Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
Iþróttir_______________________________________________ dv
Bland * i P oka
Jackie Joyner-Kersee er sér-
staklega mikill sigurvegari þar
sem hún hefur þurft að berjast
við astma ásamt því að vera ein
fremsta íþróttakona heims.
L
ið 25 af 36 sjö-
þrautum sem hún
hefúr tekið þátt í og 12
af þeim komast inn á
topp 40 yfír besta
árangur sögunn-
ar í greininni í JM
heiminum, þar af 9
7 af þeim 10 K
bestu. E
Jackie Joyner-
Kersee var aö tiS&M
keppa
tíOODWILl rv
í fyrstu vildi Joyner-Kersee
ekki viðurkenna sjúkdóm sinn
og féll því nokkrum sinnum í yf-
irlið í keppni en nú notar hún lyf
til að halda sjúkdómnum í skefj-
Til viömiðunar viö heimsmet
Joyner-Kersee, sem er 7291 stig,
er íslandsmetið 5402 stig og setti
Birgitta Guðjónsdóttir það árið
1985.
Alls er keppt í 33 einstak-
lingsgreinum og 4 liðakeppnum
auk heildarstigakeppninni í
frjálsum íþróttum á meistara-
móti íslands um helgina.
Sang Lan, kínversk fimleika-
stúlka, slasaðist svo illa á hálsi
að hún lamaðist fyrir neðan
mitti í upphitun á Friðarleikun-
um á miðvikudag.
Sang, sem er aóeins 17 ára, er
mjög hugrökk og tekur meiðsl-
unum ótrúlega vel. Hún hóf í
gærkvöldi lyfjagjöf til að reyna
að berjast gegn lömuninni.
Taugalyfin sem Sang fær eru
tilraunalyf sem verið er að prófa
á henni.
Sang þarf einnig að fara í
uppskurð þar sem reyna á að
laga hryggsúluna.
Lœknar eru bjartsýnir um
bata en efast um að Sang muni
nokkru sinni ganga framar.
-ÓÓJ/ÍBE
- hjá bestu sjöþrautarkonu allra tíma, Jackie Joyner-Kersee
varð hún ólympíumeistari.
23 ára meistara-
mótsferill Þórdísar
Þórdís Gísladóttir úr ÍR hefur
tekið þátt í mörgum meistara-
mótum í frjálsum íþróttum og
hún ætlar sér að vera með í enn
eitt skiptið um helgina.
Hún er aö komast aftur í gang
eftir bameignir en 23 ár eru síð-
an hún keppti á sínu fyrsta
meistaramóti 1975.
Þórdís á afar glæsilegan feril
aö baki í hástökki. Hún hefur
keppt á tveimur ólympíuleikum
og hennar nafn hefur fylgt Is-
Hún er af mörgum talin vera
besta íþróttakona allra tíma en nú
er hennar glæsilega keppnisferli
lokið. Honum lauk með sigri i
sjöþrautarkeppni friðarleik-
anna i New York í Bandaríkj-
unum.
Jackie Joyner-Kersee er
orðin 36 ára en toppnum
náði hún á Ólympiuleikun-
um í Seúl í Suður-Kóreu
1988. Þá fékk hún 7291 stig
í glæsilegri þraut þar
sem hún var yfir 1100
stigum í 3 af 7 greinum.
Yfir 1000 stig á
grein
Ef við færum tölum-
ar yfir á karlana þá sjáum
við að þeir hafa ekki enn kom-
ist yfir 9000 stigin en heimsmet
Joyner-Kersee er með yfir 1000 stig
að meðaltali á grein. Joyner-Kersee
á auk heimsmetsins næstu fimm
stigahæstu þrautir en hún á 6 af
þeim 7 þar sem sjöþrautarkona hef-
ur náð yfir 7000 stigin.
Þessum 6 þrautum náði hún á
tímabilinu 1986-1992 en 1988 og 1992
Hefur unniö 25 af:
þrautum
Hún hefur unn-
í síðsta
skiptið á
sínum
ferli en
jafn-
framt í
fyrsta skipti frá því að hún varð að
hætta þáttöku á ólympíuleikunum í
Atlanta 1996 vegna meiðsla. Hún
vann með þessum sigri í fjórða sinn
á friðarleikum og hefur því unnið
allar sjöþrautarkeppnir á Friðar-
leikunum 1986, 1990, 1994 og 1998.
13 ár á toppnum
Jackie Joyner-Kersee
vann friðarleikana í
fyrradag aðeins með
23 stiga mun því
landa hennar,
DeDee Nath-
an, veitti
henni harða
keppni.
