Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 29
JOV FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 29 Töffarar tilbúnir aö láta til sín taka. Grease Rokksöngleikurinn Grease veröur sýndur á stóra sviöi Borg- arleikhússins í kvöld. Grease var frumfluttur í Chicago 1971 og ári síðar var hann sýndur í New York og sló í gegn á báðum stöðum. 1978 var svo kvikmyndin Grease frumsýnd en hún er nú sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim í tilefni af 20 ára afmælinu, meðal annars í Háskólabíói þessa dagana. Myndin er vinsælasta Leikhús dans- og söngvamynd alira tíma. Grease-æðið var í hámarki fyrir tveimur áratugum og ýmislegt bendir til að það skjóti aftur upp kollinum í ár. Aðathlutverkin í myndinni eru í höndum Johns Travolta og Oliviu Newton-John. í íslensku uppfærslunni eru það Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björnsdóttir sem feta í fótspor þeirra. Fjöldi annarra leikara og dansara tekur þátt í uppfærslunni í Borgarleikhúsinu sem hefur not- ið mikilla vinsælda. Danshöfundur og leikstjóri ís- lensku útfærslunnar er Kenn Old- field og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Ein Ijósmynda H.Hannes sem verö- ur á sýningu hans t Kaffi Frank. Sentímentí Á morgun opnar H.Hannes ljós- myndasýningu á KaSi Frank. Á sýningunni verða verk sem H.Hann- es hefur unnið að undanfarið hálft ár. Þema sýningarinnar er tilfmn- ingar en um leið eru myndimar sjálfsmyndir. Myndaröðin Sentí- ment er af meiði þeirrar tegundar ljósmyndunar sem fæst ekki við sýnilegan veruleika heldur þann innri. Það sem H.Hannes birtir áhorfandanum sem ljósmyndir und- ir titlinum Sentíment er kona í blánótt hugans. Og ekki bara ein- hver kona heldur konan sjálf. Kon- an ofsafengin og reið. Konan ást- fangin og blind. Konan saklaus og holdleg í senn. Konan. Sýningin er opin frá kl. 10-01 alla daga og henni lýkur 1. september. Sýningar Vatnslitamyndir í Eden Nú fer í hönd stðasta sýningar- helgi í Eden á vatnslitamyndum eft- ir Sigurbjöm Eldon Logason. Henni lýkur á sunnudag. Þetta er 10. einkasýning Sigurjóns. Sumarsýning framlengd Ákveðið hefur verið að fram- lengja sumarsýningu Listasafns Kópavogs til 2. ágústs. Sýningin ber heitið Fimmt og eru sýnendur fimm, Anna Guðjónsdóttir, Bryndís Snæbjömsdóttir, Ragna Róberts- dóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Reykholtshátíð Sígild tónlist í sögulegu umhverfi í kvöld eru fyrstu tónleikarnir af fjórum á tónlistarhátíðinni í Reyk- holti. Er þetta í annað sinn sem þessi tónlistarhátíð er haldin og er hún komin til að vera, að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, stjómanda háttð- arinnar. Á fyrstu tónleik- unum í kvöld kl. 20.30 verða flutt þrjú íslensk verk fyrir hlé og þar ber fyrst að telja Vocalise eftir Hjálmar H. Ragn- arsson og er um frumflutning að ræða. Flytjendur verksins eru Nina Pavlovski, sópran, Martynas Svégzda, fiðla, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pí- anó. Þegar þeim flutningi er lokið verða flutt tvö verk eftir Jón Nordal, Duo og Myndir á þili. Eftir hlé verður fluttur Strengja- kvartett í f-moll eftir Carl Niel- sen. Á laugardaginn verða tvennir tónleikar. Á hádegistónleikum verða flutt verk eftir P.E.Lange- Muller, P. Heise, Gerswin, Puccini, Catalani og Verdi. Á kvöldtónleik- unum, sem hefjast kl. 20.30, verða flutt verk eftir Beethoven, Debussy, Astor Piazzolla og Cæsar Franck. Lokatónleikamir verða á sunnudag kl. 17. Verða þá flutt verk eftir Grieg, Schumann, Brahms og fleiri. Skemmtanir Flytjendur á tónleikahátíðinni eru Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanó, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lág- fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Gréta Guðnadóttir, fiðla, Mar- tynas Svégzda, flðla, Risyo Lauriala, píanó og Nina Pavlovski, sópran. Síðdegistónleikar á Ingólfstorgi í dag verða síðdegistónleikar á vegum Hins hússins á Ingólfstorgi. Tvær hljómsveitir koma fram, Spit- sign og Bisund. Tónleikamir hefj- ast kl. 17. Nina Pavloski syngur í verki eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Veðrið í dag Léttir til síðdegis Skammt norðaustur af Langanesi er 1004 mh. smálægð sem þokast inn á land og önnur smálægð við suð- austurströnd landsins eyðist. 