Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
9
Richard Rodriguez ætlar aö bæta fyrra heimsmet sitt:
Fjörtíu dagar í rússíbana
Bandaríkjamaðurinn Richard
Rodriguez tilkynnti í gær að hann
hygðist bæta enn heimsmet sitt í
rússíbanaakstri. Rodriguez hefur
dvalið í rússíbana í Blackpool á
Englandi í 30 daga og ætlar ekki að
hætta fyrr en 41 degi er náð eða sem
nemur þúsund klukkustundum.
„Ég er hæstánægður og mér líður
stórkostlega," sagði Rodriquez í
símaviðtali við Reutersfréttastofuna
í gær en þá var ljóst að keppinautur
hans, Kanadamaðurinn Normand
St. Pierre, hefði látið í minni
pokann fyrir Rodriguez eftir 670
stundir í rússíbananum.
Rodriguez á ellefu daga ferð eftir
en hann fær 5 mínútna hvild á
klukkustundarfresti. Hann hefur
ávallt verið unnandi rússíbana og
setti sitt fyrsta heimsemt árið 1977,
þá nítján ára gamall. Rodriguez er
ánægður með vistina og segist
jafnan ná að sofa í fimm stundir yfir
nóttina.
Rodriguez reynir að láta fara vel um sig í rússíbananum enda er hann heimili hans í rúman mánuð. Hann segist taka
það rólega en stundum geti verið gott að spjalla við vini og kunningja í síma. Símamynd Reuter
Útlönd
Eiturefni í
norskum ís-
björnum könnuð
Norskir vísindamenn hefja í
næsta mánuði rannsókn á áhrif-
um hættulegra mengunarefna á
ónæmiskerfi hvítabjarna á Sval-
barða.
Ætlunin er að fylgjast með um
fimmtíu bjamdýrum. Þau verða
bólusett og á þau verða fest sendi-
tæki á stærð við armbandsúr. Til-
gangur rannsóknarinnar er að
skoða áhrif mikils magns meng-
unarefna á borð við PCB og skor-
dýraeitrið DDT á dýrin.
Á Svalbarða og við Barentshaf
era nú um fjögur þúsund hvíta-
birnir. Bann var lagt við veiði
dýranna árið 1973 og því hefur
þeim fjölgað mjög á þessu svæði.
ísbimir eru hins vegar veiddir ár-
lega i Alaska, Kanada, á Græn-
landi og i austurhluta Rússlands.
Á Svalbarða- og Baretnshafs-
svæðinu er mikið um mengunar-
efhi sem berast þangað með loft-
og hafstraumum. Óttast er að
hvítabirnirnir þoli ekki öllu
meira af þeim.
ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI
vökva/veltistýri • 2 loftpúðar • rafmagn í rúðum og
speglum • aflmikil 16 ventla vél • vindkljúfur með
hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum • samlitaðir stuðarar
hæðarstillanleg kippibelti • upphituð framsæti
P/r% . t SOMAíj/
°tSKYLDUBtÞÞ (
BALENO EXCLUSIVE 4X4
1.595.000 kr.
SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bilagarður eht.Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG
bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
NÝR; ENN RÍKULEGAR ÚTBÚINN SUZUKIWAGON
BALENO