Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
FramKvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritsflórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgrei&sla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - A&rar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasí&a: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Hlutabréf og sparnaður
Margrét Thatcher sagöi aö til að almenningur skildi
lögmál efnahagslífsins, og þarmeð nauðsyn aðhalds og
stöðugleika á vinnumarkaði, væri besta ráðið að fá
honum hlutabréf í hendur. Það tryggði hún með
aðferðum sínum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Hér á landi hefur á síðustu árum orðið gagnger
breyting á þátttöku almennings á markaði með hluta-
bréf. í dag á þriðjungur íslensku þjóðarinnar hlutabréf.
Þetta er ákjósanleg þróun. Hún ýtir í senn undir sparnað
einstaklinga og styrkir íslensk fyrirtæki.
Aukinn spamað almennings í formi kaupa á
hlutabréfum má fyrst og fremst rekja til atbeina
ríkisvaldsins. ívilnanir í formi skattaafsláttar vegna
kaupa upp að tilteknu marki hafa gefið mjög góða
ávöxtun. Þetta er lykillinn að almennri hlutabréfaeign.
Þessvegna er heimskulegt af hinu opinbera að afnema
skattahvatann. Það letur þróun markaðarins og dregur
úr dreifðri hlutafjáreign almennings. Um leið veikir það
möguleika fyrirtækja til að afla sér fjár.
Hvatning til aukinna hlutaíjárkaupa almennings hefur
jafnframt mikilvægt uppeldislegt gildi. Fyrir utan að gefa
fólki betri skilning á gangvirki flókins efnahagslífs
kenna þau kynslóðunum að spara. Hafl íslendingar þörf
á einhverju er það að skilja gildi sparnaðar.
Á sínum tíma var skattaívilnun stjómvalda ætlað að
styrkja viðskiptalífið jafnframt því að örva til sparnaðar.
Rökin fyrir afnáminu voru einkum þau að bæði
viðskiptalífið og hlutabréfamarkaðurinn væru orðin
nægilega öflug til að hvatans sé ekki lengur þörf.
Hvorutveggja er rangt. íslensk fyrirtæki eru í sókn og
þarafleiðandi í þörf fyrir greiðan aðgang að þeim
fjársjóðum sem opnast á hlutabréfamarkaðnum. Sjálfur
markaðurinn er sömuleiðis ennþá lítt þroskaður og þarf
á virkari þátttöku að halda.
Fyrir allra hluta sakir væri því skynsamlegt af ríkis-
stjóminni að taka aftur upp fullan skattaafslátt vegna
kaupa á hlutabréfum. Það mætti hins vegar breyta
honum til að þjóna betur íslenskum fyrirtækjum og gera
eigendur hlutafjárins virkari á markaðnum.
Þeim tilgangi væri hægt að ná með því að einskorða
skattahvatann við bein kaup á hlutabréfum í einstökum
fyrirtækjum eða sjóðum sem byggjast á mjög háu
hlutfalli hlutabréfa, til dæmis 90 af hundraði, og því mjög
lágu hlutfalli annarra bréfa.
Ástæðan er sú að flestir smáir hlutafjáreigendur hafa
keypt í sjóðum, sem eru byggðir upp á bæði hlutabréfum
en jafnframt miklu magni verðbréfa. Verðbréfakaup í
gegnum sjóðina hafa því notið skattaívilnunar og ekki
gagnast hlutafj ármarkaðnum að fullu.
Með því að einskorða skattahvatann við íslensk
fyrirtæki eða sjóði sem nær eingöngu versla með
hlutabréf í innlendum fyrirtækjum væri því verið að
treysta vaxtarþrótt íslenskra fyrirtækja. Mikilvæg
spamaðarhvatning efldi þannig athafnalíf landsins.
Markaðurinn er enn í lágflugi. Veltan miðað við virði
fyrirtækja á markaðnum er margfalt minni en erlendis.
Það er erfitt að losa hluti nema sætta sig við lægra gengi.
Óvissan hækkar ávöxtunarkröfuna og rýrir verðgildi
bréfanna. Hann þarf því aukinn hreyfanleika.
