Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 17
16 17 + FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 íþróttir Iþróttir Bland í poka Tim Floyd veröur næsti þjálfari NBA-meistaranna Chicago Bulls ef Phil Jackson skiptir ekki um skoðun. Forráöamenn Chicago tilkynntu þetta í gær og þeir halda greinilega enn í þann möguleika að Jackson haldi áfram störfum hjá félaginu. Jerry Reinsdorf framkvæmdastjóri Chicago, segir aö Jackson hafi ávallt neitaö þeim möguleika aö halda áfram með liöið. „Við munum samt gera eina tilraun enn og kannski mun Michael Jordan tala hann til fyr- ir okkur," sagði Reinsdorf í gær. Michael Jordan hefur margoft lýst því yfir að hann leggi skóna á hilluna ef Jackson hætti hjá Chicago. Hann muni ekki byrja upp á nýtt hjá nýjum þjálfara, 35 ára gamall. Opna bandaríska meistaramótið í tennis, sem hefst í lok ágúst, verður greinilega fimasterkt. Þar mæta til leiks 102 af 104 efstu mönnum á heimslistanum. Boris Becker er annar þessara tveggja sem verða fjarverandi en hann er hættur keppni á stærstu tennismótunum. Jamie Redknapp missir af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu með Liverpool. Hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné í gær en hann var skorinn upp á hnénu í apríl og missti af því að leika með Englandi á HM í Frakklandi fyrir vikið. West Ham viröist vera í miklum vandamálum fyrir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 1 knatt- spymu sem verður leikin 15. ágúst. Fimm sóknarmanna liösins verða fjarverandi þvi Ian Wright, Paul Kit- son og Trevor Sinclair em meiddir og þeir Samassi Abou og John Hartson taka út leikbann. Ennfremur verða Rio Ferdinand og Marc Keller sennilega frá vegna meiðsla. Tottenham Hotspur gengur hræði- lega í undirbúningi sinum fyrir úr- valsdeildina. Liðið hefur fengið þriggja marka skelli gegn Grasshopp- ers í Sviss og Bröndby í Danmörku og tapaði síðan 2-4 fyrir Birming- ham. Patrik Klui- vert er á leið frá AC Milan á Ítalíu til Man- chester United, samkvæmt frétt í enska blaðinu Mirror 1 gær. Þar er sagt að félögin hafi náð samkomulagi sín á milli og United greiði um 800 milljónir króna fyrir hoilenska sóknarmanninn. David Unsworth var í gær seldur frá West Ham til Aston Villa fyrir 360 milljónir króna. Hann lék áður með Everton og hafði skamma viðdvöl hjá West Ham, aðallega af fjölskyldu- ástæðum. Michele Padovano er farinn frá Crystal Palace til Peragia á Ítalíu eftir aðeins átta mánaða dvöl. Palace keypti hann á 200 milljónir en selur hann nú á aðeins 120 milljónir. -VS Hörö keppni í stangarstökki á meistaramótinu: „Vonandi stemn- ing á vellinum segir Þórey Edda Elísdóttir, Norðurlandameistari unglinga Þórey Edda Elísdóttir, FH, er nýbakaður Norður- landameistari unglinga í stangarstökki og kem- ur ákveðin til leiks á meistaramót íslands í frjálsum íþróttum um helgina. „Auðvitað stefnir maður alltaf á bætingu en ég yrði mjög ánægð ef ég færi yfir 4,20 metra aftur og 4,30 yrði alveg frábært," sagði hún, bjart- sýn þrátt fyrir erfiða keppni framundan við Völu Flosadóttur og Daníelu Köpemick. „Mér lýst bara mjög vel á þetta. Það er gam- an að fá þær hingað heim. Það verður rosa- lega gaman að fá að keppa við Völu héma heima. Ég vona að það verði stemn- ing á vellinum," sagði hún. Þórey Edda er aðeins 21 árs og hefur keppt einu sinni áður á meistara- mótinu en það var í fyrra. „Þetta verð- ur mjög erfitt. Það getur allt gerst. Þetta get- ur farið hvemig sem er,“ sagði hún um keppnina í