Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
7
Kári í jötunmóð
Sagt er að Kári Stefánsson hjá
íslenskri erfðagreiningu sé
kröfuharður maður og vilji fólk
með metnað. Til dæmis um það
er sögð saga af
hjúkrunarfræðingi
sem átti að hafa
sagt upp á einum
spítalanna í ný-
legri launadeilu.
Hún ákvað að
snúa ekki til
fyrri starfa og
leitaði til Kára. í
atvinnuviðtal-
inu spurði hann hvaða hugmynd-
ir hún hefði um launakjör. Hún
ákvað að vera hógvær og svaraði
því til að hún hefði hugsað sér
100 þúsund krónur á mánuði.
Kári á að hafa þagað lengi og sagt
síðan aö hann ætti erfitt með að
greina svo lág laun og spurt
hvort hún vUdi ekki fara heim og
hugsa málið og koma svo aftur...
Afbrotanefnd R-listans
Á fundi borgarstjórnar fyrir
nokkru sté Guðlaugur Þór Þórð-
arson, borgarfuUtrúi sjálfstæðis-
manna, í pontu og vakti athygli á
því að Helgi Hjörv-
ar, borgarfuUtrúi R-
listans, hefði sagt
það í fjölmiðlum
fyrir skömmu að
hann yrði formað-
ur í einni nefnd til
viðbótar þeim
sem hann gegndi
nú þegar. VUdu
sjálfstæðismenn
gjaman vita hvaða nefnd þetta
væri sem tæki tU starfa. Borgar-
stjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, var ekki lengi að verja
flokksbróður sinn og tilkynnti um
stofnun sérstakrar afbrota- og
vímuvamamefndar og að Helgi
yrði þar formaður. Sjálfstæðis-
menn á fúndinum vom því fegnir
að enn væm tU menn eins og
Helgi Hjörvar sem hefðu nú aug-
un opin fyrir hvers kyns afbrotum
sem framin væru í borginni...
Suðurlandsskjálfti
Á Suðurlandi hafa Alþýðu-
bandalag og Alþýðuflokkur núna
tvo þingmenn, þau Margréti Frí-
mannsdóttur og Lúðvík Berg-
vinsson í kjördæm-
inu. Lúðvík er
sagður ótryggur
orðinn og liklegt
talið að bæði séra
Axel Ámason og
Guðmundur Þ.
B. Ólafsson í
Eyjum gætu
hugsaö sér að
setjast í sæti hans.
Sömuleiðis hafa heyrst hugmynd-
ir á Suður-landi um að Ágúst
Einarsson, þingmaður í Reykja-
neskjördæmi, færi sig yfír á Suð-
urland. En hann er Vestmanna-
eyingur í húð og hár og á þar
mjög öflugar ættir. Ágúst er auk
þess talinn eiga mun betri mögu-
leika á Suðurlandi en á Reykja-
nesi þar sem staða Rannveigar
Guðmundsdóttur og Guðmimd-
ar Árna Stefánssonar er mjög
sterk...
Þrumukjafturinn Hannibal
Þegar Hjörleifur Guttormsson
yfirgaf Alþýðu-
bandalagið á dögun-
um rifjuðu félagar
hans upp vísu sem
Helgi Seljan orti
er Hannibal
Valdimarsson yf-
irgaf Alþýðu-
banda-lagið fyrir
fullt og allt á sín-
um tíma:
Þú ert farinn þrumukjaftur,
þín ég sakna mikið skal.
En komdu bara ekki aftur,
elskulegi Hannibal.
Umsjón Hjálmar Blöndal
Netfang: sandkorn @ff. is
Fréttir
Kolmunnastofninn mælist rúm milljón tonna:
Vantar öflugri skip
DV, Akureyri:
„Þessar fréttir eru mjög athyglis-
verðar. Þær eru í raun og veru stór-
fréttir sem kalla á þær aðgerðir að
við undirbúum okkur fyrir það að
geta nýtt þennan stofn. Ef það er
mat fiskifræðinga að hér sé um álit-
legan kost að ræða er það fyrirsjá-
anlegt að einhverjir aðilar munu
fara út 1 skipakaup til þess að geta
stundað þessar veiðar," segir Sverr-
ir Leósson, útgerðarmaður á Akur-
eyri, um þær fréttir að á aðra millj-
ón tonna sé af kolmunna við ís-
landsstrendur sem hægt sé að veiða
verulegt magn úr.
Sverrir segir að þvi miður eigi ís-
lendingar fá skip sem geti stundað
kolmunnaveiðar. „Það þarf geysi-
lega öflug skip í þetta sem sést best
á því að Norðmenn og Færeyingar
sem hafa fengist við þesscir veiðar
hafa talið nauðsynlegt að þau skip
sem þær stunda hafl 6-8 þúsund
hestafla vélar. Nótaskipin okkar eru
sennilega flest með um 2 þúsund
hestafla vélar nema eitt og eitt sem
hefur stærri vél. Ástæða þess
hversu öflugar vélar þau skip þurfa
sem fást við þessar veiðar er fyrst
og fremst sú að kolmunninn heldur
sig ekki í þéttrnn torfum, eins og
loðnan og síldin, og þvi þarf að
veiða hann í flottroll og draga lengi
í einu,“ segir Sverrir. Hann segir
það ljóst að þeir sem muni fjárfesta
í skipum til að geta stundað þessar
veiðar verði ekki einstaklingar, það
verði án efa aðilar sem hafi yfir
bræðslum að ráða og geti því nýtt
aflann í landi.
