Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 12
12 Spurmngin FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 Ferðu regluíega í klrkju? Anna Kristín Heiðarsdóttir Berg- mann, 11 ára: Já. íris Björk Róbertsdóttir, 10 ára: Bara stundum. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, 10 ára: Nei, ekki oft. Lesendur Meira líf í þjóðkirkjuna í Hvítasunnumessu í Fíladelfíu. Konráð Friðflnnsson skrifar: Þegar heiðnin var gerð brottræk úr landinu og kristnin innieidd, fyr- ir bráðum þúsund árum, fóru menn að reisa sér kirkjur viðs vegar um landiö. Frá þeim tíma hefur kirkjan skipaö veglegan sess í íslensku sam- félagi. Rúmlega 80% þjóðarinnar til- heyrir þjóðkirkjunni og þetta fólk sækir messur í kirkjumar þegar það nennir og reynir að fela geispann. í kirkjunni lætur fólkið skíra, gifta og ferma og þar eru menn síð- an jarðsungnir við ævilokin. Allt samkvæmt þeim stöðlum sem menn setja sér. Málið er einfalt: Þjóðkirkjan er ákaflega formfost og tekur illa öll- um breytingum innandyra. En mað- ur spyr sig hvort ekki sé tímabært að taka margt af þvi sem þar gerist til endurskoðunar. Er það máske út í hött að lífga örlítið upp á starfsem- ina sem fram fer í kirkjunni? Það mætti gerast með öðruvísi söng og hljóöfæraleik en viðgengist hefur í aldaraðir. - Með öðrum orðum; gera þetta endalausa orgel og kór útlæg en koma með í staðinn eilítið af nú- tímanum. Það er kannski algjör villa að hugsa svona. Sannleikurinn er þó sá að sér- hver athöfh í þjóðkirkjunni er svo vanabundin að hægt er að stilla úrið sitt eftir henni. Það er t.d. stað- ið upp í messunni, rétt um 15 mín- útum eftir að guðsþjónustan hófst. Og annað í þeim dúr. Lítum svo til mótvægis á nýja söfnuði sem spretta upp víða um borg og bæi. Þeir eru flestir utan við hefðbundinn ramma þjóðkirkj- unnar og heita þá „sértrúarsöfnuð- ir“. Sem er auðvitað rangnefni. Á samkomum þar er fólkið glatt og hver syngur með sinu nefi, oft við undirleik annarra hljóðfæra en org- els, t.d. bara kassagítars. Og merki- legt nokk; á þessum samkomum skemmta menn sér konunglega. Sumir stappa með fótunum, aðrir falla í gólfið, eða dansa, klappa sam- an höndunum eða annaö sem þeim hentar. - Já, „þessar" kirkjur eru fullar af lífi og þrótti og það er gott mál. Er eitthvað hallærislegt að'sleppa fram af sér beislinu í guðshúsi? Mun Herranum mislíka slík fram- koma manna? Ég fullyrði að svo sé ekki. Jesús leitar einmitt slikra til- biðjenda, sem trúa líka í einlægni. Nú er kominn tími til að þjóðkirkj- an kasti sumu því sem hún hefur of- notað og taki upp nútímalegri að- ferðir við að þjóna guði. Hætti að tala um „villu“ í hvert sinn sem menn koma fram með skynsamleg- ar tillögur til breytinga. Hvaða góðæri? H.H. skrifar: Mér uröu á þau mistök í seinustu kosningum til Alþingis aö kjósa D- listann. - Bæði var að loforð hans voru góð og einnig hélt ég í bama- skap mínum að þar sem ungt fólk var þar áberandi á listanum yrði um einhvem skilning að ræða. En hver hefur orðið raunin? Nú er allt gert til þess að ná af okkur, þessum ræflum sem eigum við þau kjör að búa að þurfa að lifa á bótum ein- hvers konar, hverri einustu krónu. Og ekki hafa bætumar hækkað. Staða mín í dag er sú, að um miðj- an mánuðinn verð ég aö fara að slá lán og geng þar með á höfuðstól næsta mánaðar. Bæði er að lyf þau sem ég þarf að nota ásamt þeim sem ég fæ ókeypis em dýr og eins má ekki falla úr máltíð án þess að ég tefli öllu í voða hvað heilsufar snertir. Það veit sá sem allt veit að í næstu kosningum kýs ég eitthvað allt annað en ég kaus seinast. Við, bótaþegar, verðum jú líka að lifa úr því það er okkur áskapað. Því er mér sífellt spum: Við hvað er góð- æri miðað þegar það er nefht á nafn? Bankamál og burðarásar Hve mikla peninga skyldi þurfa til að seðja hungur burðarásanna? Einar Þorsteinsson skrifar: Þaö ætlar enginn endir að verða á uppljóstrunum um misferli eða mis- notkun á almannafé hjá opinbem stofhununum, bönkunum eða fyrir- tækjum á vegum hins opinbera. Ég er nú farinn að trúa þeim orðum sem einn starfsfélagi minn lét falla nýlega í kaffitíma hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Hann sagði að allt stjórnsýslukerfið logaöi af svikum og prettum og innan um og saman við annars heiðarlegt starfsliðið væru rummungsþjófar sem leynt og ljóst skömðu eld að sinni köku. Helst í formi