Skattaleg ömm til hlutabréfakaupa er líkleg til að
auka hreyfanleikann. Um leið og markaðurinn er orðinn
að alvörumarkaði munu erlendir fjárfestar hætta að
hundsa hann. Hnitmiðuð skattahvatning mun því í senn
efla spamað, treysta hlutabréfamarkaðinn og undirstöð-
ur íslenskra fyrirtækja. Össur Skarphéðinsson
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
Japanskir kaupsýslumenn fá sér blund. - Dotta þeir á ver&inum?
Trú sem aldrei
má bila
markaðssálfræöi"
þ.e.a.s. trúin á að allt
hljóti að vera í lagi gaf
sig. Menn eru heldur
ekki sammála um hvað
sé til ráða. Sumir telja
að Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn h£ifi gert rétt
með sínum afskiptum,
aðrir telja að hann geri
illt verra þegar upp er
staðið, enda reyni
hann fyrst og fremst að
bjarga vestrænum fjár-
festum frá miklu tapi í
stað þess að láta þá
sjálfa súpa seyðið af
bráðlæti sínu í gróða-
leit.
Eitt helsta feimnis-
„Því má enginn sem með völd og
ábyrgð fer Ijá máls á því að fjár-
málakerfi Japans eða nálægra
ríkja geti hrunið. Hann er skyld•
ugur til að finna sér bjartsýnis•
smugu..."
Kjallarmn
Árni Bergmann
rithöfundur
Voldugasta trú
samtímans er sú að
hlutabréf og skyldir
pappírar hljóti að
hækka í verði í bráð
og lengd. Hún hefur
að sönnu orðið fyrir
skakkaföllum: hrun
í Indónesíu, kreppa
í Japan, veður öilj
válynd í Rússlandi.
Sumir ganga af
trúnni og spá al-
gjöru hruni á þessu
mikla svæði - hruni
sem muni hafa gíf-
urlegar keðjuverk-
anir um allan heim.
Aðrir bera sig vel,
halda fast í trúna,
herða upp hugann
og telja víst að allt
reddist. Og allir
ausa yflr okkur stór-
um skammti af hag-
fræðirökum.
Ágreiningur
Menn greinir á
um flest. Fyrst um
það hverjum krepp-
an í Austur-Asíu er
að kenna. Ein kenning sakfellir
einkum vanheilagt bandalag
stjórnmálamanna og bankamanna
í Japan og víðar. Önnur kennir
um offlæði af vestrænum pening-
um: rétt áður en kreppan braust
út kepptust alþjóðlegar banka-
stofnanir um að lána milljarði
dollara til þessara hagkerfa með
alltof góðum kjörum og vestræn
tryggingarfélög og lífeyrissjóðir
dembu líka geypifé inn á þessa
markaði. Enn eru þeir sem benda
á að ekkert sérstakt hafi verið að
gerast í atvinnulífi þessara þjóða
sem gat valdið kreppu: hún hafi
ekki síst skollið á vegna þess að
það varð skyndileg „breyting á
málið er þetta: nú hamast menn
við að lýsa hagkerfum Austur-
Asiu sem spiilingardíki klíkuskap-
arins - en fyrir örfáum mánuðum
þóttust flestir vissir um að einmitt
í þeim parti heims hefðu menn
fundið nýja og örugga leið til auð-
æfa og kölluðu hana Asíukrafta-
verkið. Bandariskur hagfræðing-
ur, Paul Krugman, þykir nú einna
helst spámaður - vegna þess að
hann var einn af örfáum sem þótt-
ist sjá það fyrir að illa gæti farið í
kauphöllum Tókíó og Djakarta.
Hann segir frá því að þegar hann
kom fyrir skemmstu á ráðstefnu
stórhöfðingja peningamarkaðar-
ins, hafi þar aðeins verið hlustað á
þá sem töluðu eins og venjulega
um góða tíma og betri - þeir sem
uppi höfðu efasemdir og gagnrýni
voru hafðir að háði og spotti.
Vondar fréttir vildi enginn heyra.
Trú sem höfuödyggö.
Það er ekki því að undra þótt
margir reyni að endurvekja og
styrkja trúna á hið fagra klifur
verðbréfavísitölunnar upp á við.
