínu. Hann tók
þá móður sína með sér til Tokyo svo
hún gæti séð þegar hann tæki sæti
á þinginu. Obuchi, sem er sérfræð-
ingur í bardagaíþróttum, er frá
fjallahéraðinu Gunma.
Maður dregur barnabörnin á fleka eftir ánni Wuchang t kínverska bænum Hubei. íbúar á þessum slóðum hafa barist
við vatnsflauminn síðustu þrjá daga. Flóð hafa geisað víða í Kína þaö sem af er sumri og er talið að þau hafi orðið
að minnsta kosti þúsund manns að fjörtjóni. Símamynd Reuter
Skatturinn eltist við
Roy Rogers heitinn
Þrátt fyrir að Roy Rogers, kon-
ungur kúrekanna, hafi yfirgefið
þessa jarðvist þann 6. júlí síðastlið-
inn þá eru bandarísk skattayfirvöld
enn að rukka hann. Þau hafa reynd-
ar þurft að snúa sér til dánarbúsins
og krefjast nú rúmlega fimmtíu
milljóna króna greiðslu en skýring-
una segja þeir vera að Rogers og
kona hans, Dale Evans, hafi van-
talið eigur sínar á skattskýrslu.
Málið kom fyrst til kasta dómara
í skattamálum aðeins viku áður en
Rogers lést vegna hjartabilunar.
Samkvæmt dagblaðinu Los Ang-
eles Times þá hefur lögmaður
Rogers áfrýjað málinu enda segir
hann skattinn ekki taka með í
reikninginn að þau hjón hafi gefið
sex bömum sínum hlut af eignum
sínum á árunum 1995 og 1996. Það
Roy Rogers ásamt konu sinni, Dale
Evans. Rogers iést fyrir skömmu en
skattyfirvöld seilast nú í dánarbú
hans.
var hlutur á landareign í Victorville
í Kalifomíu en þar hefur verið í
undirbúningi að reisa skemmtigarð
í anda villta vestursins fyrir yngstu
kynslóðina. Þar í bæ er einnig að
finna safn um Roy Rogers.
Skattyfirvöld halda því hins veg-
ar fram að verðmæti landareignar-
innar sé mun meira en Rogers og
frú gáfu upp. Skatturinn segir land-
ið að minnsta kosti 70 milljóna
króna virði en það er helmingi
meira en gefið var upp í skattskýrsl-
unni.
Að sögn Davids Nelsons, lög-
manns Rogershjónanna, þá verður
deilan um verðmæti landareignar-
innar ekki leyst í bráð. Hann segir
jafnframt að hætt hafi verið við að
reisa kúrekagarðinn, að minnsta
kosti í bili. Reuter
Þingmenn berj-
ast gegn stríðs-
glæpadómstól
Þingmenn sem eiga sæti í ut-
anríkismálaneínd öldungadeildar
Bandaríkjaþings fögnuðu I gær
þeirri ákvörðun stjórnvalda í
Washington að hafna samkomu-
lagi um sérstakan stríðsglæpa-
dómstól og hvöttu til þess að
barist yrði gegn því að önnur ríki
staöfestu samkomulagið.
Þingmennirnir sögðust aldrei
mundu veita alþjóölegum dóm-
stóli lögsögu yfir bandarískum
þegnum. Þá væru önnur ákvæði
samkomulagsins þess eðlis að
óvíst væri hvort Bandaríkin
gætu haldið áfram þátttöku í frið-
argæslu.
Samkomulagið um dómstólinn
var undirritað í Róm í síðustu
viku og skrifúðu fulltrúar flestra
bandamanna Bandaríkjanna
undir það. Sextíu þjóðir þuifa að
staðfesta samkomulagið áður en
það tekur gildi. Það gæti tekið
fimm ár.
Dregið úr losun
geislavirkra
efna í hafið
Evrópuþjóðir samþykktu í gær
að draga svo mjög úr losun geisla-
virkra efna í hafið að hún verði
nánast engin árið 2020. Þá var
samþykkt að henda ekki úr sér
gengnum olíuborpöllum í hafið.
Umhverfisveradarsinnar fögn-
uðu mjög ákvörðun umhverfis-
ráðherra fimmtán þjóða Evrópu-
sambandsins og sögðu hana sögu-
lega. Olíufélög og kjarnorkuver
þurfa hins vegar að horfa á eftir
milljónum dollara til að hreinsa
upp eftir sig.