Joyner gat ekki
leynt
tilfinningum
sínum eftir
sigurinn. Hún fékk
6502 stig og náði besta
árangri ársins í sjöþraut
en 8 ár hefur hún náð þeim
árangri 1985-1988 og
1990-1993. Hún hefur því náð
að vera á toppnum í 13 ár slái
enginn henni við þar sem eftir
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum um helgina:
Skipulagt fyrir
áhorfendur
Meistaramót íslands í fijálsum
íþróttum fer fram um helgina á
Laugardalsvelli. Sjaldan eða aldrei
áður hefur verið jafnmikill upp-
gangur í frjálsum íþróttum og ljóst
er að hart verður barist í öllum
greinum um helgina.
Mótið er sérstaklega sett upp
þannig að það sé best til fallið fyrir
áhorfendur að fylgjast með þvi. Úr-
slit greina fara fram milli tvö og
fjögur báða dagana þannig að áhorf-
endur þurfa ekki að bíða allan dag-
inn til að sjá úrslit í grein og grein.
ÍR sér um framkvæmd mótsins að
þessu sinni. ÍR-ingar vonast eftir
mörgum áhorfendum þar sem allt
bendir til þess að þetta verði eitt
besta meistaramótið um árabil.
Keppni hefst kl. 10 á morgun en lýk-
ur kl. 16 á sunnudaginn með verð-
launaafhendingu.
„Þetta er i fyrsta skiptið i mörg ár
sem allir bestu íslensku frjáls-
íþróttamennimir taka þátt í meist-
aramótinu," sagði Þráinn Hafsteins-
son en hann er þjálfari ÍR ásamt því
að starfa við að skipuleggja mótið.
Hann býst við strangri keppni og
vonast eftir metum. „Maður veit
aldrei með stangarstökk kvenna.
Þær eru báðar í hörkuformi þær
Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elís-
dóttir og svo gætu fallið einhver
unglingamet. Það eru margir sterk-
ir að koma upp,“ sagði Þráinn,
bjartsýnn.
Mikil ánægja rikir meðal kepp-
enda með hina nýju uppsetningu
mótsins. „Við höfum sett mótið upp
núna þannig að það fari fram hratt
og skemmtilega. Úrslitin fara fram á
tveimur tímum hvem dag og það
verður ömgglega skemmtilegra fyr-
ir áhorfendur. Við eram að reyna
að koma þessu þannig fyrir að gera
þetta skemmtilegra þannig að það
séu ekki dauðir punktar í þessu.
Markmiðið er að þetta verði
skemmtilegt og hratt og alltaf eitt-
hvað í gangi sem er gaman að horfa
á,“ sagði Þráinn. Hann er sérlega
ánægður með að sjá besta íslenska
frjálsíþróttafólkið loksins saman
komið.
„Það er spenningur í fólki að láta
sjá sig og sjá aðra og keppa og svo
er náttúrlega stigakeppnin spenn-
andi,“ sagði Þráinn.
íslendingar eiga marga efnilega
unglinga í frjálsum íþróttum og
munu þeir margir vera að berjast
við að ná lágmörkum fyrir Norður-
landamót unglinga sem haldið er í
Danmörku 22. og 23. ágúst. Margir
era mjög nálægt þessum lágmörk-
um og reikna með því að ná þeim á
þessu móti. Það verður þvi spenn-
andi og skemmtilegt mót í Laugar-
dalnum um helgina. -ÍBE/ÓÓJ
Þórdís Gísladóttir á meistaramótinu 1987 þá aö keppa í 12. sinn á
meistaramoti í frjálsum íþróttum.
landsmetunum óslitið frá 1976
eða í 22 ár. íslandmet hennar í
dag er 1,88 m, sett í Grimsby 19.
ágúst 1990. Þrátt fyrir að vera
orðin 37 ára gömul ber hún enn
höfuð og herðar yfir yngri stöllur
sínar.
-ÓÓJ
Martha með a ný
Martha Emstsdóttir er að komast
í fyrra form eftir bamsburð og var
innan við mínútu frá íslandsmeti í
hálfú maraþoni um síðustu helgi í.
Hún keppir í 5.000 km hlaupi.
Vinnur FH fimmta árið í röð?
