Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 Neytendur______________________________ Skemmtanaskattur á bíómiða aflagður: Skilar sér ekki Bætt ónæmi Fylgið eftirfarandi leiðbeining- um til að auka viðnám gegn al- gengum sýkingum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur kvikmyndahúsagestum fjölgaö mikið á milli ára. Ljóst er því aö lands- menn láta sig hafa þaö aö standa í langri biöröð ef um góöa mynd er aö ræöa. Skemmtanaskattur og svokallað menningarsjóðsgjald á bíómiða var aflagt um síðustu mánaðamót. Áður var kvikmyndahúsum skylt að greiða 15% af verði miða í skemmt- anaskatt og 1,5% af miðaverði í menningarsjóðsgjaldið. Eftir þessa niðurfellingu hafa gjöld á bíómiðum því lækkað um 16,5%. Enn sem komið er hefur þessi lækkun ekki skilað sér að fullu til neytenda. Um síðustu mánaðamót var algengt verð á bíómiðum á bil- inu 600-650 krónur. Samkvæmt því hefði verð á bíómiðum átt að lækka um 99-107 krónur við niðurfellingu skattsins. Neytendasíða DV kannaði málið og komst að raun um að ekkert bíó- húsanna hefur lækkað veröið svo mikið þótt einhverjar lækkanir hafl orðið. Fjögur hús lækka Regnboginn er eitt þeirra fjögurra kvikmyndahúsa í borginni sem lækkað hafa almennt miðaverð hjá sér. Veröið var nýlega lækkað úr 650 krónum í 600. Að sögn Birgis Sigfússonar hjá kvikmyndadeild Skifunnar stóð það alltaf til hjá Regnboganum að lækka miðaverðið er skemmtanaskatturinn yrði felld- ur niður. Háskólabíó lækkaði miða- verð hjá sér úr 650 í 600 krónur nokkru á undan Regnboganum en Birgir segir að það hafi ekki ráðið úrslitum. Aðspurður um hvort þessi lækkun komi til með að auka að- sókn að Regnboganum sagði Birgir: Það er auðvitað ekki komin nein reynsla á það en mér finnst þessi lækkun bara jákvætt skref i rétta átt. í Regnboganum eru þrír verð- flokkar á bíómiðum: fullorðinsmið- ar á 600 krónur, bamamiðar á 300 krónur og miðar fyrir eldri borgara á 450 krónur. Það er skemmtilegt og gefandi að rækta sinni eigin grasagarð. Flestar jurtir era auðveldar í ræktun og þarfnast lítillar umönnunar þegar þær hafa skotið rótum. Kryddjurtir þurfa yfirleitt þurran jarðveg, mik- ið sólskin og gott skjól. Lækninga- jurtir skal rækta á stað sem er að hluta til í skugga því margar jurt- anna eru upprunnar í skógum og í Háskólabíói eru einnig þrír verðflokkar: fullorðinsmiðar á 600 krónur, barnamiðar á 300 krónur og miðar fyrir eldri borgara á 400 krón- ur. Miðar á sýningar kl. 17 og 19 kosta síðan 400 krónur í Háskóla- bíói. Eftir fyrirspurnir DV í gærdag ákváðu bæði Laugarásbíó og Stjörnubió síðan að lækka miðana hjá sér úr 650 krónum í 600 krónur frá og með deginum í dag. Skattaleiörétting Að sögn Þorvalds Ámasonar, framkvæmdastjóra bíódeildar Sam- bíóanna, eru þessi mál í athugun vaxa best í rakri mold. Sum lækningagrös geta orðiö mjög há. Ef rými er takmarkað er rétt að láta tvær eða þrjár stórar jurtir nægja. Gróðursetjið þær aft- arlega í beði, hafið langt bil á milli þeirra og gróðursetjið skuggaþolin, skriðul grös í kringum þær. þar á bæ. Nú þegar hafa þó ein- hverjar myndir verið lækkaðar úr 650 krónum í 600. „Þrátt fyrir þessa skemmtanaskattsaflagningu eru skattar á bíómiða með því hæsta sem gerist í Evrópu og því má segja að hér sé í raun um skattaleiðrétt- ingu að ræða. Ég tel að fimmtíu kall til eða frá ráði því ekki hvert fólk fer í bió. Það er myndin sjálf sem ræður og þær eru misdýrar í inn- kaupum," sagði Þorvaldur. í Sambíóunum eru nú fjórir