Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 13 Fréttir Mikill áhugi Qölmiðla á komu Keikós til Eyja: Vekur heimsathygli „Kanadamennimir sem eru að koma til landsins til að setja niður akkerisfestingamar á kví Keikós i Vestmannaeyjum em búnir að vera i viðtölum í dagblöðum og á út- varps- og sjónvarpsstöðvum bæði í Kanada og Bandaríkjunum," segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy/Keiko-samtakanna. „Flutn- ingur Keikós til íslands vekur at- hygli úti um allcm heim eins og for- sætisráðherra Svíþjóðar sagði í Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-samtakanna. segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-samtakanna sjónvarpinu. Fyrir nokkmm vikum fjölluðu 200 bandarískar sjón- varpsstöðvar um að Keikó væri á leið til ís- lands og núna er starfs- fólk bandarískrar sjón- varpsstöðvar úti í Vest- mannaeyjum og blaða- menn frá stærsta dag- blaði í Oregon. Og það em stöðugar fyrirspurnir og hringingar bæði hing- að og eins í Newport í Or- egon frá bandarískum fjölmiðlum og reyndar frá fjölmiölum úti um allan heim; ekki síst Evrópu." Keikó varð heimsfræg- ur eftir að hafa „leikið“ í kvikmyndinni Free Willy. Fleiri dýr hafa komið fram í myndum og Hallur er spurður hvað það er sem geri hann sérstakan. „Þeir sem komast í námunda við Keikó finna þessa töfra. Þegar maður horflst í augu við Keikó er það ekki síður hann sem er að velta manni fyrir sér heldur en ég velti honum fyrir mér. Hann er mjög skynugur og athugull og hann hefur Áformaður flutningur Keikós til Eyja vekur athygli fjölmiðla um allan heim. sína skapgerð. Hann er dyntóttur og fer sínu fram. Háhyrningar eru kallaðir úlfar hafsins. Þeir þurfa að bjarga sér, þeir gera sér grein fyrir orsök og afleiðingu enda eru þetta magnaðar skepnur." Hallur segir að veröld- in sé heilluð af hvölum. „Og ég tel að það sem heillaði fólk um alla ver- öld - ekki síst börn - var þegar Keikó í myndinni Free Willy stökk yfir brimgarðinn og varð frjáls. Frelsið hefur alltaf heillað mannkynið." Eftir að hafa verið í kvínni í Vestmannaeyjum í ein- hvern tíma fær Keikó tækifæri til að fá frelsið aftur. „En það verður gert að vandlega athuguðu máli. Þegar maður var með dúfnakofann í gamla daga sleppti maður dúf- unum, þær flugu um á daginn en komu aftur í kofann á kvöldin í skjólið og matinn." Dyrnar að kvínni munu standa opn- ar ef Keikó hefur sama háttinn á. -SJ Skálar sameinast Hraöfrystistöö Þórshafnar: Ekki deilt um eignarhlut Tanga DV, Akureyri: „Sameiningarferlið er í gangi en því er ekki lokið,“ segir Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, um sameiningu Skála hf. við Hraðfrystistöð Þórshafh- ar, en Skálar voru sameignar- fyrirtæki Þórshafnarbúa og Vopnfirðinga. Skálar voru stofnaðir árið 1993 að frumkvæði Jóhann A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraöfrystistöðvar Þórshafnar, og Friðriks Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Tanga á Vopnafirði. Skálar keypti m.a. nótaskipið Júpiter og síðar ann- að nótaskip, Neptúnus. Þegar á leið fór að ganga á ýmsu í sam- starfinu, upp komu deilumál og ásakanir um óheilindi, einkum af hálfu Friðriks í garð Jóhanns. Jóhann A. Jónsson segir sameiningarmálinu lokiö hvaö varöar tölur. Hér má sjá loönuskipiö Júpiter. Jóhann A. Jónsson sagði í samtali við DV aö sameiningar- ferli Skála og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar væri í eðlilegum far- vegi en sameiningin væri miðuð við