FH-ingar hafa unnið f öll fjögur skiptin frá því stigakeppni var tekin upp í
kringum Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum. Nú er að sjá hvort ÍR-ingar
ná að hrifsa til sín bikarinn sem ekki hefur yfirgefið Hafnarfjörðinn. Myndin
er tekin af FH-liöinu sem vann 1996 en þá fékk liðið 231,5 stig sem er þaö
mesta hingaö til á meistaramótinu. DV-mynd Sveinn
er arsins.
Óhaggandi heimsmet
Heimsmet hennar stendur líklega
um ókomin ár. Hér á eftir fara töl-
umar á bak við 7291 stigið sem hún
náði í Seoul 24. september 1988.
100 m grindahlaup 12,69 sek. (1172 stig)
Hástökk...............1,86 m (1054)
Kúluvarp..............15,80 m (915)
200 m hlaup ....... 22,56 sek. (1123)
Langstökk..............7,27m (1264)
Spjótkast.............45,66 m (776)
800 m hlaup ......2.08:51 min. (987)
10 bestu afrek sögunnar í
sjöþraut kvenna eru eftirtalin:
1. 7291 Joyner-Kersee, Band. 1988 (á ÓL)
2. 7215 Joyner-Kersee, Band. 1988
3. 7158 Joyner-Kersee, Band. 1986
4. 7148 Joyner-Kersee, Band. 1986
5. 7128 Joyner-Kersee, Band. 1987 (á HM)
6. 7044 Joyner-Kersee, Band. 1992 (á ÓL)
7. 7007 Larissa Nikitina, Sovétr. 1989
8. 6985 Sabine Braun, Þýskalandi 1992
9. 6979 Joyner-Kersee, Band. 1987
10.6956 Sabine Paetz, Austur-Þ. 1984
Joyner-Kersee á sjö af þessum 10
bestu afrekum og það sem meira er,
engimi hefúr náð 7000 stigum önnur
en hún undanfarin 9 ár. -ÓÓJ
Meistaramót Islands í
frjáisum íþróttum '98
Aldursmunur á yngsta og elsta
keppenda i 500 metra hlaupi er 21 ár.
Martha Emstsdóttir er 34 ára en
Rakel Ingólfsdóttir aöeins 13 ára. Þær
keppa báðar fyrir ÍR.
Sex af meistaramótsmetum voru
sett á síðasta ári. Guðrún Amardótt-
ir og Jón Amar Magnússon settu þá
meðal annars tvö met.
Jón Arnar Magnússon á möguleika
á að bæta metið í stangarstökki enn
frekar en hann stökk yfir fimm metra
í fyrra.
Jón Arnar hefur stokkið mest 5,10 í
tugþraut en það gerði hann í Götzis í
vor.
Annaö met sem er í mikilli hættu er
í stangarstökki kvenna. Það á Þórey
Edda Elísdóttir úr FH frá þvi i fyrra.
Hún stökk þá 3,80 metra en bæði
hún og Vala hafa stokkið 4,20 metra 1
sumar.
Tuttugu sigurvegarar frá meistara-
mótinu í fyrra em mættir til að verja
titilinn sinn.
Elsta meistaramótsmetió er síðan
1957 er Hilmar Þorbjömsson úr Ár-
manni hijóp 100 metrana á 10,3 sek-
úndum.
Þaó met hefur verið jafnað síðan,
Vilmundur Vilhjálmsson úr KR 1977,
en aldrei verið bætt.
Báöir þessir timar gilda sem ís-
landsmet en þá var ekki notuð raf-
timataka likt og nú er gert.
Nœstelsta metiö er í þrístökki frá
1960 og á Vilhjálmur Einarsson það.
Sveinn Margeirsson hefur undan-
fama mánuði náð að bæta áratuga-
gömul unglingamet i 3.000, 5.000 og
10.000 metra hlaupum.
Sveinn á nú alls 12 unglingamet i
einstaklingsgreinum og verður for-
vitnilegt að sjá hvort hann slær fLeiri
met um helgina.
Bróóir Sveins, Bjöm, keppir einnig í
hlaupum á mótinu en hann á 7 ung-
lingamet i einstaklingsgreinum.
Brceöurnir eru báðir í úrvalshópi
Frjálsíþróttasambandsins, FRl 2000,
sem er fyrir unglinga sem þykja lik-
legir til að ná góðum árangri í fram-
tiðinni.
Sveinn Þórarinsson, félagi bræðr-
anna úr FRÍ 2000, á 10 unglingamet í
einstaklingsgreinum. Hann er líkleg-
ur til afreka í hástökki eftir að hafa
verið þriðji á Norðurlandamóti ung-
linga i hástökki.
-ÓÓJ/ÍBE