stangarstökki. Skemmtilegra keppnisfyrirkomulag Fyrirkomulaginu á keppni meist- Þórey Edda frábært aramótsins hefur verið breytt þannig að úrslit í greinunum fara fram milli tvö og fjögur báða dagana. „Það myndast stemning f kringum þetta. Það verður meiri áhugi að mæta á völlinn. Mér líst rosalega vel á þetta mót. í spjótinu verður rosaleg keppni þar sem Sigmar og Jón mætast. Jón Arnar keppir þama og margir strákar í stangarstökki karla. Það verður skemmtilegra að horfa á úrslitin," sagði hún að lokum. Tvö sterk mót fram undan í Svíþjóö . Þórey Edda hefur nóg að \ gera næstu vikur því 3. \ ágúst keppir hún á móti í Malmö og síðan á 5 stóru móti 5. ágúst í Stokkhólmi sem er liður í Grand Prix mótaröð- inni. Það er mikill heið- ur fyrir Þóreyju að vera boðin þangað. Hún fer svo beint aftur til Malmö þar sem hún mun dvelja með Sidney-hópnum í æfingabúð- um fram að Evrópumeistara- móti. Nánar er fjallað um meistara- mótið á bls. 18. -ÍBE Elísdóttir segir að það yrði að fara yfir 4,30 metra. Ulster-bikarinn í sundi: Eydís bælti metið í Belfast Eydís Konráðsdótt- ir bætti i gærkvöld ís- landsmet sitt í 200 metra skriðsundi. Hún varð önnur í greininni í Ulster-bik- amum í sundi sem nú stendur yfir i Belfast og synti á 2:03,67 mín- útum. Fyrra met hennar var 2:04,40 mínútur. Þetta er annað met Eydís Konráðsdóttir. íslensku keppendanna á mótinu sem hófst á þriðjudaginn. Kvenna- sveitin í 4x100 metra fjórsundi sigr- aði glæsilega á 4:23,10 mínútum en fyrra metið var sett á sama móti fyr- ir níu árum. í sveitinni voru Lára Hrund Bjargardóttir, Halldóra Þorgeirs- dóttir, Eydís Kon- ráðsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Lára Hrund Bjargar- dóttir varð önnur í 200 metra fjórsundi i gær en var þó tveim- ur sekúndum frá sínu besta. Eydís keppti líka í 50 metra baksundi og hafnaði í þriðja sæti. Alls hafa íslensku keppendurnir á mótinu fengið tvenn gullverðlaun, 6 silfur og 3 brons. Mótið stendur yfir í fimm daga og lýkur á morgun. -VS Iþróttir eru einnig á bls. 18 Asthildur og Rósa með 21-árs liðinu Vanda Sigurgeirsdóttir, lands- liðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu, valdi í gær 16 leikmenn fyrir Norðurlandamót 21-árs landsliöa sem fram fer í Hollandi 2.-10. ágúst. Leyfilegt er að nota tvo eldri leikmenn og Vanda valdi A- landsliðskonumar Ásthildi Helgadóttur úr KR og Rósu Júlíu Steinþórsdóttur úr Val til að styrkja liöið. Markverðir eru María Ágústs- dóttir, Stjömunni, og Þóra B. Helgadóttir, Breiðabliki. Aðrir leikmenn em Erla Hendriksdóttir og Sigríður Þor- láksdóttir úr Breiðabliki, Ingi- björg Ólafsdóttir og Kristín Ósk Halldórsdóttir úr ÍA, Edda Garð- arsdóttir og Guðrún S. Gunnars- dóttir úr KR, Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir úr Val, Hild- ur Sævarsdóttir úr Haukum, Hrefna Jóhannesdóttir úr ÍBV, Elfa B. Erlingsdóttir úr Stjöm- unni og Katrín Jónsdóttir úr Kolbotn í Noregi. -VS FH á flugi vann í Borgarnesi, 0-2 DV, Borgarneai: 0-1 Jón Gunnar Gunnarsson (30.) 