síðustu áramót. Sameining- in var auglýst í Lögbirtingablað- inu og nú stendur fyrir dyrum að halda aðalfúnd Skála og hlut- hafafund í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar til að ganga endanlega frá sameiningunni. Þær raddir hafa heyrst að deilt sé um hver verði eignar- hlutur Tanga á Vopnafirði í Hraðfrystistöð Þórshafnar að sameiningunni lokinni. Jóhann A. Jónsson sagði í samtali við DV að eignarhlutur Tanga yrði rétt um 5%, en Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastóri Tanga, vildi ekki ræða það mál, en vísaði á Jóhann A. í því sam- bandi. -gk Sendibílstjórar og Sjóvá-Almennar: Deila um bótagreiðslur Tryggingafélagið Sjóvá-Almenn- ar sendi fyrir skömmu bréf tU verkstæða og varahlutasala þar sem félagið mælist tU þess að reikningar vegna tjóns á bUum og öðru sem félagið þarf að bæta séu stUaðir á tjónþola en ekki félagið sjálft. Margir sendibUstjórar eru afar ósáttir við þessa tilhögun enda segja þeir hana valda því að þeir þurfi sjálfir að leggja út fyrir virð- isaukaskatti af viðgerð bUa sinna í stað þess að tryggingafélagið geri það. Samkvæmt lögum geta sendibU- stjórar fengið virðisaukaskatt af viðgerðarkostnaði endurgreiddan og þurfa því ekki að greiða aUan viðgerðarkostnaðinn. Það getur hins vegar tekið mánuði að fá end- urgreiðslu viröisaukaskattsins frá skattstjóra og allnokkrir sendibU- stjórar segja þessa tilhögun Sjóvár- Almennra valda því aö þeir neyðist sjálfir tU að leggja út hundruð þús- unda fyrir viðgerðarkostnaði og bíða þess í mánuði að fá endur- greiðslu þess fjár frá skattinum. Ef reikningurinn væri hins vegar stU- aður á tryggingafélagið myndi það greiða hann að fuUu, en sendibil- stjóramir endurgreiða félaginu þegar endurgreiðslan væri fengin frá skattstjóra. Telja bUstjóramir sér vera mikið óhagræði áð þessari greiðslutilhögun og kvarta einnig undan því að þeir þurfi að blanda sínum rekstri inn í það sem þeim kemur ekki við, þar sem þeir verða einnig að taka þetta inn í bókhald sitt. Guttormur Þórarinsson, hjá tjónadeild Sjóvár-Almennra, segir ekki um það að ræða að sendibU- stjórar neyðist tU að leggja sjálfir út fyrir viröisaukaskatti. „Við leggjum út fýrir virðisaukaskatti en áður en við gerum það gerum við samkomulag við tjónþola um að hann endurgreiði okkur virðis- aukaskattinn þegar hann fær virð- isaukaskattinn endurgreiddan. Ef tjónþoli vUl ekki faUast á þetta samkomulag þá eram við að sjálf- sögðu ekkert að leggja út peninga sem óvíst er hvort við fáum greidda aftur en eigum rétt á. Þar með verður hann að leggja út fyrir virðisaukaskattinum sjálfur og ég geri ráð fyrir að þannig sé málum háttað hjá þeim sendibUstjórum sem ósáttir era við þessa tilhögun. Annars stendur öUum slíkt sam- komulag tU boða enda eiga við- skiptavinir okkar ekki að sæta því að þurfa sitja uppi með um 100 þús- und króna kostnað sem þeir fá ekki greiddan fyrr en eftir 2-3 mánuði kannski." Samkvæmt bókhaldslögum á að stUa reikninga á eiganda hluts sem gert er við þó að vátryggingafélag- ið komi til með að borga. Að sögn Guttorms eru Sjóvá-Almennar að- eins að fara að þessum lögum, svo og tilmælum ríkisskattstjóra um að ganga frá málum á þennan hátt. „Helsta breytingin hjá okkur er sú að við göngum skipulegar eftir endurgreiðslu en áður. Ef tU viU era menn ekki búnir að venjast þessari breytingu og era ósáttir þess vegna.“ -kjart Tímareimar Viðurkenndir bílavarahlutir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.