„Þaö verður erfitt að ná þessu
markmiði en við teljum þó aö
stjómendum kjamorkufyrir-
tækja muni takast það,“ sagði
Michael Meacher, umhverfisráð-
herra Bretlands, um niðurskurð
á mengun frá kjamorkuendur-
vinnslustöðvum á borð við
Seilafield. Mengun þeirrar
stöðvar hefur farið mjög fyrir
brjóstið á Norðurlandaþjóðunum.
Bannað að gera
grín að Löppum
Eftirlitsnefnd með réttindum
neytenda í Finnlandi hefur for-
dæmt grínaktuga ísskápaauglýs-
ingu á þeirri forsendu að hún
sýni Samana, frumbyggja Finn-
lands, sem bölvaðar fyllibyttur.
Ekki nóg með að Saminn í aug-
lýsingunni sé fuliur, heldur er
hann líka skítugur, fiflalegur og
tannlaus. Það gengur víst ekki.
Stuttar fréttir i>v
Borgarstjóri í grjótið
Gholamhossein Karbaschi,
borgarstjóri i Teheran, höfúðborg
írans, var dæmdur í fimm ára
fangelsi í gær fyrir fjármálamis-
ferli. Þá var honum bannað að
gegna opinberu embætti í tuttugu
ár og gert að þola 60 vandarhögg.
Ekki tii Makedóníu
Javier Solana, aðalfram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í gær
að bandalagið
hefði engin
áform um að
nota land í
Makedóníu í
tengslum við
hugsanlega
hernaðarihlut-
un í Kosovohér-
aði í Serbíu. Solana sagði þetta
við fréttamenn eftir viðræður við
forseta Makedóníu.
Hættulegt í Kosovo
Sendimaður Bandaríkjastjórrn-
ar á Balkanskaga, Robert Gel-
bard, sagði í gær að átökin í
Kosovo væru komin á hættulegra
stig en áður en lausnina væri þó
ekki að finna á vígvellinum.
Áhyggjur ESB
Evrópusambandiö ætlar að
senda fulltrúa sína til Belgrad og
Pristina á næstunni til aö lýsa
áhyggjum sambandsins á þróun
mála í Kosovo.
Lík látin rotna
Yfirvöld á Papúu Nýju-Gíneu
hafa látið loka flóðasvæðinu við
norðurströnd landsins og verða
lík fórnarlambanna sem enn eru
þar látin rotna.
Tók daginn snemma
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, tók daginn snemma í
Moskvu í morg-
un og hélt til
viðræðna viö
Sergei Kiríj-
enkó, hinn unga
forsætisráð-
herra Rúss-
lands. Frétta-
skýrendum þyk-
ir það til marks um að mennimir
hafi mikið að ræða.
Lögga baröi svipukonu
Kanadíska svipukonan sem
ákærð hefúr verið fyrh- vændi
sagði fyrir rétti í gær að löggan
hefði barið hana í fyrstu innrás
sinni í kynlífsmiðstöð hennar fyr-
ir fjórum árum.
íranir prófa eldflaugar
íranir hafa undanfarið prófað
nýjar meðaldrægar eldflaugar
sem hannaðar eru í Kóreu.
Bandaríkjamenn gagnrýna til-
burði írana til hemaðaruppbygg-
ingar harðlega.
Yfirheyrður í gær
Larry Cockell, yfirlífvörður
Clintons forseta, kom fyrir rann-
sóknarkviðdóm
Kenneths Starrs
í gær. Vitna-
leiðslan fór fram
fyrir luktum
dyrum en heim-
ildir herma að
Cockell hafi ver-
ið yfirheyrður í
um klukkustund. Ekki var taliö
að Cockell hafi þm-ft að svara erf-
iðum spurningum varðandi
einkalíf forsetans en hann kann
aö verða kallaður fyrir á ný.
Hafna milligöngu
Bandaríkjamenn hafa hafnað
beiðni ísraelsmanna um frekari
milligöngu í friðarviðræðum
þeirra og Palestínumanna.
Uppræting barnakláms
Hollenski dómsmálaráðherr-
ann, Winnie Sorgdrager, hefur
sætt nokkurri gagnrýni vegna
bamaklámsmálsins og ráðuneyti
hennar þykir hafa sýnt sinnuleysi
í málinu. Sorgdrager hefur nú
lýst því yfir að uppræting
barnakláms í Hollandi verði for-
gangsmál ráðuneytisins.