ferðalaga til útlanda í tilbúnum erindagjörðum og væra dagpeningar stór þáttur í spilling- unni. Þetta datt mér í hug þegar Búnað- arbankamálin vom í fréttunum og hafa verið allt til þessa. Nú síðast vegna íbúðar á vegum bankans í höfuöborg Bretaveldis. - Spurt er hvort hinir og þessir, óviðkomandi Búnaðarbankanum, hafl fengið af- not af ibúðinni. Svörin eru lin og enn þá linari em fréttamennimir sem spyrja spurninganna, t.d. á sjónvarpsstöðvrmum. Þeir spyrja ekki viðkomandi sem þar hafa búið hvort þeir hafi þá ekki sleppt því að taka dagpeninga sem svarar afnotum af Búnaðar- bankaíbúðinni. Nei, enginn spyr neins. Það er heldur ekki spurt hver mörkin séu á milli Landsbanka- málsins og Búnaðarbankamálsins, þar sem því er haldið fram og getiö i fréttum, að Búnaðarbankamálið sé aUt „innan marka". - Hvaða marka, ef ég má spyrja? Er ekki bara sannleikurinn sá, aö burðarásar stjórnsýslunnar eru peningasjúkir og þurfa sífellt meiri og hærri peningaupphæðir til að seðja hungur sitt? Hungur eftir vellystingum og hóglífi, helst sem lengst frá íslandi, en á kostnað okk- ar íslenskra skattgreiðenda. DV Vanhæf fyrirtæki? Benedikt hringdi: Það hefur áreiðanlega kraumað illa í mörgum við tilkynningu frá embætti skattstjóra um að líklega yrðu álagningarseðlar einstaklinga tilbúnir hinn 1. ágúst nk. Hins veg- ar væri annað uppi á teningnum varðandi fyrirtæki - svokallaða lögaðUa. Þeir þyrftu ekki að búast við neinum álagningarseðlum fyrr en í október. Ástæðan? Jú, fyrir- tækin hefðu fengið staölaö form til útfyllingar við gerð skattaframtals og fyrirtækin hefðu ekki skilið formið og því væri erfitt um vik að leggja á þau nema eftir mikla auka- vinnu. Em þessi fyrirtæki þá ekki vanhæf að halda úti rekstri yfir- leitt? Eða endurskoðendur þeirra; Em þeir lika vanhæfir? Lokunartími veit- ingahúsanna Þorvaldur hringdi: í bígerð er að leyfa eigendum veitingahúsanna að hafa opið allan sólarhringinn. Gott og vel. En mér skilst að þessu fylgi að hætta eigi sölu á áfengi kl. 02.30 eins og venju- lega. Hvaða gestir veitingahúsanna vilja sitja inni og fá ekki keypt það sem boðið var upp á? Eða hvaða eigandi veitingahúss vill hafa opið og selja ekki neitt? Hefði ekki verið réttara að heimila opnun til svo sem kl. 05.00 að morgninum lengst, fyrir þá sem vilja sitja svo lengi að sumbli? Aðrir myndu fara fyrr heim hvort eð er. Góða veðrið hér syðra Svala skrifar: Allir hér sunnanlands eru ánægðir með góða veðrið sem hald- ist hefur næstum samfleytt frá því í vor. Norðanlands er því meira sól- arleysi og kuldi. En þessu hefur líka verið öfugt farið síðustu sum- ur, og það í allmörg ár. Sífellt sól- skin nyrðra en súld og vindur hér syðra. Menn þurfa því ekki að vor- kenna þeim norðanlands þótt einu sinni bregði birtu um hásumarið. - En sé þetta veðurfar afleiðing enn stærri og umfangsmeiri breytinga á veðurfari hér á norðurhveli jarðar er ekkert gaman á ferð. Heit sólin bræðir nefnilega úr Grænlandsjökli og flytur isjaka hingað norður fyrir land. Það hefur þá áhrif alls staðar á landinu. Vonum samt hið besta en við getum búist við hinu versta. Fagna bókar- kaffistað B.K.Á. hringdi: Ég sá frétt um aö Penninn, bóka- verslun í Austurstræti hér í Reykjavík, hyggðist koma upp svokölluðu bókarkaffi í húsakynn- um sínum. Þetta er mikil gleðifrétt fyrir marga sem vilja eiga þess kost að geta sest niöur og fengið sér kaffibolla og kannski með því um leið og þeir eiga þess kost að líta á bók eða timarit sem þeir kaupa svo að loknu yfirliti. Menn mega þó ekki sitja þarna of lengi og teppa þannig sæti fyrir öðrum sem inn koma. En nýjungin er mikils metin engu að síður. Ferðatösku- tilboð? AIU hringdi: Ég er í þann veginn að leggja upp í ferðalag til útlanda og þarf að koma mér upp nokkrum töskum sem taka mitt góss allt. Nú er ég bú- inn að ganga búð úr búð til að skoða töskur en mér hentar ekki það háa verð sem á þeim er. Nú síð- ast sá ég auglýsingu um tilboðsverð á fjóram töskum. Verðið er samt enn of hátt, eða tæpar 13.000 krón- ur. Ég var í Englandi í fyrra og láð- ist að kaupa þar töskur sem voru á u.þ.b. helmingi lægra verði, fjögur stykki. Það er óhóflega hátt verð á töskum hér á landi. Og mikill mis- skilningur að verðleggja svona hátt, það leiðir til þess að fólk bíður meö að kaupa þar til það kemur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.