1024 mb. hæð er yfir Norður-Grænlandi. í dag verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður og sums staðar lítils háttar þokusúld fram eftir degi en léttir síðan heldur til, einkum um landiö austanvert. Hiti verðurr 7 til 16 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestan gola, skýjað og lítils háttar þokusúld í fyrstu en léttir heldur til síðdegis. Hiti verður 10 til 14 stig síðdegis, annars 6 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.58 Sólarupprás á morgun: 4.11 Síðdegisflóð f Reykjavík: 19.09, stórstreymi (4,lm) Árdegisflóð á morgun: 7.31 Veðrið klukkan 6 í morgun: Akureyri rigning 5 Akurnes rigning 7 Bergstaöir rigning 4 Bolungarvík rigning og súld 5 Egilsstaóir Kirkjubœjarkl. alskýjaö 9 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 8 Raufarhöfn rigning 4 Reykjavík skýjaö 7 Stórhöföi skýjaö 8 Bergen skýjaö 14 Helsinki léttskýjaö 19 Kaupmannahöfn Osló léttskýjaö 16 Stokkhólmur 6 Algarve heiöskírt 24 Amsterdam rigning 17 Barcelona heiöskírt 22 Dublin skýjað 12 Halifax þokumóóa 17 Frankfurt léttskýjaö 19 Hamborg léttskýjaö 17 Jan Mayen London rigning 16 Luxembourg skýjaö 17 Mallorca þokumóóa 22 Montreal léttskýjaö 22 New York hálfskýjaö 29 Nuuk hálfskýjaö 7 Orlando heiöskírt 26 París rigning 17 Róm heiöskírt 21 Vín léttskýjað 23 Washington léttskýjaö 23 Winnipeg léttskýjaö 10 Fært á hálendinu Hálendisvegir era færir en í misgóðu ástandi. Langflestar leiðir era færar fjallabílum og einstaka leiðir era greiðfærar fyrir aðra bíla, má þar nefna Kjalveg, Djúpavatnsleið, Tröllatunguheiði og Uxa- hryggi. Vert er að benda fólki, sem ætlar á hálend- Færð á vegum ið um helgina, á að vera vel útbúið til slíkra ferða, veðurbreytingar geta orðið snöggar. Þjóðvegir landsins era greiðfærir en víða era vegavinnu- flokkar að lagfæra vegi. Ástand vega T^Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka S Vegavinna-aögát s Öxulþungatakmarkai Q) ðfært [H Þungfært <£) Fært fjallabllum Brynjar Geir Myndarlegi drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 23. apríl síðastliðinn. Hann var við fæðingu Barn dagsins 4240 grömm að þyngd og 53,5 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Sigur- laug Hrönn Magnúsdóttir og Veigar Þór Sturluson. Brynjar Geir á eina hálf- systur sem heitir Alex- andra Dröfn. dagð^Þ* Dennis Quaid og R. Lee Emery leika tvo ólíka lögreglumenn. Á hælum raðmorðingja Kringlubíó sýnir spennumynd- ina Switchback, sem leikstýrð er af Jeb Stuart, sem er þekktari hand- ritshöfundur en leikstjóri. Skrifaöi hann meðal annars handritin að Die Hard og Fugitive. Switchback fjallar um leit að raðmorðingja. í smábæ í Amarillo er framið morð sem í fyrstu virðist ekkert óvenju- legt en þegar FBI-lögreglumaður- inn Frank La Crosse mætir á svæð- ið kemur í ljós að morðið er ná- kvæmlega eins og morð sem raðmorðingi sem gengur laus hefur framið. La Crose hefur einsett Kvikmyndir ogjjjfr sér að hafa hendur í hári þessa moröingja sem hefur hvað eftir annaö sloppið úr hönd- um hans. Leit La Crosse að morð- ingjanum er einnig persónuleg þar sem moröinginn hefur rænt ungum syni hans til að hafa tök á honum. Frá hitanum í Texas berst leitin til kuldans I Klettafjöllunum þar sem lokaatlagan fer fram. í aðalhlutverkum era Dennis Quaid, Danny Glover, R. Lee Em- ery og Jared Leto. Nýjar kvikmyndir: Bíóhöllin: Armageddon Bíóborgin: Six Days, Seven Nights Háskólabíó: Blúsbræður 2000 Kringlubíó: Switchback Laugarásbíó: Ógn undirdjúpanna Regnboginn: Mimic Stjörnubíó: Skotmarkið Krossgátan r~ 5” T- r 7T é 1 r IO ii U mm n llí jr J k io 5T jr j w □ Lárétt: 1 eggjun, 5 stía, 8 barlómur, 9 truflun, 10 þegar, 11 tæpast, 13 rödd, 15 vein, 16 óvild, 18 lækka, 20 anga, 22 lærði, 23 slá, 24 ekki. Lóðrétt: 1 bæjarhluti, 2 þræði, 3 drukkin, 4 vanrækir, 5 fæddi, 6 möndull, 7 hugur, 12 farga, 14 lesa, 17 spýja, 19 angur, 21 lengdarmál. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 háttvís, 8 úða, 9 rosi, 10 niða, 11 tóg, 13 skaut, 15 ræ, 17 sænska, 19 krot, 21 orð, 22 óð, 23 gildL Lóðrétt: 1 húns, 2 áði, 3 taðan, 4 trausti, 5 vott, 6 ís, 7 sig, 12 órar, 14 kærð, 16 ærði, 17 skó, 18 kol, 20 og. Gengið Almennt gengi LÍ 24. 07. 1998 kl. 9.15 Eininn ___Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,100 Pund 117,460 Kan. dollar 47,510 Dönsk kr. 10,4560 Norsk kr 9,4000 Sænsk kr. 8,9710 Fi. mark 13,1020 Fra. franki 11,8800 Belg. franki 1,9312 Sviss. franki 47,3200 Holl. gyllini 35,3300 Þýskt mark 39,8500 It. líra 0,040280 Aust. sch. 5,6600 Port. escudo 0,3892 Spá. peseti 0,4690 Jap. yen 0,505200 irskt pund 100,090 SDR 94,850000 ECU 78,6300 71,460 72,170 118,060 120,320 47,810 49,120 10,5120 10,4610 9,4520 9,3900 9,0210 9,0420 13,1800 13,1120 11,9480 11,8860 t-. 1,9428 1,9325 47,5800 47,3300 35,5300 35,3600 40,0500 39,8500 0,04053 0,040460 5,6960 5,6660 0,3916 0,3894 0,4720 0,4694 0,50820 0,508000 100,710 100,310 95,42000 95,910000 79,1100 78,9700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.