Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
15
Rannsóknar-
réttur hinn nýi
Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. - Stööugar rannsóknir á „hneykslis-
málum'' hafa angraö hann allt frá fyrsta degi. Ekkert hefur hrifið.
Sú var tíðin að hver
sá sem ekki fylgdi ná-
kvæmlega þeim for-
skriftum sem réttar
töldust að guðs og
manna lögum var lát-
inn sæta hjóli og
steglu, skúfsliti
og/eða brennu á báli.
Allt var þetta gert til
að frelsa sálir hinna
villuráfandi enda
kölluðust galdra-
brennur trúarathafn-
ir (auto da fe) og
hreinsuðu samfélagið
um leið af brotum
syndaranna. Sagt er
að sagan endurtaki
sig aldrei en mann-
fólkið endurtaki sjálft
sig í sífellu. Sönnun
þess getur nú að líta í Bandaríkj-
unum þar sem sjálfur
Torquemada hinn spænski, mest-
ur rannsóknardómari allra tíma,
er endurborinn í Kenneth
nokkrum Starr sem af sama hug-
arfari og einkenndi þá sem eltust
við trúvillu hundeltir nú hvern
þann sem hugsanlega kann að
hafa villst af vegi dyggðarinnar í
stjórnartíð Bills Clintons, og ekki
síst hann sjálfan. Viðurlögin eru
ekki aðeins trúarathöín heldur
ærumissir, gjaldþrot og starfsfer-
ill í rústum. Pyntingamar eru
annars eðlis en fyrr-
um en sama hugsun
er að baki.
Heift
Þeir verðir siðgæðis-
ins sem tönnlast
hafa á óguðlegu líf-
emi Clintons allt frá
1992 eru fyrst og
fremst pólitískir
andstæðingar og þá
fyrst og fremst bók-
stafstrúarmenn og
biblíustaglarar í
Suðurrikjuunm, auk
hinna öfgafyllri
hægrimanna. Clint-
on er eitur í beinum
þessara afla og hefur
verið frá upphafi.
Þetta er djúpstæð
persónuleg óvild sem beinist að
honum sjálfum en ekki stefnu
hans, enda er hann vinsælli for-
seti en nýleg dæmi em um og
Bandaríkin blómstra sem aldrei
fyrr undir hans stjóm.
Stöðugar rannsóknir á
„hneykslismál-
um“ hafa angrað
hann aOt frá
fyrsta degi, og
stöðugt dynur á
með nýjum „af-
hjúpunum". Ekk-
ert hefur hrifið,
Whitewatermálið
er dautt, forseta-
hjónin gerðu þar
ekkert ólöglegt,
Paula Jones hef-
ur verið lýst
ómarktæk, síð-
asta hálmstráið er upptaka af sim-
tölum Monicu Lewinski við vin-
konu sína, Lindu Tripp, þar sem
hún segist hafa átt í sambandi við
Clinton en segist jafnframt hafa
logið aUa sína ævi. Út á þetta skal
Clinton hrakinn úr embætti enda
þótt hann og Monica hafi bæði
svarið fyrir allt kynlíf. Takist
Starr að sanna meinsæri á forset-
ann út af þvi máli skal hann fyrir
landsdóm og yfir honum haldin
trúarathöfn. Af þessu er nýjasta
upphlaupið út af lífvörðunum.
Arfleiö Nixons
Sá rannsóknarréttur sem nú
starfar var fyrst settur yfir Nixon
út af Watergatemálinu. Síðan hafa
blaðamenn og blaðurmenn hamast
á hneykslum í von um að verða
jafnfrægir og Woodward og Bem-
stein. Lögin mn rannsóknardóm-
ara renna út á næsta ári og mis-
notkun Starrs á valdi sínu tryggir
að þeim verður breytt. Hvað sem
líður tali um „óháðan“ rannsókn-
ardómara er augljóst að pólitísk
öfl standa á bak við öU þessi mál
og ekkert hefúr sannast á Clinton.
Samt á að eyðUeggja mannorð
hans og varpa skugga á dóm sög-
unnar um forsetatíð hans með
stöðugum straumi af hálfsannleik
og dylgjum.
Ef tU viU er þetta vitnisburður
um hversu vel Clinton hefur stað-
ið sig í starfi, óvinir hans ráðast á
persónuna, ekki forsetann. Það er
hins vegar dapurlegt að sjá þetta
fyrirmyndarríki alls hins vest-
ræna heims taka upp vinnubrögð
sem lögregluríki gæti verið fuU-
sæmt af.
Starr og hans menn vinna eftir
lögum sem ekki ættu að þekkjast i
lýðræðisríki og heyra vonandi
sögunni tU eftir næsta ár, rétt eins
og rannsóknarrétturinn fyrri.