0-2 Höröur Magnússon (34.) FH-ingar unnu sinn þriöja leik í röð í 1. deildinni í gærkvöld þegar þeir sigruðu Skallagrím, 0-2. FH eygir þar með möguleika á að berjast um úrvalsdeildarsæti. „Við náðum þægilegri stöðu í fyrri hálfleik en vomm kannski of passívir í þeim seinni. Við spiluð- um þó vamarlega mjög vel og ég er mjög ánægður með að við skyldum ekki fá á okkur mark,“ sagði Pétur Ormslev, þjálfari FH. FH-ingar spiluðu vel, með Davíð og Hörð sem bestu menn, og sigur þeirra var sanngjarn. Mörkin tvö voru keimlík og Jón Gunnar og Hörður lögðu þau upp hvor fyrir annan. Skallagrímur var meira með boltann í seinni hálfleik og átti 14 skot gegn 4 en samt engin opin færi. Davíð Ólafsson, FH-ing- ur, átti skot í stöng úr skyndisókn í lokin. Þrátt fyrir tapið var þetta einn skásti leikur Skallagríms lengi. Freyr Bjamason frá ÍA var sterk- ur á miðjunni og kemur jafnvægi á hlutina þar. Maður leiksins: Davíð Ólafs- son, FH. -EP Þór í þrengingum - eftir tap í Akureyrarslagnum DV, Akureyri: 0-1 Jóhann Traustason (36.) Staða Þórsara við botn 1. deild- ar er orðin mjög alvarleg eftir ósigur gegn KA, 1-0, í Akureyrar- slagnum í gærkvöld. KAkom sér hins vegar á aðeins lygnari sjó í deildinni. Fyrri hálfleikur var ömurlegur af hálfu Þórs og ekki hægt að sjá á leik liðsins að það stæði í fallbar- áttu. KA-menn áttu meira í leikn- um, skoraðu mark og var alveg ljóst í hvaö stefndi. Þórsarar sóttu þó meira i sig veðrið í seinni hálf- leik og besta tækifæri þeirra kom á 80. mín. þegar Jóhann Þórhalls- son skallaði boltann í stöng. Þórs- arar sóttu eins og þeir gátu en allt kom fyrir ekki. KA-menn skoruðu svo í lok leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu. „Ég verð að vera ánægður með úrslitin enda get ég ekki annað. Við lyftum okkur frá þessum vandræðum sem við höfum verið í að undanfömu," sagði Nói Björns- son, aðstoðarþjálfari KA. Nú blasir við Þórsurum fall í 2. deild en ef þeir ætla að forðast það mættu þeir fara að hala inn stig enda núna 7 stig í næsta lið en þeir hafa aðeins fengið 5 stig eftir 10 umferðir. Maður leiksins: Niklas Lars- son, KA. -JJ Ekki alltaf dans á rósum Justin Rose, breski táningurinn sem sló svo eftirminnilega í gegn á opna breska meistaramótinu í golfi í síðustu viku, hóf sitt fyrsta mót sem atvinnumað- ur í gær en hann tekur þátt í opna hol- lenska meistaramótinu. Ekki var fyrsti dagurinn dans á rósum því Rose lék á 77 höggum og er 14 höggum á eftir fyrsta manni, sem er landi hans, Lee Westwood. Rose, sem er aöeins 17 ára, sagði að ef- laust væm þetta eftirköst eftir velgengn- ina og alla athyglina sem árangur hans hefði vakið. -VS Villeneuve í nýtt liö Jacques Villeneuve, heims- meistarinn í formúlu eitt kapp- akstri, skrifaði í gær undir samning við nýtt keppnislið, British American Racing. Hann keppir fyrir Williams út þetta tímabil en gengur siðan yfir í raðir BAR. „Nú eigum við góða mögu- leika á að ná því markmiði okk- ar að komast strax í fremstu röð,“ sagði Craig Pollock, fram- kvæmdastjóri BAR, eftir undir- ritunina. -ÓSG/VS Katrín Jónsdóttir: Níu mörk í sex leikjum Katrín Jónsdóttir, landsliðs- kona í knattspymu, hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu, Kolbotn, í norsku knatt- spymunni að undanfórnu. Katrín hefur skorað níu mörk í síðustu sex leikjum liðsins í deild og bikar en Kolbotn er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og er komið í átta liða úrslit bik- arkeppninnar. -VS Veron neitar ásökunum Juan Veron, leikmaður Parma og argentinska landsliðsins í knattspymu, harðneitar ásökun- um um að hann hafi verið tek- inn fyrir neyslu kókaíns og al- sælu fyrir HM í Frakklandi. Hann er æfur út í argentínska blaðamenn og segir þá ofsækja sig. Allt sé þetta vegna þess að hann og Diego Maradona séu miklir vinir en Maradona hefur sem kunnugt er átt við eitur- lyfjavandamál að stríða. -VS Fær England HM árið 2002? Englendingar gera sér góðar vonir um að fá til sín lokakeppni HM í knattspyrnu árið 2002. Hún átti að fara fram