verð- flokkar á bíómiðum. Fullorðinsmið- ar kosta 650 eða 600 krónur, bama- miðar kosta 300 krónur og miðar fyrir eldri borgara kosta 450 krónur. Uppskrift: 75 ml ólífuolía klípa af smjöri 1 hvítlauksgeiri, kraminn 175 g saxaðar valhnetur 100 g svartar olífur, gróft skomar 4 msk. steinselja, gróft skorin salt og svartur pipar 450 g spagettí. Fjölgun gesta skilar sér ekki Samkvæmt tölum frá Hagstofu ís- lands voru kvikmyndahúsagestir 1.481 þúsund talsins á síðasti ári og hafði þeim fjölgað um 37 þúsund frá árinu 1996. Þessar tölur jafngilda því að hver landsmaður hafi farið rúmlega fimm sinnum í bíó á síð- asta ári. Þrátt fyrir þessa fjölgun og niðurlagningu skemmtanaskattsins hefur miðaverð í bíó í mesta lagi lækkað um fimmtíu krónur. Ljóst er því aö aukin aðsókn og niðurfelling skemmtanaskattsins hefur ekki skilað sér til neytenda nema að litlu leyti. -GLM Aðferð: Hitið olíuna og smjörið með hvít- lauknum þar til smjörið er bráðnað á pönnunni. Bætið valhnetunum við og látið malla í tvær minútur. Bæt- ið síðan við ólífunum, steinseljunni, örlitlu salti og og talsverðu af svört- um pipar. Hellið þessari blöndu yfir soðið spagettíið og berið fram um- svifalaust. -GLM Forðist allt ruslfæði og mikið unnin matvæli, s.s. smjörlíki, hvítt hveiti og sykur, Minnkið kaffi- og tedrykkju, dragið úr neyslu á salti, rauðu kjöti og kjúklingum. Takið ekki lyf, sérstaklega sýklalyf og stera, nema nauðsyn krefji. Sýnt hefur verið fram á að ofnotkun sýklalyfja skemmir ónæmiskerfið og margar lífverur eru orðnar ónæmar fyrir þessum lyfjum. Reykiö ekki og drekkið í hófi. Allar reykingar eru taldar veikja ónæmiskerfið, svo og óhófleg drykkja. Hreyfið ykkur oft og reglulega, helst í sólskini og dagsbirtu; göngur, hjólreiðar, sund og önn- ur létt hreyfing örva blóðstreymi og auka framleiöslu á T- eitilfrumum. Borðið mikið af ferskum ávöxt- um og grænmeti, (helst lífrænt ræktuðu), heilhveitibrauði og baunum. Drekkið grasa- og ávaxtate og ferskan ávaxtasafa. Forðist streitu eftir mætti, gæt- ið þess að sofa vel og gefa ykkur tíma til hvíldar og til þess að láta fara vel um ykkur. Farið í nudd eða einhverja aðra meðferð sem ykkur þykir notaleg. Hugsið alltaf jákvætt. Margt bendir til þess, einkum hjá krabbameins- og alnæmissjúk- lingum, að jákvæð afstaða til til- verunnar og heilsunnar geti haldið einkennum í skefjum og jafnvel í stöku tilfelli stuðlaö að bata. Takið bætiefhatöflur reglulega; andoxunarefni á borð við A- vítamín eða beta-karótín, C- vítamín og E-vítamín og stein- efnin selen, sink, jám, kalk, magnesí- um og mangan hjálpa til við að vernda líkamanna gegn skaðlegum áhrifum sindurefna. Notið grös sem styrkja ónæm- iskerfið, s.s. sólhatt (veiru-, bakt- eríu-, og sveppaeyðandi), gingseng og hengiblóm. Leifsstöð: Veitingar hækka Veitingar í Leifsstöð hafa hækkaö að meðaltali um 5-6% eftir breytingar á veitingasölunni þar nýverið. Að sögn Jóns Sig- urössonar hjá veitingasölunni hefur vöruúrval verið aukið mik- ið og sumar vörur hækkað en einnig hafa ódýrar vörar verið teknar inn. -GLM -GLM Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl, 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar ncesta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag a\U milH' himjnx "a. Q- Smáauglýsingar E>3 550 5000 Ræktun lækningagrasa Einfalt og fljótlegt eru einkunnarorö þessa girnilega spagettíréttar. Spagettí með ólífum og hnetum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.