Gunnar Eyþórsson
Kjallarinn
Gunnar
Eyþórsson
blaðamaður
„Þeir verðir siðgæðisins sem
tönnlast hafa á óguðlegu líferni
Clintons allt frá 1992 eru fyrst og
fremst pólitískir andstæðingar
og þá fyrst og fremst bókstafs•
trúarmenn og biblíustaglarar í
Suðurríkjum.u
Húsbréfakerfið hefur sannað sig
Fyrir skömmu skrifaði Stefán
Ingólfsson verkfræðingur grein í
DV sem hann kaUar „Heimsins
versta húsnæðislánakerfi". Oft
hefur Stefán skrifað af litlu viti
um húsnæðismál en í þetta sinn
slær hann öU fyrri met. Ég get
hreinlega ekki lengur orða bund-
ist.
Gott kerfi
Húsbréfakerfið á íslandi er gott
húsnæðislánakerfi sem hefur
sannað sig á undanfornum árum.
Aldrei í sögu húsnæðismála hefur
verið eins auðvelt fyrir ungt fólk
að eignast sína fyrstu íbúð. Aldrei
hefur heldur verið eins auðvelt
fyrir fjölskyldufólk að stækka við
sig.
Það er beinlínis rangt að ekki sé
hægt að endurfjármagna íbúðir
þar sem húsbréfalán eru
áhvUandi. í öUum fasteignaveð-
bréfum (húsbréfalánum) eru upp-
greiðsluheimUdir, bæði að hluta
tU og að fuUu. Þannig að ef fólk
vUl ekki yfirtaka eldri húsbréfalán
vegna óhagstæðra vaxta eða hárr-
ar greiðslubyrði þá er hægt að
greiða þau upp og taka ný hús-
bréfalán. Sú aðferð hefur aukist
talsvert með lækkandi vöxtum og
lækkandi afiöUum húsbréfa. Þó
verður að minnast þess að útgáfú-
kostnaður nýrra lána er veruleg-
ur, eða 2,5% af fjárhæð lánsins, og
tU þess verða menn að taka tiUit
þegar þeir meta hvort hagstætt er
að greiða upp
gömul lán eða
taka ný.
Þau tæknUegu
vandamál sem
leysa þarf þegar
eldri húsbréfa-
lán eru greidd
upp og ný hús-
bréfalán tekin
eru leyst af öll-
um alvörufast-
eignasölum í
samvinnu við
viðskiptabanka þeirra. Þau eru
því ekkert vandamál.
Húsbréfalán endurgreiðast á 25
eða 40 árum með jöfnum greiðsl-
um, þ.e.a.s. að greiðslubyrði lán-
anna er hin sama aUt greiðslu-
tímabUið en óverðtryggð miðað
við vísitölu. Afborgun af höfuðstól
er því lítil fyrstu árin en vextir
þeim mun meiri. Þetta hefur þær
afleiðingar að greiðslubyrði er
minni en eUa og mið-
að við núverandi
skattareglur eru
vaxtabætur meiri.
Jákvæðar
breytingar
Þetta er gott fyrir
þá sem taka lánin,
því að oftast eru
fyrstu árin eftir að
menn stofna fjöl-
skyldu og festa kaup
á húsnæði þau erfið-
ustu hvað fjárhaginn
varðar. Ef hins vegar
fjárráð verði rýmri
en menn upphaflega
gerðu ráð fyrir er
aUtaf hægt að greiða
húsbréfalánin niður
um þær fjárhæðir
sem menn hafa aflögu. Þannig býr
kerfið yfir heppUegu svigrúmi.
Hámarkslán í húsbréfakerfinu
er í dag 70% fyrir þá sem eru að
kaupa í fyrsta sinn en 65% fyrir
hina. Þar sem við íslendingar höf-
um haft þá pólitísku sýn að byggja
undir sjálfseignarstefnu hefur veð-
setningarhlutfaU ekki verið
hærra. Fólk þarf því með ráðdeild
og spamaði að hafa sjálft yfir að
ráða eða útvega sér 30-35% kaup-
verðs á tUtölulega stuttum tíma,
oftast 1-5 ár. Reyndar hefur með
nýlegum breytingum á húsnæðis-
lánakerfinu verið opnaður mögu-
leiki fyrir aUt að 90% lán. Þær
breytingar eru af
hinu góða, sérstak-
lega fyrir tekjulágt
fólk.
í grein sinni nefnir
Stefán að í öðrum
löndum sé kerfið
miklu betra og auð-
veldara. Mér ætti
gaman að heyra um
land þar sem vextir
era lægri á almenn-
um húsnæðislánum
en hér á landi. Lánin
hér bera nefnUega
ríkisábyrgð og ég
held að það þekkist
hvergi í þeim löndum
sem við beram okkur
helst saman við. Hitt
er svo forvitnileg
vangavelta hvort það
er tU góðs séu málin skoðuð í ljósi
raunverðs fasteigna og það borið
saman við raunverð erlendis. En
þær vangaveltur bíða seinni tíma.