í Suður-Kóreu og Japan en FIFA hefur lýst yfir andstöðu við þá ósk Suður-Kóreu að halda keppnina í september. Kóreubúar telja ófært að halda hana um hásumarið því þá sé regn- tíminn I landinu. Margir telja þó að þetta sé aöeins yfirskin, Kóreubúarn- ir vilji hætta við að halda keppnina vegna hins slæma ástands í fjármál- um landsins. -VS Atökí Brasilíu Brasiliumenn hafa hætt við að spila vináttulands- leiki í knattspyrnu í Suður- Kóreu og Japan i næsta mánuði. Innanhússátökum í brasilísku knattspyrnu- forystunni er kennt um en allt virðist vera í lamasessi í þeim herbúðum eftir hörmulega frammistöðu brasilíska liðsins í úr- slitaleik HM í Frakklandi á dögunum. -VS Jón Þórir Jónsson stjórnar fagnaðarópum Blika í búningsklefanum eftir góðan sigur á Vikingum í toppslagnum. Jón Þórir, sem áður var marksækinn sóknarmaður, hefur leikið mjög vel í vörn Breiðabliks í sumar. DV-mynd Teitur Blikar a beinni braut - komnir í þægilega stööu á toppi 1. deildar eftir mikilvægan sigur á Víkingum, 2-1 1- 0 Bjarki Pétursson (21.) 2- 0 Bjarki Pétursson (40.) 2-1 Smnarliði Árnason (60.) Breiðablik vann glæstan sigur, 2-1, á Víkingum í Kópavoginum í topp- slag 1. deildar í gær. Blikar era því efstir og komnir með annan fótinn í efstu deild að ári. Blikamir byrjuðu leikinn af mikl- um krafti gegn óskipulögðum Víking- um. Þeir sóttu stíft og sýndu oft á tíð- um skemmtilega knattspyrnu þar sem boltinn gekk hratt manna á milli. Víkingar einbeittu sér að því að verjast vel og sækja svo hratt fram en sóknir þeirra í fyrri hálfleik vora marklausar. Eftir eina slíka misstu þeir boltann og Blikar sóttu hratt fram. Kjartan Einarsson átti góða sendingu inn fyrir vöm Víkinga þar sem Bjarki Pétursson afgreiddi bolt- ann snyrtilega neðst í vinstra homið fram hjá Gunnari markmanni. Víkingar sóttu meira stuttu eftir markið en náðu ekki að koma sér inn í leikinn. Það vom því Blikar sem héldu ótrauðir áfram. Þeir bættu við öðru marki er Sigurður Grétarsson sendi glæsilega sendingu á Bjarka sem komst aftur einn inn fyrir vörn Víkinga og skoraði af öryggi. „Ég þakka liðsheildinni sigurinn. Hún stóð sig frábærlega og vann all- an leikinn. Hún hélt áfram, á hverju sem gekk. Við bjuggumst við bar- áttuleik og fengum baráttuleik. Við spiluðum vel og þetta var bara glæsi- legt hjá okkur. Þetta er náttúrlega ekki nærri því búið ennþá,“ sagði Bjarki Pétursson sem spilaði afburða- vel fyrir Breiðablik. Ásamt því að skora tvö mörk var hann beittur í sókn Blika og varðist einnig vel. í síðari hálfleik komu Víkingar ákveðnir til leiks og voru betri aðil- inn mestan hlutann. Amari Hrafni Jóhannssyni var skipt inn á og hleypti hann miklu lifi í sóknarleik Víkinga. Það var síðan eftir sendingu frá Amari að Sumarliði Ámason, sem var fyrir utan teig, hamraði bolt- ann í netið. Það sem eftir lifði leiks- ins reyndu Víkingar allt sem þeir gátu til að jafna leikinn en tókst ekki þrátt fyrir ágæta tilburði fyrir fram- an mark Blika. „Þetta er firnasterkt lið hjá Blik- um. Við vorum ekki tilbúnir í byrjun og okkur var refsað grimmilega fyrir það með tveimur mörkum. Við feng- um möguleika á að jafna leikinn en því miður eins og fyrr í sumar þá hef- ur okkur ekki tekist að nýta dauða- færin okkar,“ sagði Þrándur Sigurðs- son sem spilaði ágætlega ásamt Hauki Úlfarssyni, Sumarliða Áma- syni og Gunnari hjá Víkingi. Hjá Blikum voru Bjarki, Che Bunce, Sig- urður, Araar Hrafn og Kjartan at- kvæðamestir. Maður leiksins: Bjarki Péturs- son, Breiðabliki. -ÍBE HK í hremmingum - tapaði 6-1 gegn Fylki í Árbænum O-l Villý Þór Ólafsson (19.) 