Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 24
» VÖRUFLUTNIIUGAR Bjapna Haraldssonar AÐAL FLUTNINGAR HÉÐINSGÖTU 2 Afgreiðslan í Reykjavík: Aðalflutningar, Héðinsgötu 2 Sími: 581 3030 - Fax: 581 3036 Afgreiðslan á Sauðárkróki: Verslun Har. Júl. Aðalgötu 22 Sími 453 5124 - Farsími: 852 2824 ✓ STYÐJUM EINSTAKLINGINN FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 Aðalgötu 22 - 550 Sauðárkrókur - Sími 453 5124 Pósthólf 89 - Kennitala 140330-2139 4 ! Hjónabandsvandræði Brnce og Demi: Reyna að bjarga hjónabandinu | Skilnaður þeiira Demi Moore og Bruce Willis kom mörgum í opna skjöldu fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir sífelldar sögusagnir um að hjónaband þeirra hefði lengi verið í molum þá virtust þau lengst af ekki láta það hafa áhrif á sig. Hjónaskilnaður varð samt stað- reynd fyrir nokkru og Demi sagðist ekki geta haldið áfram að búa með Bruce vegna stöðugs framhjáhalds hans. Upp úr sauð endanlega þegar hún kom aö Bruce ásamt ástkonu sinni á heimili þeirra. Nú virðist þó Demi eitthvað vera að renna reiöin því fregnir herma að skötuhjúin hafi ákveðið að draga sig úr sviðsljósinu um tima og gera síðustu tilraun til að bjarga tíu ára gömlu hjónabandi sínu. Demi og Bruce hafa víst ákveðið að láta stjörnulifið í Hollywood lönd og leið og dvelja einvörðungu á búgarði sínum í Idaho-ríki næstu vikumar. Þar hafa þau búið síðustu eUefu árin og þar líður dætrunum þremur aUtaf best. Að sögn vina þeirra eru dæturnar meginástæða þess að þau ætla að gera tilraun tU aö sættast og blása lífí á ný í hjónaband sitt. Þær Rumer, Scout og TaUulah hafa verið ákaUega daprar undanfarið enda nýbúnar að missa ömmu sína og ekki bætti skilnaður foreldranna á sama tíma í hlut. Svo er bara aö sjá hvort fyrirmyndarparinu takist að endurvekja hjónasæluna I>V Sviðsljós George Clooney frábiður sér allt tal um hjónaband: Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár til að kenna ensku og fleiri greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.-10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott húsnæði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. Þýska ofurfyrirsætan, Nadja Auerman, klæðist gegnsæjum toppi yfir svörtum stuttbuxum. Dýravinir geta huggað sig við að pelsinn er úr gerviefnum. Þessi glæsilegu föt eru nýjasta afurö franska tískuhönnuöarins Thierry Muegler en hann kynnti haustlínu sína í Þarís á dögunum. Símamynd Reuter Suóurlamlsbraut ÍO. Simi568 6499 Fax568 0539 Heimasióahttp:, Ungir leikarar eru hálfvitar *'4n skærasta stjcirnan í Hollywood er án efa Matt Damon sem komst á toppinn eftir frábæra frammistöðu sína í kvik- myndinni Good Wili Hunting. En Damon kallar ekki allt ömmu sína og er þekktur fyrir að hafa sterkar skoðanir á hlutunum og vera alls ófeiminn við að láta þær í ljós. Nú hefur gula pressan í Banda- ríkjunum grafið upp fjögurra ára gamalt viðtal við leikarann þar sem hann segir engan vafa leika á því að amerískir ungleikarar séu upp til hópa hálfvitar og mikill fjöldi þeirra sé ekkert annað en fyrirsætur sem haldi að þær geti leikiö. Ummæli Damons eru frá því áður en hann varð frægur og ekki víst að hann myndi taka svo sterkt til orða nú. Reyndar tókst honum að hneyksla kollega sína í Hollywood nýlega þegar hann sagöi að ósk- arsverðlaunin væru bull sem ekkert mark væri takandi á. Gibson kemur vart upp orði Mel Gibson á við dularfullan sjúkdóm að stríða þessa dagana sem veldur því að talfæri hans eru nán- ast lömuð og hann kemur vart upp orði. Mel er búinn að fara I fjölda rannsókna en orsökin er enn óljós. Leikarinn er víst afar áhyggju- fullur eins og gefur að skUja en hon- um hefur verið fyrirskipað að slappa af þangað til sjúkdómsgrein- ing liggur fyrir. ^BSPA Hef aldrei þóst vera dýrlingur Hjartaknúsarinn George Clooney fékk fyrr í vikunni að heyra það sem hann óttast allra mest en það var ósk unnustunnar, Celine Balitr- an, um að þau gangi upp að altar- inu. Clooney hefur alltaf sagt að hann muni aldrei kvænast aftur og þaðan af síður langi hann til að eignast böm. Hann á að baki eitt misheppn- að hjónaband en ástkonumar und- anfarin ár skipta tugum. Meðal þeirra em engar smáskvísur og er skemmst að minnast Kelly Preston, Cindy Crawford, Elle McPherson, Naomi Campell, Dedee Pfeiffer og Courteney Cox. „Ég veit að ég er frægur kvenna- bósi og ég hef átt auðvelt með að slíta samböndum. Sagðist ég ein- hvem tíma vera dýrling- ur?“ segir George og er greinilega ekkert í vafa um eigið ágæti þegar kem- ur að þvi að tæla konur. En Celine er ekki af baki dottinn og nú hefur hún sett George stólinn fyrir dyrnar, annaðhvort giftist þau eða slíti sam- bandinu. Til þess að undir- búa jarðveginn hélt hún George heljarmikla afmæl- isveislu á dögunum. Veisl- unni var þó vart lokið þeg- ar hún sá í iljarnar á Geor- ge sem var rokinn á næsta næturklúbb þar sem hann skemmti sér i hópi fagurra fljóða langt ffam eftir Celine hefur sett Clooney úrslitakosti, annað- hvort giftist þau eða slíti sambandinu. morgni. Þá telja kunnugir að Celine muni ekki verða par ánægð þegar hún heyrir lýsingar George á síðustu mótleikkonu sinni, Jennifer Lopez. George hefur ekki sparað lýsingar- orðin um ástaratriöi myndarinnar Out of Sight. Hann segir Jennifer af- ar kynþokkafulla og fullyrðir að mörg ástaratriðanna séu ekta. „Við bókstafiega rifúm af okkur fótin í einu atriðinu og gleymdum nánast að við áttum að vera að leika,“ seg- ir George, sem virðist ekki óttast að særa tilfinningar unnustu sinnar. Hvort Celine tekst að breyta við- horfum George til hjónabandsins er óvíst á þessari stundu en kunnugir segja að ef henni takist það ekki þá muni engum takast það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.