Að lokum þetta: Það er firra að
halda því fram að húsbréfakerfið
sé slæmt kerfi. Það er auðvitað
ekki fuUkomið frekar en önnur
mannanna verk. Eigi að síður er
það svo gott að erfitt er að sjá eitt-
hvað betra. Ég hefði að minnsta
kosti gaman af að heyra tillögur af
öðru og betra kerfi sem uppfyUti
einnig það lágmarksskUyrði að
brjóta ekki gegn almennri skyn-
semi.
Ingvar Guðmundsson
„Þau tæknilegu vandamál sem
leysa þarf þegar eldri húsbréfalán
eru greidd upp og ný húsbréfalán
tekin eru leyst af öllum alvöru-
fasteignasölum I samvinnu við
viðskiptabanka þeirra. Þau eru
því ekkert vandamál“.
Kjallarinn
Ingvar
Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
Meö og
á móti
Húsverndunarsjóöi
Margrét Hallgríms-
dóttir borgarminja-
vörður.
A fullan rétt
á sér
„Húsverndarsjóður er mjög mikU-
vægt framtak af hálfu Reykjavíkur-
borgar á sviði húsvemdar. Sjóður-
inn á því fiUlan rétt á sér að því
leyti að hann hefur jákvæð áhrif á
viðgerð húsa sem
hafa byggingar-
sögulegt eða list-
rænt gildi, enda
setur sjóðurinn
þau skilyrði að
viðgerðin sé í
samræmi við upp-
ranalegt útlit hús-
anna. Það er hús-
vemdarstefna
Reykjavíkurborg-
ar aö stuðla að varðveislu húsa sem
hafa byggingarsögulegt gUdi, bæði
elstu húsin í miðborginni og yngri
hús í fyrstu skipulögðu hverfunum.
Húsverndarsjóði er ekki ætlað að
kosta viðgerðimar á húsunum
heldur að hafa áhrif i þá vera að
þær verði gerðar á réttan hátt og í
samræmi við minjavemdarsjónar
mið. Það er einmitt tímábært að
fara að huga að yngri húsum, tU
dæmis þeim sem era frá fimmta og
sjötta áratugnum, því aö þau eru í
mikilli eyðileggingarhættu núna.
Það hefur orðið mikU hugarfars-
breyting varðandi gömul hús, eins
og t.d. í miðbænum, en í Hlíða-
hverfi, Norðurmýri og Teigáhverfi,
svo tekin séu dæmi, er verið að
eyðUeggja hús, til dæmis með þvi að
brjóta niður þakkanta, mála yfir
múrhúð og breyta þökum. Þar þarf
húsvemdarsjóðurinn að hafa áhrif í
framtíðinni.
Þessum sjóði er ætlað að hafa
áhrif á umhverfið í borginni okkar,
okkar sameiginlega byggingaarf.
Þetta eru menningarverðmæti sem
Reykjavík þarf að stuðla að varð-
veislu á. Það er ábyrgðarhlutverk
okkar sem nú búum hér í Reykjavik
að standa vörð um menningararf-
inn.“
Takmarkanir
nauösynlegar
„Það er nauðsynlegt að íhuga
annað veifið hvers vegna hið opin-
bera innheimtir skatta af borgurun-
um. Helstu rök fyrir skattheimtu
hins opinbera era þau að samfélag-
ið viU hjálpa þeim
sem geta ekki
hjálpað sér sjálfir.
Sjúkum, öldr-
uðum og þeim
sem einhverra
hluta vegna tekst
ekki að tryggja
sér og sínum
framfærslu á að
hjálpa og þar sem
það á við á sú
hjálp að leiða tU
þess að viðkomandi einstaklingur
verði síðar fær um að hjálpa sér
sjálfur. í mínum huga er það vand-
séð að aðstoð hins opinbera tU
handa húseigendum, sem þurfa að
halda við húsum sinum eða breyta
þeim, falli undir þessi sjónarmið.
Þegar fólk kaupir sér hús verður
að gera ráð fyrir því að þau þarfnist
viðhalds. AUur megin þorri húseig-
enda í Reykjavík tekst á við það
verkefni að halda við eignum sínum
á eigin kostnaö og það þarf alveg
sérstök rök ef það á að aðstoða
suma við aö fegra heimili sín en
ekki aðrá. Sú staða getur komið upp
þegar hið opinbera leggur einhverj-
ar íþyngjandi skyldur á herðar hús-
eiganda vegna menningarsögulegs
gUdis hússins. Að hann megi ekki
breyta húsi sínu eða á hann eru
lagöar sérstakar kvaðir um viöhald.
í slíkum tilvikum kann það að vera
réttmætt að hið opinbera komi tU
móts við húseigandann. Ég tel að
takmarka eigi starfsemi Húsvemd-
unarsjóðs við slík tUvik. Ef hið op-
inbera telur sig hafa fé umleikis
umfram það sem nauðsynlegt er á
að nota tækifærið og lækka álögur á
almenning." -þhs
lllugi Gunnarsson,
hagfrϚingur og
formaöur
Heimdallar.