Um það hvort islenski nótaskipa-
flotinn sé orðinn allt of gamall og
allt að því úreltur segir Sverrir að
það sé auðvitað tvíeggjað að taka
þannig til orða. „Það er hins vegar
alveg ljóst að afkoman í þessum
„geira“ útvegsins hefur ekki verið
með þeim hætti að menn hafi getað
farið í stórar fjárfestingar. Bestu
skipin í flotanum hafa verið með
aflaverðmæti upp á 200-250 milljón-
Snæfellsnes:
Fjör í ferða-
þjónustu
DV, Vesturlandi:
Miklar framkvæmdir hafa stað-
ið yfir hjá Ferðaþjónustu Snjófells
á Amarstapa en þar er verið að
reisa nýtt gistihús með sjö her-
bergjum og sameiginlegri setu-
stofu fyrir gesti. Húsið er keypt
tilbúið og flutt vestur í þremur
hlutum og er nú unnið að því að
setja það saman, smíða við það
sólpall og vinna að ýmsum öðrum
lagfæringum.
Húsnæðið verður bráðlega tek-
ið í notkun til að mæta þeirri
miklu eftirspum eftir gistirými
sem verið hefur upp á síðkastið.
Bundið slitlag á veginum á Amar-
stapa gerir alla aðkomu að ferða-
þjónustunni og höfninni mun
skemmtilegri.
En það em fleiri sem eru að
bæta við sig í gistirými. Snæfells-
ás, samfélagið í Brekkubæ, setti
nýlega upp gistihús með fjórum
herbergjum og baði sem smíðað
er á Selfossi hjá SG-húsum og
flutt í heilu lagi vestur. Húsið er
byggt samkvæmt vistvænum
kröfum og er I samræmi við nýju
húsin sem risu þar í fyrra.
íbúar á Hellnum hafa samein-
ast um að kaupa vegskilti sem
stendur við þjóðveg 574. Inn á
skiltið eru merktir allir bæir á
Hellnum, sumarhús, gönguleiðir
og athyglisverðir staðir, auk þess
sem þjónustuupplýsingar koma
fram. Skiltið veitir góðar upplýs-
ingar og er ágætt framtak íbú-
anna. -DVÓ
Sverrir Leósson útgerðarmaður vill strax undirbúa stórauknar veiðar á kolmunna.
ir króna á ári og það
sjá allir að það
stendur ekki undir
fjárfestingum í dýr-
um skipum sem
kosta sennilega hátt
í tvo milljarða
króna. Ég sé því
ekki annað fyrir mér
en útgerðarmenn
nótaskipa munu
flestir halda áfram
þeirri stefnu að
reyna að bæta og
betrumbæta sín skip
án þess að eyða í það
háum upphæðum í
hverju sinni. Þetta
er bara veruleikinn
eins og hann er,“
segir Sverrir.
-gk
Akranes:
20 mil|jónir í malbikið
DV, Akranesi:
Miklar framkvæmdir eru og
verða í sumar við fegrun og snyrt-
ingu á Akranesi og þarf ekki að efa
að opnun Hvalfjarðarganga eiga þar
hlut að máli. Ekki færri en 9 bíla-
plön við fiölbýlishús verða malbik-
uð og við sum þeirra verða steyptar
nýjar gangstéttir.
Töluglöggir menn á Skaganum
segja að öll herlegheitin kosti yfir 20
milljónir króna. Verktakafyrirtækið
Skóflan hf. á Akranesi sér um að
leggja lagnir og undirbúa flest plön-
in undir malbik. Hlaðbær leggur
þau. Auk þess vinna ýmis verktaka-
fyrirtæki við gerð gangstéttanna.
Þá er þessa dagana verið að und-
irbúa götur við Kalmansvelli og
Smiðjuvelli en þar verður steypt í
sumar. Rætist þá langþráður inu sem hafa lengi barist fyrir
draumur fyrirtækjaeigenda á svæö- þessu. -DVÓ
Starfsmenn Hlaðbæjar-Colas að leggja malbik á plan á Akranesi.
DV-mynd Daníel
Sent lieim
J8" míþrem áleggsteg. 12"
hvítlauksbrauð, 21 Coke og
hvítlauksolía aðeins 1890 kr
16" mlþrem áleggsteg,
aðeins 1280 kr.
TZeqkja&iJí
?éS 4S4S
yó5 istf
J6"mltveim
áleggsteg.
aðeins 940 kr
4Sl Ajjsjrkf*
kr,. ««*.4
18" mltveim
áleggsteg. aðeins
1080 kr.
EJ Siá.it.nr. ernt W'