Sem fyrr segir: sú trú hefur orðið
fyrir skakkafóllum og skakkafóllin
eru óspart notuð til að koma vest-
rænum aga yfir þá sem hafa þóst
geta verið með einhverja sérvisku
í fjármálum eins og t.d. Japanir.
En mikið lengra vilja menn helst
ekki ganga. Þeir óttast trúleysið
meira en flest annað. Sagt hefur
verið að ef Bandaríkjamenn trúi
því að allt sé í lagi í kauphöllum
þá muni það eftir ganga. En ef
þeir missi það traust þá komi
hrun - hvað sem annars er að
gerast í heiminum. Því má eng-
inn sem með völd og ábyrgð fer
ljá máls á því að fjármálakerfi
Japans eða nálægra ríkja geti
hrunið. Hann er skyldugur til að
finna sér bjartsýnissmugu - ann-
ars getur flótti hlaupið í fjárfest-
ingarherinn með mikilli ringulreið
sem ekki er fyrir fjandann sjálfan
að ná tökum á. Og þess vegna er
verðbréfatrúin bjartsýna gerð að
dyggö og hetjudáð eins og hjá þeim
peningafursta sem nýlega sagði:
„Þeir sem þora að ýta frá sér vin-
sælum spádómum um hrun jap-
anska efnahagskerfisins munu á
endanum standa uppi sem sigur-
vegarar." Þeir sem þora að trúa,
þeir munu hljóta lifsins kórónu.
Efahyggja er sjálfsögð í heim-
speki, kirkjur verða að sætta sig
við efahyggju í trúmálum - en á
markaðstorgi peninganna er hún
stórháskaleg, gott ef ekki banvæn.
Árni Bergmann
Skoðanir annarra
Aldrei aftur þriggja ára samninga
„Við höfum verið svikin og það er alveg kristal-
tært, eftir þá reynslu sem við höfum nú fengið, aö
það verða ekki gerðir þriggja ára kjarasamningar
næst. Og ég segi; aldrei framar svona langa kjara-
samninga því það er ekki hægt að treysta viðsemj-
endum okkar og ríkisvaldinu. í þeim er engin fyrir-
staða. Ef við erum ekki tilbúin til að beita afli eins
og kennarar og stéttir innan heilbrigðisgeirans
gera, þá er ekki hlustað á okkur."
Halldór Björnsson í Degi 23. júlí.
Niöurstaðan klauf Alþýðubandalagið
„Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að Alþýðu-
bandalagið ákvað aö ganga til samstarfs við aðra
vinstri flokka um sameiginlegt framboð. Slík niður-
staða hefur legið í loftinu og formaður flokksins
heföi ekkert átt eftir nema að segja af sér hefði sú
stefnumótun ekki veriö samþykkt um síðustu helgi.
Stóru tíðindin af flokksfundi Alþýðubandalagsins
eru hins vegar þau hversu mögnuð óánægja fólks er
innan flokksins með þessa stefnumótun. Þó svo að
forysta Alþýðubandalagsins reyni að gera sem
minnst úr ágreiningi innan flokksins - og njóti til
slíkra verka góðs liðsinnis hinna nýju meðreiðar-
sveina sinna í Alþýðuflokknum - þá blasir einfald-
lega við að niöurstaðan klauf Alþýðubandalagið."
EKG í 5. tbl. Vesturlands.
Frelsið glatast - smám saman
„Nýlega bannaði ESB tóbaksauglýsingar og bentu þá
ýmsir á að slíkar reglur skertu tjáningarfrelsi manna
og ættu því ekki rétt á sér, auk þess sem búast mætti
við að fleiri ámóta bönn fylgdu í kjölfarið. Nú hefur
komið á daginn að þessar aðvaranir voru ekki ástæðu-
lausar, því innan ESB hafa komið upp hugmyndir um
að banna eða takmarka auglýsingar á ýmsum öðrum
vörum. Verði þessar hugmyndir að veruleika munu
auglýsingar á vörum eins og bílum, áfengi, sælgæti,
lyfseðlislausum lyfjum og leikfóngum ekki verða
heimilaðar nema með hugsanlegum takmörkunum.
Þetta sýnir vel hversu hættulegt er að gefa eftir þegar
frelsi manna til athafna er annars vegar.“
Úr Vef-Þjóðviljanum 22. júlí.