1- 1 Hrafhkell Helgason (23.) 2- 1 Amaldur Schram (41.) 3- 1 Amaldur Schram (43.) 4- 1 Gunnar Þór Pétursson (57.) 5- 1 Finnur Kolbeinsson (65.) 6- 1 Guðjón Guðjónsson (90.) Fylkismenn unnu stórsigur, 6-1, á slökum HK-mönnum í Árbænum í gær- kvöld. Þeir em aftur komnir í toppslag- inn í 1. deild en HK situr sem fyrr í slæmum málum á botninum. Fylkismenn byrjuðu strax á stórsókn en HK skoraði þó úr laglegri skyndi- sókn, gegn gangi leiksins. Fylkismenn vom fljótir að jafna með góðu skalla- marki og í þeirri stöðu kom skásti leikkafli HK þar sem það hélt uppi nokkrum sóknarþunga. En þá kom til kasta Arnaldar Schram sem lék sinn fyrsta leik fyrir Fylki. Hann skoraði tvívegis og þar með vom Fylkismenn í vænlegri stöðu i leikhléi. Stórsókn Fylkis hélt áfram í síðari hálfleik og eft- ir 12 mínútur skoraði Gunnar Þór Pét- ursson glæsilegasta mark leiksins með þrumuskoti utan vítateigs. Eftir að Fylkir komst í 5-1 var HK-manninum Hafþóri Hafliðasyni vísað af velli. Fylkir lék á köflum prýðilega, sér- staklega í seinni hálfleik, og eiga allir leikmenn hrós skilið. Gunnar Þór og Amaldur voru þeirra bestir. Enginn stóð upp úr í slöku liði HK. Helst skal þó nefna frammistöðu varamarkvarðar- ins Hjörvars Hcifliðasonar sem sýndi ágæt tilþrif eftir að hann kom inn á. Maður leiksins: Gunnar Þór Pét- ursson, Fylki. -HI 1. DEILD KARLA Breiðablik 10 8 0 2 19-9 24 Víkingur 10 6 2 2 15-10 20 Fylkir 10 5 2 3 17-12 17 FH 10 5 1 4 15-12 16 KVA 9 4 2 3 13-9 14 Stjaman 9 3 4 2 8-9 13 Skallagr. 10 3 3 4 15-15 12 KA 10 3 3 4 12-14 12 Þór HK 10 1 2 7 9-15 5 10 1 1 8 12-30 4 Stjarnan og KVA mætast í Garðabæ kl. 14 á laugardag. Hjörtur Hjartarson úr Skallagrími er markahæstur í 1. deild með 6 mörk. Höróur Magnússon, FH, Steindór Elíson, HK, og Atli Kristjánsson, Breiðabliki, era með 5 mörk hver. 2. DEILD KARLA Leiknir, R.-Ægir ...............2-1 Óskar Alfreðsson, Haukur Gunnars- son - Ólafur Ingason. Reynir, S.-Völsungin-...........5-0 Siguröur Valur Ámason 2, Marteinn Guðjónsson, Einar Júlíusson, Antony Stissi. Víðir 10 10 0 0 29-9 30 Leiknir, R. 11 6 2 3 21-12 20 Dalvík 10 KS 10 Ægir 11 Tindastóll 10 Völsungur 11 Reynir, S. 11 17-13 18 16-15 18 22- 22 15 21-17 14 21-26 11 23- 27 10 Fjölnir Selfoss 10 2 1 7 12-30 7 10 2 0 8 19-30 6 í kvöld leika Dalvík-Víðir og KS- Fjölnir kl. 20. 43335» V A M iyi | Ekkert Koffin - enyinn hvitur sykur! ® Ekkert Koffin - enyinn hvítur sykur! MKjTiWMMm.M VOK«. \ r</ T« ^5 a S. p' r< 7s- Einstaklingar og félög sem nota Leppin sport orkudrykki og bætiefni skara alls staðar fram úr. 77/hamingju -þið eruð frábær Þórey Edda Elísdóttir Norðurlandameistari unglinga í stangarstökki. Óðinn Þorsteinsson, drengjamet í kringlukasti á Eyrarsundsleikunum. Martha Ernsdóttirog Sigmar Gunnarsson sigruðu í Akureyrarmaraþoni. Vala Flosadóttir, í 5. sæti á Friðarleikunum í stangarstökki. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, íslandsmeistari í 50m skriðsundi. Guðmundur Stephensen, silfurverðlaunahafi á Evrópumóti unglinga í borðtennis. ÍBV og Grindavík unnu leiki sína með Leppin í Bikarnum. ÍR, KR og ÍBV unnu leiki sína með Leppin í Landsímadeildinni. (^]TdYV777\ Ofantaldir eru allir sannarlega notendur Leppin sportvara! „Úr meðalmennsku á toppinn með orkudrykkfrá Leppin" Leppin sport vörurnar fást um allt land í íþróttavöruverslunum, Hagkaupum/Nýkaupum og líkamsræktarstöðvum. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.